Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 14
...:j
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992
Fort Lauderdale
Islensk ferðaskrif-
stofa tekur til starfa
Ferðaskrifstofan Ferðabær og bandaríska ferðaskrifstofan Fort Laud-
erdale by the Sea Travel, sem hefur aðsetur í Florida, hafa stofnað
fyrirtækið Florice og verður skrifstofa hins nýja fyrirtækis formlega
opnuð á íslandskynningu í Fort Lauderdale í lok janúar. Tilurð fyrirtæk-
isins er beint flug Flugleiða tii Fort Lauderdale og að sögn Birgis
Sumarliðasonar hjá Ferðabæ er ætlunin að bjóða ísland bandarískum
ferðamönnum á betri kjörum en til þessa hefur verið; Einnig tekur
skrifstofan á móti íslenskum ferðamönnum sem koma til Florida.
Birgir sagði enn fremur að íslensk-
ur starfsmaður myndi sjá um skrif-
stofuna í Fort Lauderdale og áhersla
yrði lögð á að kynna hin ýmsu sér-
kenni Islands og ná þannig til af-
markaðra markhópa. fsland verður
m.a. kynnt sem heilsu- og veiðipara-
dís, einnig land ævintýraferða á jepp-
um, vélsleðum og hestum svo eitt-
hvað sé nefnt. Sérfræðingar í öllum
greinum verða til staðar á ísland-
skynningunni, en á henni verða einn-
ig fulltrúar frá Ferðamálaráði og
Flugleiðum.
„Þetta er góður staður til að mark-
aðssetja ísland vestra, geta má þess
að á svæðinu frá Orlando til Key
West búa rúmlega 6 milljónir manna,
en þangað sækja hins vegar milli 12
og 13 milljónir manna frá jólum til
páska. Þó ekki næðist til nema brots
af þeim fjölda værum við að tala um
mikla aukningu á ferðum til ís-
lands,“ sagði Birgir Sumarliðason.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Jólastúdentarnir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja setja upp hvítu kollana eftir að hafa fengið burtfarar-
skírteini sín.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
28 jólastúdentar braut-
skráðir á haustönn
Keflavík.
Brautskráning nemenda á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja
fór fram við hátíðlega athöfn sunnudaginn 20. desember sl. og
fengu þá 52 nemendur prófskírteini og þar af voru 28 jólastúdent-
ar. Athöfnin að þessu sinni var söguleg að því leyti að hún fór
nú fram í fyrsta skipti á sal skólans, í hinni nýju viðbyggingu er
tekin var í notkun í haust. Fjölmenni var að vanda og má segja
að ávallt sé húsfyllir við athöfn sem þessa á vegum skólans.
Gerry Doyle eigandi „Fort Lauderdale by the Sea Travel“ t.v. og
Birgir Sumarliðason forstjóri Ferðabæjar.
Hjálmar Árnason skólameistari
afhenti nemendum prófskírteini en
Fjölbraut í Breiðholti
59 nemendur luku stúdents-
prófi - 133 luku lokaprófi
ÚTSKRIFT frá Fjölbrautaskól- i------1-------------...............................^
anum í Breiðholti fór fram laug- | | I I^Hl
ardaginn 19. desember sl. kl. 14 .-^BSSAISÍ^ESSESI^^kBSSSSSÍE
í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi Jfc
88. Var það í 34. skipti sem skól-
inn útskrifar nemendur.
Athöfnin hófst með því að organ-
isti kirkjunnar, Guðný Magnúsdóttir,
lék jólalög á kirkjuorgelið Kór Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti söng því
næst nokkur lög, undir stjóm Emu
Guðmundsdóttur. Skólameistari,
Kristín Amalds, flutti yfirlitsræðu
og gerði grein fyrir starfí og prófum
í dag- og kvöldskóla.
1.419 nemendur stunduðu nám í
dagskólanum, þar af 400 nýnemar.
845 nemendur stunduðu nám við
kvöldskólann, kennarar voru 130. 7
skiptinemar stunduðu nám við skól-
ann á haustönninni. í dag- og kvöld-
skóla fengu 133 nemendur afhent
lokaprófsskírteini og skiptast þeir
þannig:
16 nemendur luku almennu versl-
unarprófi á viðskiptasviði. Matar-
fræðinganámi á matvælasviði í
kvöldskóla luku 7 nemendur og eru
það jafnframt fyrstu matarfræðing-
amir sem útskrifast frá Kvöldskóla
Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Mat-
artæknanámi á matvælasviði luku 2
nemendur. Sjúkraliðanámi á heil-
brigðissviði luku 9 nemendur. Burt-
fararprófi á tæknisviði luku 29 nem-
þeir voru af eftirtöldum sviðum: 7
vélaverðir, 9 af tæknisviði, 4
sjúkraliðar, 4 af bóknámsbraut og
28 stúdentar. Skólameistari hvatti
brautskráða til að setja sér ný
markmið í lífinu þegar þessum
áfanga væri náð og að nota próf-
skírteini sín sem siglingatæki í
hinni nýju sjóferð er við blasti.
Hann bað jafnframt um að á leið
til hinna nýju markmiða yrði veitt
rúm fyrir þau systkini, kærleika,
sannleika og manngildi. 'Heimur-
inn þyrfti á þeim að halda nú frek-
ar en nokkru sinni áður.
Að þessu sinni hlutu 9 nemend-
ur viðurkenningar: María Lovella
Guðmundsdóttir fyrir iðni og
ástundun, Steinunn Björk Sigurð-
ardóttir fyrir góðan árangur í
dönsku, Kristján Eiríkur Péturs-
son fyrir góðan námsárangur í
byggingagreinum, Unnar Þ.
Bjartmarsson einnig fyrir góðan
árangur í byggingagreinum, Bryn-
dís María Leifsdóttir fyrir góðan
árangur í frönsku, Guðbjörg Glóð
Logadóttir fyrir störf að félags-
málum, Gestur Pétursson fyrir
störf að félagsmálum, Ólafur Pét-
ursson fyrir góðan árangur í sögu
og Eiríkur Hafberg Siguijónsson
fyrir góðan árangur í raungreinum
og stærðfræði. Við athöfnina söng
Karlakór Keflavíkur og Sigurði
Erlendssyni kennara, sem nú læt-
ur af störfum fyrir aldurs sakir,
voru færðar þakkir fyrir vel unnin
störf.
- BB
endur, þ.e. 3 af húsasmiðabraut, 15
af rafvirkjabraut, 12 af vélsmiða-
braut, og 1 stálsmiður.
Stúdentspróf: 59 nemendur luku
prófi og skiptast þeir þannig: 15 af
bóknámssviði, 6 af heilbrigðissviði,
3 af listasviði, 20 af félagsgreina-
sviði, 14 af viðskiptasviði og 1 af
tæknisviði.
Bestum árangri á stúdentsprófí
náðu Viggó Ásgeirsson á félags-
fræðibraut og Davíð Bjarnason á
tungumálabraut.
Viðurkenningu frá skólanum
hlaut Kristín Rós Hákonardóttir,
„Kirkjan ómar öll“
Um Hallgrímskirkju berst nú undurfagur
hljómur nýs orgels, þökk sé velgjörðarmönn-
um kirkjunnar fyrir góðvild og gjafmildi.
Guð gefí landsmönnum öllum gleðilega jóla-
hátíð og farsælt komandi ár.
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju í Reykjavík.
nemandi á listasviði, en hún tók
þátt í Ólympíuleikum fatlaðra í Barc-
elona í september sl.
Gerð var grein fyrir samkeppni
um gerð jólakorts FB, en þar sigr-
aði Stella Sigurgeirsdóttir, nemandi
á listasviði. Viðurkenningu frá
Soroptimistaklúbbnum Reykjavík IV
hlaut Sigurlaug Jónsdóttir, nýstúd-
ent, fyrir námsárangur. Viðurkenn-
ingu frá Rotary-klúbb Breiðholts
hlaut Ingvar Sverrisson, nýstúdent,
fyrir félagsstörf og ástundun í námi.
Ávörp fluttu: Fulltrúi nýstúdenta
dagskólans, Ingvar Sverrisson. Full-
trúi nýstúdenta kvöldskólans, Hanna
Birna Jóhannesdóttir. Formaður
nemendafélags dagskóla, Daníel
Brandur Sigurgeirsson. Formaður
nemendafélags kvöldskóla, Björgvin
Björgvinsson.
Einn af nemendum skólans, Ás-
laug Lilja Káradóttir, lék nokkur lög
á píanó.
Skólameistari, Kristín Arnalds,
fiutti skólalokaræðu, árnaði útskrift-
arnemum heilla og öllum viðstöddum
gleðilegra jóla. Að lokum sungu allir
viðstaddir Heims um ból.
(Fréttatilkynning)
Gamla kaupfélagshúsið á Hofsósi sem verið er að gera upp á kafi
í spjó.
Hofsós
6 sólarhrinefa stórhríð
HofsAsi. CJ
Hofsósi.
SEGJA má að linnulaus stórhríð
hafi geisað hér frá því á sunnu-
deginum 13. desember til föstu-
dagsins 18. desember.
Mikinn snjó hefur sett niður og
verður mikið verk að hreinsa götur
í þorpinu en nýbúið var að hreinsa
allar götur eftir norðan áhlaup er
gerði nokkru fyrr. Mikill sjávar-
gangur varð í þessu áhlaupi og
urðu menn að vakta báta er lágu
í höfninni, bátarnir munu allir hafa
skemmst eitthvað en ekki er búið
að kanna skemmdir til fulls. Tæpt
var með einn bátinn er festipolli
framan á bátnum brotnaði en eig-
endum, sem voru um borð, tókst
að setja vírstroffu utanum. Brimið
var með því mesta sem gerist, t.d.
voru nokkrir trillubátar uppi á mal-
arkambi og hefur hingað til verið
talið að þar væru þeir öruggir fyrir
sjávargangj, en draga varð þá upp
á veg er liggur um hafnarsvæðið,
þvi að sjór gékk upp á malarkamb-
inn.
Þó nokkur útköll voru hjá björg-
unarsveitinni til að aðstoða menn
við að komast leiðar sinnar og einn-
ig vegna báta í höfninni og á hafn-
arsvæðinu.
- Einar