Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
27
JMorgunDiaoio/bvernr
Miklar annir
MIKLAR annir eru í öllum pósthúsum landsins síðustu dagana fyrir jólin.
Vel gengur að bera út 3 milljónir jólakveðja
Ekkert að óttast verði
veðurguðirnir hliðhollir
„PÓSTÚTBURÐURINN hefur gengið mjög vel. Við hreinsum hér
upp á hverju kvöldi og ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir er
ekkert að óttast.,“ sagði Björn Björnsson, umdæmisstjóri pósts á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, þegar rætt var við hann. Hann sagði að
miðað við bestu veðurskilyrði yrði hægt að koma jólakveðjum, sem
færu í póst daginn fyrir Þorláksmessu, til skila út um landið fyrir
jól. Innanbæjar væri stefnt að því að koma til skila kveðjum, sem
bærust fyrir kl. 16.30 á Þorláksmessu, áður en hátíðin gengi í garð.
Aætlað er að um 3 milljónir jólakveðja verði bornar út fyrir jólin
eða svipaður fjöldi og undanfarin ár.
Björn sagði að bögglar í sjópóst
hefðu borist allan mánuðinn tveim-
ur vikum hefði fólk almennt farið
að senda jólakort innanlands.
Kveðjurnar hefðu borist nokkuð
jafnt og þétt enda hefði ekki verið
auglýstur sérstakur lokadagur og
útburðurinn hefði hingað til gengið
ágætlega. Til þess sagði Björn að
leitað hefði verið aðstoðar um 400
manns, mest skólafólks, við útburð-
inn og reiknaði hann með að bréf-
berar á Stór-Reykjavíkursvæðinu
væru nú um 500 talsins.
30 kort á heimili
Hvað magn varðaði sagðist Björn
halda að svipaður fjöldi jólakveðja
hefði verið borinn út og í fyrra.
Fólk sendi yfirleitt jólakortin nokk-
uð tímanlega. Fyrir hina má hins
vegar geta þess að ef veður helst
gott ætti að vera óhætt að setja
jólakveðjur út á landi í póst daginn
fyrir Þorláksmessu. Jólakort innan
Reykjavíkur ættu að berast í tæka
tíð ef þau eru sett í póst fyrir 16.30
á Þorláksmessu. Hins vegar gildir
sú regla fyrir þá sem vilja vera
öruggir með að kveðjur þeirra ber-
ist viðtakanda að því fyrr sem þær
eru settar í póst því betra.
Algengt er að um 3 milljónir jóla-
korta séu borin út til og frá um
90.000 heimilum og 10.000 fyrir-
tækjum í landinu í desember. Fyrir
jólin í fyrra nam heildarþungi jóla-
pakka og kveðja um 700 tonnum.
Magnús Oddsson ráð-
inn fer ðamálastj ór i
HALLDOR Blöndal samgönguráð-
herra hefur ráðið Magnús Odds-
son í starf ferðamálastjóra frá 1.
janúar 1994 til 31. desember 1997.
Magnús Oddsson var einn um-
sækjandi um stöðu ferðamálastjóra
sem auglýst var hinn 8. október sl.
Ferðamálaráð íslands samþykkti
samhljóða á fundi sínum hinn 3.
desember að mæla með því við sam-
gönguráðherra að Magnús yrði ráð-
inn í stöðuna, en samkvæmt lögum
um skipulag ferðamála ber ráðinu
að veita umsögn um umsækjendur
um starf ferðamálastjóra.
Magnús hefur verið markaðsstjóri
Ferðamáiaráðs Islands síðan í apríl-
mánuði 1990. Hann var jafnframt
settur ferðamálastjóri frá aprílmán-
uði 1990 til aprílmánaðar 1991 og
frá 1. september sl. til áramóta.
Magnús sat í Ferðamálaráði íslands
frá 1984 til 1990 og í framkvæmda-
stjórn ráðsins 1985 til 1990. Hann
hefur átt sæti í fjölmörgum nefndum
og stjórnun á vettvangi ferðamála
þ. á m. í stjórn Upplýsingamiðstöðv-
ar ferðamála á Islandi og í stjórn
Magnús Oddsson
ferðamálanefndar Vestur-Norður-
landa. Hann var varaformaður
stjórnar Ráðstefnuskrifstofu íslands
1992 til 1993 og er nú stjórnarfor-
maður.
Magnús er kvæntur Ingibjörgu
Kristinsdóttur og eiga þau einn son.
V eðurstofustj óra-
skipti um áramót
PALL Bergþórsson veðurstofu-
stjóri lætur af störfum sakir ald-
urs 31. desember nk. Páll hefur
gegnt stöðu veðurstofustjóra frá
1. október 1989. Hann hóf störf á
Veðurstofu íslands sem veður-
fræðingur árið 1949 og hefur því
starfað í 44 ár.
Magnús Jónsson veðurfræðingur
hefur verið skipaður verðurstofu-
stjóri frá og með 1. janúar 1994.
Magnús starfaði á Veðurstofu ís-
lands sem veðurfræðingur á árunum
1980 til 1982, en hóf þar aftur störf
1985 og hefur starfað þar síðan.
Páll Bergþórsson Magnús Jónsson
Magnús er fæddur 2. júlí 1948 á
Sauðárkróki. Eiginkona hans er
Katrín R. Sigurðardóttir.
»#•
40 DEN tvcRA
40 DEN LvcRA