Morgunblaðið - 05.12.1992, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
t
in«r0t Útgefandi mMnfeife Árvakur h.f., Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
^ Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Hækkanir í kjölfar
gengisbreytingar
Eins og við mátti búast
stendur ekki á verðhækk-
unum í kjölfar gengisbreyting-
ar krónunnar, sem ákveðin var
á dögunum. Eitt þeirra fyrir-
tækja, sem tilkynnt hafa áform
um verðhækkun af þeim sökum
er Landsvirkjun. Eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær
telur stjóm Landsvirkjunar, að
mikill rekstrarhalli verði á fyr-
irtækinu á þessu ári og þess
vegna verði að hækka gjald-
skrá þess um 5%. Jafnframt
hefur verið frá því skýrt, að
Landsvirkjun hafi gert ráðstaf-
anir til spamaðar í rekstri, sem
skila eiga 90 milljónum króna.
Erlendar skuldir Landsvirkj-
unar hækka um 3 milljarða
vegna gengisbreytingarinnar á
dögunum og vaxtagjöld hækka
um 200 milljónir vegna skulda-
hækkunar og verða um 3 millj-
arðar króna á næsta ári. í skýr-
ingum forráðamanna Lands-
virkjunar á hækkunarþörfinni
kemur fram, að kostnaður
vegna Blönduvirkjunar vegur
nú þungt í rekstri fyrirtækisins
og að raforkuverð til álversins
í Straumsvík hefur verið lágt á
undanfömum misserum.
Ekki skal dregið í efa, að
rekstrarskilyrði Landsvirkjun-
ar em erfið um þessar mundir.
Fyrirtækið býr yfír mikilli
framleiðslugetu á raforku, sem
ekki er hægt að nýta nema að
hluta til vegna þess, að kaup-
endur em ekki fyrir hendi. Á
hinn bóginn verða sömu kröfur
gerðar til Landsvirkjunar og
annarra fyrirtækja í landinu
um ýtrasta aðhald í rekstri og
eins litlar hækkanir og framast
er kostur. Þess er skemmst að
minnast, að Eimskipafélag ís-
lands og Samskip féllu frá fyrri
ákvörðunum um hækkun farm-
gjalda og hækkuðu gjaldskrár
sínar mun minna en til stóð.
Landsvirkjun er í þeirri
stöðu, að vera nánast einokun-
arfyrirtæki á sínu sviði. Með
því er engan veginn dregið úr
þýðingu fyrirtækisins og mikil-
vægi heldur einungis bent á
þá staðreynd, að fyrirtæki, sem
af augljósum ástæðum býr við
litla sem enga samkeppni, þarf
að gæta sérstaklega að sér um
allt rekstraraðhald. Þess vegna
er nauðsynlegt, að áður en fall-
izt verður á óskir stjórnar
Landsvirkjunar um 5% hækkun
á raforku fari fram gagnger
athugun á rekstri fyrirtækisins
þannig að gengið hafí verið úr
skugga um, að ekki sé annarra
kosta völ. Það er auðvitað já-
kvætt, að fyrirtækið hefur
fundið leiðir til 90 milljóna
króna spamaðar í rekstri en
það er ef til vill ekki há upphæð
í þeim miklum umsvifum, sem
Landsvirkjun hefur með hönd-
um.
Það má ekkert út af bera,
ef takast á að viðhalda þeim
stöðugleika í efnahagsmálum,
sem tekizt hefur að koma á
undanfarin misseri. Hæstarétt-
ardómur í máli BHMR hjálpar
ekki til í þeim efnum. Með sama
hætti og miklar kröfur eru
gerðar til sjávarútvegsins í
landinu um hagræðingu í
rekstri, verður að gera slíkar
kröfur til annarra fyrirtækja
og þá ekki sízt þeirra, sem ráða
miklu um afkomu atvinnuvega
landsmanna. Landsvirkjun er
eitt slíkra fyrirtækja. Bankar,
fjárfestingarsjóðir og aðrar
íjármálastofnanir eiga hér
einnig hlut að máli. Milliliða-
kostnaður þeirra er orðinn
býsna hár. í umræðum um
verðlagningu hér innanlands
má ekki gleyma þeirri stað-
reynd.
Það mundu teljast til ein-
hverra mestu mistaka í íslenzk-
um þjóðmálum um langt ára-
bil, ef svo slysalega tækist til,
að ný verðbólguskriða færi í
gang. Þessa dagana eru marg-
ir grunnþættir í rekstri at-
vinnufyrirtækja að hækka.
Olían hefur hækkað. Vextir
hækka fremur en lækka og
hækkun á raforku er í sjón-
máli. Þetta er áhyggjuefni. í
kjölfar þjóðarsáttarsamning-
anna í febrúar 1990 má segja,
að vakning hafi orðið meðal
þjóðarinnar um að koma í veg
fyrir verðhækkanir. Þeir, sem
hækkuðu verð á vöru og þjón-
ustu fundu fyrir þunga almenn-
ingsálitsins. Það skapaðist
raunveruleg trú á að hægt
væri að ná verðbólgunni niður.
Nú er hætta á því, að við
missum þá trú. Hver einasta
frétt um verðhækkun grefur
undan þeirri trú. Þess vegna
eiga stjómvöld ekki að sam-
þykkja beiðni Landsvirkjunar
um hækkun á gjaldskrá um-
yrðalaust heldur á að fara fram
rækileg athugun á því, hvort
kostur er á frekari sparnaði eða
annars konar hagræðingu í
rekstri fyrirtækisins. Lands-
virkjun verður að taka slíku
aðhaldi ekki síður en aðrir.
Dómur Hæstaréttar í BHMR-málinu
Gerum kröfu til
hækkunar og BI
— segir Benedikt Davíðsson forseti Alþýðusambands
BENEDIKT Davíðsson, forseti
Alþýðsambands íslands, segist
telja einsýnt að ASÍ muni gera
kröfu til að félagar þess fái
greidda sömu launahækkun og
félögum í BHMR hefur verið
dæmd af Hæstarétti. Benedikt
ætlar að leggja til við miðstjórn
ASÍ á miðvikudag að samtökin
setji þessa kröfu fram við við-
senyendur sína. Hjörtur Eiríks-
son, framkvæmdastjóri Vinnu-
málasambands samvinnufélag-
anna sagði það af og frá að vinnu-
veitendur myndu samþykkja
slíka hækkun. Kennarasamband
fslands ætlar einnig að fara fram
á að meðlimum þess verði greidd
þessi launahækkun með tilvísun
til kjarasamninga frá þessum
tíma. Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja fer hins vegar ekki fram
á að fá launahækkun vegna dóms
Hæstaréttar.
„Við vildum ekki setja ákvæði í
kjarasamninga okkar um að við
ættum kröfu á að fá það sem aðrir
kynnu að semja um og getum því
ekki gert tilkall til eins eða neins.
Félagsmenn í BSRB munu að sjálf-
sögðu gera kröfu til launahækkana
við samningaborðið en ekki á grund-
velli þessa,“ segir Ögmundur Jónas-
son, formaður BSRB.
í júlí árið 1990 lýstu Vinnuveit-
endasamband íslands og Vinnu-
Oskráð j afnréttisreg’la
getur orðið til þess að
lögum verði ekki beitt
NlÐURSTAÐA Hæstaréttar í BHMR málinu byggðist að miklu leyti
á hvort brotið hefði verið gegn jafnræðisreglu eða jafnréttisreglu
íslensks réttar. Meirihluti réttarins taldi að teknu tilliti til aðstæðna
að ríkissljórnin hefði gert það við setningu bráðabirgðalaganna í
ágúst 1990, að því er tók til ákvæða um að BHMR fólk skyldi þola
skerðingu launa sem aðrir þurftu ekki að þola. Minnihluti réttarins
var þessu ósammála, en eftir kann að standa í huga leikmanns spurn-
ingin um hvað jafnréttisregla sé. Það er útskýrt í sératkvæði tveggja
dómenda og bað Morgunblaðið annan þeirra, Þór Vilhjálmsson hæsta-
réttardómara, að skýra það stuttlega.
Þór kveðst telja óumdeilt meðal
lögfræðinga að hér á landi gildi
óskráð jafnréttisregla sem sé svo
rík við sérstakar aðstæður að hún
leiði til þess að lögum verði ekki
beitt þótt þau séu sett með formlega
réttum hætti. Þessi réttarregla
byggi á fordæmi dómstóla og öðrum
réttarheimildum. Meginefni hennar
sé að menn í sambærilegum aðstæð-
um eigi að njóta samskonar réttinda
og bera samskonar skyldur. Til
dæmis hafi menn í sama kjördæmi
hver um sig eitt atkvæði. Hins veg-
ar sé vægi atkvæða mismunandi
eftir kjördæmum. Rök sem nefnd
séu fyrir því felist í að í mismun-
andi kjördæmum búi menn ekki við
samskonar aðstæður.
í sératkvæðinu segir orðrétt: „Má
í þessu sambandi benda á Hæsta-
réttardóma frá 1986, bls. 706 og
714, sem varða skatt á hlunnindi í
eigu utansveitarmanna. Fordæmi
hliðstæð þessum eru þó ekki svo
mörg að af þeim verði ráðið um
reglur hér að lútandi í einstökum
atriðum. Verður þá að styðjast við
almenn sjónarmið, sem fram koma
í stjómarskránni, einkum VI kafla,
70. og 71. grein, og sem dómstólar
hafa lagt til grandvallar við skýring-
ar á ákvæðum stjórnarskrárinnar,
þar á meðal 67. grein.“
Þess er að geta til glöggvunar
að sjötti kafli stjómarskrárinnar
fiallar um trúfrelsi, greinar 71 og
72 taka til menntunarréttar og rétt-
Hef ekki deilt
við Hæstarétt
— segir Steingrímur Hermannsson
fyrrverandi forsætisrádherra
STEINGRÍMUR Hermannsson, sem var forsætisráðherra í ágúst
1990, þegar bráðabirgðalög voru sett til þess að afnema 4,5% launa-
hækkun til félaga BHMR, segist hafa haft það fyrir sið að deila
ekki við Hæstarétt og hann ætli ekki að taka upp á slíkum deilum
nú. Þegar Morgunblaðið náði tali af Steingrími í gær, þar sem hann
er staddur á Sri Lanka, sagði hann að ríkisstjórnin hefði látið und-
irbúa setningu bráðabirgðalaganna í ágúst 1990 mjög vandlega og
fengið ítarlegar lögfræðilegar álitsgerðir á lögmæti slíkrar lagasetn-
ingar.
„Við létum skoða þetta mál mjög
vandlega á sínum tíma. Við settum
þessi bráðabirgðalög í bestu trú og
töldum þau vera algjörlega nauð-
synleg fyrir þjóðarhag til þess að
forða stórkostlegu tjóni. Ef svona
liggur í málinu, þá hallast ég nú
að því að núverandi ríkisstjórn hafi
ekki gert réttan hlut þegar hún
gekk gegn Kjaradómi núna í vor,“
sagði Steingrímur, og kvaðst telja
að slík aðgerð væri öllu fremur lög-
brot, heldur en setning bráðabirgða-
laganna 1990.
ar til framfærslu. í þessum ákvæð-
um kemur jafnréttisreglan beint
fram. Við túlkun dómstóla á 67.
grein um friðhelgi eignarréttar hef-
ur verið byggt á jafnréttisreglunni.
í sératkvæði Þórs og Sveins Snor-
rasonar hæstaréttarlögmanns segir
ennfremur: „Þá verður höfð hliðsjón
af lögum þar sem jafnréttishug-
myndir koma fram, svo sem lögum
númer 28 frá 1991 um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla.
Einnig verður litið til 14. greinar
mannréttindasáttmála Evrópu (sbr.
auglýsingu í A-deild Stjómartíð-
inda, númer 11 frá 1954) og 1.
mgr. 2. greinar sáttmála Sameinuðu
þjóðanna um borgaraleg og stjórn-
málaleg réttindi (sbr. auglýsingu í
C-deild Stjómartíðinda númer 10
frá 1979).
Telja verður á þessum granni að
það jafnrétti sem vemdað er að ís-
lenskum lögum verði afmarkað með
hliðsjón af því hvaða hagsmunir eru
í húfi, hver er tilgangur mismunun-
ar og rök fyrir henni og hve rík
mismununin er.“
Bæði 14. grein mannréttindasátt-
mála Evrópu og 2. grein sáttmála
Sameinuðu þjóðanna era almenn
jafnréttisákvæði. Þannig vemdar
14. grein mannréttindasáttmála
Evrópu hefðbundin grandvallarrétt-
indi sem hann fjallar um „án nokk-
urs manngreinarálits svo sem vegna
kynferðis, kynþáttar, litarháttar,
tungu, trúarbragða, stjórnmála- eða
annarra skoðana, þjóðemis eða
þjóðfélagsstöðu, sambands við þjóð-
efnisminnihluta, eigna, ætternis eða
annara aðstæðna“.
Þór Vilhjálmsson segir að ekki
verði ráðið af dómi meirihluta
Hæstaréttar í fyrradag hvort þau
sem að honum stóðu séu sammála
minnihlutanum um hvemig af-
marka eigi þá mismunun sem
ólögmæt sé eftir íslenskum rétti.
Hann telur hins vegar að nánari
könnun þessa og umræða meðal
lögfræðinga muni vart leiða í ljós
verulegan ágreining um þetta at-
riði. Orðin í atkvæði minnihlutans
taki meðal annars mið af þeim regl-
um sem beitt hafi verið við skýring-
ar á 14. grein mannréttindasátt-
mála Evrópu af Mannréttindanefnd-
inni og Mannréttindadómstólnum í
Strassborg.