Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Utanríkisráðherra um tveggja þrepa vsk. Orrustantöpuð en stríðið ekki THORP-stöðin í Sellafield Leitar eftir samstarfi Umhverfisráðuneytið hefur ritað umhverfisráðuneytum hinna Norðurlandanna og ír- lands bréf þar sem skýrt er frá mótmælum Alþingis við starfs- leyfi THORP-endurvinnslu- stöðvarinnar i Sellafield og leit- að eftir samvinnu um aðgerðir í málinu. Bréfíð er sent til umhverfis- ráðuneyta Danmerkur, Finnlands, írlands, Noregs og Svíþjóðar. Ráðuneytin eru spurð að því hvort áhugi sé fyrir því að taka upp samstarf um að reyna að hafa áhrif á ákvörðun breska umhverf- isráðherrans um að veita endur- vinnslustöðinni starfsleyfi. Magnús Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri, segir áð viðbrögð hafi ekki borist frá hinum löndun- um en telur að málin skýrist næstu daga. JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gærkvöldi að forustumenn verkalýðshreyfingarinnar hefðu gert þá úrslitakröfu við gerð kjarasamninga að virðisaukaskatt- ur yrði lækkaður á matvæli. Jón Baldvin sagði að sér og sam- heijum sínum hefði ekki tekist að koma vitinu fyrir forustu- menn verkalýðshreyfingarinnar, þannig að hún veldi skynsam- legri leiðir án þess að hóta griðrofum á vinnumarkaði og því hefði ríkisstjórninni verið stillt upp frammi fyrir tveimur vond- um kostum. Hann sagðist því líta á þetta sem tapaða orrustu en stefnubreyting Framsóknarflokksins, sem nú hafnaði tveggja þrepa virðisaukaskatti, styrkti sig í þeirri trú að stríð- ið væri ekki tapað. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmælastaða ALMENNUR útifundur var haldinn við breska sendiráðið við Laufásveg klukkan 17 í gær. Þar flutti Þráinn Bertelssón formað- ur Rithöfundasambands Islands ávarp og að því loknu var breska sendiherranum afhent mótmæli gegn endurvinnslustöðinni í Sella- field. Þetta kom fram í umræðum um skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar og kom þá til nokkurra orðaskipta milli Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar alþingismanns um þá ákvörðun ríkisstjómarinnar að lækka vsk. á matvæli. Framsókn- arflokkurinn er andvígur þessari breytingu, einn þingflokka. Frádráttarbær framlög geti fengið endurgreiddan að hluta innskatt sem þeir hafa greitt vegna þeirrar fjárfestingar. Þá var fallið frá ákvæðum í frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum um sérstakt meðferðargjald í áfengismeðferð og tekjutengingu ekknabóta. Slitnaði upp úr samningaviðræðum sjómanna og útvegsmanna Fyrirhugað var að Alþingi lyki störfum í jiótt og þingmenn færu í jólaleyfi en ekki tókst að ljúka störfum þingsins á laugardag. Um miðnættið átti eftir að afgreiða frumvörp um skattamál, ráðstaf- anir í ríkisfjármálum og fjárlaga- frumvarpið fyrir næsta ár. Nokkrar breytingar komu fram í gærkvöldi á tekjuöflunarfrum- vörpum ríkisstjómarinnar. Meðal annars lá fyrir sú tillaga, sem all- ir flokkar nema Kvennalisti studdu, að fyrirtæki geti dregið gjafir og íjárframlög til stjórn- málaflokka frá skatti upp að ákveðnu marki og tengdist það fjárlagatillögu um að hækka fram- lög til þingflokka og útgáfustarf- semi. Einnig lá fyrir tillaga frá stjórn- armeirihlutanum um að aðilum sem fjárfest hafa í hótel- og gisti- rými frá því vsk. var tekinn upp, Sjómenn vildu frest á umfjöllun Félagsdóms VINNUVEITENDASAMBAND íslands sendir Félagsdómi stefnu í dag fyrir hönd útvegsmanna þar sem leitað er eftir úrskurði um lögmæti boðaðs verkfalls sjómanna 1. janúar næstkomandi. Fulltrú- ar sjómanna sögðust í gær ekki sjá tilgang með frekari viðræðum nema VSÍ félli frá því að bera grunsemdir sínar um ólögmæti boð- aðs verkfalls sjómanna undir Félagsdóm og með því slitnaði upp úr viðræðum þessara aðila hjá sáttasemjara í gær. Þórarinn Þórarinsson fram- geti ekki komist á í samskiptum kvæmdastjóri VSÍ sagði að öll sjó- sjómanna og útvegsmanna er varð- mannasamtökin hefðu lýst þeirri ar kvótamál nema með breytingum afstöðu sinni að viðunandi lausn á lögum. „Við metum það þannig Helgí Tómasson fær hrós fyrir ballettinn Þymirós Kaupmannahöfn, frá Sigrúnu Davíðsdóttur fréttaritara Morgnnblaðsins. DÖNSK dagblöð hafa birt lofsamlega dóma um ballettinn Þyrnirós í uppsetningu Helga Tómassonar ballettmeistara eftir frumsýningu í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Fær Helgi víðast hrós fyrir hve nærfærnum höndum hann fer um ballettinn. Gagnrýnandi Jyllands-Postens er hrifínn af hugmynd Helga sem læt- ur ævintýrið um Þyrnirós gerast í Rússlandi á’tímum zarsins en ekki í Frakklandi þó svo ævintýrið sé franskt. Segir hann Helga taka upp einlægni ævintýrsins og bæta við þar sem upprunalegi dansinn sé glataður eða þar sem þurfti til að endurnýja hann. í Politiken segir að sýningin sé sigur fyrir umgerðina. í ballettinn þurfi allt af því besta og mestu af því standi ballettflokkurinn skil á í hæfileikaríkri uppsetningu Helga Tómassonar. í umsögn gagnrýnanda Berl- ingske Tidende segir að Helgi geri lítið úr dramatískum þætti verks- ins, svo atburðirnir á sviðinu eins og stífni stundum. Mesta aðdráttar- aflið liggi í umgjörðinni en í dansin- um mani Helgi dansarana, sem á frumsýningu hafi svarað honum heldur hikandi í fyrstu en síðan hafi þeim aukist öryggið. að það sé þá ekki lengur á okkar færi að ljúka málinu með samningi og losna undan verkfalli með þeim hætti og auk þess er vinnulöggjöfín með þeim hætti gerð að það er óheimilt að fara í verkfall til að knýja stjórnvöld til aðgerða eða aðgerðaleysis. Við greindum full- trúum sjómanna frá þessu og beind- um því til þeirra að falla frá þess- ari verkfallsboðun en kváðumst jafnframt verða að bera það undir dóm,“ sagði Þórarinn. ■ Vildu frest Þórarinn sagði að fulltrúar sjómanna hefðu farið fram á það að VSÍ frestaði því að skjóta málinu til Félagsdóms um 10-15 daga, eða þar til eftir að verkfall hefur skollið á. „Það var auðvitað fullkomlega fráleit ósk því við skjótum málinu fyrir dóm til að koma í veg fyrir verkfallið. Við lögðum jafnframt áherslu á vilja okkar til þess að halda áfram viðræðum og reyna að koma kjarasamningum á sem er auðvitað meginmálið. Það er okkur mikið undrunarefni að forysta sjómanna skuli treysta sér til þess að mæta félögum sínum, starfsfólki í fiskvinnslu og öllum öðrum sem hagsmuna eiga að gæta, og segja þeim það að þeir neiti að ræða kjarakröfur sínar við útvegsmenn vegna þess að verkfallsboðuninni hafí verið skotið fyrir Félagsdóm. Við getum hins vegar ekki látið svona ofbeldishótanir hafa áhrif á þetta mat,“ sagði Þórarinn. Lögleg verkfallsboðun Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambands íslands sagði sjó- menn ekki geta unnið í þeim farvegi sem viðsemjendumir hefðu sett málið í, þ.e.a.s. að skjóta málinu fyrir Félagsdóm. „Við óskuðum eftir því að þeir frestuðu því þannig að við gætum í friði reynt að leysa okkar mál áður en til verkfalls kem- ur. Þeir vom því miður ekki tilbúnir til þess og við töldum enga ástæðu til að halda viðræðum áfram undir þeim kringumstæðum," sagði Óskar. Hann sagði að verkfallsboðun sjómanna væri fullkomlega lögleg að þeirra mati. Kjarasamningar hefðu verið lausir allt frá síðustu áramótum og engin árangur náðst í kjaramálum sjómanna. Það sé af og frá að verkfallsaðgerðir sjó- manna beinist að stjómvöidum. „Við höfum lagt fram kröfur sem við teljum að geti tiyggt kjör okkar umbjóðenda," sagði ðskar. Guðjón B. Ólafsson fyrrv. forstjóri látínn Kísiliðjan segir upp Áformað að fækka um allt að 13 stöðugildi vegna samdráttar 26 Annir i jólapósti_______________ Þrjár milljónir jólakorta borin í hús á landinu 27 Aflamiðlun og Samherji hf. íþvóttif" Ólík túlkun á samkomulagi um útflutning á■ ísfiski 33 Leiðari Atvinnuleysi á aðventu 32 ► Roberto Baggio útnefndur besti knattspymumaður heims. Dregið í riðla á HM í Bandaríkj- unum. Valsmenn efstir í hand- boltanum þegar mótið er hálfnað. GUÐJÓN B. Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, lést á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum síðastliðinn sunnudag, 58 ára að aldri. Guðjón hafði átt við vanheilsu að stríða um langt skeið. Guðjón fæddist 18. nóvember árið 1935 í Hnífsdal. Foreldrar hans voru Filippía Jónsdóttir og Ólafur K. Guð- jónsson, kaupmaður í Hnífsdal. Guð- jón útskrifaðist úr Samvinnuskólan- um árið 1954 og hóf sama ár störf hjá Sambandi íslenskra samvirinufé- laga. Árið 1956 réðist hann til Ice- land Products í New York í eitt ár en árið 1958 var hann ráðinn fulltrúi Sjávarafurðadeildar Sambandsins og starfaði hann þar til ársins 1964. Guðjón varð framkvæmdastjóri á skrifstofu Sambandsins í London árið 1964 til 1968 og hjá sjávaraf- urðadeild Sambandsins á árunum 1968 til 1975 er hann varð forstjóri Iceland Seafood Corporation. Gegndi hann því starfi til ársins 1986 er hann var ráðinn forstjóri SÍS. Guðjón var formaður stjórnar North Atlantic Seafood Association í Bandaríkjunum á árunum 1981 til 1986. Hann var stjómarformaður Samskipa hf., Miklagarðs hf., Jötuns hf. og Islensks skinnaiðnaðar hf. frá árinu 1991. Stjómarformaður Regins hf. frá árinu 1986, Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum frá 1986 til 1991 og Ieeland Seafood Ltd. í Bretlandi frá árinu 1986. Guðjón B. Ólafsson Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir. Þau eignuðust 5 börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.