Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 51 Ingigerður Jóhanns dóttír - Minning Við systkinin viljum með nokkr- um orðum minnast elskulegrar föð- urömmu okkar Ingigerðar Jóhanns- dóttur, ömmu Ingu. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir að hafa verið svo gæfusöm að eiga samleið með ömmu öll þessi ár og þegið af henn- ar kærleiks- og viskubrunni. Amma Inga var einstök kona og frá henni geislaði hlýju og ástúð. Hún sýndi samferðafólki sínu áhuga og var svo næm að hún átti auðvelt með að ná til fólks á öllum aldri. Við nutum þessara eiginleika hennar ríkulega. Margir leituðu til ömmu vegna þess hversu ráðagóð hún var enda var hún skýr, víðlesin og minni hennar afar gott. Amma Inga var gift Þorsteini Þ. Víglunds- syni skólastjóra. Hjónaband þeirra var einstaklega kærleiksríkt og milli þeirra ríkti mikið traust og gagnkvæm virðing. Okkur er í fersku minni viðmót þeirra hvort við annað. Þau voru alltaf eins og nýtrúlofuð og máttu vart hvort af öðru sjá. Amma var konan á bak við athafnamanninn, stoð hans og stytta í blíðu og stríðu. Afí mat það mikils. Amma Inga var stefnuföst og hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum en hafði þann ágæta eigin- leika að koma þeim hljóðlega á framfæri. Hún var heilsuhraust og ætíð ung í anda. Amma var opin fyrir nýjum hugmyndum og kom það hvað best í ljós í handavinnu hennar. Hún gaf okkur og börnum okkar góðar heimatilbúnar gjafír og lagði áherslu á að hvert og eitt okkar ætti einhvem hlut sem hún hafði gert. Að því vann hún fram á síðasta dag. Amma Inga fylgdist grannt með málefnum líðandi stundar og sem dæmi um það má nefna að hennar síðasta umræðuefni í þessu lífí var nýútkomnar jólabækur. Með lífí sínu og framkomu var amma Inga okkur fyrirmynd, leið- arljós sem við gjaman viljum fylgja og koma áleiðis til okkar afkom- enda. Sú trú afa og ömmu að þeirra biðu eilífar samvistir á öðru tilveru- stigi yljar okkur nú um hjartarætur. Þó ég sá látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið... en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lffið gefur og ég þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir h'finu... (Höf. óþekktur.) Blessuð sé minningu ömmu Ingu. Inga Þóra, Helga Björg, Elfa og Víðir Stefánsbörn. Hún Inga er dáin. Henni varð að þeirri ósk sinni að fá að yfírgefa þennan heim með fullri reisn, án undangenginna langvarandi þján- inga og andlegrar hrörnunar. Þó að árin hennar Ingu væru Guðmundur Kristján Októsson — Minning Fæddur 2. apríl 1927 Dáinn 13. desember 1993 Mundi, eins og hann var ávallt nefndur af sínum nánustu, var fæddur á Brennistöðum í Borgar- hreppi í Mýrasýslu, sonur hjónanna Októs Guðmundar Guðmundsson- ar og Ástrósar Þorsteinsdóttur er þar voru vinnuhjú. Síðar fluttu foreldrar hans að Tandraseli í Borgarhreppi og bjuggu þar í tvö ár. Frá Tandraseli lá leiðin til Akraness þar sem Mundi ólst upp. Faðir hans lést um aldur fram árið 1932 og stóð móðir hans þá ein uppi með þijú börn. Eins og nærri má geta þá hefír það verið erfítt á þeim krepputímum sem þá ríktu og engin Félagsmálastofnun fyrir hendi til þess að hlaupa undir bagga með einstæðum mæðrum og ekkjum. Mundi var ákaflega bráðger sem barn og fór snemma í sveit eins og tíðkaðist mjög á þeim árum, ekki var spurt um laun fyrir sumar- vinnuna heldur var litið á það að börn og unglingar ynnu fyrir sér. Mundi var ákaflega hændur að móður sinni og undi stundum illa sveitaverunni, sjálfsagt hefur sjó- mennskan blundað í honum. Fermingarárið sitt fór hann fyrst til sjós, þá sem hjálparkokkur á togarann Belgaum. Þar byijaði hann sjómannsferil sem stóð í hart- nær hálfa öld. Lengst af var hann á togaranum Bjarna Ólafssyni frá Akranesi, með Jónmundi Gíslasyni sem hann mat ákaflega mikls. Mundi var karlmenni að burðum þegar hann var upp á sitt besta. Hann kenndi mörgum unglingum sem voru að stíga sitt fyrsta spor á skipsfjöl. Mundi var eftirsóttur í skipsrúm sakir kunnáttu sinnar i netum og alhliða hæfni í sjó- mennsku. Sjómannafélag Akra- ness heiðraði hann á sjómannadag- inn í vor er leið. Mundi var vel látinn, vinmarg- ur, greiðugur og traustur vinur vina sinna. Hann var stoltur af frændbömum sínum og harmaði það oft að hafa ekki átt böm sjálf- ur því hann var ákaflega bamgóður og nutu böm vina hans og fjöl- skyldu hans þess er hann var að koma úr siglingum með fágæt leik- föng sem glöddu lítil hjörtu. Fyrir þetta og allt skal hér þakkað. Nú síðustu þijú árin voru Munda erfíð. Þessi hrausti Hrafnistumaður var farinn að heilsu en það var ljós á veginum og góðvinur hans, Ás- mundur Ólafsson, forstöðumaður dvalarheimilisins Höfða, kom hon- um á dvalarheimilið og mat Mundi það mikils. Er Ásmundi og starfs- fólki heimilisins þökkuð öll aðstoð við hann svo og Jónu Björgu Krist- insdóttur og heimilisfólkinu Lindási fyrir góða fyrirgreiðslu við hann og síðast en ekki síst hjónunum á Hornafírði, Svanhvíti Pálsdóttur og Ingiberg Jónssyni, fyrir þá vináttu og tryggð sem þau sýndu honum. Að leiðarlokum vil ég þakka Munda fyrir tryggð hans við mig og fjölskyldu mína og bið honum Guðs blessunar. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri bróðir. Aðalsteinn Dalmann Októsson. komin á tíunda tuginn, þá var hún alltaf jafn ung, hún breyttist aldrei neitt. Hún fylgdist með öllu, jafnt fjölskyldu og þjóðmálum og mundi það sem gamalt var og löngu liðið, jafnframt því sem fram fór í amstri daganna. Aðaláhyggjuefni hennar, eftir að hún fór að eldast, var að verða börnum sínum til byrði í ellinni. Ekki var það svo að þau teldu það eftir að annast hana, því að örugg- lega er erfítt að fínna umhyggju- samari afkomendur og tengdafólk en aðstandendur Ingu. En svona var Inga, vildi sjá um sig sjálf og vera ekki upp á aðra komin. Þess vegna dreif hún sig á Hrafnistu þegar þar losnaði her- bergi, þó að hún væri svo sem ekk- ert verr sett í íbúðinni sinni á Hjalla- brautinni en áður. En eins og hún sagði þá gæti hún alltaf orðið lasin og börnunum til vandræða. Hún kunni prýðilega við sig á Hrafnistu og var önnum kafín við handavinnu og föndur fram á síðasta dag. Ég ætla ekki i þessum fáu orðum að rekja lífshlaup Ingu og dagsetn- ingar, það munu aðrir gera. Hún var kona sem ekki lét mikið á sér bera. Hugsaði fyrst og fremst um fjölskyldu sína, var hinn trausti bakhjarl heimilisins, sál hússins, alltaf til staðar blíð og góð. Var konan á bak við athafnamanninn Þorstein Víglundsson, frænda minn, og hefur þar vafalaust haft sín áhrif þó að hægt færi, því að ekki skorti hana skynsemina. Ég dvald- ist hjá henni einn vetur og heyrði hana aldrei mæla styggðaryrði til nokkurs manns, hvorki fullorðinna né bama. Ég samhryggist börnum hennar og öðmm aðstandendum og sendi þeim mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Nanna Gunnarsdóttir. Amma okkar, Ingigerður Jó- hannsdóttir, léstþann 10. desember síðastliðinn. Okkur systkinunum er það ljúft að minnast ömmu og riíja upp kynni okkar af henni. Amma fæddist að Krossi í Mjóa- firði árið 1902 og ólst þar upp. Þar hitti hún ung ástina sína, hann afa, og þegar fram liðu stundir giftust þau og fluttu til Vestmannaeyja. Þar vörðu þau starfsævinni og ólu upp börn sín. Amma upplifði þær miklu breyt- ingar sem orðið hafa á þessari öld. Þær mátti glöggt sjá þegar við sigldum saman inn Mjóafjörð sum- arið 1992, er við sóttum ættarmót niðja Víglundar Þorgrímssonar. Þar blasti við eyðibýlið Kross og túnin þar sem amma hafði leikið sér sem barn. Ekki hafa húsin eða landskik- inn verið stór. Við systkinin eyddum stórum hluta barnæsku okkar erlendis. Eru okkur minnisstæð hlýlegu bréfin frá ömmu og afa og bækurnar sem þau sendu okkur til að við gleymdum eklti íslenskunni. Amma átti stóran þátt í lífi okk- ar. Aldrei sáum við hana skipta skapi. Hún var næm á það sem var að gerast og leitaðist við að haga hlutunum þannig að allir mættu vel við una. Umburðarlynd var hún og lét ekki styggðaryrði falla um nokk- urn mann, alltaf tilbúin að hlusta á skoðanir ungu kynslóðarinnar og hafði þann hæfileika að geta talað við alla, sama á hvaða aldri þeir voru, eins og hún væri jafnaldri þeirra. Hún var virkur þátttakandi í að bæta margan æskumanninn, hvetja til dáða og annast þegar þess þurfti með. Oft er talað um „konuna á bak við manninn" og er það hveijum þeim ljóst sem þekkti til ömmu og afa að hún var stoð hans og stytta og studdi hann með ráðum og dáð í hans lífsstarfi og hugsjónum. Afí og amma voru mjög samrýnd og rómantíkin blómstraði allt fram á það síðasta. Munum við það er við sáum ömmu og afa leiðast niðri í bæ. Þau gengu saman eins og ný- trúlofað par, en þá voru þau komin á níræðisaldur, og alltaf voru þau jafnsamstiga. Afi orti ljóð til hennar allt til síðustu stundar, en hann lést 1984. Nú eru þau saman á ný. Nú nálgast sá tími er við höldum heilög jól. Postulínsjólatrén sem amma bjó til handa okkur lýsa upp og hlýleg minningin yljar okkur um hjartarætumar. Og hálf gleymdir söngvar í sál minni ómuðu á ný. Þeir svellandi risu og hnigu með úthafsins bárum. Svo blíð ertu minning og bros þín viðkvæm og hlý, að bam verð ég aftur og laugast í hrynjandi támm. (Reinhardt Reinhardtsson frá Mjóafirði) Sigrún, Þorsteinn Ingi, Víglundur Þór og Ásgerður Edda. Þegar rifjaðar eru upp kæmstu minningar- eru þær tengdar sam- skiptum við fjölskyldu eða nánustu vini, ekki upphefð eða utanaðkom- andi virðingu. Þannig má greina aðalatriði frá aukaatriðum í lífínu. Það eru kannski einföldustu athafn- Minning Guðlaugur Ketílsson húsasmíðameistari Fæddur 15. desember 1912 Dáinn 8. desember 1993 í dag fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Guðlaugs Ketils- sonar húsasmíðameistara en hann lést á Landspítalanum hinn 8. þessa mánaðar eftir stutta sjúkdómslegu. Guðlaugur fæddist hinn 15. des- ember 1912 á Fossi í Hrunamanna- hreppi í Árnessýslu. Hann var sonur hjónanna Margrétar Þorsteinsdótt- ur og Ketils Guðlaugssonar sem bjuggu á Fossi. Þau eignuðust tvo syni, Guðlaug og Þorstein. Þegar Guðlaugur var níu ára lést faðir hans. Móðir hans giftist Ingimari Jónassyni þremur árum síðar og bjuggu þau á Fossi, en fluttust að Jötu í sömu sveit árið 1935. Eignuð- ust þau fjögur börn. Árið 1934 fluttist Guðlaugur til Hafnarfjarðar og hóf nám í húsa- smíðum við Iðnskólann í Hafnar- firði, hjá Jóhannesi Reykdal. Þaðan lauk hann prófí fjórum árum síðar með mikilli prýði enda námsmaður góður. Meistararéttindi hlaut Guð- laugur árið 1941. Guðlaugur kvæntist móðursystur minni, Sigríði Hinriksdóttur kjóla- meistara, hinn 5. september árið 1942. Hófu þau búskap í Reykjavík þar sem þau bjuggu ávallt síðan, nú síðast á Reynimel. Guðlaugur stundaði trésmíðar alla starfsævi sína. Síðustu 26 árin sem hann starfaði vann hann hjá Reykjavíkur- borg. Lengst af ævinni átti hann við nokkurt heilsuleysi að stríða en tók því sem öðru af æðruleysi. Síð- asta áratug var Guðlaugur óvinnu- fær vegna heilsubrests. Hann sat'1 þó ekki auðum höndum. Hann var bókhneigður og átti gott bókasafn sem hann nýtti sér til afþreyingar. Guðlaugur var dagfarsprúður maður, íhugull og drengur góður. Ég hygg að engum manni hafi hann gert mein um dagana né hallað réttu máli. Hann stundaði störf sín af kostgæfni og hógværð og efaðist aldrei um gildi þess að inna skyldur sínar af hendi af alúð og trúnaði. Slíkir menn auðga umhverfi sitt. Sigga frænka og Guðlaugur voru mjög samhent hjón. Þau áttu fal- legt heimili sem ber listelsku þeirra og smekkvísi glöggt vitni. Þau skip- uðu veigamikinn sess í lífí mínu þegar ég var að alast upp og frænka mín saumaði á mig fegurstu kjóla ir í þessum mannlegu samskiptum sem verða manni svo minnisstæðar. Þær sýna nefnilega svo glögglega hvers virði vinátta er og hvers virði samskiptin við og síðar minningin * um hlýja og einlæga vini er. Þannig er í huga mér minningin um hana ömmu mína, Ingigerði Jóhannsdótt- ur-. Ég átti því láni að fagna að búa hjá ömmu í rúmt ár eftir að afí dó. Það er margt frá þeim tíma sem rennur mér aldrei úr minni. Á sunnudagsmorgnum lagaði amma okkur alltaf te eða heitt súkkulaði og við fengum okkur brauð með áleggi og oft randalínu á eftir. Þannig hélt hún áfram áratuga hefð sem náði allt aftur í bernsku- minningar mínar úr eldhúsinu í Goðasteini þar sem hún fékk okkur öll sex systkinin yfir í heitt súkku- laði. Við amma sátum oft að kvöldlagi í stofunni á Hjallabraut með eina lampatýru á og ræddum um ýmis mál. Ég sagði henni mína áætlanir og skoðanir og hún spurði eða lagði til málanna. Amma var mjög minn- ug og fylgdist vel með. Það var sama hvort við ræddum um staði á landinu, ættfræði eða stjórnmál, alltaf var amma inni í málum. Hún var góður gagnrýnandi. Hún hafði reyndar ekki sömu skoðun og ég á gagnsemi sumra aðferða í stjórn- málum en ég vissi þó alltaf að hún fylgdist með. Þegar hún hældi gjörðum mínum fylltist ég stolti. Þegar hún var ekki sammála fór hún snyrtilega S að spyija mig bet- ur út úr. Til marks um það hve 91 árs gamla amma mín fylgdist vel með spurði hún mig þegar ég var síðast hjá henni: „Hvaða skoðun hefur þú á fríverslun sem íjölmiðlar eru alltaf að tala um?“ Hennar áhugi beindist þó fyrst og fremst að fjölskyldunni, afkom- endunum sem hún fylgdist vel með. Hún vissi hvenær við sem vorum erlendis í námi kæmum heim í frí og bar hún fréttir á milli. Hún tengdi þessa stóru fjölskyldu og lagði áherslu á að íjölskylduböndin væru traust. Það var stórkostlegt að fá að hafa átt ömmu sem vin, hlýjan og skilningsríkan félaga sem bar virð- ingu fyrir fólki og sem fyrirgaf fólki. Manneskja með slíka lífs- stefnu var góður förunautur fyrir umsvifamikinn hugsjónamann eins og afa. Minningin um slíka mann- eskju er sannarlega besta veganesti fyrir afkomendur hennar. Fyrir það ætla ég að þakka þér, amma mín. Megi góður Guð geyma þig. Þór. sem til voru. Þau áttu engin börn en ófá voru skiptin sem við frænd- systkinin heimsóttum þau á heimili þeirra. í barnahópi sýndi Guðlaugur á áér aðra hlið en þá sem að fullorðn- um sneri. Þá brá hann á glens, sagði sögur og ærslaðist. Ég minn- ist þar margra góðra stunda. Minn- ingar þær verða ekki raktar hér en ber allar að sama brunni, þær eru minningar um góðan mann sem genginn er og mér er ljúft að minn- ast nú við fráfall hans. Frænku minni votta ég samúð mína. Guðríður Sigurðardóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.