Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
49
Kristín Kristmunds-
dóttir - Kveðjuorð
Það er miðvikudagurinn 25. nóv-
ember, rétt fyrir hádegi, þá berst
mér sú harmafregn að „amma á
Hjalló“ sé dáin. Þetta var eftir stutta
en erfiða sjúkdómslegu en það er
samt alltaf jafn erfítt að kyngja
svona löguðu. Það er huggun harmi
gegn að hún er i góðum höndum.
Mig langar að minnast hennar í
nokkrum orðum því það sem hún
gerði fyrir mig og mína fjölskyldu
er það margt að það verður seint
fullþakkað.
Ég var aðeins 12 ára þegar móð-
ir mín lést og stóð þá faðir minn
einn með tvö ung börn en amma lét
það ekki aftra sér að ferðast vestur
til okkar í rútu sem sjálfsagt hefur
ekki verið létt verk fyrir fullorðna
konu; að ferðast svo langa leið. En
aldrei heyrði ég ömmu kvarta. Það
var ekki hennar siður. Hjá okkur
var hún vön að vakna snemma og
gefa okkur morgunmat og koma
okkur systkinunum í skólann og í
hádeginu beið okkar ljúffengur há-
degisverður. Þess á milli sá hún að
sjálfsögðu um öll venjuleg heimilis-
störf. Hún var sem sagt allan dag-
inn að stjana í kringum okkur. Svo
þegar ég fór að sækja skóla til
Reykjavíkur stóðu mér allar dyr
opnar hjá ömmu. Hún nánast heimt-
aði að fá að þvo af mér leppana
eins og hún kallaði það. Einnig átti
Kveðja
*
Elín O. Helgudóttir
Fædd 13. júlí 1989
Dáin 28. nóvember 1992
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn
og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.
(„Spámaðurinn")
Okkur á Blómadeild langar að
minnast Ellu Lóu með nokkrum orð-
um. Fyrir tæpu ári urðum við þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að fá að kynn-
ast henni. Nokkrum sinnum þurfti
Ella Lóa að fara inn á sjúkrahús á
þessu tæpa ári sem við fengum að
hafa hana. Og alltaf fundum við
fyrir tómleika þegar hana vantaði.
Þrátt fyrir fötlun sína var hún svo
virk og gefandi. Bömin fylgdust
með líðan hennar og fögnuðu henni
þegar hún kom aftur. Það var gam-
an að fylgjast með mestu gaurunum
á deildinni, hvað þeir vildu allt fyrir
Ellu Lóu gera og rifust um að fá
að keyra hana úti. Þau virtust öll
skilja vanmátt hennar en hún var
ljúf og gefandi og tók alltaf þátt í
leik og starfi. Það er stórt það skarð
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við grein\im á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
Leðursófasett og hornsófar í öllum litum.
Frábært verð.
Opid í dag; laugardagy kl. frá 10-16.
Sunnudagkl. 10-17.
Valhnsgögn
Ármúla 8, símar 812275 og 685375.
Kveðja
Hafþór I. Þórsson
ég að koma með sokkana og fá þá
bætta af því ég nennti ekki að læra
að stoppa í þá sagði hún. Ég var
alltaf í leiguhúsnæði i bænum og
ef illa stóð á í sambandi við það þá
var ekkert sjálfsagðara en að fá „að
liggja inni“ eins og hún sagði. Svo
þegar ég fór að koma með fjöl-
skyldu mína í heimsókn ruku strák-
arnir beint inn í stofu og fengu að
leika sér með bílana sem amma átti
og á meðan útbjó amma ávallt kaffí
og með því eins og fyrir 10 manns.
Konan mín bað mig alltaf um að
feiðja hana að hafa ekki svona mik-
ið fyrir okkur en þáð var ekki hægt,
svona var hún bara, vildi gefa okk-
ur nóg að borða. Við kveðjum nú
með söknuði konu sem var okkur
ávallt góð.
Amma verður ætíð efst í huga
okkar sem tákn um manngæsku og
ást.
Friðrik Friðriksson, Hulda
Georgsdóttir og synir.
sem hún skilur eftir og margt er
hægt að segja um Ellu Lóu þó við
höfum ekki haft lengri tíma með
henni þá eigum við á Blómadeild,
Garðaseli, hugljúfar minningar um
elsku Ellu Lóu og þær munum við
geyma í huga okkar. Við skiljum
ekki tilganginn en við viljum trúa
því að nú sé hún heilbrigð og að
hún leiki sér við englabömin smá.
Elsku Helga, við viljum þakka
þér fyrir það traust sem þú sýndir
okkur með því að lofa okkur að
gæta hennar. Við dáumst að þinni
hugarró Helga mín og biðjum góðan
Guð að styrkja þig, Diddu, ömmu
og afa á Miðtúni.
Siffa, Gunnheiður, Brynja,
Asgerður, Dóra, Inga og börn
á Blómadeild, Garðaseli.
Fæddur 13. ágúst 1988
Dáinn 26. nóvember 1992
Okkur langar til að kveðja elsku
litla vin okkar, Hafþór Inga Þórs-
son, sem lést svo snögglega þann
26. nóv. sl. Kynni okkar flestra
og Hafþórs Inga voru stutt. Hann
byijaði hjá okkur í leikskólanum
snemma í haust og honum fannst
jafn gaman að vera hjá okkur eins
og okkur fannst að hafa hann.
Átti hann oft skemmtilegar sam-
ræður við einhveija okkar, því
hann hafði sínar skoðanir á hlut-
unum og þær ákveðnar. Hann var
kraftmikill og duglegur strákur
og skilur eftir sig skarð sem ekki
verður fyllt. Við þökkum fyrir að
hafa fengið að vera með honum
þennan stutta tíma.
Sjá eina perlu skorti í ykkar fagra sveig.
Þið áttuð rósadýrð vorsins og sumars
gróðrarteig,
en aldrei hafði dauðans klukkan ykkur
vígslu boðað
og aldrei logbjart stálsverð harmsins
brjóstin táknum roðað.
En nú skiptir um útsýn — og harmsins
heita lind
í hjartans fýlgsnum streymir og laugar eina
mynd,
bamsins, sem að alvizkan, er enginn maður
skilur,
en aðeins finnur, nú á bak við tjaldið mikla
hylur.
Sjá eina perlu skorti - hún heitir hjartasorg
og helgar fegurst ástvini og auðgar þeirra
borg.
Að einskis væri ávant hana ykkur lífið sendi.
— Ó, að hún verði stjama, er í hæðir hæða
bendi.
(Hulda)
Elsku Sigga, Þór, Elli, Hrefna-
og Harpa, við samhryggjumst ykk-
ur af öllu hjarta og vonum að Guð
gefí ykkur styrk í sorg ykkar.
Arnheiður, Sæja, Alda,
Gunna og Ragnheiður.
Þessi bók hefur að geyma 270 fallegar litmyndir af íslenskum fossum. Gerð er góð
grein fyrir hverjum fossi í fróðlegum texta, m.a. nefndar gönguleiðir að fossinum
og sagt frá þjóðsögum og sögnum er tengjast honum. Bókinni er skipt niður eftir
sýslum með kortum er sýna staðsetningu fossanna. Eftirmála ritar dr. Jón Jónsson
jarðfræðingur. íslenskir fossarer 352 bls. með texta bæði á íslensku og ensku.
I SKUGGSJÁ
s BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF.
sem beðið hefu
ICELANDIC
WATERFALLS
PIN(