Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Sífellt fleiri leita til Miðstöðvar fólks í atvinnuleit SÍFELLT fleiri leita aðstoðar Mið- stöðvar fólks í atvinnuleit og seg- ist Guðmundur Einarsson, for- stöðumaður, hafi orðið var við að fólk sem haldið hafi í vonina um að fá vinnu, hafi nú gefist upp og skráð sig atvinnulaust. Engu að síður segist hann hafa grun um að talsverður hópur eigi enn eftir að skrá sig. Guðmundur sagði að viðbrögð fólks við atvinnumissi færu að veru- legu leyti eftir því hvort það hefði verið undirbúið eða ekki undir að missa vinnuna. Áhyggjum ylli hversu lítið væri gert til að undirbúa fólk undir áfall af þessu tagi. Eins konar sorgarferli Hann sagði algengt að fólk gengi í gegnum eins konar sorgarferli. Það fyndi til höfnunar og á eftir gætu komið líkamleg einkenni svo sem máttleysi, slappleiki og örvænting. Reiði og biturð væri einnig algeng einkenni og bitnaðu oft á starfs- mönnum stéttarfélaganna. Smám saman missti fólk svo vonina, færi að efast um eigin hæfileika, sjálfs- traust þyrri svo komið væri erfiðan vítahring. Einmitt þess vegna væri afar brýnt að fólki væri fengið eitt- hvert viðfangsefni. Guðmundur sagðist í starfi sínu hafa orðið áþreifanlega var við skort og mikið væri um að fólk nýtti sér Matarbúr Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Matarbúrið er rekið í samvinnu við Miðstöð fólks í atvinnuleit og hafa sóknarprestar milligöngu um matargjafir úr því. Aðstoð miðstöðv- ar fólks í atvinnuleit felst einkanlega . í símaviðtölum. Að auki er t.d. efnt til opinna húsa. Miðstöðin er til húsa í Breiðtholtskirkju. Átaksverkefni Atvinnuleysistryggíngasjóðs Borgin fær 50 millj. til baka af 200 millj. REYKJAVÍKURBORG fær innan við 50 milljónir kr. frá Atvinnuleys- istryggingasjóði vegna atvinnuskapandi verkefna sem ráðist hefur verið í á þessu ári af tæplega 200 milljónum kr. sem hún greiðir til sjóðsins. Borgin sjálf greiðir 100 milljónir til viðbótar vegna þessarra verkefna. Borgin hefði fengið tvöfalt hærra framlag úr sjóðnum ef það fólk sem ráðið var af atvinnuleysisskrá í umrædd verk hefði allt átt óskertan bótarétt. í byijun síðasta árs gerði ríkis- stjómin samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um að sveit- arfélögin greiddu 500 milljónir kr. í Atvinnuleysistryggingasjóð og yrði féð notað til atvinnuskapandi verk- efna á vegum einstakra sveitarfé- laga. Úr borgarsjóði verða greiddar tæpar 200 milljónir vegna þessa á árinu. Hins vegar er útlit fyrir að borgin fái innan við 50 milljónir í þau verkefni sem hún stendur fyrir. Kemur þetta fram í bréfí sem Egg- ert Jónsson borgarhagfræðingur sendi stjóm Atvinnuleysistrygginga- sjóðs eftir umræður um málið í at- vinnumálanefnd Reykjavíkur. Greitt samkvæmt bótarétti Samkvæmt reglum heilbrigðis- og tryggingaráðherra um úthlutun styrkja úr sjóðnum til sveitarfélaga til að fjölga atvinnutækifærum á að ráða fólk af atvinnuleysisskrá til vinnu við verkefnin og sjóðurinn á að greiða sveitarfélaginu þær at- vinnuleysisbætur sem fólkið hefði fengið. í bréfí borgarhagfræðings kemur fram að ótal ástæður, ekki síst með hliðsjón af sanngimissjón- armiðum, hafi valdið því að ekki var unnt að haga ráðningu fólks af at- vinnuleysisskrá í samræmi við bóta- rétt þess. Þá segir hann að atvinnu- málanefnd Reykjavíkur sé einróma þeirrar skoðunar, að verði framhald á greiðslum sveitarfélaganna í sjóð- inn til átaksverkefna, þurfi að breyta úthlutunarreglum þannig að stuðn- ingurinn miðist við óskertar bætur fyrir hvert heils dags starf, sem hlut- aðeigandi sveitarfélag útvegar. Ósk- ar borgarhagfræðingur viðræðna við stjórn sjóðsins, um þessi atriði. Margrét Tómasdóttir, forstöðu- maður Atvinnuleysistryggingasjóðs, segir að stjóm sjóðsins hafí ekki verið höfð með í ráðum þegar úthlut- unarreglumar voru samdar af heil- brigðis- og tryggingaráðinu í sam- ráði við fulltrúa sveitarfélaganna í byijun síðasta árs. Hún geti þvi ekki svarað fyrir þær. Hún segir mörg sveitarfélög óánægð með þessa skip- an mála. Margrét segir að sem starfsmaður Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs geti hún ekki annað en fagnað því ef greidd yrði ákveðin upphæð fyrir hvert starf, eins og atvinnumálanefnd Reykjavíkur legg- ur til, því mjög mikil vinna vaíri við útreiknirfga á bótarétti- þeh>ra ein- staklinga sem tækju þátt í átaksverk- efnum sveitarfélaganna. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin greiði 600 milljónir til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs til átaksverkefna á næsta ári. Margrét segir að fram hafí komið að gert væri ráð fyrir endurskoðun úthlutunarreglnanna. Atvinnuleysi í september til nóvember 1993 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli. Á höfuðborgarsvæðinu standa 3.520 atvinnulausir á bak við töluna 4,?% í nóvember og fjöig- aði um 488 frá því i október. Alls voru 6.027 atvinnu- 1aN lausir á landinu öllu í nóvember og hefur fjölgað um 1.328 frá því í október /~sm S O I 4,7% áætlaðs mannafla á vinnumarkaði án atvinnu Yfir sex þúsund manns atvinnulaus í nóvember Aldrei áður jafnmikið atvinnuleysi í mánuðinum RÚMLEGA sex þúsund manns voru að meðaltali atvinnulaus í nóvember samkvæmt upplýsingum vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins og hefur atvinnuleysi ekki áður mælst jafnmikið í nóvembermánuði. Það jafngildir því að atvinnuleysið hafi numið 4,7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. 2.840 karlar voru atvinnulausir og og tæp- lega 3.200 konur. Atvinnuleysi meðal karla jafngildir 3,8% atvinnuleysi en hjá konum er atvinnuleysið 6%. Atvinnulausir í nóvember eru að meðaltali 1.330 fleiri en í október og 1.750 fleiri en f nóv- ember fyrir ári síðan. Atvinnu- leysi síðustu tólf mánuði hefur verið að meðaltali 4,2% en var sama tímabil í fyrra að meðal- tali 3%. Atvinnuleysi eykst hlut- fallslega mest á Norðurlandi vestra, Suðurlandi og Suðurnesj- um, en minnst á höfuðborgar- svæðinu og á Vestfjörðum. Á grundvelli tölu atvinnulausra síð- asta virka dag nóvember er því spáð að atvinnuleysi í desember gæti orðið allt að 6%. í frétt fé- lagsmálaráðuneytisins segir að tímabundið veiðihlé og lokun fiskvinnsluhúsa eins og venja er seinnihluta desember muni vedga þungt auk þess sem búast við að meira verði um það en áður vegna boðaðra verkfalla sjómanna. Gera megi ráð fyrir að atvinnuleysi aukist alls stað- ar, en þó einkum á höfuðborgar- svæðinu, Suðurnesjum, Suður- landi og Norðurlandi eystra. Útlit fyrir harðan vetur á vinnumarkaðnum Ottast 20% atvinnuleysi hjá trésmiðum í Reykjavík ÚTLIT er fyrir harðan vetur hjá trésmiðum. Formaður Trésmiða- félags Reykjavíkur segir að um áramót verði fjórfalt fleiri trésmið- ir atvinnulausir en á sama tíma í fyrra og óttast hann að allt að 20% félagsmanna verði án vinnu þegar líður á febrúar eða þegar komi fram í mars. Tvöfalt fleiri félagskonur í Verkakvennafélaginu Fram- sókn eru nú skráðar atvinnulausar en í fyrra og eru ungar konur áberandi. Ekki hefur orðið mikið aukning hjá Starfsmannafélaginu Sókn og formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, telur að auglýsingaá- takið íslenskt, já takk! hafi komið í veg fyrir uppsagnir í framleiðslu- fyrirtækjum. Grétar Þorsteinsson, formaður ’ Trésmiðafélags Reykjavíkur, segir að nú séu 80-90 trésmiðir atvinnu- lausir og^ þeir verði um 100 um áramót. Á sama tíma í fyrra voru 25 á atvinnuleysisskrá hjá félaginu. Útlitið síðari hluta vetrar er afar dökkt að mati Grétars. Óttast hann að 200-250 trésmiðir verði orðnir atvinnulausir þegar líði á febrúar eða komi fram í mars. Það eru um 20% af félagsmönnum í Trésmiðafé- lagi Reykjavíkur. Vaxtalækkun jákvæð Grétar segir að samdráttur sé í verkefnum trésmiða en erfitt að átta sig á hve mikill. Þá segir hann að tíðarfarið yfir veturinn sé alltaf mikill örlagavaldur hjá trésmiðum og skapi ákveðna óvissu. Spurður hvort engin ljós sæust í vetrarmyrkrinu segir Grétar að ef vaxtalækkun næði fram að ganga óg sérstaklega e£ hún héldi áfram myndi ástandið eitthvað skána. Mikið framboð væri af fasteignum og við vaxtalækkun myndi fyrst ganga á óseldar íbúðir hjá verktök- um áður en menn réðust í miklar framkvæmdir. Þá sagði hann að trésmiðir biðu í ofvæni eftir að haf- ist yrði handa við þau viðhaldsverk- efni sem ríkisstjórnin hefði lofað að ráðast í til að auka vinnu. Loks sagði hann jákvætt að svo virtist sem Reykjavíkurborg ætlaði að halda svipuðum framkvæmdum á næsta ári, allavega hvað varðaði trésmiði. Ungt fólk áberandi Atvinnuástandið er hörmulegt hjá félagskonum í Verkakvennafé- laginu Framsókn, að sögn Elínar Þorsteinsdóttur starfmanni félags- ins. Sérstaklega segir hún áberandi hvað mikið af ungu fólki sé að bætast á atvinnuleysisskrá. í dag gr-eiðir Framsókn atvinnuleysisbæL ur til 192 kvenna. Er það nærri tvöfalt fleiri konur en á sama tíma í fyrra þegar 98 fengu atvinnuleys- isbætur á síðasta útborgunardegi fyriri jól. Elín segist ekki geta fullyrt um þróunina í vetur en kveðst óttast mikla aukningu. Fólki sem þessa dagana er að skrá sig atvinnulaust kemur úr ölium helstu störfunum, fiski, kjötvinnslu, ræstingu og mötuneytum. Þá segir Elín að mik- ið sé af fólki utan af landi. Auglýsingaátakið stöðvar uppsagnir Rúmlega 140 manns er á at- vinnuleysisskrá hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík. Er það 25 fleira en á sama tíma í fyrra. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, segir að auglýsingaátakið ís- lenskt, já takk! hafi skilað góðum árangri. Uppsagnir hafi stöðvast og nýtt fólk væri ekki að bætast á atvinnuleysisskrá hjá félaginu þess- ar vikurnar. Hins vegar hafi fram- leiðslufyrirtækin ekki enn ráðið fólk í ný störf og telur hann að þau séu að ganga á birgðir og leggi auk þess harðar að starfsfólkinu. Guðmundur segir útlitið fram- undan ekkert sérstaklega glæsilegt. Ekkert nýtt sé á pijónunum og yfir- vofandi veckfall sjómanna gætí aukið á vandann. Hins vegar segist hann vona að áhrif auglýsingaher- ferðarinnar vari svo ástandið hjá Iðjufólki versni ekki. Minni viðskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður Starfsmannafélagsins Sókn- ar, segir að 110 séu á atvinnuleysis- skrá hjá félaginu. Allt þetta ár hef- ur fjöldinn á skrá sveiflast upp og niður fyrir hundraðið svo aukningin er ekki mikil eins og er. Þórunn segist hins vegar vera mjög svart- sýn á ástandið á vinnumarkaðnum í heild næstu mánuði. Fólk hafi minni peninga handa í milli og við- skiptin hafi minnkað mikið. Segist hún vita til þess að verslunareigend- ur sem hefðu verið að gefast upp væru að reyna að þrauka út árið og ætluðu þá að hætta ef ástandið batnaði ekki. Ekki væru sjáanleg nein bafeamerki og því væri útlit fyrir verulegan samdrátt á þessu sviði og það hefði áhrif alnnars stað- ar í þjóðfélaginu, meðal annars hjá Sóknarfólki. Varðandi Sóknarfólk sérstaklega sagði Þórunn áberandi að ungar konur sem farið hefðu í barneign- arfrí virtust hika við að_ fara aftur út á vinnumarkaðinn. I því sam- bandi nefndi hún að ekki væri mik- ill munur á launum og atvinnuleys- isbótum. : i-iU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.