Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Svava Magnús- dóttír — Minning Hún fæddist á Sæbóli í Aðalvík. Hún var næstyngst sjö systra þeirra Guðnýjar Sveinsdóttur, síðar sauma- og vökukonu á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði, og Magnús- ar Dósótheussonar sjómanns, sem fórst með vélbátnum Leifi frá ísafirði 15. desember árið 1924. Þær settu svip á Víkina systurnar frá „Bólinu", en þær bjuggu allar með foreldrum sínum í litlu húsi á Sæbóli í návist hins opna hafs og brimöldunnar sem brotnar við sandinn. Þær voru sjö: Elst var Þórunn og þá Margrét, en þær eru báðar látnar, þá Hrefna sem býr á ísafirði, þá Sigríður, sem er látin, Bergþóra, sem býr í Keflavík, Svava og loks Þorbjörg, sem býr í Reykja- vík. Þær voru glaðværar og heillandi stúlkur en þó alvörugefnar og með- vitaðar um erfiðleika og hættur heimsins. Og sá heimur, sem þær þekktu í æsku, var sannarlega harð- ur. Rétt fyrir jólin árið 1924, þegar Svava var á áttunda árinu og hinar systurnar flestar á viðkvæmasta ERFIDRYKKJUR ^ Verð frá kr. 850- p E R L A N sími 620200 ERFIDRYKKJDR 1ÍTEL ESR sími 689509 Midrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð íallegir salirogmjög góð þjónusta Lpplýsingar ísúna 22322 FLUGLEIDIR LimiHIA aldri, var faðir þeirra hrifínn á brott af hafínu og eftir stóð ekkjan með dæturnar sjö. Það er ekki ósenni- legt að þessir atburðir og ýmsir erfíðleikar á næstu árum í kjölfar hans hafi mótað systurnar á lifsleið- inni. Að sumu leyti þroskað þær og gert þær sterkari, en á hinn bóginn gert þær beiskar og tor- tryggnar í garð lífsins. En þrátt fyrir erfíðleikana stóð fjölskyldan saman og gerir enn. Svava bjó hjá móður sinni á Sæ- bóli þar til hún fluttis til systur sinn- ar Hrefnu og manns hennar Guð- mundar Benedikts Albertssonar á Hesteyri þegar hún var á fímm- tánda árinu. Þar átti hún heimili fram yfír tvítugt að hún fluttist til ísafjarðar, en móðir hennar hafði þá brugðið búi í Aðalvík og hafíð störf á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafírði. Svava vann ýmis störf á næstu árum á ísafírði, en einnig í Reykjavík og í Keflavík og dvaldist þá hjá systrum sínum, sem voru þá giftar og bjuggu á þessum stöð- um. Árið 1947 fluttist Svava til Kefla- víkur og dvaldist þá hjá Bergþóru systur sinni og manni hennar Torfa Gíslasyni, þar til hún fluttist í eigið húsnæði, en hún bjó í Keflavík allt til dauðadags. í Keflavík vann Svava á Keflavíkurflugvelli, fyrst hjá Hamilton, en lengst hjá Flug- málastjórn, þar sem hún vann við ræstingar. Á Keflavíkurflugvelli kynntist Svava barnsföður sínum, Ivan Wesley, og eignuðust þau dótt- urina Júdý Wesley árið 1949. Júdý var hjá móður sinni í fyrstu, en dvaldist síðan hjá Hrefnu móður- systur sinni og Guðmundi Benedikt á ísafirði fram að fermingu, að hún fluttist til móður sinnar í Keflavík. Bjuggu þær mæðgur saman þar til Júdý stofnaði sitt eigið heimili. Júdý eignaðist dótturina Svövu Björk árið 1968 og var hún uppáhald ömmu sinnar. Faðir Svövu Bjarkar er Jón Róbert Rósant. Svava Björk er nú gift Karli Svavari Þórðarsyni og búa þau á Selfossi. Svava Björk átti soninn Kristófer Dan árið 1988 með Sigurði Helgasyni. Kristófer litli heimsótti ömmu sína oft og dvaldist hjá henni í Keflavík. Júdý giftist Bárði Steingrímssyni árið 1973 og eignuðust þau tvo drengi, Benedikt Þór 1976 og Steingrím Örn 1978. Þau skildu. Sambýlis- maður Júdýar er Sveinn Jónsson. . Líf Svövu móðursystur minnar var ekki alltaf dans á rósum. Hún mátti þola margs konar mótlæti á lífsleiðinni. Hún var í eðli sínu mjög félagslynd kona og kunni best við sig' í margmenni. Hún var í nokkr- um félögum og hafði sérstakar mætur á leiklist og söng. Trúlega hefði hún viljað verða leikkona, ef hún væri ung í dag. Hún var sérvit- ur, eins og öll okkar ætt, en sérstak- lega raungóð þeim, sem virkilega þurftu hjálpar við. Hún átti nokkra góða vini, en samband hennar við þá og venslafólk sitt var heldur lít- ið síðustu misserin. Þar kom til sjúkleiki hennar, en hún var sárþjáð og vildi ekki leita sér lækingar. Síminn var helsti tengiliðurinn og síðustu vikurnar hafði hún meira samband við fjölskylduna en oft áður. Hún vissi víst að hverju dró. En nú er hún horfín á braut, til foreldra sinna og systra. Að nýju „Bóli“. Við fyrir vestan biðjum henni Guðs blessunar um leið og við sendum Júdý og fólkinu hennar samúðarkveðjur. Magnús Reynir Guðmundsson. Svava Magnúsdóttir systir mín andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur hinn 14. desember sl. Ég vil í upp- hafi máls míns þakka vinum og vandamönnum tryggð þeirra og umhyggju'fyrir Svövu alla tíð til æviloka. Ég vil líka þakka læknum og öðru hjúkrunarfólki fyrir góða umönnun. Það gerði allt sem hægt t Ástkær starfsmaður okkar. OVE STENROTH, deildarstjóri, lést þann 13. desember eftir margra ára vel unnin störf. Minningarathöfn fer fram í Garnisons-kirkjunni í Kaupmannahöfn 2. janúar 1994, kl. 12.00. Norræna ráðherranefndín, Norræni menningarsjóðurinn. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÁSGERÐUR ÓLÖF EYJÓLFSDÓTTIR, Suðurgötu 15-17, Keflavík, andaðist að kvöldi 18. desember í Borgarspítalanum. Ólöf Magnúsdóttir, Jóhann Pétursson, Þórarinn Haraldsson, Ingibjörg Elfasdóttir, Guðrún Eliasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Blómastofa FriÖjinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. S(mi 31099 + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Álfaskeiði 24, Hafnarfirði, andaðist í Landspítalanum 18. desember. Opið öii kvöld til kl. 22,- einnig um helgar, Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Brynjólfur Brynjólfsson, Guðmundur Á. Brynjólfsson, Ósk Kristinsdóttir, Einar Brynjólfsson, Sigrún Ingólfsdóttir, Birgir Brynjólfsson, Viktoría Vilhjálmsdóttir, Árni Brynjólfsson, Herdís Guðmundsdóttir, Sigurður Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ■ '..$v % • ;r: LJÓSKER FYRIR LEIÐI _ ©CPQffl® S/P . JÍELLU„HRAUNI 14 • ^tAFNARFIRÐU^SjMI 652707 ^ hún hraust og sæl, búin að fínna sína nýju þroskabraut í nýjum heimi. Sunnubraut eilífðarinnar. Elsku Judy mín, Hrefna og Góa, systur mínar, og allir hinir sem syrgja góða konu. Mig langar að senda ykkur sömu jólaóskir og ég sendi einni systur minni fyrir mörg- um árum er hún varð að þola þunga raun og djúpa sorg á síðustu dögum aðventu. Drottinn græði helsært hjarta, huggi þig er sorgir pína. Jólastjaman blíða, bjarta brosi inn í sálu þína. Guð gefí ykkur öllum gleðilega jólahátíð. Bergþóra systir. Svava er dáin. Hún var systir hennar mömmu. Hún var vinur minn. Vináttan varir að eilífu. Hún á sér upphaf en engan endi. Tak- markalaus. Án eigingimi. Einföld og tær. Þannig var vinátta Svövu. Á milli okkar Svövu var þráður. Sterkur þráður. Óslítandi. Við viss- um það bæði. Ég átti hana og henn- ar vináttu. Hún átti mig. Nú er hún farin. Þótt víddir skilji vini þá lifir það sem við áttum og hverfur aldr- ei, því að veröldin er ein og efnis- heimurinn lítill. Vinátta Svövu færðist einnig yfir á Rósu sambýliskonu mína og Torfa son minn. Ekki var það undarlegt. Rósa var við hana eins og besta dóttir. Alltaf boðin og búin til að gera gott. Bestu þakkir, Rósa mín. Við lok hverrar ferðar má huga að þeirri næstu. Ást, kærleikur, vin- átta, trú og bróðurþel eru afsprengi lífsins. Gildi lífsins. Manngildin. Þessi gildi tekur Svava með sér í næstu ferð. Án þeirra væri ekki líf meðal manna. Þar sem þau finnast, finnst líf. Ég kveð frænku mína með virð- ingu og söknuði. Með þakklæti fyr- ir allt. Ég vil votta nánustu ættingjum og vinum Svövu samúð. Guð geymi Svövu frænku mína. Gísli. t Ástkær eiginkona mín, PÁLÍNA ÁRNADÓTTIR, Skúlagötu 40, lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 19. desember. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Jónas Sigurðsson. t Frænka okkar, INGA GESTSDÓTTIR frá Þingeyri, Hringbraut 50, áður Laugavegi 86b, lést laugardaginn 18. desember. Systkinabörn. t Eiginkona mín, MARÍA J. HALLDÓRSSON, Akurbraut 11, Njarðvík, lést þann 19. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður B. Halldórsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN B. ÓLAFSSON, Laugarásvegi 20, Reykjavík, andaðist á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum sunnudaginn 19. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir, Guðjón Jens Guðjónsson, Kimberly Ólafsson, Bryndís Guðjónsdóttir, Brynja Guðjónsdóttir, Ása Björk Guðjónsdóttir, Ólafur Kjartan Guðjónsson, Ólafur Friðrik Magnússon, Jens Ólafsson. var til að létta henni helstríðið. Við Svava höfum flest ár ævi hennar átt samleið og síðustu 46 árin búið nálægt hvor annarri, lengst af við sömu götu í Keflavík. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað nöfn á sumum götum í Keflavík eru táknræn fyrir þroskabrautir mann- anna hér á jörðu. Klapparstígur, Sólvallagata,- Sóltún og Sunnu- braut. Við Svava höfum átt okkar Klapparstíg. Hún hefur oft verið okkur hál og hörð klöppin sú, en miklu oftar höfum við gengið létt- stígar og glaðar um Sólvallagötuna okkar. Þaðan á ég góðu minning- arnar. Undanfama daga, síðan Svava kvaddi, hef ég rölt um Klapparstíg- inn. Ég neita því ekki að í gær var ég orðin göngumóð. í dag hefur hugur minn reikað um Sólvallagöt- una. Götu björtu minninganna. Um hana ætla ég að rölta í framtíðinni. í kvöld sit ég á Sóltúni ellinnar og hugur minn spyr: „Hvar er systir mín?“ Trú mín segir mér að nú sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.