Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
Á AÐ BANNA
ATJiT BÖL?
Bókmenntir
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
Arnar Guðmundsson og Unnar
Ingvarsson: Bruggið og bannár-
in. Fróði hf„ 1993, 196 bls.
Vín getur verið lífsins yndi, en
stundum veldur það miklu böli.
Verði bölið verulega útbreitt, þykir
mönnum ástæða til að beita alls
konar úrræðum til að bæta það.
Það er ekki vafí á því, að í lok síð-
ustu aldar var áfengisdrykkja um-
talsvert böl í íslenzku samfélagi.
Það var því ekki að ástæðulausu,
að fyrsta góðtemplarareglan var
stofnuð á Akureyri í janúar árið
1884.
Starfsemi Góðtemplarareglunnar
efldist smám saman og hún varð
áhrifamikil í íslenzkum stjórnmál-
um. Hún fékk því svo á endanum
framgengt, að gripið var til þess
ráðs gegn áfengisbölinu að sala
þess og neyzla var bönnuð með
landslögum að undangenginni þjóð-
aratkvæðagreiðslu árið 1908. Þar
var bannið samþykkt með um 60%
atkvæða. Alþingi þæfði málið nokk-
uð, en samþykkti það árið eftir.
Lögin komu síðan til framkvæmda
í upphafi árs 1915.
Nú hafa tveir ungir höfundár
skrifað sögu bannáranna. Þeir rekja
aðdraganda þessa tímabils, marg-
víslega atburði, sem áttu sér stað
í þau 20 ár, sem vínbannið stóð,
og endalokin. Bókinni er skipt í
Ijóra hluta. í þeim fyrsta er sagt
frá aðdraganda bannlaganna:
drykkjuskap í landinu á seinni hluta
síðustu aldar og fyrstu árum þess-
arar, uppgangi góðtemplararegl-
unnar, átökunum um bannlögin og
ýmsu öðru. í öðrum hluta er greint
frá fyrri hluta bannáranna. En það
er eðlilegt að skipta banntímabilinu
í tvennt, frá 1915 til 1922 og frá
1922 til 1935. Skilin eru, þegar
heimilaður var innflutningur á
Spánarvínum. Það voru létt vín, sem
Spánvetjar kröfðu íslendinga um
kaup á, svo að þeir væru reiðubún-
ir að kaupa af okkur fisk.
Fyrri hluti bannáranna einkennd-
ist meðal annars af því að menn
nýttu nánast hvaða óþverra, sem
er, til að verða ölvaðir, hárvötn,
tréspíritus og hvaðeina annað. Eins
og eðlilegt var, þá þurfti að nota
alkóhól í ýmsum tilgangi, þótt kom-
ið væri bann. Það á bæði við um
framleiðslu og svo þurftu læknar
að nota spíritus í ýmsu skyni og
áfengi sem læknislyf. Það var eðli-
legt, að mikill þrýstingur myndaðist
á lækna frá drykkjumönnum um
að fá alkóhól út á lyfseðil. Það var
vænlegasta leiðin til að ná sér í
sopa.
Á seinni hluta bannáranna, sem
segir frá í þriðja hluta bókarinnar,
verða pólitísku deilumálin fyrirferð-
armeiri. Jónas Jónsson fer að taka
til hendinni og lendir í frægum úti-
stöðum við læknastéttina vegna
áfengisávísana. Salan á tíkarbrandi
varð mörgum tilefni spaugsemi.
Reksturinn á Hótel Borg þótti ekki
rúmast innan laganna. Og bruggar-
ar urðu mjög stórtækir.
í lokahlutanum er lýst afnámi
áfengisbannsins, en það var sam-
þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu rétt
eins og bannið sjálft. I lokin gera
þeir grein fyrir reynslunni af bann-
inu.
Það er sagt frá ýmislegu
skemmtilegu í þessari bók. Hún er
lipurlega skrifuð, en það skortir
nokkuð á, að fullrar nákvæmni sé
gætt í textanum. Það þýðir ekki
að rangt sé farið með, einungis það
að maður þarf nokkuð að hafa fyr-
ir því stundum að átta sig á hvenær
tiltekinn atburður hefur gerzt. Það
er líka nokkur galli á bókinni, að
hún er nánast einvörðungu frásögn
af bannárunum. Það er lítil tilraun
gerð til að kryfja reynslu lands-
manna af þessu fyrirkomulagi.
Voru bannárin stórslys fyrir vín-
menningu í landinu? Voru bannlög-
in skynsamleg viðbrögð við áfengis-
vanda þess tíma? Svör við spurning-
um á borð við þessar er ekki að
finna í þessari bók. En þó má greina
drög að svörum. Það gengur til
dæmis ljóst fram af töflu á bls. 179
að aldrei tók algerlega fyrir vín-
neyzlu landsmanna, þótt bannið
væri í gildi, þótt það drægi stórlega
úr henni. En hvað um það. Bókin
er skemmtileg og í henni er marg-
víslegur fróðleikur. Myndirnar eru
sérlega vel heppnaðar og í lokin eru
ágætar skrár, sem auka gildi bókar-
innar.
Ný Pressa og Sviðs-
ljós í byrjun næsta árs
HÆTT hefur verið útgáfu dagskrártímaritsins Sviðsljóss í núver-
andi mynd og er verið að vinna að nýrri hönnun tímaritsins sem
heldur sínu fyrra nafni. Ráðgert er að fyrsta tölublað komi út
eftir áramót. Útgefandi og eigandi Sviðsljóss er Friðrik Friðriks-
son sem einnig gefur út Pressuna. Hann segir að jafnframt verði
gerðar útlitsbreytingar á Pressunni og komi hún frá og með ára-
mótum framvegis út í tvennu lagi, A- og B-blaði.
„Það er í sjálfu sér ekki verið að
stækka blaðið mikið en það er ver-
ið að gefa mýkri hluta blaðsins
sjálfstæðan prófltl," segir Friðrik.
Breytt útlit
Tvær forsíður verða því fram-
vegis á Pressunni og verður blaðið
markaðssett undir kjörorðinu
„Pressan fyrir alla“. Nýir dálkahöf-
undar kveða sér hljóðs og útliti
blaðsins verður breytt. Friðrik seg-
ir að rekstur Pressunnar hafi geng-
ið mjög vel og seld eintök séu á
bilinu 12-15 þúsund í viku hverri.
Friðrik segir að markaðurinn
hafi gert kröfur um meira lesefni
í dagskrárritinu Sviðsljósi og verði
ritið lagað að þeim kröfum. Rit-
stjórar Sviðsljóss vinna nú að und-
irbúningi fyrir útgáfu þess sem
verður væntanlega snemma á
næsta ári. Ekki er ákveðið hvert
lausasöluverðið verður á ritinu.
í A-blaði verður fjallað um
stjórnmál og önnur þjóðmál en í
B-hlutanum verður umfjöllun um
tísku og mannlífsstrauma. Blöðun-
um verður ekki stungið inn í hvert
annað heldur liggja þau aðskilin á
blaðsölustöndum. Kaupandinn fær
því tvö blöð afhent á verði eins.
Sj öhundruðsj ö-
tíuogsjö (777)
Giinter M. Schirmer, Þýskalandi.
Ivan Csudai Bratislava.
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það er sérstæður sýningar-
gjörningur sei i á sér stað í Geysis-
húsinu um þessar mundir og
stendur fram á næsta ár, eða
nánar tiltekið 16. janúar. Skilst
mér eftir lestur inngangs og for-
mála í veglegri og óvenjulegri
sýningarskrá, að hér sé um að
ræða einn angann af þeirri við-
leitni myndlistarmanna að koma
á meiri beinum samskiptum sín á
milli og án of mikillar íhlutunar
opinberra aðila, þ.e. safnstjóra,
listsagnfræðinga og listhúsa.
„777 Distance Communication“
er farandsýning 343 listaverka frá
sjö borgum í Evrópu, þ.e. Árósum,
Ámsterdam, Bratislava, Duis-
burg, Moskvu, Portsmouth og
Reykjavík. Um er að ræða 7 lista-
menn frá hverri borg um sig, sem
allir hafa gert 7 verk, og 7 listhús
opna samdægurs sýningarnar,
eina í hverri borg. Þemað er 7 ár.
Sýningarframkvæmdin, sem
alstaðar hófst 11. desember, er á
7 ára mörkum aldamótaársins þ.e.
árþúsundhvarfanna.
Þetta stendur m.a. í inngangi
Ken Devine, sem leggur þar út
af breyttum tímum sl. sjö ár og
auknum innbyrðis samskiptum í
Evrópu, og vísar jafnframt til
áhugans fyrir rannsóknum á al-
þjóðlegu eðli margra listastefna
nútímans. Devine vitnar í lokin til
stjórnmálamannsins Roberts
Schumanns frá 1951: „Áður en
Evrópa myndar efnahags- og
hemaðarbandalag, verður álfan
að vera menningarsamfélag."
Ennfremur vitnar hann í fleyg
orð myndlistarmannsins Pauls
Klee: „Listin framleiðir ekki það
sem við sjáum, heldur lætur hún
okkur sjá.“
Rithöfundurinn og safnvörður-
inn Sandy Naire, sem til 1992 var
forstöðumaður sjónlista hjá list-
ráði Stóra Bretlands og í janúar
tekur við nýrri stöðu almennings-
og svæðistengsla við Taté-safnið,
vitnar í upphafí formála síns til
orða Lucy R. Lippard í tímarits-
grein frá 18. október 1993: „Lista-
menn hafa eins konar fordæmis-
laus yfirráð yfir eigin verkum, en
þegar sköpun þeirra er lokið hljóta
yfírráðin að glatast þeim. Lista-
verk sem er farið úr höndum lista-
mannsins fer í vergang í ýmsum
skilningi.“
Síðan heldur Naire áfram:
„Safnstjórum, (sýningarstjórum),
gagnrýnendum og listaverka-
kaupmönnum hefur jafnan þótt
við hæfi, að listamenn væru frek-
ar einangraðir og auðsveipir. Það
auðveldar þeim að fela vald sitt
og óskeikuleika dóma sinna undir
dulnefninu „eðlilegt val“, sem gef-
ur til kynna að úrval listarinnar
fari með fulltingi guðlegrar forsjár
upp á veggi helstu safna og á
heimili helstu safnaranna.
Meginveigurinn í annars
hörmulega illa þýddum og þess
vegna á köflum næsta óskiljanleg-
um málaflutningi Naire (ég valdi
þann kostinn að styðjast við þýsku
þýðinguna) virðist mér vera, að
listamenn virkji list sína sjálfír og
hún glatist þeim ekki. Frumkvæði
listamannanna nái langt út fyrir
vinnustofur þeirra, og með því að
vera í beinum tengslum við aðra
listahópa afsanni þeir framslátt
Lippards. Hann ræðir um fráhvarf
frá miðstýringu og góð tengsl
milli listamarína og vill að sýning-
arframkvæmdin 777 blási nýju lífi
í listsýningar, þótt ekki komi hún
í staðinn fyrir „kerfi“ stóru safn-
anna og sýningahallanna. Hér sé
á ferð sýning, sem veiti meiri yfír-
sýn yfír Evrópu hátækninnar og
tölvunetanna og að henni standi
listamenn sem vilja gera ný og
viðráðanleg viðhorf að raunveru-
leika og virkja þau.“
Hér er annars um að ræða
umræðugrundvöll upp á margar
síðifl*, en lesandi ætti nú þegar
að vera nokkuð nær um að hér
sé verið að leita að nýju og milli-
liðalausu sýningarformi, þ.e. án
afskipta fyrmefndra aðila, sem
þykja ráða fullmiklu í Iistheimin-
um nú um stundir. Og að sjálf-
sögðu er hvert nýtt sýningarform
er upp sprettur áhugavert og
spennandi í viðkynningu. Auk
þess sem að öll bein samskipti á
milli listamanna og listhópa hljóta
að vera af hinu góða.
Framkvæmdin í sjálfu sér er
þó ekki einangrað fyrirbæri, og
hefur skotið upp kollinum í margri
mynd á undanfömum áratugum
og satt að segja hefur sjaldnast
verið um mjög markverðar sýn-
ingar að ræða, en mun oftar hafa
framagjarnir miðlungsmenn verið
á ferðinni. Og þessi sýning virðist
ekki vera undantekning frá regl-
unni að mörgu leyti, því að hún
virkar meira sem ófullburða fram-
kvæmd en ábúðarmikill og
ögrandi viðburður. Kannski getur
það stafað af byijunarörðugleik-
um, þótt ekki vanti hugmynda-
fræðina og góðan ásetning. En á
mig virkaði hún sem endurómur
margs sem ég hefi séð í líkum
dúr. Og þetta með eina mynd eft-
ir hvern listamann gefur naumast
rétta mynd af viðkomandi nema
þeir séu hver fyrir sig afburða
listamenn með mjög markandi
einkenni.
Leit að slíkum einkennum var
næsta árangurslaus á hinni frekar
sundurlausu framkvæmd, en
ýmislegt mátti sjá vel gert t.d.
mynd Kens Devines, sjálfs frum-
kvöðuls framkvæmdarinnar, sem
hann gerði bersýnilega í tilefni
hennar „Desember 11. 1993“
akrýl, blek og þrykk. Annað sem
ég tók eftir voru verk Anja Nagel-
kerke: „Passing by, heading
North“, sem er unnin í blandaðri
tækni og er á mörkum skúlptúrs
og skreytilistar. Lenny Schröder:
„Distance Communication“ unnin
í gler og bronz. Gúnter M. Schir-
mer: „Kiruna Reise“ unnin í sáld-
þrykk og akrýl. Frank Voet:
„Blikk og ljósmynd" þar sem sér
í armstóla í ástþrungnum leik.
Framlag íslendinganna er alveg
sér á báti, því að það fylgir naum-
ast forskrift Kens Devines. Hér
er einmitt um að ræða verk sem
sýningarstjórar og fræðingar
myndu helst halda fram, svo að
eitthvað hafa menn verið úti að
aka eða hafa viljað storka og
grafa undan stefnumörkum fram-
kvæmdarinnar. Allt annað mál er
svo að verkin eru áhugaverðasti
hluti sýningarinnar og mynda
sterka heild saman. Þau minna
líka á hrópandi skort á markverð-
um samsýningum hér á landi, vel
undirbúnum og sem fylgt er eftir
af miklum krafti.