Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
21
JólatónleikarSinfóníu-
hljómsveitar Islands
\ Tónlist____________________
Ragnar Björnsson
í Háskólabíói, með salinn þétt-
setinn af yngstu hlustendum sin-
fónískrar tónlistar, andaði móti
manni jóla- og ævintýrailmi löngu
áður en ævintýrið á hljómleikapall-
inum hófst. Sverrir Guðjónsson
kontratenór gekk fram á sviðið og
byijaði að kynna okkur hljómsveit-
ina, stjórnanda hennar á þessum
tónleikum svo og einsöngvarann.
Síðan hóf Sverrir að segja söguna
Snjókarlinn eftir Howard Blake og
hljómsveitin að flytja tónlistina um
snjókarlinn eftir þann hinn sama
Howard Blake, undir stjórn ungs
hljómsveitarstjóra, Gunnsteins 01-
afssonar, en hinn bráðungi Jóhann
Ari Lárusson söng einsönginn í
ævintýrinu. Allt rann þetta fallega
í gegn, Jóhann söng fallega um
flug sitt með snjókarlinum og náði
meira að segja að túlka efnið tölu-
vert. Þessi langa saga hélt athygli
barnanna til loka og er það merki
þess að vel hafði tekist. Gunnsteinn
Ólafsson er að stíga sín fyrstu
spor sem hljómsveitarstjóri. Á
þessum tónleikum reyndi kannske
ekki svo mjög á hann sem slíkan.
Töfraflautuforleikurinn er þó tón-
list sem hljómsveitarstjórar eru
gjarnan prófaðir á og þá fyrst og
fremst byijun forleiksins. Sagt er
gjarnan að ef stjórnandi kemst í
gegnum þessa byijun og út í alle-
groið áfallalaust án æfingar, þá
kunn’i hann þegar nokkuð fyrir
sér. Ekki fylgdi taktslag hans al-
veg því sem öruggast er talið og
venjulegast er hjá þýskumælandi
þjóðum og hinar löngu þagnir í
byijuninni skyldi maður ekki slá
svo áberandi. En hljómsveitar-
stjórn er vitanlega fleira en þetta.
Undirritaður hefur ráðlagt þeim,
sem hugsa til þessa starfs í alvöru,
að koma sér beint út í hinn stóra
heim og beijast þar og bíða ekki
eftir skipbrotinu hér heima. Von-
andi þarf þetta þó ekki að verða
lögmál og Gunnsteini skal óskað
heilla hvar sem hann verður. Ung-
ur flautuleikari lék Söng Dimma-
limm, eftir Atla Heimi. Stefán
Ragnar Höskuldsson heitir pessi
ungi maður sem á fallegan tón á
flatuna. Þá kom Jóhann, 12 ára,
aftur fram á sviðið og söng Panis
angelicus með hljómsveitinni, en
það söng hann með Karlakór
Reykjavíkur á tónleikum fyrir
nokkrum dögum. í lokin sungu
barna- og unglingakórar jólasálma
með hljómsveitinni. Kórarnir voru
frá Grandaskóla, Hamraskóla,
Melaskóla, Selásskóla og Vestur-
bæjarskóla, samtals líklega um
150 nemendur. Milli jólasálmanna
las Elsa María Blöndal jólaguð-
spjallið. Gunnsteinn hélt þessu öllu
vel saman, og raunar var aðdáun-
arvert hvað krakkarnir sungu
hreint. Síðasti sálmurinn var
Heims um ból, og var ætlast til
að allir í salnum tækju undir, sem
varð nokkuð hljoðlátur söngur og
minnti mig á Pál ísólfsson sem
alltaf sagðist taka þátt í morgun-
leikfimi útvarpsins, það er að segja,
hlustaði á útsendinguna liggjandi
í rúminu.
VANDAÐAR
KREYTINGAR
FYRIRALLA
Kerta-
skreyting
Verð frá
795,-
Leiðisskreyting
m/útikerti Kr. 1.295,-
Hýjasintu-
skreyting
Verð frá
595,-
-e
-e
Einstæður bókaflokkur
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins
30 sígild rit
Fást í bókaverslunum, verð flestra bóka aðeins kr. 1927r. Hringdu og við sendum þér bókina.
s&. /
F / / f’Jr
ÞEOHlASTOfi
Manngerölr
suwu wwwtí'i' v
t >•* uúMMnr aí»>;«wt.Kfi tA»»m STEPHEN W. HAWKING Saga tímans SAMUEL JOHtíSON Vandræöaskáldl
’ '
/vi';
.(»> tjía totvavvofíf .v> t)(! IslLH'v
íiÓKMfiíiXTAlítlAC ÖKS ;
OtOROt OftWtU
Dýrabœr
MID aiiKÍKA »6sU»K tAPÍAJU.
ÍACM ö ftMSUr kÓKH*MKJ*J*lAíiVlX 1
mamcos TOuiwc cfccaO
Um ellína
ntS illtKX BÖXNJ»»)TAIÍ»6tQ
MAncusmuuacíCBfto
Um vináttuna
1.1 k* •
□ ARISTÓTELES: Um skáldskaparlistina
□ NOAM CHOMSKY: Mál og mannshugur
□ MARCUS TULLIUS CICERO: Um vináttuna
□ MARCÚS TÚLLÍUS CÍCERÓ: Um ellina
□ FRANK FRASER DARLING: Óbyggð og allsnægtir
□ RENÉ DESCARTES: Orðræða um aðferð
□ ALBERT EINSTEIN: Afstæðiskenningin
□ ERASMUS FRÁ ROTTERDAM: Lof heimskunnar
□ GOTTLOB FREGE: Undirstöður reikningslistarmnar
□ SIGMUND FREUD: Umsálgreiningu
□ KARL VON FRISCH: Bera bý
□ JOHN KENNETH GALBRAITH: Iðnríki okkar daga
□ GODFREY HAROLD HARDY: Málsvörn stærðfræðings
□ STEPHEN W. HAWKING: Saga tímans (ný útg. 1993)
□ DAVID HUME: Rannsókn á skilningsgáfunni
□ DAVID HUME: Samræður um trúarbrögðin (UPPSELD)
□ SAMUEL JOHNSON: Vandræðaskáld
□ JOHN LOCKE: Ritgerð um ríkisvald
□ JOHN STUART MILL: Frelsið
□ GEORGE ORWELL: Dýrabær
□ PLATON: Ríkið (tvö bindi kr. 5.990,- )
□ PLATÓN: Gorgías (ný útgáfa 1991)
□ PLATÓN: Menón
□ PLATÓN: Síðustu dagar Sókratesar
□ CHARLES PERCY SNOW: Valdstjórn og vísindi
□ HUGH TREVOR ROPER: Galdrafárið í Evrópu
□ VOLTAIRE: Birtíngur (UPPSELD)
□ MAX WEBER: Mennt og máttur
□ ÞEÓFRASTOS: Manngerðir
□ ÞORLEIFUR HALLDORSSON: Lof lyginnar
HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG
SÍÐUMÚLA 21-108 REYKJAVÍK- SÍMI91-679060 • FAX 91-6790 95
%irk^
Óbreytt verð á jólabókum !