Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 26
Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Nýr Baldur til heimahafnar NÝR rækjutogari, Baldur EA, kom til heimahafnar á Dalvík um helgina, en hann er í eigu Snorra Snorrasonar útgerðarmanns. Nýr rækjutogari bætist í skipaflota Dalvíkinga BALDUR EA-108, nýr rækjutog- ari í eigu Snorra Snorrasonar út- gerðarmanns á Dalvík, kom til heimahafnar á Dalvík um helgina. Skipið er 475 rúmlestir að stærð, 45,3 metrar að lengd og var það smíðað í Noregi árið 1978. í því er 1500 hestafla aðalvél og um borð er búnaður til vinnslu og frystingar á rækju. Snorri seldi annan togara með sama nafni, Baldur EA-71, úr landi til Nýja-Sjálands. Nýi Baldur var gerður út frá Grænlandi áður. Starfsmönnum Kísiliðjunnar við Mývatn sagt upp um áramót Viðvarandi samdrátt- ur í sölu og framleiðslu ÖLLUM starfsmönnum Kisiliðjunnar við Mývatn, 55 að tölu, verður sagt upp störfum frá og með næstu áramótum. Áformað er að fækka um allt að 13 stöðugildi hjá félaginu. Mikill samdráttur hefur verið hjá Kísiliðjunni undanfarin 3 ár og hefur framleiðsla þannig dregist saman um 25% á þessu ári miðað við nokkur fyrri ár. Ákveðið var á stjórnarfundi Kísil- iðjunnar í haust að láta fara fram úttekt og endurskoðun á rekstri og starfsmannahaldi félagins og er fyrsta hluta endurskoðunar á rekstri og starfsmannahaldi lokið, en þar er stefnt að allt að 15% lækkun á heildarrekstrargjöldum félagins. Fækkað um 13 stöðugildi í framhaldi af því hefur verið ákveðið að segja upp öllum starfs- mönnum félagins, 55 talsins, frá og með næstu áramótum, en uppsagna- frestur flestra er 3 mánuðir. Áform- að er að fækka um allt að 13 stöð- ugidli hjá félaginu og er stefnt að því að fækka vöktum, breyta vakta- fyrirkomulagi og fækka dagvinnu- mönnum. Gengið verður frá endur- ráðningu þeirra sem boðin verður endurráðning í byijun næsta árs. Annar kostnaður verður einnig lækkaður og er stefnt að því að semja við helstu birgja félagsins um kostnaðarlækkun, en það á m.a. við um flutningsaðila og orkusala. í frétt frá Kísiliðjunni segir að mikill samdráttur hafi verið í sölu og framleiðslu hjá fyrirtækinu und- anfarin 3 ár, þannig hafi fram- leiðsla dregist saman um 25% sam- anborið við meðaltal áranna 1987 til 1991. Viðvarandi samdrátt í framleiðslu og sölu megi fyrst og fremst rekja til efnahagskreppu í Evrópu og hærri framleiðslukostn- aðar hjá Kísiliðjunni samanborið við samkeppnisaðila sem veikt hafí stöðu fyrirtækisins í alþjóðlegri samkeppni. Þessi samdráttur hafi léitt til þess að halli hafí verið af reglulegri starfsemi undanfarin 3 ár og sé nauðsynlegt að aðlaga reksturinn breyttum markaðsað- stæðum. Á þessu ári voru framleidd 17.740 tonn af kísilgúr sem er tæplega 10% samdráttur frá síðasta ári. Fram- leiðsla hefst að nýju í byijun janúar á næsta ári og er áætlað að fram- leiða um 19.000 tonn á árinu 1994. Útlit er fyrir heldur meiri sölu á þessu ári en var í fyrra' eða 19.650 tonn og er það rúmlega 5% aukning frá fyrra ári. Birgðir hafa minnkað verulega á þessu ári. Salan í ár er hins vegar um 16% minni en var að meðaltali áranna 1987-1991, en á næsta ári er áætlað að selja um 19.000 tonn. Róttækar aðgerðir í tíma „Stjórn Kísiliðjunnar telur því rétt að grípa til róttækra aðgerða í tíma, meðan efnahagur félagsins er traustur. Engar langtímaskuldir hvíla á félaginu og skammtíma- skuldir eru litlar. Eiginfjárstaðan er traust. Það er hins vegar talið mikið ábyrgðarleysi og í raun ófull- nægjandi fyrir eigendur og starfs- menn þegar til lengri tíma er litið að það skuli ekki vera hagnaður af reglulegri starfsemi," segir í frétt frá Kísiliðjunni. ------» » ♦ ■ JÓLASVEINARNIR Stúfur og Þvörusleikir hafa ákveðið að vera til taks á aðfangadag og bera út pakka til þeirra sem þess óska. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu geta haft samband við félaga þeirra, Sig- urþór Albert Heimisson í Ása- byggð 13, í síma 26179. Létt og spennandi, beint úr tslensku umhverfi Hvaö gerist þegar heillandi „au-pair“ stúlka frá Flórída í Bandaríkjunum kemur inn á heimili íslenskra hjóna? Hún heitir Michelle.18 ára, falleg. Sonurinn hrífst af Michelle en fellur hún fyrir honum? Lendir hún kannski í „tungu“- málaerfiöleikum? " i _______ Helgi Jónsson hefur áður sent frá sér nokkrar unglingabækur, þ.á.m. Nótt í borginni og Myrkur í maí. Engin veröheekkun milli &ra | Skjaddborg Armúla 23 Sími 91-67 24 00 Bónus íhugar að taka við greiðslukortum SIGURÐUR Guðmundsson verslunarstjóri Bónusverslunarinnar á Akur- eyri, segir að ekki sé útilokað að taka upp greiðslukortaviðskipti í versluninni. Málið hafi verið skoðað vandlega en endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir. „Ef af þessu yrði þá lítum við svo á að um tilraun yrði að ræða hér fyrir norðan,“ sagði Sigurður, en í verslunum Bónuss hefur eingöngu venð um staðgreiðsluviðskipti. í verslun KEA-Nettó, sem er aðal- keppinautur Bónuss á matvörumark- aðnum á Akureyri, er tekið við greiðslukortum. Sigurður sagði að á Akureyri væri hlutfallslega meira um greiðslukortanotkun í matvöruversl- un en í Reykjavík og þá fyndi hann einnig fyrir því að kaupgeta norðan- manna væri minni en á höfuðborgar- svæðinu. Verði af því að greiðslukortavið- skipti verði tekin upp í Bónusverslun- inni á Akureyri sagði Sigurður að þau myndu ekki bitna á þeim sem staðgreiða og hefði verið rætt um að þeir sem notuðu greiðslukort í versluninni greiddu 1% meira en þeir sem staðgreiddu vörur. BLÓM AHÚSIÐ Hafnarsræti 26, Akureyri, sími 96-22551 Glæsileg glervam á einstöku verði Fœst í Blómahúsinu á Akureyri eins og margt annaÖ fallegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.