Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
f«mfw
„ Efþú ert c& hugsa. um aé ósta mer
U hamingfjU' meé ufrnattié, þa i/arþaét
síoustu viku. *
Af hverju ertu svona úfin í
dag?
HÖGNI HKEKKVÍSI
BREF TDL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Sólskríkjusjóður og fuglafóður
Frá Erlingi Þorsteinssyni:
Ég hef nær árlega um langt skeið
sent Morgunblaðinu smápistil f.h.
Sólskríkjusjóðsins til þess að skýra
frá tilgangi hans hvað hefur verið
að gerast á hans vegum.
Þessi sjóður er nú að verða 45
ára. Móðir mín stofnaði hann og
afhenti Dýravemdunarfélaginu árið
1948 í minningu manns síns og föð-
ur míns, Þorsteins skálds Erlings-
sonar, en hann var eins og þjóð veit
mikill fuglavinur sem mörg ljóða
hans bera glöggt vitni.
Eftir að móðir mín, Guðrún J. Erl
ingsdóttir, lést árið 1960 hef ég
veitt sjóðnum forstöðu. Tekjur hans
voru frá upphafi aðeins ágóði af
útgáfu og sölu jólakorta og minning-
arspjalda, en auk þess hafa honum
borist margar gjafir sem hafa komið
sér vel og ég þakka innilega.
Útgáfu jólakorta lauk um árið
1980, en minningarspjöld eru enn
fáanleg hjá mér.
Það hafa í tímans rás verið reynd-
ar margar korntegundir til að finna
þá heppilegustu fyrir smáfuglana.
Fyrir allmörgum árum komumst
við að raun um að kurlaður maís
með hæfilega kornstærð væri ákjós-
anlegastur, bæði næringarríkur og
ódýr. Við höfum meðal annars reynt
ómalað hveitikom, sem sýndi sig að
vera bæði of gróft og dýrt.
Mílókomið, grasfræ frá Suður
Ameríku, notuðum við í 3 ár. Það
reyndist vel, var á stær við lítil sagó-
grjón sem var hæfilegt fyrir fugl-
ana. Það var bæði næringarríkt og
ódýrt. Ekki þurfti að mala það sem
var mikill kostur á margan hátt.
Brátt reyndist það ófáanlegt og loks
þegar það fékkst aftur var það orð-
ið langtum dýrara en maískurlið sem
við höfum því haldið okkur við síðan.
Að sjálfsögðu má gefa smáfugl-
unum ýmislegt annað, svo sem
brauðmylsnu, sem líklega mætti fá
ódýrt í brauðgerðarhúsum og hefur
verið gefin með ágætum árangri.
Hrísgijón eru vel þegin en alltof
dýr. Maískurlið er sem sagt það sem
mest hefur verið gefið og er enn.
Það hefur verið erfítt að fá maísinn
kurlaðan í hæfílega komstærð, en
það hefur tekist síðustu árin.
Hygmynd móður minnar var sú
að fuglakornið skyldi sent barna-
skólum úti á landi, einkum þangað
sem snjóþyngst væri. Þeirri stefnu
hef ég haldið og tel eins og hún að
það sé gott fýrir uppeldi barna að
þeim sé kennt að gefa smáfuglunum
á fönnina.
Nokkur síðari ár höfum við sent
skólunum 70 til 80 sekki í byijun
vetrar. Þeir hafa vegið 35 til 50 kíló
hver en áður fyrr vom þetta munm
léttari pokar og meðfærilegri.
Vegna þess hve snjólétt hefur
verið síðustu tvö til þijú árin a.m.k.
hafa allmargir skólar átt nokkuð
eftir af korni. Þess vegna sendum
við að þessu sinni aðeins rösklega
50 sekki. Sökum þess að seljendur
Frá Pétri Magnússyni:
Jónas Gíslason vígslubiskup fer
geyst í Morgunblaðinu 15. nóvember
þegar hann fjallar um fyrirgefningu
syndanna. Við eigum að rétta hvort
öðm fyrirgefandi hönd í smáu sem
stóm. Það er fögur hugsjón að fyrir-
gefa meðbræðmm okkar flestar mis-
gjörðir, en við læknum ekki .illvirkj-
ann með því einu að fyrirgefa honum
heldur verður hann jafnframt að
endurfæðast og öðlast nýtt líf. Sé
það vilji okkar að skapa himnaríki
á þessari jörð nægir fyrirgefning
ekki, heldur verður maðurinn jafn-
framt að endurfæðast.
Við höfum líka trúaijátningu sem
segir: „Situr við hægri hönd Guðs
Föður Almáttugs og mun þaðan
koma að dæma lifendur og dauða.“
Þarna er gefíð í skyn að við megum
vænta dóms og ef til vill fær sam-
viskan að segja til sín og við fáum
að einhveiju leyti að dæma okkur
sjálf samanber opinbemn Helga í
bókinni „Talað inn í dimman dal“
bls. 13, sem segir:
áttu nú nægar fyrningar gátum við
sent komið óvenju snemma, eða í
byijun nóvember.
Ég geri ráð fyrir að bæði Lýsi
hf. og Katla hf. sem selja okkur
kornið muni eins og undanfarin ár
einnig selja einstaklingum sem gefa
fuglunum mikið heila sekki, ef óskað
er, því það er langtum hagstæðrara
en að kaupa smápokana í versl-
ununm. Lýsi er með 35 kílóa sekki
en þeir eru 50 kíló hjá Kötlu.
Úm leið og ég sendi skólunum
bestu jóla- og nýjárskveðjur vil ég
biðja forráðamenn þeirra að láta
mig vita ef þá vatnar meira fuglafóð-
ur.
Fyrir hönd Sólskríkjusjóðsins vil
ég þakka bæði Flugleiðum hf. og
íslandsflugi hf. fyrir þá miklu hjálp
að flyta kornsekkina ókeypis út á
landið til skólanna og einnig Val-
geiri Guðmundssyni fyrir að sjá um
flutning á þeim til flugvallar og vöru-
fluttningstöðva. Þær hafa oft flutt
sekkina ókeypis og kann ég þeim
einnig bestu þakkir.
Að lokum vil ég hvetja alla unga
sem eldri til að gefa litlu fuglunum
út á fönnina þegar snjór þekur jörð.
ERLINGUR ÞORSTEINSSON
Skaftahlíð 13, Reykjavík
Þegar þið komið, þá verður opnað
fyrir ykkur og þið sjáið inn í dýrð-
ina, en þá er undir ykkur sjálfum
komið hvort þið eruð svo máttug í
viljanum, máttug í kærleikanum og
máttug í sannþekkingunni að þið
þolið að stíga innfyrir. Öllum er leyft
að stíga inn í ljómann, en allir vilja
ekki koma, af því þeir finna van-
mátt sinn af því þeir stigu niður til
Jarðarinnar og voru þar lítinn tíma.
Þeir hafa farið svo margir í felur,
af því að þeir halda að augu Guðs
sjái þá ekki meðan þeir standa í
regindal tímanna. En sá sem veit
að augu Guðs hvíla á sér, vandar
allt sitt verk, allt sitt tal, allar sínar
gjörðir. Hann veit að hann mun
verða kallaður heim á hinar grænu
lendur lífsspekinnar og hann þráir
það af öllu hjarta, að hafa hreinar
hendur, hreinan vilja og hreina hug-
sjón og umfram allt hreinan kær-
leika, innvígðan í brotalausan sann-
leika.
PÉTUR MAGNÚSSON
Sörlaskjóli 9, Reykjavík
Fyrirgefning syndanna
Víkveiji skrifar
Víkveiji gladdist mikið dag nokk-
urn fyrir skömmu er hann kom
sem oftar í Hagkaup til þess að
gera helgarinnkaup og sá vistvæna
pappírspoka merkta Hagkaupum,
sem þar að auki voru ókeypis. Þess-
ir pokar voru verzlunni til hins mesta
sóma, að því er Víkveiji telur, sterk-
ir og góðir og mikil framför frá plast-
pokunum, sem eyðast ekki og valda
ótrúlegum mengunarvanda.
En Adam var ekki lengi í para-
dís. Þegar Víkveiji kom næst í Hag-
kaup, voru pokarnir góðu uppurnir
og afgreiðslustúlka við einn kassann
vissi ekki, hvort þeir kæmu aftur.
Nú vill Víkveiji skora á forráðamenn
Hagkaups að taka aftur upp þessa
vistvænu poka og reyna með því að
stemma stigu við þeirri miklu of-
notkun plastpoka sem hérlendis ríð-
ur húsum. Pappírspokar sem þessir
eru til í hverri einustu verzlun um
öll Bandaríkin og þar eru þeir mun
meira áberandi en plastpokarnir í
öllum matvörubúðum.
xxx
Nú fyrir skömmu átti Víkveiji
leið í dómshúsið nýja, sem
sómir sér vel sem slíkt og er ánægju-
legt að þetta gamla og virðulega hús
við Lækjartorg skuli hafa fengið
hlutverk við hæfí. En það er eitt sem
stingur mjög í stúf við virðingu
dómshússins og það er kofaræksni
sem stendur við aðalinngang húss-
ins, einhvers konar sölutum. Hann
blasir við á vinstri hönd, er gengið
er inn í húsið. Og ekki nóg með
það, því að á hægri hönd er flöskuk-
úla ein grænlituð og stór þar sem
fólk getur losað sig við dósa- eða
flöskulík. Er þetta hægt við aðalinn-
gang að dómshúsi í Reykjavík?
XXX
Nú í vikunni fór fram mikil kynn-
ing í sjónvarpinu á geisla-
diski, sem Rauði kross íslands gefur
út til styrktar starfsemi sinni. Þar
eru nokkur rómantísk lög og voru
íjögur þeirra flutt í sjónvarpsþætti.
Síðasta lagið, sem sungið var, var
hið þekkta lag um blómið „Gleym-
mér-ei“ eða „Blátt lítið blóm eitt
er“, sem þorri landsmanna þekkir
og kann utan að. Ekki ætlar Vík-
veiji að gagnrýna söng þeirra
tveggja kvenna, sem lagið fluttu, en
þriðja ljóðlína erindisins hljómaði
ekki eins og Víkveiji hafði lært það.
Þær stöllur sungu: „Væri ég fuglinn
frjáls", en Víkveiji lærði þessa hend-
ingu: „Væri ég fleygur fugl, /flygi’
ég til þín“.
Þeir aðilar, sem Víkveiji hefur
rætt við um þessa nýju útgáfu af
erindinu, könnuðust ekki við „fugl-
inn fijáls" og vildu allir hafa textann
eins og Víkveiji. Því er Víkveija
spurn: Hvers vegna er texta erindis-
ins breytt, hver gerir það og með
hvaða leyfi?