Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 31 Þjóðernisöfgamenn gjalda afhroð í Serbíu Beljjrad. Heuter. SÓSIALISTAFLOKKURINN í Serbíu lýsti í gær yfir sigri í þing- kosningunum á sunnudag og úrslit þeirra styrkja enn Slobodan Milosevic forseta í sessi. Tveir flokkar þjóðernisöfgamanna guldu hins vegar afhroð í kosningunum. Ivica Dacic, talsmaður Sósíalista- flokksins, sagði að samkvæmt bráðabirgðatölum eftir að 90% at- kvæðanna höfðu verið talin myndi flokkurinn fá milli 124 til 128 þingsæti. Leiðtogi Lýðræðisflokksins, Zoran Djindjic, sagði hins vegar að Sósíalistaflokkurinn fengi í mesta lagi 115 þingsæti og hann kvað kosningasvik hugsanleg. „Fái flokkurinn hreinan meiri- hluta er hér örugglega um kosningasvik að ræða,“ sagði vestrænn st|ornarenndreki i Belgrad. Sósíalistaflokkurinn þarf 126 þingsæti til að fá meirihluta og loka- tölumar liggja fyrir á morgun, mið- vikudag. Sósíalistar fengu 101 þing- sæti í síðustu kosningum fyrir ári. Forystumenn flokksins sögðu að ekki kæmi til greina að mynda samsteypustjórn ef flokkurinn fengi ekki meirihluta. „Stjórnin getur í reynd starfað með 120 þingsæti á bak við sig,“ sagði einn þeirra. Urslitin eru mikið áfall fyrir stjórnarandstöðuflokkana sem bjuggust við að njóta góðs af efna- hagshruninu í landinu í kjölfar refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna vegna stuðnings Milosevics við stríðsrekstur Serba í Bosníu. Dacic sagði að Sósíalista- flokkurinn hefði fengið 37,2% at- kvæðanna, DEPOS-bandalagið 16%, Róttæki flokkurinn 13% og Lýðræðisflokkurinn 11,3%. Milosevic boðaði til kosninganna þegar stjórnarandstaðan lagði fram tillögu um vantraust á stjórn- ina vegna efnahagsóreiðunnar og harkalegrar framgöngu lögregl- unnar. Þeir sem komu verst út úr kosningunum eru tveir flokkar þjóðernisöfgamanna, Róttæki flokkurinn, undir forystu Vojislavs Seseljs, og Serbneski einingar- flokkurinn, undir forystu Zeljko Raznjatovics Arkans. Báðir leið- togarnir eru á lista Sameinuðu þjóðanna yfir meinta stríðsglæpa- menn. Seselj viðurkenndi að flokkur sinn hefði misst mikið af því fylgi sem tryggði honum 73 sæti í síð- ustu kosningum þegar hann var enn bandamaður Milosevics. Arkan tapaði einnig miklu fylgi, jafnvel í höfuðvígi sínu, Kosovo-héraði, þar sem hann fékk aðeins eitt af þeim 10-15 þingsætum sem hann ætlaði sér að fá. Mest var fylgisaukningin hjá Lýðræðisflokknum, sem fékk meira en 30 þingsæti en hafði aðeins fimm. Stjórnarandstöðunni tókst ekki að sameinast í kosningabaráttunni og atkvæðin dreifðust því á marga flokka. Flokkana greindi á um hvernig bregðast ætti við efna- hagshruninu vegna refsiaðgerð- anna en þeir eru flestir á sömu skoðun og sósíalistar um þörfina á því að sameina Serba í fyrrver- andi lýðveldum Júgóslavíu í „Stór- Serbíu“. Nýjar vísbendingar um tildrög Lockerbie-tilræðisins Gruna skæruliðahóp frá Sýrlandi um aðild London. Reuter. BRESKIR fjölmiðlar skýrðu frá því á sunnudag að nýjar upplýs- ingar væru komnar fram um Loc- kerbie-tilræðið 1988 þegar breið- þota Pan Am var sprengd í lofti en þá fórust 270 manns. Vestræn- ir saksóknarar hafa talið að tveir Líbýumenn væru sekir um ódæðið en í nýrri heimildarkvikmynd breska ríkissjónvarpsins, BBC, segir að háþróaður, svissneskur kveikibúnaður sem notaður var í sprengjuna hafi auðveldlega get- að borist frá Sviss um Austur- Þýskaland til Sýrlands þar sem margir skæruliðahópar, sumir með tengsl við Iran, hafa aðal- stöðvar. Leifar af umræddum kveikibúnaði fundust í braki flugvélarinnar. í mynd BBC er rætt við stjórnanda fyrirtækisins í Sviss, Edwin Bollier. Segist hann upprunalega hafa sagt þeim sem rannsökuðu málið að hann héldi að búnaðurinn hefði eingöngu verið seldur Líbýumönnum en nú muni hann að austur-þýski herinn hafi keypt tvö eintök árið 1985. Tal- ið er. að a-þýska öryggislögreglan, Stasi, hafí haft mikil tengsl við ýmsa hópa hryðjuverkamanna, þ. á m. við PFLP-General Command sem hefur aðalstöðvar í Sýrlandi. Hann er með- al margra palestínskra skæruliða- hópa í Sýrlandi og er undir stjóm alræmds hryðjuverkamanns, Ahmeds Jibrils. Vesturveldin hafa beitt Líbýu efnahagslegum refsiaðgerðum vegna þess að einræðisherra landsins, Mu- ammar Gaddafi, neitar að framselja mennina tvo. Heimildarmenn segja að stjórnvöld í Bretlandi og Banda- ríkjunum hafi hneigst tii að skella skuldinni á Líbýu fremur en Sýrland vegna þess að afstaða Sýrlendinga gat skipt miklu máli við frelsun vest- rænna gisla í Líbanon, einnig tókst með naumindum að fá Sýrland til að styðja aðgerðirnar gegn írak vegna hernáms Kúveits. Skömmu fyrir Lockerbie-tilræðið skaut bandarískt herskip niður ír- anska farþegaþotu af misgáningi og hefur oft verið fullyrt að Iranir hafi í hefndarskyni fjármagnað verkið sem hafi á hinn bóginn verið unnið af hermdarverkamönnum frá Sýr- landi. í breska blaðinu Sunday Times er sagt að málatilbúnaðurinn gegn Líbýumönnunum sé að hrynja vegna nýju upplýsinganna. Uyöxj-U'i XCZ CILLCL ÍL BLINDRA VINNUSTOFAN KÖRFUGERÐ Hamrahlíð 17 - Reykjavik Sfmi 91-687335 - Fax 91-687336 Ánægðir lýðræðissinnar LÝÐRÆÐISFLOKKURINN í Serbíu bætti mestu fylgi við sig í þing- kosningnnum á sunnudag, fékk rúm 30 þingsæti en hafði aðeins fimm. Á myndinni fagnar Zoran Djindjic, leiðtogi flokksins (t.h.), ásamt félaga sínum. CDU og SPD sigr- uðu í Brandenburg Bonn. Reuter. URSLIT sveitarstjórnarkosninga í 85 borgum í austurhluta Þýska- lands voru mikill léttir fyrir flokka kristilegra demókrata (CDU) og jafnaðarmanna (SPD). í kosningum í sambandslandinu Brandenburg fyrr í mánuðinum vakti mikið fylgi PDS, sem er arf- taki gamla austur-þýska kommún- istaflokksins, athygli en flokkur- inn fékk þá fleiri atkvæði en CDU. Nú tókst frambjóðendum PDS hins vegar einungis að tryggja sér borgarsljóraembættið í þremur borgurn. Aðeins var kosið í þeim borgum þar sem 'ekki náðist hreinn meiri- hluti í kosningunum fyrir hálfum mánuði. Þá fékk frambjóðandi PDS í borginni Potsdam, Rolf Kutzmutz, sem opinberlega viðurkenndi að hann hefði njósnað fyrir hina illræmdu öryggislögreglu Stasi, alls 45% at- kvæða. Eitt helsta vígorð hans í kosningabaráttunni var: Ævihlaup mitt hófst ekki eftir 1989. í síðari umferð kosninganna á sunnudag tókst honum hins vegar ekki að tryggja sér hreinan meirihluta. CDU og SPD tóku höndum saman í stærstu borgum Brandenburg, til að tryggja að frambjóðendur PDS næðu ekki kjöri. í Potsdam og Brand- enburg var kjörinn borgarstjóri frá SPD og í Cottbus frá CDU. Flestir fréttaskýrendur töldu að úrslit kosninganna væru skýr vís- bending um að stjórnmálamenn yrðu að hlusta betur á umbjóðendur sína í austurhlutanum, þar sem atvinnu- leysi er 14%, og taka tillit til þeirra í auknum mæli. Framleiðum brúðu- körfur, barnastóla, barnakörfur, dýrakörfur o.fl. Fléttum einnig körfur að óskum hvers og eins. Spurning dagsins Páll ísólfsson, nemi: Já, ég hef spilað Fimbulfamb og mér finnst það alveg ýkt spil. Ég er meira að segja búinn að eignast það og ætla að spila það í jólafríinu. Auglýsing Hefur þú spilað Fimbulfamb? Margrét Pálsdóttir, verslunarstjóri í leikfanga- versluninni Liverpool: Já, ég hef spilað það og Fimbulfamb er upplagt fyrir þá sem hafa gaman af bráðskemmtilegum orðaleikjum. Hér er á ferðinni sannkallað fjölskylduspil. Máni Ólafsson, nemi: Já, ég spilaði Fimbulfamb um síðustu helgi þegar það var kynnt í . Kringlunni. Mér fannst það alveg rosalega skemmtilegt og ég er búinn að biðja um það í jólagjöf. Ólafur Þ. Þorsteinsson, nemi: Já, ég spilaði það um helgina og fannst það alveg meiriháttar. Þetta er ekta jólaspil sem allir hafa gaman af. Ég ætla að gefa það í jólagjöf. Guðrún Edda Guðmunds- dóttir, nemi: Nei, ég hef ekki spilað það en ég held að mamma og pabbi ætla að gefa mér það í jólagjöf því það er á óskalistanum mínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.