Morgunblaðið - 05.12.1992, Side 40

Morgunblaðið - 05.12.1992, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 SJONARHOLL Trefjar í fæðunni ÞEGAR hvatt er til neyslu á hollari fæðu er rætt um nauðsyn þess að hún innihaldi trefjar, en þær eru sagðar veita vörn gegn vissum sjúkdómum og stuðli að betri heilsu. Það eina sem skort hefur í umræðuna er betri skil- greining á þvi hvað trefjar eru, í hvaða fæðutegundum þær er helst að finna og hvernig þær vinna í líkamanum. Menn hafa frá fomu fari vitað að grænmetisneysla væri heilsu- samleg og út frá þeirri þekkingu hafa menn, nú á síðustu áratugum, dregið þá ályktun að trefjar væm heilsubætandi. En þær leysa ekki allan vanda, segir Allan McKenzie í grein sem birtist í Science News fyrir nokkru og vitnar hann þar í rannsóknir Qölda vísindamanna á þessu sviði. Áhættuþættir sjúkdóma fjölmargir í greininni segir, að þeir vísinda- menn sem reynt hafi að tengja áhættu hjartasjúkdóma og ristil- krabbameina því magni treíja sem fólk neytir, hafi þeir veitt þvi at- hygli að fleiri þættir koma þar við sögu, eins og erfðir, neysluvenjur, lífsstíll, menningarumhverfi og efnaskipti. Jafnvel þegar vitað er að sumar tegundir treíja geti lækk- að blóðþrýsting er ekki að fullu Ijóst hvemig það skeður. Bent er á að þörf sé á frekari rannsóknum á starfsemi meltingarvegarins þ.e. maga, smáþarma og ristils ef tre§- ar eigi að vera marktækar á sviði læknisfræðinnar. Samsetning treíja fjölbreytileg Treijar eru að jafnaði sá hluti plöntunnar sem menn geta ekki melt. Þó að undir grænmeti falli ólíkar fæðutegundir eins og papr- ika, rabarbari og bókhveiti, þá inni- halda trefjar flölbreytilega sam- setningu, allt frá þéttu óuppleysan- legu tréni eins og það sem gerir sellerístöngla stífa, að gúmmí- kenndum uppleysanlegum trefjum í höfrum. Vísindamenn hafa fundið það út, að sumar tegundir trefja virka eins og svampur og draga til sín skaðlegar fitusýrur og flytja þær frá þörmunum. Aðrar laða að sér fítu með rafhleðslu. Bakteríur gerja enn annan flokk trefja í sýr- ur, sem breyta sýrustigi þarma og hindra kólesterólmyndun í lifur. Það er þessi fjölbreytilega starf- semi trefja sem hefur orðið til þess að fólk er hvatt til að borða fæðu sem inniheldur trefjar. Áhrif trefja á gallsýrur í ljós hefur komið, að sumar trefjategundir lækka kólesteról Trefjar í fæðu eru nauðsynlegar en þær leysa ekki allan vanda. með því að binda efnasambönd sem kölluð eru gallsýrur. Maðurinn og Qölmörg spendýr bijóta niður kó- lesterólið í lifrinni og mynda gall- sýrur sem svo hjálpa til við melt- ingu á fitu í þörmum. Smáþarmam- ir draga síðan gallsýrumar til sín og nota þær aftur. Starfsemin er flókin. Pektín, sem eru fjölsykrur, em hlaupkenndar og uppleysanleg- ar tre§ar, þær em í ávöxtum og grænmeti og binda gallsýmr. Trefj- ar draga til sín gallsýmr svo smá- þarmamir ná ekki að draga þær til sín aftur. Þegar gallsýmr hverfa sem úrgangsefni úr líkamanum í stað þess að fara í endumotkun, verður lifrin að bijóta niður meira af kólesteróli til að bæta upp tapið. Uppleysanlegar treQar eins og í höfrum virðast vinna eins og pekt- ín. Umbreyttar gallsýrur Varað er við að breyta mataræði of hratt. Þeir sem hafa áhyggjur af hjartasjúkdómum og borða mik- ið magn af höfmm, í þeim tilgangi að hreinsa smáþarma af gallsýmm, geta átt í vandræðum þegar sýr- umar ná til ristilsins. Þar umbreyta bakteríur stærri gallsýmm í minni gallsýmr (sem auka hættu á ristil- krabba). Smærri gallsýrur valda ekki krabbameini sjálfar, heldur verka þær sem krabbameinshvati og auka hættu á krabbameini þeg- ar þær komast í samband við raun- vemlegan krabbameinsvalda. Það sem kemur hinum heilusræktar- sinnuðu til hjálpar er að sumar trefjar, sérstaklega óuppleysan- legar treflar í hveitihýði, hindra skaða í ristli af völdum þessara gallsýra. Áhrif hveitihýðis á ristil Hveitihýði eða (All Bran) sér um að hlífa ristlinum á marga vegu m.a. með því að auka umfang hægða, en það getur dregið úr þéttni á þessum minni gallsýmm. Hveitihýðið getur dregið úr magni þessara gallsýra með því að auka sýmstigið í ristlinum. En bakteríur sem umbreyta gallsýrum þrífast ekki vel í umhverfi þar sem sýra- stig er of hátt. Komið hefur fram í |-annsóknum á rottum að aukið kalk í fæðunni dregur úr flölgun krabbameinstilfella í ristli og evr- ópskar rannsóknir hafa leitt í Ijós, að hjá fólki sem borða kalkauðugar mjólkurafurðir er ristilkrabbamein sjaldgæfara en hjá hinum sem ekki neyta þeirra. Ör frumuskipting í ristli og krabbamein Það hefur vakið athygli, að hjá þeim einstaklingum sem lifað hafa af krabbamein í ristli, flagna frum- ur í þekjuslímhúð ristilsins af helm- ingi hraðar en eðlilegt er. Þar gæti verið um mistök að ræða í fmmuskiptingu sem aftur gæti gert ofvirkar fmmur krabbameins- myndandi. Þessar hröðu frumu- breytingar em taldar geta átt þátt í hve oft ristilkrabbamein tekur sig upp aftur. Gallsýmmar gætu einn- ig gert ristilinn viðkvæmari fyrir krabbámeini þar sem þær erta slím- húðina og örva framubreytingar. Mismunandi trefjar hafa mismunandi áhrif Vísindamönnum er að verða ljóst hvemig efnasambönd mismunandi trelja framkalla mismunandi áhrif. Sem dæmi geta pektín í gulrótum og greipaldinum lækkað kólesteról, þrátt fyrir að efnasamsetningin sé mismunandi og þær starfi á mis- munandi hátt. Rannsóknir munu leiða í ljós á hvem hátt ákveðnir hlutar fmmusameinda í trefjum vinna. Árið 1985 tókst að einangra olíur úr treflum byggs og hýði sítr- usávaxta sem hafa áhrif á kóleste- rólmyndun. Nauðsynlegt að neyta blandaðra trefja Þar sem uppleysanlegar og óuppleysanlegar trefjar em svo samtengdar og erfitt hefur reynst að skilja áhrif þeirra á illkynja vöxt í ristli og hjartasjúkdóma, ætti fólk forðast að borða aðeins eina ákveðna tegund trefja. Bent er á að mjög stífur matarkúr með mikið af uppleysanlegum trefjum geti oft lækkað kólesteról í blóði. Það gæti hjálpað þeim sem hætt er við hjartasjúkdómum en ekki nauðsyn- lega hinum sem ekki em í áhættu- hópi - og aukið hættu á ristil- krabbameini. Mikil neysla á trefjum getur einnig komið í veg fyrir að líkam- inn nái að draga til sín steinefni úr fæðunni og valdið skorti á kalki og zinki sérstaklega hjá eldra fólki og bömum. Hveitihýði dregur úr hæfileika smáþarma til upptöku á kalki úr fæðunni og að koma því inn í blóðrásina. Blöndun trefjateg- unda er mjög mikilvæg. Ef borðað- ar em fæðutegundir sem innihalda óuppleysanlegar trefjar eins og hveitihýði, matvæli úr hveiti, brún grjón og soðnar linsubaunir og svo fæðutegundir sem innihalda upp- leysanlegar trefjar eins og epli, banana, sítmsávexti, gulrætur, bygg og hafra, getur blöndunin verið vel ásættanleg bæði fyrir þá sem vilja lækka kólesterólið og draga úr hættu á krabbameini. M. Þorv. JólíÞjóð- minjasafni Islands JÓLADAGSKRÁ Þjóðminjasafns íslands hefst sunnudaginn 6. des- ember kl. 15 á degi heilags Nikul- ásar. Þá verður opnuð jólasýning safnsins. Á henni getur að líta sýnishorn ýmissa hugmynda sem myndlistarmenn hafa gert af ís- lensku jólasveinunum. Á sýningunni em dæmi um karl- mannaföt frá fyrri tíð og í tengslum við þau er efnt til nokkurs konar hugmyndasamkeppni meðal sýning- argesta um það hvernig íslenskir jólasveinar hafa litið út. Auk þess em á sýningunni ýmsir kirkjumunir, sem veita innsýn í kirkjuferðir og helgihald. Við þetta tækifæri kveikir borg- arstjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson, á jólatré safnsins og fé- lagar úr Bamakór Grensáskirkju syngja nokkur lög undir stjóm Mar- grétar J. Pálmadóttur. Næstu helgi á eftir, eða 12. des- ember, kemur Stekkjastaur til byggða. Þá verður viðbúnaður í safn- inu til að taka á móti honum kl. 11.15. Síðan koma jólasveinarnir einn af öðrum daglega í safnið allt þar til Kertasníkir rekur lestina á aðfangadag jóla. Fjölskyldu- dagur í Arseli FJÖLSKYLDUDAGUR verður laugardaginn 5. desember í fé- lagsmiðstöðinni Árseli I Árbæ milli kl. 14 og 16. Sýnt verður leikritið Krimmi eftir Michael Green og auk þess afrakstur ýmissa áhugahópa sem hafa verið starfandi undanfarið. Allt er því frá unglingum komið og framkvæmt af þeim. Einnig verður kaffi á könnunni og heimabakaðar piparkökur. Stungið af eftir ákeyrslu VITNI óskast að því er ökumaður keyrði utan í bláa Suzuki Swift bifreið, R-51720, á bflastæði Verðbréfamarkaðs íslandsbanka við Ármúla, fimmtudaginn 3. des- ember. Atvikið átti sér stað á milli kl. 17.15 og 18.15 og er um tilfinnanlegt tjón fyrir eigenda bifreiðarinnar að ræða þar sem það nemur tugum þúsunda króna. Ef einhver hefur orðið vitni að ákeyrslunni er hann vinsamlega beðinn um að hafa samband í síma 629953. Amerískir svefnsófar ums Marco 13-16 húsgagnaverslun Langholtsvegi 111, sími 680 690 Verð frá kr. 69.000 afbverð Opið laugardag frá kl. og sunnudag frá kl. Með einu handtaki breytir þú þessum gullfallega sófa í alveg meiriháttar rúm. Listaverka- og happdrættís- almanak Þroskahjáipar HIÐ árvissa listaverka- og happdrættisalmanak Landssamtaka Þroskalyálpar er komið út fyrir árið 1993. Að venju er almanakið prýtt myndum af grafíklistaverkum þrettán íslenskra listamanna. Samstarf Þroskahjálpar við ís- lenskt myndlistarfólk hefur frá upphafi verið heilladrjúgt þar sem almanakið er helsta tekjulind Þroskahjálpar og hefur auk þess borið hróður listafólksins víða. Al- manakið hefur unnið sér fastan sess enda vandað og eigulegt. Jafn- framt gildir hvert almanak sem VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! tólf happdrættismiðar og í ár með tuttugu vinningum. Meðal vinninga er Suzuki sportbíll og þrjár myndir eftir listamanninn Erró sem gaf samtökunum umrædd verk. Al- manakið kostar 1.000 kr. er aðeins gefið út í 18.000 eintökum og eru því vinningslíkur miklar. Almanakið er til sölu á skrifstofu Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22, Reykjavík, í bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu og hjá sölu- fólki á flestum stöðum á landinu. Sölufólk Þroskahjálpar mun bjóða almanakið til sölu í heimahúsum á næstu vikum og treysta samtökin á stuðning almennings nú sem endranær. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.