Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
Fjárhagsáætlun Garðabæjar
Tekjur bæjarsjóðs
rúmar 695 milljónir
TEKJUR bæjarsjóðs Garðabæjar eru áætlaðar 695,4 milljónir
króna fyrir árið 1994 samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins sem
lögð hefur verið fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Aðaltekju-
stofn bæjarsjóðs eru útsvör og eru þau áætluð 252,2 millj. eða
75,75% af sameiginlegum tekjum. í frumvarpinu er gert ráð fyr-
ir óbreyttu útsvari, eða um 7%, en með fyrirvara um endalega
álagningu vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um breytingu á
lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Gert er ráð fyrir að heildarrekstrr
arútgjöld bæjarsjóðs verði 550,4
millj. sem er um 17 millj. hækkun
miðað við áætlun ársins 1993. Mest
hækka útgjöld til félagsmála eða
um 10 millj. og til fræðslumála um
6 millj. Er áætlað að veita samtals
20% af rekstrargjöldum til fræðslu-
mála sem eru 114 millj. samtals.
Til félagsmála verður varið 16,2%
af rekstrargjöldum sem er 89,1
millj. samtals: Til æskulýðs- og
íþróttamála verður varið 13,5%, eða
74,1 millj. samtals. í frétt frá bæjar-
ritara kemur einnig fram að rekstr-
arafgangur nemur 145 millj., eða
20,9% af sameiginlegum tekjum,
eða 18 millj. minna miðað við árið
1993.
Fasteignagjöld lækka
Þá er gert ráð fyrir að fasteigna-
gjöld lækki um 16 millj. vegna
lækkunar á álagningu vegna hol-
ræsa úr 0,15% í 0,07%. í forsendum
frumvarpsins er gert ráð fyrir að
launaliðir hækki um 2,5% á árinu
og að almenn rekstrargjöld hækki
um 3,6% á árinu.
Bæjarstjórn vísaði frumvarpinu
til bæjarráðs og til síðari umræðu
í bæjarstjóm sem fyrirhuguð er 20.
janúar árið 1994.
Jólabasar í gamla miðbænum
TIL að koma til móts við sérþarfir þess fjölmenna hóps sem forð-
ast að fara út fyrir gamla miðbæinn, þ.e. svæðið sem afmarkast
Laf Aðalstræti til vesturs og Frakkastíg til austurs, hefur verið
opnaður jólamarkaður á Hverfisgötu 6, gegnt Arnarhóli.
Þar sem forráðamönnum jólabas-
arsins er ljóst að hagsýni er aðals-
merki þessa ákveðna markhóps var
ákveðið að höfða til hans með vand-
aðri vöru á hagstæðu verði. Auk
tískufatnaðar úr hrásilki og bama-
fata úr baðmull em á basarnum
, iólatré og fjölbreytt úrval af öðmm
jolavömm, leikföng, rafmagnsvara,
skartgripir, sportvara, sælgæti,
kaffi og krydd, svo fátt eitt sé nefnt.
Þá er basarinn eini verslunarstaður
borgarinnar, svo vitað sé, þar sem
á bpðstólum em gamlar hljómplöt-
ur, en þær njóta sem kunnugt er
sívaxandi vinsælda meðal safnara.
Jólabasarinn á Hverfísgötu 6
verður opinn til jóla á sama tíma
og aðrar sölubúðir.
og Milljónamæringarnip ásamt
Páli Óskari Hjálmtýssyni, halda
dúndurdansleik á Café Bóhem
frákb 00:30.
♦Vv /
* VI
’ • ***
'A'
Fordrykkur, snakk, hattar pg
knöll innifaiið í miðaverði>
Miðaverð kr. 1.800,- í forsölu,
en kr. 2.200,- við inngang.
\\ láf ílapálai '&Mjti/"'
¥w$0$:$$iétöéMm í^iInriÉSfSi.
I f « • V
Skemmtistaður
Vitastíg 3 ■ Sími 628585
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.
Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi
Ellefu gefa kost á sér
Akranesi.
FRAMBOÐSFRESTUR vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins á Akra-
nesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er runninn út og gefa
ellefu kost á sér. Listinn var kynntur á fundi fulltrúaráðs flokksins á
Akranesi á dögunum. Prófkjörið fer fram 29. janúar nk.
Þeir sem gefíð hafa kost á sér em trésmiður, Gunnar Sigurðsson, úti-
þessir: Bjarki Jóhannesson, fram- bússtjóri, Guðmundur Guðjónsson,
kvæmdastjóri, Elínbjörg Magnús- framkvæmdstjóri, Hjörtur Gunnars-
dóttir, fiskverkakona, Guðjón Ge- son, tæknifræðingur, Jóhannes Finn-
orgsson, rafvirki, Gunnar Olafsson, ur Halldórsson, skrifstofustjóri, Pét-
1 profkjor
ur Ottesen, verslunarmaður, Sigríður
Guðmundsdóttir, framkvæmdastj óri,
og Þórður Þórðarson, bifvélavirki.
Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi
hefur nú tvo bæjarfulltrúa, þau
Benedikt Jónmundsson og Sigur-
björgu Ragnarsdóttur. Hvomgt mun
gefa kost á sér á lista flokksins að
þessu sinni. - J.G.
Sex félög taka höndum saman í Fríkirkjunni í kvöld
Samkoma tíl að biðja
fyrir heimsfriði
FRIÐARSTUND á vegum sex samtaka sem vinna öll að andlegri
uppbyggingu einstaklingsins verður haldin í Frikirkjunni í Reykja-
vík ld. 20.30 í kvöld. Þeir hópar sem standa að athöfninni eru Frí-
kirkjusöfnuðurinn í Reykjavík, en friðarstundin er unnin undir
handleiðslu prests safnaðarins, Cecil Haraldssonar, Lífssýn, Nýald-
arsamtökin, Ljósheimar/íslenska heilunarfélagið, Jógastöðin Heims-
Ijós, Snæfellsás og Bahaí-samfélagið. Einnig munu Iistamennirnir
Gísli Helgason, flautuleikari, Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona,
Pálmi Gunnarsson, söngvari og hljóðfæraleikararnir Jón Kjell Selje-
seth, Friðrik Karlsson og Halli Júlli annast söng og tónlistarflutn-
ing ásamt orgelleikara kirkjunnar, Pavel Smid.
Samkomunni verður útvarpað á ingar em skráðir í félög þau og
Bylgjunni en dagskráin er rúmlega
klukkustundar löng. Fmmkvæði
að friðarstundinni átti Guðlaugur
Bergmann frá Nýaldarsamtökun-
um og leitaði hann til hinna þát-
tökuaðilana um samstarf. Fyrsta
samkoma af þessum toga var hald-
in í Fríkirkjunni í september sl. og
að sögn Sigurðar Jónssonar frá
Bahaí-samfélaginu sem á sæti í
undirbúningsnefnd friðarstundar-
innar, þótti hún takast svo vel að
ákveðið hafí verið að efna til hiið-
stæðra samkoma fjómm sinnum á
ári. Rúmlega eitt þúsund einstakl-
hópa sem að friðarstundinni
standa, og um fimm þúsund manns
em skráðir í Fríkirkjusöfnuðinn.
Tími trúardeiina liðinn
Sigurður Jónsson kveðst vona
að fleiri trúarhópar og andlega
þenkjandi samtök eigi eftir að
koma til liðs við samkomur samtak-
anna sex. „Það gekk svo vel að
stilla saman strengi okkar að við
ákváðum að halda áfram. Þegar
fólk horfir á andlega þætti og
hættir að skoða þetta veraldlega
vafstur, sér það hvað við eigum
öll sameiginlegt og er meira virði
en það sem við eigum ekki sameig-
inlegt," segir Sigurður. „Tími trú-
ardeilna og átaka milli andlegra
leitenda á að vera liðinn vegna
þess að einangrun hugans og nei-
kvæð hugsun leiðir til stöðnunar
og erfiðleika. Á hinn bóginn leiðir
samvinna og opinn hugur til fram-
fara, skilnings, friðar og rósemi.
Með þeim hætti getum við fundið
Iausnir á hinum mýmörgu vanda-
málum mannkynsins. Þannig lítum
við á samstarf okkar sem leið til
að opna skilning okkar og vonandi
fleiri á því sem er svo mikilvægt,
þ.e. að einangrast ekki því þá get-
um við fátt gert til að hjálpa þeim
sem minna mega sín.“
Hann segir tilgang friðarstund-
arinnar að mynda nokkurs konar
mótvægi við ófrið þann, öngþveiti
og ringulreið sem ríki í heiminum.
„Hvert okkar getur lagt tár á vog-
arskálina sem mun þannig verða
að ómældu úthafi með tárum þeirra
sem þjást,“ segir Sigurður.
SIEMENS
'ö m
Heimilistœkinfrá SIEMENS eru heimsþekkt
fyrir hönnun, gceði oggóða endingu.
Gefðu vandaðajölagjöf- gefðu SIEMENS heimilistœkl
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300