Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
Jónas frá Hriflu kvaddur
_________Bækur______________
Björn Bjarnason
LJÓNIÐ ÖSKRAR, saga Jónas-
ar Jónssonar frá Hriflu, III.
bindi. Höfundur: Guðjón Frið-
riksson. Ugefandi: Iðunn 1993.
354 bls. með skrám yfir tilvísan-
ir, heimildir og nöfn og ljós-
myndum.
Guðjón Friðriksson hefur nú
lokið við að rita sögu Jónasar
Jónssonar frá Hriflu. Hann hóf
verkið í ársbyrjun 1991 og stefndi
þá að því að koma sögunni fyrir
á einni bók. Þær urðu þrjár'Aíed
sverðið í annarri hendi og plóginn
í hinni, Dómsmáiaráðherrann og
nú Ljónið öskrar. Guðjón segir
sjálfur í eftirmála, að bækumar
hefðu getað orðið miklu fleiri, því
að nóg væri af söguefni. Þriðja
bindið bendir þó til þess, að efnið
hafí nokkuð verið farið að þijóta,
þótt að sjálfsögðu megi endur-
prenta í mörgum bindum greinar
og bréf eftir aðra.
Þegar litið er yfir þetta mikla
og merkilega verk í heild virðist
þriðja bindið síst. Má rökstyðja
það á tvennan hátt. í fyrsta lagi
fæst söguhetjan nú orðið við hluti,
sem ekki skipta mjög miklu og
snerta frekar sjálfskaparvíti og
sérvisku en landshagi. I öðru lagi
ber verkið þess merki að höfund-
urinn hafi ekki nostrað jafnmikið
við það og hin tvö fyrri bindin. I
stað þess að draga meginlínur eins
og prýðilega var gert í fyrsta bind-
inu er lesandinn leiddur áfram
með fjölmargar tilvitnanir sem
leiðarvísa. Betri úrvinnsla úr
heimildunum hefði gert bókina
læsilegri og höfuðdrætti sögunnar
skýrari.
Samskipti Jónasar frá Hriflu
við einstaka menn í valda- og
áhrifastöðum eru öll mjög keimlík.
Náið samstarf við stjórnmála-
menn og upphafið lof um lista-
eða menntamenn breytist í óvild
eða úthrópun. „Ég fylgi aðeins
málum, met einskis frændsemi
eða persónulegan kunningsskap.
í því liggur minn styrkur," segir
Jónas í bréfi til Karls Kristjáns-
sonar, þegar Karl vill að Jónas
standi við loforð sitt um að hætta
þingmennsku fyrir kosningarnar
1949. Jónas bætir við: „Tryggvi
Þórhallsson hefur staðið næstur
mér af samstarfsmönnum síðari
ára. En þegar hann brást landi
og þjóð lét ég hann gjalda skap-
veilu sinnar og þótti það sjálf-
sagt. Pólitík er um mál en ekki
um frændsemi, kunningsskap eða
hlunnindi."
Ef þetta sjálfsmat Jónasar frá
Hriflu er notað sem mælistika við
lestur þessa síðasta bindis sögu
hans, er erfitt að komast að þeirri
niðurstöðu, að hann hafi gengið
fram í samræmi við það. Meðal
þess marga sem Jónas tók sér
fyrir hendur var að rita íslands-
sögu. Hann hafnaði þeirri aðferð
marxista, að sagan væri bæði
nafnlaus og persónulaus, að at-
vinnu- og framleiðsluskilyrði réðu
rás atburðanna en ekki átök skör-
unga. Hann hafði þá skoðun, að
yfirburðamenn mótuðu söguna.
Hann vildi vera slíkur maður.
Hann taldi sig einnig vera slíkan
mann. Kann það einmitt að skýra
nokkuð, hvers vegna hann lagði
ekki árár í bát, þegar honum voru
í raun allar bjargir bannaðar og
hann var orðinn einskonar póli-
tískur útlagi í eigin flokki og ætt-
landi sínu.
Bókin Ljónið öskrar sýnir, að
Jónas var sjálfum sér verstur.
Hann var á ýmsan hátt á undan
samtíð sinni við greiningu á
Jónas Jónsson frá Iiriflu
straumum og stefnum. Kemur það
hvað gleggst fram ý mati hans á
öryggishagsmunura íslendinga og
þeirri niðurstöðu hans, að þeirra
verði best gætt með samstarfi við
Bandaríkin og vinaríki við Norður-
Atlantshaf. Jónas hélt hins vegar
þannig á málum, að hann braut
allar brýr að baki sér í samskipt-
um við menn. „Þegar hið aldna
Ijón öskrar eitt á nóttunni þá svíð-
ur því sárast vanþakklæti og
ræktarleysi fósturbarnanna í
Framsóknarflokknum — rnala do-
mestica majora sunt lacrimisL,
segir Sverrir Kristjánsson sagn-
fræðingur í afmælisgrein um Jón-
as sjötugan og í þessi orð sækir
Guijjón heiti bókar sinnar.
í fyrrnefndu bréfi til Karls
Kristjánssonar segir Jónas: „Næst
komu Hermann Jónasson og Ey-
steinn Jónsson. Þeir sviku strax
og voru mörgum sinnum minni
menn en Tryggvi Þórhallsson. Ég
hélt þeim í völdum í 8 ár. Hugs-
aði fyrir þá, skrifaði fyrir þá, tal-
Guðjón Friðriksson
aði og braut nýjar leiðir sem þeir
gátu farið. En að lokum varð þetta
óbærilegt fyrir þá. Þeir sviku opin-
berlega. Þú ættir að sjá þá núna.“
Sé ágreiningur í Framsóknar-
flokknum núna um formanninn
og hann kunni varlega að geta
treyst á meirihluta þingflokksins,
er ástandið nú hreinn barnaleikur
í samanburði við deilur þeirra
Hermanns og Eysteins við Jónas
frá Hrifiu. Undir lokin var hann
formaður í gustukaskyni og hann
gat boðið sig fram til þings í síð-
asta sinn árið 1946, af því að
hann hét Karli Kristjánssyni að
gera það ekki aftur. Tíminn, mál-
gagn Framsóknarflokksins, fékk
þá nóg af stofnanda sínum og
flokksformanninum og hann mátti
ekki eða vildi ekki skrifa í blaðið.
Guðjón segir: „Hann var „persona
non grata“ í Framsóknarflokkn-
um. Þegar haldið var hátíðlegt 40
ára afmæli Tímans árið 1957 var
Jónasi, upphafsmanni blaðsins og
Stúfur hleypir
heimdraganum
Hallveig Thorlacius og Stúfur.
________Leiklist____________
Súsanna Svavarsdóttir
Sögusvuntan: Þrettándi jóla-
sveinninn. Höfundur: Hallveig
Jhorlacius. Leikstjóri: Guð-
rún Asmundsdóttir. Brúður
og leikmynd: Hallveig
Thorlacius. Brúðustjórn og
leikur: Hallveig Thorlacius.
Lýsing: Sigurður Guðmunds-
son. Leikbúningur Hallveigar:
Bryndís Gunnnarsdóttir.
Hver gæti ímyndað sér að
jólasveinar gætu verið „litlu
drengimir hennar mömmu
sinnar“? Og eigandi aðra eins
mömmu og hana Grýlu, sem
étur óþekk börn. Eins gott fyrir
jólasveinana að gera engin mi-
stök í þeim efnum. Og víst er
að Stúfur, yngsti sonur Grýlu,
er ljúfur sem dúfa og gerir eng-
in asnastrik. Hann er að vísu
orðinn hvítskeggjaður öldungur,
en hefur engu að síður ekki
haft döngun í sér til að hleypa
heimdraganum og Grýla leitar
allra ráða til að koma honum
lengra frá hellismunna sínum
en örfá skref.
En það er hins vegar jóla-
kötturinn sem kemur Grýlu til
hjálpar í þeim efnum. Kattar-
kvikindið étur mygluðu magál-
ana hennar — en af því að hann
er svo ómerkilegur, lýgur hann
því að.Stúfur hafi slafrað þeim
í sig. Og nú skal Stúfur á stúf-
ana — í refsingarskyni.
í Sögusvuntunni er Hallveig
að segja lítilli stúlku þessa sögu.
Stúlkan heitir Jarþrúður og vill
ómögulega fara að sofa, en á
meðan hún liggur og hlustar á
söguna færist atburðarásin í
áttina að henni. Grýla telur jóla-
kettinum nefnilega trú um að
sá verði blindur sem stelur mygl-
uðum magálum — nema hann
viðurkenni það — og ósköpin
eiga að dynja yfir innan sólar-
hrings. Kötturinn vill blíðka
Grýlu og ákveður að fara af stað
til að ná í óþekkan krakka handa
henni. Og hveijir eru óþekkir,
ef ekki krakkar sem neita að
fara að sofa? Meðan á þessu
stendur, kemst Stúfur til
byggða, en verður lafhræddur
þegar hann sér öll mannabörnin.
Hann hefur aldrei séð svoleiðis
verur áður og á bágt með að
trúa því að þetta séu manna-
böm. Bræður hans tólf hafa
sagt honum að mannabörn séu
alltaf að dansa í kringum tré —
en þessi börn sitja bara á gólf-
ifiu. Það er því ekki um annað
að ræða en að hysja öllu liðinu
upp og dansa I kringum jólatré
— og þá trúir Stúfur líka að
hann hafi náð til mannabyggða.
Það er líka eins gott að hann
gerði það, því að á leiðinni heim
til sín gengur hann fram á jóla-
OOfeQVc) 'd,
köttinn sem dregur Jarþrúði litlu
á eftir sér. Hann nær að bjarga
lífi hennar og eftir að hafa
skemmt sér svona dáindisvel
með mannabörnunum, lætur
hann Grýlu lofa því að éta aldr-
ei aftur börn — hvorki þæg né
óþæg.
Efniviður sögunnar er bráð-
skemmtilegur, en einhvern veg-
inn fannst mér verkið ekki gera
sig. Framvindan var of hæg og
slitrótt. Sagan er meira leikin
við börnin en fyrir þau og það
vantar spennuuppbyggingu. Það
er til dæmis ekki ljóst að ein-
hver sé í hættu — síst af öllu
Jarþrúður. Það er ekki gefið í
skyn að neinum standi ógn af
Grýlu eða jólakettinum og fram
~ i ggii-,!iol>t .1! !■!) - rad i i ;-rf>v uni?
eftir allri sögunni er maður óviss
um hvert hún stefnir. Fókusinn
er fremur óljós.
Sem fyrr hjá Sögusvuntunni
eru brúðurnar mjög skemmtileg-
ar og leikmyndin góð og leikur
Hallveigar við börnin góður.
Hins vegar var ókyrrð í krökkun-
um og þeir gerðu harðar tilraun-
ir til að yfirtaka sýninguna.
Held ég að þar megi helst um
kenna að spennuna skortir frá
upphafi. í þessari annars snið-
ugu sögu, held ég að gott hefði
verið að koma strax í upphafi
til skila að eitthvert samband
sé milli Jarþrúðar og Grýlufólks-
ins — og éndilega að gefa í skyn
að Jarþrúði standi ógn af því
hyski.
manninum, sem mestan svip hafði
sett á það, ekki boðið. Það tók
hann nærri sér. Þegar Framsókn-
arflokkurinn varð 50 ára 1966
kom upp sú umræða innan flokks-
ins hvort bjóða ætti Jónasi á hátíð-
arsamkomu en enginn hafði þann-
ig tengsl við gamla manninn [Jón-
ás var þá 81 árs en hann andað-
ist 1968] að hann þyrði að spyija
né heldur vildi flokkurinn hætta
á að bjóða honum upp á von og
óvon.“ Þorsteinn Hannesson
söngvari tók Jónas með sér á
flokksafmælið. Þar lék hann á als
oddi og heilsaði Eysteini en ekki
Hermanni. Þorsteinn ók honum
heim og Guðjón segir: „Þeir sátu
lengi tveir saman í bíl Þorsteins
á Hávallagötunni áður en Jónas
fór inn. Jónas hélt þá langan lest-
ur um Hermann Jónasson og sagði
Þorsteinn að þar hefði margt ver-
ið sagt ófagurt og hann hlustaði
sem dolfallin á orðbragð gamla
mannsins.“
Guðjón Friðriksson hefur unnið
afrek með því að rita sögu Jónas-
ar frá Hriflu. Unnt er að deila um
ályktanir hans. Fullyrðingar hans
um hagsmunabandalag þeirra
Jónasar og Olafs Thors í bankar-
áði Landsbankans bera keim af
samsæriskenningu. Athygli vek-
ur, að aðeins á einum stað í tilvitn-
un sér Guðjón ástæðu til að bæta
inn [svo!] væntanlega til að láta
í ljós eigin hneykslan eða van-
þóknun, en það er á eftir þessari
setningu í grein Jónasar frá 1940:
„Hins vegar hafa Bandaríkin aldr-
ei misnotað þennan verndarrétt
gagnvart nokkurri smáþjóð." Á
að skilja undrunarmerki höfund-
arins í þessu tilviki á þann veg,
að hann undrist ekkert annað af
því, sem Jónas segir á prenti?
I bókunum um Jónas frá Hrifiu
hefur Guðjón Friðriksson almennt
forðast að ýta eigin skoðunum að
lesandanum. Hann er einnig
•næsta hlutlaus gagnvart sögu-
hetjunni. Þetta gefur bókunum
aukið gildi. Ritverkið um Jónas
Jónsson frá Hriflu er markvert
framlag til stjórnmálasögu þess-
arar aldar.
Tímarit
B Kirkjuritið, tímarit Prestafé-
lags íslands, er komið út í þriðja
sinn á þessu ári. Meðal efnis er
frumbirting á þýðingu dr. Sigur-
björns Einarssonar biskups á ljóði
Marteins Lúthers um kirkjuna, Sú
mærin tigna. Er þetta fyrsta ljóð
Lúthers sem Sigurbjöm þýðir. Dr.
Sigurbjörn Ámi Eyjólfsson bætir í
greinaflokk sinn Áf guðfræðing-
um, og ritar um Orð Guðs í lögmál-
inu, út frá kenningum Lúthers.
Fjallað er um fyrstu sálmasöngbók
Islendinga eftir Weyse, en um það
efni ritar Gunnar Gunnarsson tón-
listarmaður á Akureyri. Dr. Gunn-
laugur A. Jónsson setur fram kenn-
ingu sem kallast Hvíldardagur í
stað musteris og tengir þar við
okkar samtíð umræðu Gamla testa-
mentisins um stað og stund fyrir
þátttöku mannsins í hvíld Guðs. Sr.
María Ágústsdóttir fjallar um
barnamál kirkjunnar undir heitinu
Vís er þeim vörnin. Tvær þýddar
greinar eru um sálgæslu, Áf sál-
gæslustefnum vestan hafs ogTrú-
arlegt afturhvarf og kynferðisaf-
brotamenn.
Ritstjóri er sr. Kristján Björns-
son.
-----» ♦ ♦----
Nýjar bækur
■ Komið er út Lítið skrítið
kver um hófsemi og aðrir þankar
eftir Kristján Jón Guðnason. Höf-
undur stunaði nám í Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1961-1964 og
við Listiðnaðarskólann í Ósló 1965-
1967. Hann hefur tekið þátt í sam-
sýningum og einnig haldið nokkrar
einkasýningar.
Kverið er „nokkurskonar vanga-
veltur um listina, lífið og tilveruna"
að sögn höfundar.
Útgefandí er ÉJG-útgáfa.
A
p
C
(
i
(
í
í
i
í
(
I i
r