Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
31
Þjóðernisöfgamenn
gjalda afhroð í Serbíu
Beljjrad. Heuter.
SÓSIALISTAFLOKKURINN í Serbíu lýsti í gær yfir sigri í þing-
kosningunum á sunnudag og úrslit þeirra styrkja enn Slobodan
Milosevic forseta í sessi. Tveir flokkar þjóðernisöfgamanna guldu
hins vegar afhroð í kosningunum. Ivica Dacic, talsmaður Sósíalista-
flokksins, sagði að samkvæmt bráðabirgðatölum eftir að 90% at-
kvæðanna höfðu verið talin myndi flokkurinn fá milli 124 til 128
þingsæti. Leiðtogi Lýðræðisflokksins, Zoran Djindjic, sagði hins
vegar að Sósíalistaflokkurinn fengi í mesta lagi 115 þingsæti og
hann kvað kosningasvik hugsanleg. „Fái flokkurinn hreinan meiri-
hluta er hér örugglega um kosningasvik að ræða,“ sagði vestrænn
st|ornarenndreki i Belgrad.
Sósíalistaflokkurinn þarf 126
þingsæti til að fá meirihluta og loka-
tölumar liggja fyrir á morgun, mið-
vikudag. Sósíalistar fengu 101 þing-
sæti í síðustu kosningum fyrir ári.
Forystumenn flokksins sögðu að
ekki kæmi til greina að mynda
samsteypustjórn ef flokkurinn
fengi ekki meirihluta. „Stjórnin
getur í reynd starfað með 120
þingsæti á bak við sig,“ sagði einn
þeirra.
Urslitin eru mikið áfall fyrir
stjórnarandstöðuflokkana sem
bjuggust við að njóta góðs af efna-
hagshruninu í landinu í kjölfar
refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna
vegna stuðnings Milosevics við
stríðsrekstur Serba í Bosníu.
Dacic sagði að Sósíalista-
flokkurinn hefði fengið 37,2% at-
kvæðanna, DEPOS-bandalagið
16%, Róttæki flokkurinn 13% og
Lýðræðisflokkurinn 11,3%.
Milosevic boðaði til kosninganna
þegar stjórnarandstaðan lagði
fram tillögu um vantraust á stjórn-
ina vegna efnahagsóreiðunnar og
harkalegrar framgöngu lögregl-
unnar. Þeir sem komu verst út úr
kosningunum eru tveir flokkar
þjóðernisöfgamanna, Róttæki
flokkurinn, undir forystu Vojislavs
Seseljs, og Serbneski einingar-
flokkurinn, undir forystu Zeljko
Raznjatovics Arkans. Báðir leið-
togarnir eru á lista Sameinuðu
þjóðanna yfir meinta stríðsglæpa-
menn.
Seselj viðurkenndi að flokkur
sinn hefði misst mikið af því fylgi
sem tryggði honum 73 sæti í síð-
ustu kosningum þegar hann var
enn bandamaður Milosevics. Arkan
tapaði einnig miklu fylgi, jafnvel
í höfuðvígi sínu, Kosovo-héraði,
þar sem hann fékk aðeins eitt af
þeim 10-15 þingsætum sem hann
ætlaði sér að fá.
Mest var fylgisaukningin hjá
Lýðræðisflokknum, sem fékk
meira en 30 þingsæti en hafði
aðeins fimm.
Stjórnarandstöðunni tókst ekki
að sameinast í kosningabaráttunni
og atkvæðin dreifðust því á marga
flokka. Flokkana greindi á um
hvernig bregðast ætti við efna-
hagshruninu vegna refsiaðgerð-
anna en þeir eru flestir á sömu
skoðun og sósíalistar um þörfina
á því að sameina Serba í fyrrver-
andi lýðveldum Júgóslavíu í „Stór-
Serbíu“.
Nýjar vísbendingar um tildrög Lockerbie-tilræðisins
Gruna skæruliðahóp
frá Sýrlandi um aðild
London. Reuter.
BRESKIR fjölmiðlar skýrðu frá
því á sunnudag að nýjar upplýs-
ingar væru komnar fram um Loc-
kerbie-tilræðið 1988 þegar breið-
þota Pan Am var sprengd í lofti
en þá fórust 270 manns. Vestræn-
ir saksóknarar hafa talið að tveir
Líbýumenn væru sekir um ódæðið
en í nýrri heimildarkvikmynd
breska ríkissjónvarpsins, BBC,
segir að háþróaður, svissneskur
kveikibúnaður sem notaður var í
sprengjuna hafi auðveldlega get-
að borist frá Sviss um Austur-
Þýskaland til Sýrlands þar sem
margir skæruliðahópar, sumir
með tengsl við Iran, hafa aðal-
stöðvar.
Leifar af umræddum kveikibúnaði
fundust í braki flugvélarinnar. í
mynd BBC er rætt við stjórnanda
fyrirtækisins í Sviss, Edwin Bollier.
Segist hann upprunalega hafa sagt
þeim sem rannsökuðu málið að hann
héldi að búnaðurinn hefði eingöngu
verið seldur Líbýumönnum en nú
muni hann að austur-þýski herinn
hafi keypt tvö eintök árið 1985. Tal-
ið er. að a-þýska öryggislögreglan,
Stasi, hafí haft mikil tengsl við ýmsa
hópa hryðjuverkamanna, þ. á m. við
PFLP-General Command sem hefur
aðalstöðvar í Sýrlandi. Hann er með-
al margra palestínskra skæruliða-
hópa í Sýrlandi og er undir stjóm
alræmds hryðjuverkamanns,
Ahmeds Jibrils.
Vesturveldin hafa beitt Líbýu
efnahagslegum refsiaðgerðum vegna
þess að einræðisherra landsins, Mu-
ammar Gaddafi, neitar að framselja
mennina tvo. Heimildarmenn segja
að stjórnvöld í Bretlandi og Banda-
ríkjunum hafi hneigst tii að skella
skuldinni á Líbýu fremur en Sýrland
vegna þess að afstaða Sýrlendinga
gat skipt miklu máli við frelsun vest-
rænna gisla í Líbanon, einnig tókst
með naumindum að fá Sýrland til
að styðja aðgerðirnar gegn írak
vegna hernáms Kúveits.
Skömmu fyrir Lockerbie-tilræðið
skaut bandarískt herskip niður ír-
anska farþegaþotu af misgáningi og
hefur oft verið fullyrt að Iranir hafi
í hefndarskyni fjármagnað verkið
sem hafi á hinn bóginn verið unnið
af hermdarverkamönnum frá Sýr-
landi. í breska blaðinu Sunday Times
er sagt að málatilbúnaðurinn gegn
Líbýumönnunum sé að hrynja vegna
nýju upplýsinganna.
Uyöxj-U'i
XCZ CILLCL
ÍL
BLINDRA
VINNUSTOFAN
KÖRFUGERÐ
Hamrahlíð 17 - Reykjavik
Sfmi 91-687335 - Fax 91-687336
Ánægðir lýðræðissinnar
LÝÐRÆÐISFLOKKURINN í Serbíu bætti mestu fylgi við sig í þing-
kosningnnum á sunnudag, fékk rúm 30 þingsæti en hafði aðeins fimm.
Á myndinni fagnar Zoran Djindjic, leiðtogi flokksins (t.h.), ásamt
félaga sínum.
CDU og SPD sigr-
uðu í Brandenburg
Bonn. Reuter.
URSLIT sveitarstjórnarkosninga
í 85 borgum í austurhluta Þýska-
lands voru mikill léttir fyrir
flokka kristilegra demókrata
(CDU) og jafnaðarmanna (SPD). í
kosningum í sambandslandinu
Brandenburg fyrr í mánuðinum
vakti mikið fylgi PDS, sem er arf-
taki gamla austur-þýska kommún-
istaflokksins, athygli en flokkur-
inn fékk þá fleiri atkvæði en CDU.
Nú tókst frambjóðendum PDS
hins vegar einungis að tryggja sér
borgarsljóraembættið í þremur
borgurn.
Aðeins var kosið í þeim borgum
þar sem 'ekki náðist hreinn meiri-
hluti í kosningunum fyrir hálfum
mánuði. Þá fékk frambjóðandi PDS
í borginni Potsdam, Rolf Kutzmutz,
sem opinberlega viðurkenndi að hann
hefði njósnað fyrir hina illræmdu
öryggislögreglu Stasi, alls 45% at-
kvæða. Eitt helsta vígorð hans í
kosningabaráttunni var: Ævihlaup
mitt hófst ekki eftir 1989. í síðari
umferð kosninganna á sunnudag
tókst honum hins vegar ekki að
tryggja sér hreinan meirihluta.
CDU og SPD tóku höndum saman
í stærstu borgum Brandenburg, til
að tryggja að frambjóðendur PDS
næðu ekki kjöri. í Potsdam og Brand-
enburg var kjörinn borgarstjóri frá
SPD og í Cottbus frá CDU.
Flestir fréttaskýrendur töldu að
úrslit kosninganna væru skýr vís-
bending um að stjórnmálamenn yrðu
að hlusta betur á umbjóðendur sína
í austurhlutanum, þar sem atvinnu-
leysi er 14%, og taka tillit til þeirra
í auknum mæli.
Framleiðum brúðu-
körfur, barnastóla,
barnakörfur,
dýrakörfur o.fl.
Fléttum einnig körfur
að óskum hvers og
eins.
Spurning dagsins
Páll ísólfsson, nemi: Já, ég hef
spilað Fimbulfamb og mér
finnst það alveg ýkt spil. Ég er
meira að segja búinn að eignast
það og ætla að spila það í
jólafríinu.
Auglýsing
Hefur þú spilað
Fimbulfamb?
Margrét Pálsdóttir,
verslunarstjóri í leikfanga-
versluninni Liverpool: Já, ég
hef spilað það og Fimbulfamb
er upplagt fyrir þá sem hafa
gaman af bráðskemmtilegum
orðaleikjum. Hér er á ferðinni
sannkallað fjölskylduspil.
Máni Ólafsson, nemi: Já, ég
spilaði Fimbulfamb um síðustu
helgi þegar það var kynnt í .
Kringlunni. Mér fannst það
alveg rosalega skemmtilegt og
ég er búinn að biðja um það í
jólagjöf.
Ólafur Þ. Þorsteinsson, nemi:
Já, ég spilaði það um helgina og
fannst það alveg meiriháttar.
Þetta er ekta jólaspil sem allir
hafa gaman af. Ég ætla að gefa
það í jólagjöf.
Guðrún Edda Guðmunds-
dóttir, nemi: Nei, ég hef ekki
spilað það en ég held að
mamma og pabbi ætla að gefa
mér það í jólagjöf því það er á
óskalistanum mínum.