Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 26
i ?? I . I h c ‘ f. J' dk l J íIíJiJcivJL /|l
26_______________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992_
Mikíð lof er oft við of
eftir ÖnnuHedvig
Þorsteinsdóttur og
Ingu Þóru
Þórisdóttur
Sagan segir að á landnámsöld
hafi Island verið skógi vaxið milli
fjalls og fjöru. Ekki skal hér fullyrt
um það en hins vegar er óumdeilt
að gróðurlendi hefur farið ört
minnkandi frá því sem var í upp-
hafí byggðar. Nú er svo komið að
gróður- og jarðvegseyðing er orðin
eitt mesta umhverfisvandamál á
íslandi. Mönnum er almennt orðið
ljóst að við svo búið má ekki sitja.
Þess vegna hefur verið leitast við
að stöðva þessa óheillaþróun og
græða landið upp að nýju. Margt
hefur verið rætt og rannsakað með
uppgræðslu landsins fyrir augum
en verkefni af því tagi eru bæði
tímafrek og kostnaðarsöm. Löngum
hefur landgræðslan að mestu farið
fram með sáningu og tilheyrandi
áburðargjöf en árangurinn getur
látið á sér standa. Ein aðferð við
uppgræðsluna hefur mörgum þótt
öðrum álitlegri, en það er gróður-
setning alaskalúpínu. Hún hefur þá
eiginleika að geta breiðst hratt yfír
ógróið land og aukið fijósemi jarð-
vegs en er auk þess ódýr kostur.
Nægjanlegt er að koma henni í
landið og svo sér hún um afganginn
án þess að þurfa áburð eða aðra
sérstaka aðhlynningu.
Landnám alaskalúpínunnar
Eins og nafnið gefur til kynna
er alaskalúpínan innflytjandi frá
Alaska. Hún mun fyrst hafa verið
ræktuð á íslandi vorið 1885 er fræ
voru flutt hingað frá Noregi. Sá
stofn varð aldrei útbreiddur þó enn
séu til einhveijar plöntur sem eiga
ættir sínar að rekja til þess tíma.
Allur meginþorri þeirrar lúpínu sem
nú breiðist hratt um landið er af-
komandi stofns sem var fluttur inn
frá Alaska árið 1945. Hákon
Bjamason skógræktarstjóri var þar
á ferð og flutti lúpínufræ heim með
sér i þeim tilgangi að reyna ágæti
plöntunnar hér á landi. Þótti þar
komin fram hin besta landgræðslu-
planta og síðan hefur notkun henn-
ar aukist jafnt og þétt.
Einkenni
Lúpínan er stórvaxin og getur
orðið yfír 1 m á hæð áður en hún
fellur. Blöð hennar eru mikil og
krónublöðin raða sér upp eftir gild-
um stönglinum, blá eða íjólublá að
lit. Hún er nú orðin nokkuð áber-
andi á íslandi og þekkir fólk hana
í stórum breiðum fyrir utan borgar-
mörkin jafnt sem í görðum við íbúð-
arhús. Hún er fjölær og meðal
fyrstu plantna sem blómgast á vor-
in og fellur ekki fyrr en á haustin
þegar fiysta tekur.
Lúpínan er af belgjuætt og líkt
öðrum plöntum þeirrar ættar hefur
hún þá hæfíleika að ala bakteríur
á rótum sínum. Þessar bakteríur
geta aflað köfnunarefnis beint úr
loftinu sem gerir það að verkum
að lúpínan getur þrifíst í ófijórri
jörð þar sem aðrar plöntur eiga
vart lífsmöguleika. Hún eykur nít-
urinnihald jarðvegs og bætir hann
þannig að möguleikar skapast síðar
Anna Hedvig Þorsteinsdóttir
fyrir aðrar plöntutegundir ef lúp-
ínan hörfar af svæðinu.
Lúpínan ijölgar sér með sjálfs-
áningu en fræmyndun er mikii.
Fræin dreifast nálægt móðurplönt-
unni og með tímanum verður til
þétt og samfelld breiða sem stækk-
ar hratt. Þegar hún fellur á haustin
myndar hún sinu með tilheyrandi
skuggaáhrifum sem veldur þvi að
annar gróður nær ekki að vaxa og
hverfur í kjölfarið. Hún er því hörð
í samkeppni og verður nær einráð
í gróðurfari. Því gæti orðið erfitt
að hemja útbreiðslu hennar þegar
hún hefiir numið land á annað borð.
Því hefur verið haldið fram að
Inga Þóra Þórisdóttir
lúpínan hörfí með tímanum og gefí
öðrum gróðri eftir jarðveginn sem
þá er orðinn vel fallinn til ræktun-
ar. Þessar kenningar eru ekki full-
rannsakaðar og á sumum stöðum
hefur það sýnt sig að lúpínan hörf-
ar ekki. Þegar og ef hún hörfar þá
ná grös og mosi yfirhöndinni og
óvíst verður hvort annar gróður nái
nokkum tíma að ríkja á viðkomandi
svæði aftur.
Aukin notkun lúpínu
Notkun alaskalúpínunnar hefur
stóraukist að undanfömu við upp-
græðslu lands. Rekinn hefur verið
áróður fyrir notkun hennar og m.a.
hefur almenningur verið hvattur til
að dreifa henni um landið. Algengt
er orðið að lúpínan sé notuð við
uppgræðslu á sumarbústaðalöndum
svo og í görðum íbúðarhúsa. Hér
verður að hafa í huga að þrátt fyr-
ir ágæti lúpínunnar hentar hún
ekki vel hvar sem er og sums stað-
ar getur gróðursetning hennar ver-
ið í meira lagi vafasöm. Á þeim
stöðum sem fólk hefur afdrep til
útivistar og á friðuðum svæðum i
þéttbýli getur landnám lúpínu haft
miklar breytingar í för með sér því
hún getur hæglega útiýmt öðrum
gróðri og orðið allsráðandi. Útlit
og yfírbragð svæðisins breytist og
sennilega einnig lífríkið, t.d. smá-
dýra- og fuglalíf. Öllu vistkerfínu
stafar því hætta af lúpínunni.
Sú viðleitni almennings að dreifa
lúpínu hingað og þangað um landið
er því stórlega varhugaverð. Hafa
verður í huga hversu mikil áhrif
hún getur haft á náttúrufar sem
fyrir er. Menn sem ekki þekkja til-
gang og markmið uppgræðslu
ganga stundum of langt þó svo að
það hafí verið gert í góðri trú. Notk-
un lúpínu á ekki rétt á sér á þeim
stöðum sem annar gróður er fyrir
jafnvel þó þar sé ekki um auðugan
garð að gresja. Réttast hlýtur að
vera að notkun lúpínunnar til upp-
græðslu verði bundin við gróður-
snauð landsvæði, s.s. stóra mela,
sanda og slík svæði, þar sem hún
getur ekki vaðið áfram yfír aðrar
plöntur. Þetta starf verður að vera
í höndum manna sem vinna verk
sitt af kunnáttu.
Að hverju er stefnt með
uppgræðslu?
í þjóðfélagi nútímans er tæknin
og þekkingin orðin þannig að mað-
urinn getur haft mikil áhrif á um-
hverfið og vistkerfí þess. Mismun-
andi niðurstöðu er unnt að ná eftir
því hvaða aðferðum er beitt. Það
Skólamál o g ASÍ-þingið
eftir Eirík
Brynjólfsson
Það gladdi mig að sjá að á nýaf-
stöðnu þingi ASÍ var rætt um skóia-
mál og samþykkt ályktun sem ég
hef reyndar ekki enn komist yfír
og geri því ekki að umræðuefni.
Það er á hinn bóginn táknrænt að
fáar fréttir hafa birst í fjölmiðlum
um þennan hluta ASÍ-þingsins.
Ómakleg orð
í Tímanum 25. nóvember er sagt
að á þinginu hafí framkvæmda-
stjóri MFA, Snorri Konráðsson,
gagnrýnt kennara fyrir að hafa
„lagt faglega umræðu um skólamál
til hliðar og þess í stað lokað sig
inni í umræðum um kjaramál og
niðurskurð til menntamála".
Ekki veit ég hvaðan fram-
kvæmdastjóra MFA berast þessar
fréttir. Ég ætla að fjalla um þetta
þrennt, þ.e. faglega skólamálaum-
ræðu kennara, kjaramál kennara
og niðurskurðinn.
Faglegt starf kennara
Kennarar gefa út nokkur fagleg
tímarit. Eitt þeirra er Ný mennta-
mál sem kemur út fjórum sinnum
á ári og þar birtast almennar fag-
greinar um kennslu og skólamál.
Þá gefa Samtök móðurmálskennara
út tímaritið Skímu. Þar birtast eðli
málsins samkvæmt einkum greinar
um móðurmálskennslu. Samtök
tungumálakennara gefa út Málfríði
sem birtir greinar um tungumála-
kennslu.
Önnur faggreinafélög kennara
gefa einnig út blöð sem of langt
mál yrði að telja upp. Öll þessi tíma-
rit eru gefin út af kennurum á
grunn- og framhaldsskólastigi.
Bæði kennarafélögin, Hið ís-
lenska kennarafélag og Kennara-
samband íslands, gangast reglu-
lega fyrir ráðstefnum um fagleg
málefni kennara. Þannig er skammt
síðan HÍK hélt ráðstefnu um fram-
haldsskólann undir heitinu Fram-
haldsskóli — til hvers?
Þá má nefna að á íslenska
menntanetinu er oft að fínna grein-
ar frá einstökum kennurum um
fagleg málefni.
Að síðustu má bæta því við að
mörg hundruð kennarar sækja ýmis
námskeið á hveiju ári, bæði á ís-
landi og í útlöndum.
Þá er vitaskuld ónefnt það fag-
lega starf sem fer fram daglega á
hverri einustu kennarastofu í land-
inu og einstaklingsbundin endur-
menntun hvers kennara.
Það er því út í hött að halda því
fram að kennarar hafí ekki sinnt
faglegri umræðu.
Einangruð umræða
Vitaskuld segir svona upptalning
ekkert um innihald umræðunnar og
það hvort yfirleitt sé nokkuð í hana
varið. Það er efni í aðra grein. Þá
er einnig umhugsunarefni fyrir
kennara hvort þeir hafí komið skoð-
unum sínum nægilega vel á fram-
færi, a.m.k. virðist framkvæmda-
stjóra MFA ókunnugt um faglegt
starf kennara. Og það er leiðinlegt.
Einangrun þessarar umræðu er
ekkert einkavandamál kennara.
Hún viðkemur öllum sem eiga böm
og unglinga í skólum og vilja eðli-
lega að skólinn mennti nemendurna
til þess starfs sem hugur þeirra
stefnir til og til þess að verða al-
mennt þroskaðar manneskjur.
Þarna er við ramman reip að
draga. Yfirvöld haf mjög takmark-
aðan áhuga á skólastarfí og fjöl-
miðlar engan. Þess vegna er ekki
að efa að stéttarfélög gætu haft
mikil og góð áhrif á skólastarf með
því að meta það og setja fram kröf-
ur um bætta þjónustu þar sem þeim
sýnist hún lök.
Tillögur kennara um úrbætur í
skólamálum eru allof oft bomar
fram fyrir daufum eyrum yfírvalda.
Kjaramál kennara
í tilvitnuðum orðum fram-
kvæmdastjóra MFA hér að framan
kom fram að hann taldi kennara
hafa lokað sig af í kjaramálum.
Það er laukrétt að kennarar hafa
þurft að eyða miklum kröftum í
kjaramál. En ég verð að játa að
mér fínnst hallærislegt að ræðu-
maður á þingi ASÍ skuli skamma
önnur stéttarfélög fyrir að leggja
of mikla áherslu á kjaramál.
Hið íslenska kennarafélag hefur
tvisvar sinnum gert kjarasamning
eftir að félagið fékk samningsrétt
árið 1987 í kjölfar hópuppsagna.
Þessir samningar hafa kostað tvö
verkföll og nokkur málaferli. Við-
semjandinn, ríkisvaldið, stóð við
hvorugan samninginn. Og í því
sambandi skiptir engu hvaða flokka
kvikindi hafa verið við völd. Við
höfum reynt þá alla.
Kennarar vildu örugglega fegnir
losna við kjaramálaþrasið og fá að
einbeita sér enn betur að faglegum
málum. En til þess þarf viðsemjand-
inn að standa í það minnsta við
einn kjarasamning.
Síðan má bæta því við að kennar-
ar í Hinu íslenska kennarafélagi
væru örugglega nær því marki ef
þeir hefðu fengið að hafa kjaramál
sín í friði fyrir afskiptum forystu-
manna Alþýðusambands íslands.
Vanrækt iðnnám?
Þá ræddi framkvæmdastjóri
MFA um tengsl atvinnulífs og skóla
og staðhæfði að iðnnám væri gjör-
samlega vanrækt.
Um það má skrifa langt mál.
Nemendur sækja meira í bóknám
heldur en iðnnám. Af því leiðir að
bóknám er miklu fyrirferðarmeira
í skólunum. En það er ekki alvont
því bóknám er líka undirbúningur
undir þátttöku nemenda í atvinnu-
lífinu og ekkert ómerkilegri en iðn-
nám.
Þetta stafar ekki endilega af því
að skólakerfið vanræki iðnnám. Það
iðn- og verkmenntanám sem skól-
arnir veita er gott. Ýmislegt starfs-
nám fer fram í framhaldsskólum
utan iðn- og verkmenntaskóla. Frá
mínum sjónarhóli séð er það fyrst
Tónleikar verba í Langholtskirkju
laugardagskvöldib
2. janúar kl. 20.30
Magnús Baldvinsson og Ólafur Vignir Albertsson flytja
lög eftir Bach, Beethoven, Mendelson, Wennerberg o.fl.
Aógöngumiöar á kr. 800,- verða seldir í bókabúðum
Máls og menningar, Laugavegi 18 og Síðumúla 7-9, í
Langholtskirkju 28.— 30. desember ogvið innganginn.
Eiríkur Brynjólfsson
„Hlutverk skólanna á
alls ekki að vera að
framleiða láglauna-
þræla fyrir atvinnulíf-
ið.“
og fremst fjölbreytnin sem vantar.
Fleiri námsbrautir sem nemendur
geta valið eftir áhuga sínum og
hæfileikum. Kennarar gera sér ekk-
ert síður grein fyrir þessu en aðrir.
Hinu má ekki gleyma að mestöll
starfsmenntun í landinu fer einmitt
fram í ríkisskólunum.
Mér fínnst ástæðulaust að gera
lítið úr menntun þess fólks sem
hefur stundað iðn- og starfsnám í
ríkisskólunum með því að tala um
að það hafí verið gjörsamlega van-
rækt.
Hitt er svo allt annað mál að
skólakerfíð kemur alls ekki til móts
við alla nemendur og misjafnan
áhuga þeirra og þroska. Sá galli
skólakerfísins einskorðast ekki við
iðn- og starfsmenntaskóla. í þeim
efnum hafa kennarar bent á ýmsar
leiðir til úrbóta eins og menn geta
kynnst ef þeir skoða skólamálaum-
ræðu kennara.
Niðurskurðurinn
Fleiri námsbrautir kosta peninga.