Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 63 Skiptum í þrotabúi Hafskips lokið 8 árum eftir gjaldþrotið Forgangskröfur og hluti veðkrafna auk 65% af al- mennum kröfum greiddust Fyrrum slj ó niarío r m að u r Hafskíps segir að í raun hafi 70% skuldanna fengist greiddar RÚMUM átta árum eftir að Hafskip hf varð gjaldþrota þann 6. desem- ber 1985 var samþykkt frumvarp að lokaúthlutun með greiðslu 163 milljóna króna eða 15% almennra krafna úr þrotabúinu á skiptafundi sem haldinn var á föstudag. Í júní 1989 voru forgangskröfur að upp- hæð 32,5 miHjónir króna greiddar að fullu og rúmlega 50% sam- þykktra almennra krafna, sem alls námu 1.071 milljón króna. Alls greiðast því um 65% af höfuðstóli almennra krafna auk þess sem for- gangskröfur greiðast að fullu og rúmlega 250 milljónir af um 800 milljóna veðskuldum voru greiddar utan skuldaraðar en afgangurinn með almennum kröfum. Skiptakostnaður vegna uppgjörs Hafskips nemur um 84 milljónum króna þar af um 8 miljónir vegna þeirra 163 milljóna sem nú hafa verið dregnar undir skiptin. Gestur Jónsson hrl, einn skipta- stjóra þrotabúsins, kvaðst í samtali við Morgunblaððið efast um að mörg dæmi væru til um að jafnmik- ið hefði greiðst upp í kröfur úr þrotabúum félags sem hefði orðið gjaldþrota í fullum rekstri hér á landi en kvaðst þó telja vafasamt að draga þá ályktun af skiptalokun- um um að félagið hefði verið gjald- fært. Ragnar Kjartansson, fyrrum stjómarformaður Hafskips, sagði í samtali við Morgunblaðið að í raun væri niðurstaða skiptanna enn hag- stæðari en nafnvirði prósentu al- mennra krafna gæfi til kynna. Raunvirðisútreikningar sýndu skiptaprósentu upp á um 70%. Við fyrri úthlutun úr búinu 29. júní 1989 reyndist verðmæti eigna Hafskips vera um 960 milljónir króna, þar af um 240 milljónir króna vegna vaxtatekna. Tap Útvegs- banka íslands sem lýst hafði um 835 milljóna króna kröfum að höf- uðstóli nam þá 292 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar. Samkvæmt því frumvarpi sem samþykkt var á skiptafundinum á föstudag runnu um 90 milljónir króna til viðbótar til Útvegsbankans. Gestur Jónsson sagði að nú væri úthlutað eignum í formi ýmissa krafna sem inn- heimst hefðu; höfuðstóllinn væri 50-60 milljónir króna en afgangur- inn vextir og verðbætur. Var Hafskip í raun gjaldþrota? Meginhluti eigna Hafskips var seldur sem heild til Eimskipafélags íslands eftir gjaldþrotið og sagði Gestur Jónsson að frá sjónarhóli þrotabúsins væri ekki vafí á því að um góða sölu hefði verið að ræða. Gestur sagði aðspurður að ekki léki vafi á að eignir seldust á lægra verði úr gjaldþrota fyrirtæki en frá fyrirtæki í rekstri. Hann sagði að það væri afar sjaldgæft í gjaldþrotameðferð að eignir gjaldþrota fyrirtækja á ís- landi nægðu til greiðslu jafnstórs hluta krafna. Samt kvaðst hann ekki telja rétt að álykta svo í ljósi niðurstöðunnar að Hafskip hafí í raun verið gjaldfært þegar það var tekið til skipta. Meðal annars þyrfti að taka tillit til þess að samþykktar kröfur væri eitt og lýstar kröfur annað. Þótt samþykktar almennar kröfur næmu rúmum milljarði króna hefði kröfum fyrir verulegar fjár- hæðir verið hafnað þar sem þær hefðu ekki verið studdar nægilegum gögnum. Þar væri m.a. um að ræða kröfur erlendis frá sem kröfuhafar hefðu ekki haldið til streitu. Þá sagði Gestur að í þrotabúi Hafskips kæmu ekki fram að öllu leyti áhrif af gjald- þrotum dótturfélaga Hafskips. Raunskiptaprósenta nær 70% Ragnar Kjartansson fyrrum stjórnarformaður Hafskips sagði að niðurstaða skiptanna væri í raun hagstæðari en strípuð prósetna af greiðslu almennra krafna gæfí til kynna. í fyrsta lagi þyrfti að hafa í huga að forgangskröfur hefði greiðst að fullu og veðkröfur utan skuldaraðar að verulegu leyti. Hann sagði að niðurstaða raunhæfra en flókinna útreikninga dæminu sýndi að raunskiptaprósenta væri tæplega 70% þrátt fyrir að um eignir þrota- bús en ekki fyrirtækis í rekstri væri að ræða. Þeir útreikningar byggðust t.d. á því að líta til víðtækari viðmið- unar en lánskjaravísitölu gagnvart kröfum og m.a. tekið mið af kröfum í erlendri mynt og gengisþróun. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVÍK: Ölvunarháttsemi fólks lagast lítið þó nær dragi jólum. Þannig þurfti lögreglan á tímabilinu að hafa afskipti af 72 einstaklingum vegna þess að þeir kunnu ekki lengur fótum sínum forráð sökum ölvunar, auk annarra þeirra sem komu við sögu slysamála, ölvuna- raksturs, líkamsmeiðinga, skemmdarverka og rúðubrota. Nauðsynlegt reyndist að vista 52 þeirra í fangageymslunum. Mjög lítið bar á líkamsmeiðing- um þessa helgi. Einungis var til- kynnt um tvær slíkar til lögreglu. Báðar áttu þær sér stað aðfara- nótt laugardags og voru minni háttar. Önnur varð í heimahúsi og hin á vínveitingastað. Fáir voru á ferli í miðborginni á föstudagskvöld, aðfaranótt laug- ardags, laugardagskvöld og að- faranótt sunnudags. Þar sáust 8 unglingar undir 16 ára aldri og voru þeir allir vistaðir í unglinga- athvarfinu og síðan sóttir af for- eldrum sínum. Lítið bar á ungling- um í einstökum hverfum og svo virðist sem lítið sé af landa í um- ferð. Aðfaranótt laugardags voru tveir piltar þó handteknir eftir að vitnast hafði að þeir hefðu verið að reyna að selja landa úr bifreið í Ármúla. Á næstu dögum verður gengið enn harðar í að ná í þá fáu einstaklinga, ssem enn eru að framleiða slíkan vökva eða hafa hann til sölu á höfuðborgarsvæð- inu. Foreldrar ættu að hvetja börn sín eindregið til þess að hafna með öllu landa og öðru áfengi. Slíkt kemur öllum til góða þegar upp er staðið. Á föstudagskvöld náðist í pilt, sem hafði ásamt þremur félögum sínum gert sér það að leik að rispa mannlausar bifreiðar við Stakka- hlíð. Á honum fannst svonefndur „butterfly-hnífur“, en slíka hnífa er bannað að flytja inn og eiga hér á landi. Á föstudagsnóttina var tilkynnt um fjögur innbrot og þijá bifreiða- þjófnaði. Allar bifreiðarnar kom- ust í leitimar áður en nóttin var öll. Tveir einstaklingar er komu við sögu tveggja þjófnaðanna voru handteknir. Á laugardag var brotist inn í söluturn í austurborginni. Virtist eina markmiðið að bijótast inn í spilakassa, sem þar var. Innbrot í söluturna með slíka spilakassa eru svo til daglegur viðburður. Skemmdir eru unnar á húsnæði og á kössunum sjálfum, en þjóf- amirhafa venjulega lítið af pening- um upp úr krafsinu. Hér er um að ræða umhugsunarvert áhyggjuefni fyrir eigendur sölut- urna og spilakassa. Að sögn lögreglumanna á stjómstöð og færenda dagbókar var fólk óvenjuskapstirt um helg- ina, sérstaklega þeir sem vom undir áhrifum áfengis. Þannig grýtti einn viðskiptavinur pylsu með öllu í pylsusala eftir að honum hafði orðið það á að setja remol- aði ofan á kjötmetið í stað þess að setja það undir, eins og víð- skiptavinurinn hafði óskað eftir. Annar viðskiptavinur neitaði að greiða leigubíl þar sem leigubíl- stjórinn hefði neitað að aka gegn einstefnu og stytta sér þannig leið inn í götuna heim hjá honum. Sá þriðji neitaði að sleppa stein- steyptu blómakeri, sem hann hafði í eftirdragi í nálægð við miðborg- ina. Taldi hann sig greiða það mikla skatta og það mikil gjöld til samfélagsins að hann ætti þetta allt meira og minna hvort sem er. Alls vom 28 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í eða við borgina. Sumir virtust vera að flýta sér meira en aðrir. Þannig sáust tölur allt að 129 km/hraða á klst. Ekki er vitað til þess að meiðsli hafí orðið á fólki í þeim 24 umferðaróhöppum sem tilkynnt vom. í einu af 13 ölvunarakstur- smálum helgarinnar var ökumað- urinn stöðvaður eftir að hafa mælst á 111 km/hraða innanbæj- ar, sjö ökumenn voru kærir fyrir að aka á móti rauðu ljósi og 28 ökumenn aðrir vom kærðir eða áminntir fyrir hin ýmsu umferðar- lagabrot. Hnupl eykst er jólahátíðin nálg- ast. Um helgina var tilkynnt um tíu slík tilvik. Þannig var t.d. reynt að hnupla bók í bókaverslun, sæl- gæti í matvömverslun, varasalva í matvöruverslun, geisladisk í hljómplötuverslun og sælgæti í stórmarkaði. Atvikin voru í öllum tilvikum kærð. Draga þurfti íslenska fánann niður framan við veitingasal í Borgartúni snemma á laugardags- morgun, en óheimilt var að hafa hann að hún á þeim tíma. Lögreglan í Reykjavík óskar landsmönnum öllum friðar um jólahátíðina og minnir jafnframt á að því minna áfengi sem dmkkið er um hátíðina því betra fyrir alla. Eitt af skipum Hafskips. Slysavarnafélagið varar við jólastjöriiuin Dæmi um að böm hafi borðað blöð plöntunnar SLYSAVARNAFÉLAG. íslands varar við jólastjörnu í blaðinu s.l. laugardag og bendir fólki á að hafa hana þar sem börn ná ekki til. Læknar á lyfjadeild Borgarspítalans sögðust kannast við tilfelli þar sem börn hefðu borðað blöð plöntunnar en engin nýleg. Helga Ágústa Siguijónsdóttir læknir sagði að ýmsar plöntur væru hættulegar og þyrfti fólk almennt að passa að börn væru ekki að borða þær. Hún sagðist hafa heyrt frá dagmæðrum að sum börn fengju astmakennda öndun þegar jóla- stjömur væm komnar í umhverfí þeirra en þekkti sjálf ekkert tilfelli slíks. Trúlega væri þar um ræða böm sem væru viðkvæm fyrir í öndunarfæram. „Geymist þar sem börn ná ekki til“ Samkvæmt upplýsingum úr eiturefnatölvu Borgarspítalans get- ur snerting við blöð plöntunnar valdið húðbólgu, roða og jafnvel blöðrum. Ef blöðin era borðuð veld- ur það hrattvaxandi bólgu í vörum, munni og hálsi með meltingarfæra- ertingu. í alvarlegustu tilfellum, sem greint er frá í bókum, er lýst uppköstum, verkum í kviðarholi, niðurgangi, krömpum, óráði, lungnabjúg, meðvitundarleysi og dauða. Helga segir að svo alvarleg tilfelli hafi aldrei komið upp hér- lendis, enda séu ræktaðar plöntur minna eitraðar en þær sem vaxi villtar. Helga bendir fólki á að skola húð éftir snertingu við plöntuna og leita læknis ef frekari einkenni geri vart við sig. Helga vildi koma á framfæri áskomn til foreldra að passa að börn þeirra borði ekki plöntur, lyf, þvottaefni eða annað það sem þau eiga ekki að innbyrða því á hveijum degi fengi spítalinn margar fyrir- spurnir vegna slíks. Jólastjarna ekki jólarós í auglýsingu SVFÍ er talað um jólarós en að sögn Kristins Einars- sonar, sölustjóra í Blómavali, er örugglega átt við jólastjörnu, sem er það pottablóm sem margir hafa inni fyrir jólin, því jólarós væri úti- planta. Kristinn sagðist aldrei hafa heyrt að jólastjama væri hættuleg en að hún væri af eforbíuætt og sumar plöntur af þeirri ættu væra eitrað- ar. Kristinn sagði að foreldrar ungra barna sem vildu fá upplýs- ingar um skaðsemi pottaplantna fengju þær að sjálfsögðu í verslun- inni. Hins vegar væm plöntur ekki merktar sérstaklega, enda ekki gert ráð fyrir því að þær væm borðað- ar. Kristinn sagði að það kæmi fyr- ir að foreldrar hringdu í Blómaval eftir að börn þeirra hefðu borðað pottaplöntur. Ef plantan væri á lista yfír plöntur með eitraðan safa þá væri fólki alltaf bent á að hafa samband við lækni, starfsfólkv ' Blómavals tæki enga ábyrgð á því að leiðbeina fólki. Þá hringdu lækn- ar einnig stundum í verslunina til að fá latnesk heiti pottaplantna því oft væri fólk ekki visst í sinni sök um hvaða plöntur væri að ræða. SKÓGARHLÍÐ 10 - SÍMI 20720 50. leikvika , 18. dcs. 1993 Nr. Leiktir:_____________Röðin: 1. Blackbum - Man. Gty 1 - - 2. Coventry - Oldhain - X - 3. Everton - Ncwcastle - - 2 4. Ipswich - Norwich 1 - - 5. Lecds - Arsenal 1 - - 6. Sheff. Wed - West Ham 1 - - 7. Swindon - Southampton 1 - - 8. Tottenham - Liverpool - X - 9. Wimbledon - Sheff. Utd 1 - - 10. Birmingham - Chariton 1 - - 11. Bolton - Grimsby - X - 12. Bristol C. - Wolvcs 1 - - 13. Sunderland - Derby 1 - - Heildarvinningsupphæðin: 117 milljón krónur 13 réttir: 302.590 | kr. 12 réttir: 8.620 |kr. 11 réttir: 810 | kr. 10 réttir: 250 Jkr. ITALS&ír*m \ 4^1 ^EOLTINN 50. leikvika , 19. des. 1993 Nr. Leikur: Röðirt: 1. Atalanta - Genoa i - - 2. Crcmonese - Udinese - X - 3. Foggia - Torino 1 - . 4. Juvcntus - Piacensa 1 - - 5. Lecce - Lazio - - 2 6. Milan - Cagliari 1 - - 7. Parma - Napoli - - 2 8. Sampdoria - Reggiana 1 - - 9. Ancona - Ascoli 1 - - 10. Fiorentina - Verona 1 - - 11. Modcna - Pcscara - X - 12. Pisa - Ccscna - X - 13. Venezia - Bresda 1 - - Heildarvinningsupphæðin: 15 milljónir króna 13 réttir: 68.760 | kr 12 rcttir: 2.470 | kr. 11 réttir: 0 | kr. 10 réttir: 0 u.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.