Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
OECD
Aukinn
hagvöxt-
ur 1994
París. Reuter.
BÚAST má við auknum hag-
vexti í flestum iðnríkjum á
næsta ári, samkvæmt skýrslu
sem Efnahags- og framfara-
stofnunin (OECD) sendi frá
sér í gær. Verulegur vöxtur
verður í efnahagslífi Banda-
ríkjanna og Bretlandi en
nokkuð minni á meginlandi
Evrópu og í Japan.
Alls gera sérfræðingar
OECD ráð fyrir að heimsfram-
leiðsla muni aukast um 2,1% á
næsta ári en hún jókst um 1,1%
á þessu ári. I skýrslu sem gefin
var út um mitt þetta ár spáði
OECD 2,7% vexti- á næsta ári
en nú er gert ráð fyrir að sú
tala muni eiga við árið 1995.
í skýrslunni segir að botnin-
um sé nú náð í efnahagserfið-
leikum flestra EVrópuríkja þó
að sá efnahagsbati, sem spáð
var síðasta vor, láti bíða eftir
sér. í Japan sé efnahagslífið
hins vegar farið að dragast
saman á ný.
Þá er spáð auknu atvinnu-
leysi í ríkjum EB. Það var 10,7%
á þessu ári en verður að mati
stofnunarinnar 11,5%, sem
samsyarar um 22 milljónum
atvinnulausra.
Reuter
*
Nyrup heimsækir Israela
POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, er nú í opinberri heimsókn í ísrael. Á myndinni
kannar hann heiðursvörð ásamt Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels. Israelskir og palestínskir samninga-
menn hittust í Noregi um helgina til þess að freista þess að finna leiðir til að koma sjálfstjórn Palestínumanna
á Vesturbakkanum og í Jeríkó í kring og undirbúa leiðtogafund Rabins og Yassers Arafats, leiðtoga Frelsis-
fylkingar Palestínumanna (PLO). Niðurstaða fékkst ekki og áformað var að halda tilraununum áfram í París
í dag. Palestínskir harðlínumenn í samtökum sem kallast Fatah-uppreisnin og hefur aðsetur í Damaskus í
Sýrlandi beindi í gær spjótum sínum að pílagrímum sem komnir eru til landsins helga með því að segja að
ferðamenn væru ekki hultir þar um .slóðir á jólunum.
Uppgangur þjóðernisöfgamanna í þingkosningunum í Rússlandi
72% hermanna kjarnorku-
heraflans styðja Zhírínovskíj
Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter.
MIKILL meirihluti hermanna í mörgum af mikilvægustu herdeildum
Rússlands, til að mynda kjarnorkuheraflanum, kusu þjóðernisöfga-
manninn Vladímír Zhírinovskíj í kosningunum 12. desember, sam-
kvæmt tölum sem Moskvu-fréttir birtu um helgina. Rússneskir her-
menn virðast hafa notað kosningarnar til að lýsa yfir vantrausti á
Borís Jeltsín forseta og stjórn hans tveimur mánuðum eftir að hann
sendi hermenn á götur Moskvu til að kveða niður uppreisn andstæð-
inga hans.
72% hermannanna í kjamorku-
herafla Rússlands kusu Zhír-
ínovskíj, sem hótaði itrekað í kosn-
ingabaráttunni að beita kjarna-
vopnum gegn öðrum þjóðum. Enn-
fremur var skýrt frá því að Zhír-
ínovskíj nyti mikils stuðnings innan
tveggja herdeilda sem kváðu niður
uppreisn kommúnista og þjóðernis-
sinna gegn Jeltsín í október. Zhír-
ínovskíj fékk 87,4% atkvæða í Ta-
manskaja-herdeildinni og 74,3% í
Kantemirovskaja-herdeildinni, en
þær eru báðar í nágrenni Moskvu.
Zhírínovskíj nýtur ennfremur
mikils stuðnings á meðal hermanna
í Moskvu. Þar fékk hann 46% at-
kvæðanna og kommúnistar 13,7%.
Valkostur Rússlands, helsti um-
bótaflokkurinn, fékk um 10% at-
kvæða að meðaltali í hersveitunum.
Rússneskir umbótasinnar hafa
krafist þess að Pavel Gratsjov varn-
armálaráðherra verði vikið frá þar
sem hann er sagður hafa verið treg-
ur til að beita hernum til stuðnings
Jeltsín. í ljósi þessa mikla fylgis
Zhírínovskíjs í herdeildunum virðist
á hinn bóginn vel af sér vikið hjá
honum að hafa yfirleitt fengið her-
inn til að styðja Jeltsín.
Fylgi Zhírínovskíjs var 40% í
flughernum, 93% í akademíu hers-
ins í Moskvu og 43% í hersveitunum
í Tadzhíkístan. Aðeins í Svartahafs-
flotanum var fylgi hans álíka mikið
og í landslistakjörinu í heild, eða
18%.
Undanfarin ár hefur mikil
óánægja verið innan hersins vegna
húsnæðiseklu, lágra launa og óvissu
í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna
fyrrverandi. Sú ákvörðun að beita
rússneskum hermönnum gegn
kommúnistum og þjóðernissinnum,
stuðningsmönnum margra her-
mannanna, virðist hafa verið kornið
sem fyllti mælinn.
Ráðgjafar Jeltsíns gagnrýndir
Félagar í umbótaflokkunum
komu saman í Moskvu um helgina
til að ræða hvernig koma ætti á fót
„andfasískri fylk-
ingu“ gegn Zhír-
ínovskíj og liðs-
mönnum hans.
Þeir gáfu út yfír-
lýsingu þar sem
þeir gagnrýndu
einkum nokkra af
ráðgjöfum Jeltsíns
sem hafa talað um
samstarf við Zhír-
ínovskíj. Yfirlýsingin endurspeglar
ótta á meðal umbótasinna um að
Jeltsín kunni að bjóða þjóðemisöfga-
mönnum nokkur ráðherraembætti.
Zhírínovskíj hefur m.a. hótað að
skjóta kjarnorkueldflaugum á
Þýskaland og kynda undir stríði í
nágrannaríkjunum. Þýska tímaritið
Zhírinovskij
hugsanlegt
Der Spiegel birti á laugardag viðtal
við Zhírínovskíj þar sem kveður við
annan tón því hann reynir þar að
fullvissa Þjóðveija um að þeim stafi
engin hætta af honum. „Öðrum
þjóðum mun aldrei aftur stafa
hætta af Rússlandi," sagði hann.
„Rússland verður siðmenntað Evr-
ópuríki, opið fyrir umheiminum, án
þrælkunarbúða, án kúgunar, án
stalínisma og, ef guð lofar, án fas-
isma. Aðeins lýðræðisríki“.
Kjörstjórnin skýrði frá því í gær
að nýja stjórnarskráin tæki form-
lega gildi í dag. 54,8% rúmlega 106
milljóna atkvæðisbærra Rússa tóku
þátt í þjóðaratkvæðinu um stjórnar-
skrána, þar af voru 58,4% hlynnt
henni en 41,6% andvíg.
Kozyrev tílbúinn til sam-
starfs við kommúnista
ANDREI Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á fundi með
blaðamönnum í Moskvu fyrir síðustu helgi að hann væri tilbúinn til
að ganga til samstarfs við alla flokka og hreyfingar á hinu nýja
þingi Iandsins gegn þjóðernisöfgamönnum.
Utanríkisráðherrann sagði að
sigur Fijálslynda lýðræðisflokksins,
flokks þjóðernissinnans Vladímírs
Zhírínovskíjs, í þingkosningunum
gæfí ekki tilefni til ótta. Hann
kvaðst vonast til þess að Zhír-
ínovskíj endurskoðaði þær yfírlýs-
ingar sem hann lét frá sér fara í
kosningabaráttunni. Utanríkisráð-
herrann hvatti menn hins vegar til
þess að sameinast gegn slíkum
öfgahreyfingum. „Við þurfum að
safna liði gegn fasisma. Á grund-
velli andstöðu gegn fasisma er ég
tilbúinn til samstarfs við allaíflokka
og hreyfingar á nýju þingi sam-
bandsríkisins og þar á meðal við
kommúnista. Kommúnistar hafa
alltaf verið andvígir fasisma. Skipt-
ar skoðanir eru um fortíð kommún-
ismans en ekki er unnt að draga í
efa baráttu kommúnista gegn fas-
istum í heimsstyijöldinni síðar,“
sagði Kozyrev.
Utanríkisráðherrann sagðisttelja
að stuðningur sá sem Zhírínovskíj
fékk í kosningunum væri fyrst og
fremst til marks um óánægju og
að hluti almennings hefði með þess-
um hætti viljað mótmæla ríkjandi
stjórnarstefnu. Klofningur hefði og
verið ríkjandi í röðum umbótasinna.
Kozyrev kvaðst telja að stöðug-
leika í Rússlandi væri ekki ógnað
og vísaði til þess valds sem Borís
Jeltsín nyti samkvæmt stjómar-
skránni nýju. Á hinn bóginn kom
fram í máli ráðherrans að hann
hefði áhyggjur af viðbrögðum er-
lendis við ummælum rússneskra
þjóðemissinna. „Verði slíkar ræður
fluttar á þingi munu þær spilla fyr-
ir hagsmunum rússneska ríkisins.
Þetta myndi gefa Úkraínumönnum
tilefni til að vilja halda eftir kjarna-
vopnum sem þar em staðsett og
löndum Austur-Evrópu tilefni til að
sækja um aðild að Atlantshafs-
bandalaginu (NATO),“ sagði Koz-
Taka SS-
24 flaugar
niður
ÚKRAÍNUMENN sögðust í
gær hafa tekið 17 SS-24
kjarnaflaugar af skotpöllum en
þetta vom fullkomnustu
kjarnavopn Sovétríkjanna fyrr-
verandi. Verða 20 eftir um ára-
mótin. Bandaríkjamenn sömdu
um helgina um að greiða Úkra-
ínumönnum bætur fyrir að láta
af höndum 1.600 kjarnavopn
sem voru í landinu við hrun
Sovétríkjanna.
Hommamorð-
ingi dæmdur
BRESKUR maður, Colin Ire-
land, var dæmdur í fimmfalt
lífstíðarfangelsi í gær fyrir
morð á fimm hommum í Lond-
on fyrr á þessu ári.
Vatikanið við-
urkennir Israel
SÆTTIR hafa tekist með Páfa-
garði og ísraelskum yfirvöld-
um. Mun Vatikanið viðurkenna
ísrael fyrir áramót en með því
getur langþráður draumur Jó-
hannesar Páls páfa um að
heimsækja landið helga ræst.
Reynt að bana
bróður Esco-
bars
ROBERTO Escobar, bróður eit-
urlyfjakóngsins Pablo Escobar,
var sýnt banatilræði í fangelsi
í Medellin á laugardag. Sprakk
bréfasprengja í höndunum á
honum og var talið að ekki
tækist að bjarga sjón hans.
Ráðherra
myrtur
MIHAILO Ljesar, aðstoðarfor-
sætisráðherra Svartíjallalands,
var myrtur í skrifstofu sinni í
gær. Fjármálastjóri flutninga-
fyrirtækis framdi verkið og
stytti sér síðan aldur.
Donald
Trump
kvænist
DONALD Trump, sem frægur
er fyrir rekstur hótela og spila-
víta, kvæntist Marla Maples,
unnustu sinni til margra ára.
Brúðkaupið fór fram á Plaza-
hótelinu í New York.
Auka greind
Kínverja
KÍNVERSK stjórnvöld hafa
ákveðið að beitt verði fóstur-
eyðingum og ófijósemisaðgerð-
um til að koma í veg fyrir að
undirmálsbörn fæðist. Með
þessu ætla yfirvöld að stuðla
að aukinni greind Kínveija.
Lagafrumvarp þess efnis hefur
verið lagt fram á þingi.
Kvennalög-
reglustöð í
Japan
OPNUÐ hefur verið lögreglu-
stöð í Tókýó sem eingöngu er
mönnuð konum. Sex lögreglu-
konur sinna hverfinu sem er
eitt af betri hverfum borgarinn-
ar. Konurnar eru allar með
svart belti í júdó, aikido eða
öðrum sjálfsvarnarlistum og
munu auk þess bera skambyss-
ur eins og aðrir lögregluþjónar
í Tókýó. Er það von lögregluyf-
irvalda að kvennastöðin verði
til að bæta ímynd lögreglunnar
í bqrginnj.