Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
25
„Skiptir mestu máli að
vera ekki stressaður“
Blindur nemandi tók hæstu jólapróf í 3. bekk VÍ
* • i • Morgunblaðið/Þorkell
Spað 1 einkunnirnar
Birkir (t.h.) spáir í einkunnirnar ásamt félögum sínum, Ólafi Páli Jónssyni (t.v.) og Herði Péturssyni.
„ÉG HUGSA bara um prófin eins og hver önnur tímaverkefni
og ég stressa mig aldrei fyrir þau,“ segir Birkir R. Gunnars-
son, blindur dúx úr 3. bekk Verzlunarskóla íslands, en einkunn-
ir fyrir jólaprófin voru afhentar í gær. „Þar bý ég að reynslu
sem ég hef úr sundinu, ég er svo vanur að vera stressaður
fyrir sundmót,“ en Birkir hefur í mörg ár æft sund og keppt
fyrir Islands hönd á alþjóðlegum íþróttamótum fyrir fatlaða.
Birkir hóf nám í Verzlunar-
skóla íslands sl. haust og kost-
aði það heilmikið vesen, eins og
hann segir sjálfur. „Það þurfti
að ganga frá fjárveitingu fyrir
tölvu sem ég hef á bókasafninu.
Það fara nefnilega allir blindir
nemendur í MH þannig að það
var enginn við því búinn að ég
myndi fara í annan skóla. Ein-
mitt þess vegna fór ég ekki í
MH því að ég vil alls ekki vera
eins og allir hinir,“ segir Birkir.
Ekki týpa sem fær tíu
Birkir stundar námið með að-
stoð ferðatölvú sem hann skrifar
á í tímum og vinnur öll verkefni
á heima. Tölvan vinnur í blindra-
letri en Birkir getur prentað
verkefnin út í svartletri fyrir
kennarana.
Birkir fékk aðaleinkunnina
9,29 sem er ágætiseinkunn.
Hann er með þrjár tíur og lægsta
einkunnin er átta. „Ég er ekki
þannig týpa sem fæ tíu í ein-
kunn, ég geri alltaf einhveijar
klaufavillur á prófum. Ég er yfir-
leitt aldrei með nema tvær til
þrjár tíur. En það er líka allt í
lagi að fá níu!“
Hefur mikið að gera fyrir
utan skólann
Birkir fékk prófin útprentuð á
blindraletri og texta og spurn-
ingar aftur á tölvudiski og svo
leysti hann prófin á tölvuna, öll
nema stærðfræðiprófið, sem
hann leysti munnlega. Birkir
hefur fengið tvo aukatíma í viku
í stærðfræði vegna þess hve
mikið er um töflur og gröf í því
fagi. Honum hafa einnig boðist
aukatímar í bókfærslu og hag-
fræði en hann hefur ekki nýtt
sér þá.
Birkir segir velgengnina í
skólanum m.a. byggjast á því
hvað hann hefur mikið að gera
fyrir utan skólann. „Ég æfi sund
sex sinnum í viku í þijá tíma í
senn, er í píanó- og gítartímum
og spila í áhugamannahljóm-
sveit. Þegar maður hefur svona
mikið að gera verður maður að
skipuleggja sig vel og það ýtir á
mann að klára heimalærdóminn.
Ég æfi ekki sund á sunnudögum
og þá daga nota ég yfirleitt til
að vinna upp fyrir næstu viku í
skólanum."
Fær alla þá hjálp sem þarf
Birkir segist ekki þurfa mikla
hjálp í skólanum en það hafi
komið sér á óvart hversu hjálp-
samir krakkarnir í bekknum séu.
„Ég get farið einn um en það
gengur hraðar ef ég er með ein-
hveijum öðrum og yfirleitt er
maður alltaf á hraðferð. Ég og
vinur minn ákváðum að fara
saman í Verzló þannig að ég get
alltaf fengið aðstoð hans ef ég
þarf á því að halda,“ segir Birk-
ir. Hann segist ekkert stunda
félagslífið í skólanum, það sé
alltaf á sundæfingatímum og
sundið telur hann jafnmikilvægt
bóknáminu.
Birkir segist Jiafa ætlað að
verða ruslakall þegar hann var
fimm ára en núna finnst honum
allt of snemmt að ákveða hvað
hann ætli að leggja fyrir sig. Þó
sé hann að velta fyrir sér tölvu-
fræði.
Um þessi jól býður Perlan gestum sínum
upp á jólahlaðborð í fyrsta skipti
Hlaðborðið er 16 fermetrar að stærð og er líklega það stærsta á
fslandi. Snorri B. Snorrason, yflrmatreiðslumeistari Perlunnar,
sagði, að á jólahlaðborðinu væru yfir 45 réttir, heitir og kaldir,
ásamt eftirréttahlaðborði, sem konditormeistari Perlunnar, Jón
Arilíusson framreiðir. Haft er eftir Stefáni Sigurðssyni, fram-
kvæmdastjóra Perlunnar, að mikil ánægja sé með þetta hlaðborð
og hafa matreiðslumeistarar hússins fengið mikið lof fyrir og má
þar nefna meðal annars 30 manna hóp frá Klúbbi yfirmatreiðslu-
meistara. Jólahlaðboð Perlunnar verður á boðstólum öll kvöld
fram að jólum. Laugardaginn 18. desember verður einnig opið í
hádeginu.
Á Þorláksmessu verður hið árlega skötuhlaðborð í hádeginu og
er vissara að panta í tíma Aliglýsíng
HÁfÚNI 6A SÍMI (91)24420
STAÐGREIÐSLUVERÐ KR. 21.990
/?an\x
NILFISK GM200
SOGAR MEIRA - SÍAR BETUR - ENDIST LENGUR
HREINASTA GERSEMI
NÝJA NILFISK RYKSUGAN ER KOMIN
gareikning og gengur út á klókindi
útsjónarsemi og heppni leikmanns
Hvílum sjónvarpi
tegundar á Isla
Verð aðeins
HEILDSÖLUDREIFING
ÍSLENSKA VERSLUNARMIÐSTÖÐIN HF.
GRENSÁSVEGI 16 BAKHÚS,
SÍMI 687355. FAX 687185
Odýrasta s