Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
Ástir og átök í
unglmgaheinii
Bókmenntir
Anna G. Ölafsdóttir
Ingibjörg Einarsdóttir og Þor-
steinn Eggertsson: Vá, ástir og
átök í unglingaheimi, Almenna
bókafélagið hf., Reykjavík, 1993.
Vá, ástir og átök í unglingaheimi
er sannarlega réttnefni á frásögn
þeirra Ingibjargar Einarsdóttur, 15
ára, og Þorsteins Eggertssonar af
ævintýrum þeirra Jökuls og Smára,
tveggja reykvískra 10. bekkinga. I
aftakaveðri leggja þeir félagar upp
í heimsókn til Nínu, nýju stelpunnar
í bekknum. Smári hefur verið að
spá í hana í einn eða tvo daga og
öslar gallharður áfram með veður-
haminn á móti sér og fermingarföt-
in í farteskinu. En margt fer öðru-
vísi en ætlað er. Inn á almennings-
salerni, þar sem hann skiptir um
föt, kemur dularfullur náungi og
skilur eftir 200 þúsund krónur í
brúnu umslagi bakvið handþurrku-
kassann og fyrr en varir eru tví-
menningamir flæktir inn í dular-
fullt sakamál. Næstu daga vindur
málið svo upp á sig svo fátt kemst
að nema ef vera skyldu ástarmál
og af og til heimalærdómur.
Atburðarásin er 'fremur hröð og
minnir um margt á ýmsa þýdda
spennusagnaflokka fyrir unglinga
sem á tímabili nutu mikillar vin-
sælda hér á landi. Aðalpersónan,
Jökull, er á sama hátt enginn
meðaljón. Hann er skjótráður og á
auðvelt með að svara fyrir sig.
Honum finnst hann standa framar
félögum sínum á andlega sviðinu
og finnur til ábyrgðar gagnvart
Smára. Aðrar persónur eru minna
áberandi og kemur á óvart að stelp-
unum tveimur, Siggu og Nínu, skuli
ekki vera gerð betri skil þó þær séu
augljóslega alls engar veimiltítur.
Hvað um það. Þrátt fyrir greini-
lega alvöru málsins tekst þeim Jökli
og Smára ekki að halda leyndarmál-
inu lengi útaf fyrir sig og áður en
langt um líður hefur það verið opin-
berað sem smásaga í skólablaðinu.
Nógu er nú pínlega komið fyrir
strákunum. En það sem verra er
fyrir sjálfa frásögnina er að þeir
skuli láta málið í hendur lögregl-
unnar áður en komist hefur verið
að kjama þess. Fyrirvaralaust er
allt loft út hetjunum ungu.
Þrátt fyrir þennan augljósa galla
í uppbyggingu sögunnar er hún
nokkuð læsileg og talmál krakk-
anna eðlilegt. Oft spilar líka tungu-
tak persónanna stóra rullu í per-
sónulýsingu þeirra. Ein þessara
persóna er Jónas, sem talar ýkt
bókmál (bls. 90) eins og Jökull orð-
ar það og fyrir kemur að lesandan-
um kann að þykja nóg um. „Ég fæ
þá lánað bindi hjá honum föður
mínum og býð henni á kvikmynda-
sýningu“ (bls. 153). Bobbi Djó er
hins vegar algjör andstæða Jónasar
á þessu sviði. Letilegur framburður
orðanna skilar sér í textanum og
viðtengingarháttur er aldrei ijarri.
„Ég atla líka að tala soldið við
Smára líka. Og líka hinn þaddna,
Jökul. Bara í hæðsta lagi fímmí
nótur ef það sé í lagi“ (bls. 74).
En þó skilaboðin fari vart framhjá
nokkrum er ekki felldur dómur sam-
Ingibjörg Einarsdóttir
anber tilsvar Jónasar. „Við tölum
móðurmál okkar einungis á mis-
munandi hátt. Það gera allir“ (bls.
76). Sömu sögu er að segja gagn-
vart reykingum og áfengisneyslu.
Fyrirmyndimar forðast slíka ósiði
en umburðarlyndi ríkir gagnvart
hinum.
Sagan gerist í reykvískum raun-
veruleika en óhægt er um vik að
staðsetja heimili strákanna. Hins
vegar virðast heimilisaðstæður
þeirra nokkuð raunsæjar, a.m.k.
heima hjá Jökli. Foreldrar hans eru
lítið heima, eins og flestir íslenskir
foreldrar, og hann ræður sér mest-
megnis sjálfur. Engu að síður má
ljóst vera að þeim þykir vænt um
hann og reynast betri en enginn
þegar kemur að því að upplýsa
málið að lokum.
Þegar öllu er á botninn hvolft
felást kostir bókarinnar fyrst og
fremst í frásagnargleði og bams-
legri einlægni. Unglingum leiðist
ömgglega ekki við lesturinn en
nokkuð skortir á bæði í persónu-
sköpun og byggingu til að úr verði
heildstætt verk.
Heimur ævintýrisins
Bókmenntir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Heiður Baldursdóttir
Galdur steinsins
Vaka-Helgafell, 1993
Sögusviðin eru tvö, nútíminn og
tími ævintýrisins. Galdrar og töfra-
steinar tilheyra heimi ævintýrisins
og em þar voldugir örlagavaldar en
töfrasteinninn getur ekki gert mikið
fyrir nútímann annað én að sýna inn
í heim ævintýrisins. Við fylgjum
tveimur sögum og lesandinn er leidd-
ur á milli þeirra sitt á hvað. Aðal-
þema bókarinnar er barátta góðs og
ills. Það illa á sér þó ýmsar myndir
en baráttan virðist samt vera sú
sama. í nútímanum er hið illa í formi
veikinda og einnig einmanaleiki. í
heimi ævintýrisins er hið illa miklu
flóknara — mannrán og uppvakning-
ar — runnið upp af rótum flagðs í
fögm skinni.
Sögusviðin em einnig tengd á fleiri
vegu en með þemanu. Svo virðist sem
sama persónan leiki aðalhlutverkið á
báðum sögusviðunum. Gunnhildur í
nútímanum og Hildur í heimi gald-
ursins em samtvinnaðar. Lengst af
lætur Gunnhildur sér nægja að horfa
á ævintýrið úr fjarska og hafa
áhyggjur af nöfnu sinni í leit að
prinsinum, en þær hittast þó í ævin-
týrinu undir lok sögunnar. Ása er
systir Hildar í ævintýrinu og Ásrún
er systir Gunnhildar í nútíðinni. Báð-
ar systumar sýna eigingirni sem
kemur illa við aðalsöguhetjuna og
sjálfselska þeirra verður þeim oft og
tíðum þungbær.
Höfundur hefur áður skrifað ævin-
týri þar sem nútíð og ævintýratími
tengjast og í þessari sögu sækir höf-
undur mörg minni til íslenskra ævin-
týra og þjóðsagna. I landinu fyrirhe-
itna „spretta laukar og gala gaukar
og þar fer hrútur úr reyfi sínu“ rétt
eins og í gömlu þulunni.
Mér fínnst höfundi takast betur
Heiður Baldursdóttir
að lýsa ævintýralandinu en nútíman-
um. Kaflamir sem sýna Gunnhildi
lasna heima em styttri og fátæk-
legri en hinir enda auðveldara að búa
til heim sem ekki er takmarkaður
af lögmálum hversdagsleikans. Mest
spennandi er sagan þegar höfundur
lætur gamminn geysa í galdraland-
inu.
Heiður Baldursdóttir er sá bama-
bókahöfundur sem lagt hefur sig
mest eftir að skrifa ævintýri fyrir
böm og unglinga. Hjá Heiði em
mörk milli vemleika og ævintýris
mjög óljós og auðvelt að fljúga á
milli. Taumlaust hugmyndaflug þar
sem hægt var að beita brögðum
ævintýrisins hefur höfðað til margra
íslenskra bama og stórt skarð er
fyrir skildi að íslensk böm skuli ekki
geta átt von á fleiri slíkum ævintýr-
um. Heiður lést síðastliðið sumar en
með bókum sínum skapaði hún sér
einstakan sess í bamabókaritun á
íslandi og þar með óbrotgjarnan
minnisvarða.
Hagfræði, stjórnmál,
vísindi og almannahagur
Bókmenntir
Guðmundur H. Frímannsson
Þorvaldur Gylfason: Hag-
kvæmni og réttlæti. Hið íslenzka
bókmenntafélag, 1993, 225 bls.
Það er ekki eins algengt og æski-
legt væri, að fræðimenn íslenzkir
riti greinar og bækur fyrir almenn-
ing um fræði sín. Þó eru á þessu
gleðilegar undantekningar. Þor-
valdur Gylfason, prófessor í hag-
fræði, er ein þeirra. Hann hefur
nú gefíð út þijár bækur um hag-
fræðileg efni, skrifaðar fyrir al-
menning. Nýjasta bókin kom út
fyrir þessi jól.
Þorvaldur hefur nú í nokkur ár
tekið til máls í blöðum um margvís-
leg þjóðfélagsmál, sérstaklega þau
sem tengjast hagfræði. Málflutn-
ingur hans er kraftmikill og yfir-
leitt sannfærandi, fluttur á skýru
máli, sem allir eiga að skilja. Stund-
um hefur hann haldið fram skoðun-
um, sem ekki eiga sérstaklega upp
á pallborðið þá stundina, eins og
til dæmis í Evrópumálunum. En
það er allt eins líklegt að skoðanir
hans reynist á traustari rökum
reistar en þeirra stjómmálamanna,
sem hafa þurft að taka ákvarðanir
í þeim málum og hafa verið í mik-
ilsverðum atriðum ósammála Þor-
valdi.
Þessi bók er safn af ritgerðum,
sem hafa allar birzt áður í blöðum
og tímaritum. Margar þeirra hafa
sést á síðum Morgunblaðsins, aðrar
hafa komið í vikublöðum og tíma-
ritum um fjár- og efnahagsmál,
sem hafa orðið til á síðustu árum
hvert af öðru. Ýmsir lesendur
kynnu að álykta af þessari stað-
reynd, að lítið sé varið í þessa bók,
vegna þess að hún hafí öll birzt
áður. En sú ályktun stæðist enga
skoðun. Þessar greinar eru fjörlega
skrifaðar, yfirleitt ágætlega rök-
studdar og það er ekki mikið um
hvimleiðar endurtekningar. Þær
eru vottur um viðamikla og lifandi
þekkingu höfundarins á viðfangs-
efni sínu, sem ætti að komast til
skila til hvaða lesanda sem er.
Bókinni er skipt í fímm hluta. í
fyrsta hlutanum, sem nefnist sjór
og veiði, er fjallað um fískveiði-
stefnuna á íslandi. Þessi hluti er
samfelldur rökstuðningur höfundar
við þá skoðun sína, að hér eigi að
taka upp veiðigjald við stjórn fisk-
veiða. Það eru dregin fram hag-
kvæmnisrök og réttlætisrök til að
styðja þessa skoðun. í öðrum hluta
er greint frá mörgum hliðum þess
efnahagsvanda, sem íslendingar
eiga við að etja þessi árin. Þar eru
nefnd landbúnaðarmálin, viðskipta-
höft, staða Seðlabankans, halli á
fjárlögum, vald verkalýðsfélaga,
fastgengisstefna og gengisfellir.gar
og samanburður við Færeyjar, þar
sem hefur ekki orðið samdráttur,
eins og hér, heldur beinlínis hrun.
Þriðji hlutinn segir frá margvísleg-
um Evrópumálum. Þar er tekin
fyrir einkavæðing í Austur-Evrópu,
staða íslands gagnvart Evrópu og
hvort bankar eigi að vera fremur
í ríkiseign en einkaeign. Fjórði hlut-
inn er um efnahagsmál vítt og
breitt um heimsbyggðina, í Rúss-
landi, Albaníu, Suður-Ameríku og
Nýja- Sjálandi og um atvinnuleysið
í Evrópu. í síðasta hluta bókarinnar
er greint frá sambandi hagfræði
við vísindi almennt, rætt um frjáls-
lyndi, skyldur fræðimanna, spill-
ingu og enn frekar um landbúnað.
Það er ekki einfalt að draga fram
meginlínur í skoðunum og rök-
semdum höfundar. En kannski er
skýrasta einkenni málflutningsins
andstaða við íhlutun stjómmála-
manna í efnahagslíf á fijálsum
markaði. Það kemur fram í marg-
víslegu samhengi í bókinni: í stuðn-
ingi höfundarins við sjálfstæði
seðlabanka, röksemdum um land-
búnaðarmál, hugleiðingum um
Suður-Ameríku og Nýja-Sjáland,
því sem sagt er um einkavæðingu
og ýmsu fleiru. Mér virðist að flest
dæmin, sem bryddað er upp á í
bókinni, séu sannfærandi. Það er
einfaldlega sennilegt, að afskipti
Peróns af efnahagslífi Argentínu
hafí skaðað Argentínumenn meira
en nokkuð annað á þessari öld.
Þorvaldur Gylfason
Sömuleiðis er ljóst, að hrunið í
Færeyjum stafar af of miklum og
óskynsamlegum afskiptum stjórn-
málamanna af ijárfestingum þar í
landi. Og það er að minnsta kosti
hluti skýringannnar á þeim erfíð-
leikum, sem íslendingar eiga við
að glíma þessi árin í efnahagslífinu.
En spurningin, sem þessi skoðun
vekur, er, hveijar eiga almennt
talað að vera takmarkanir valds
stjómmálamanna? Það er engin
leið fram hjá stjómmálum í skipu-
legu nútíma samfélagi. Spurningin
er einvörðungu, hvert á nákvæm-
lega að vera valdsvið stjómmála-
manna? Svarið við þeirri spurningu
er alls ekki augljóst. En það er ljóst
af ýmsum röksemdum þessarar
bókar, að það er bráðnauðsynlegt
að ákveðið hóf sé á valdi stjórn-
málamanna.
En þessar hugleiðingar vekja
spurningar um samband lýðræðis
og efnahagsmála. Ef þjóð kýs yfír
sig stjórnmálamenn, sem hafa það
beinlínis á stefnuskrá sinni að hafa
mikil afskipti af efnahagsmálum,
er ekkert sem getur stöðvað slík
afskipti. Nema að almenningur
geri sér ljósa hættuna. Það getur
tekið langan tíma fyrir afleiðingar
ofstjómar að koma í ljós og þá
getur það kostað erfiðleika og fórn-
ir að komast á réttan kjöl aftur.
Þorvaldur Gylfason tekur þá
fræðimannsskyldu sína alvarlega
að upplýsa almenning um undir-
stöðuatriði fræða sinna. Þegar
hann gerir það setur hann mál sitt
fram í Ijósi skynsamlegra raka. En
stjórnmálamenn verða því miður
að taka tillit til fleiri hluta en skyn-
semi. Það þarf ekki annað en hlusta
á suma fulltrúa á Alþingi íslend-
inga til að átta sig á, að mannleg
heimska er máttugt þjóðfélagsafl
og þess vegna mega ugplýstar
skoðanir sín lítils stundum. Svo er
það líka satt, að menn geta haft
ólíkar skoðanir á sömu hlutum og
margar þeirra byggðar á skynsam-
legum rökum.
Það er margt í þessari bók, sem
verðugt væri að ræða frekar. Til
dæmis samband hagfræði við sið-
ferðileg verðmæti, sem höfundur
lætur í ljósi skoðanir á. En hér
verður látið nægja að benda lesend-
um á þessa markverðu bók, sem
allir áhugamenn um stjórnmál og
hagfræði ættu að skoða og gaum-
gæfa. Bókin er vel upp sett, prent-
villur fann ég engar, en það hefði
hjálpað að hafa nafnaskrá aftast.
Giímumai 1IIVIIIH Nviasta skáldsaga Stefáns Júlíussonar IUIIIIII fær eínr"ma lof fesen|la og gagnrýnenda
* B B BB BB Bókaútgáfan Björk