Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Hingað og ekki lengra eftirHörð Torfason Aldrei grunaði mig að ég ætti eftir að setjast niður og þurfa að skrifa grein til að vetja stöðu mína sem trúbadúr því ég hef haft þá skoðun að verk mín tali sínu máli. En hvemig eiga verk að geta talað sínu máli ef þeim er haldið frá neyt- endum? Nú eru viðhafðir svo gegnd- arlausir viðskiptahættir hjá plötu- verslunum Spors hf. að mér blöskr- ar. Þeir geta ekki réttlætt gerðir . sínar með því að benda á eitthvert hagsmunastríð þeirra við Japis, það kemur okkur listamönnum ekkert við. Japis er það fyrirtæki sem sýndi mér þann velviija og skilning að dreifa afurð minni þegar Spor hf. neitaði. Og hafi Japis-menn þakkir fyrir. En hagsmunaátök sín verða þessir aðilar að leysa án þess að láta það bita á okkur listamönnum. En hvaða viðskiptahætti er ég þá að tala um? Jú, satt er það að þeir panta plötu en skelia henni síð- an inn í rekka með öðru eldra efni þannig að fólk sem kemur að versla sér varla plötuna nema hafa fyrir því að leita vel. Ég ætla hér að segja ykkur sögu sem gæti lýst ástandinu vel. Manneskja kemur inn í hljóm- plötuverslun og biður um plötuna mína Gull, sem er nýlega komin í verslanir. Henni er sagt að platan sé því miður ekki til. Manneskjan fer í rælni sinni að róta í einum rekka með gömium plötum og finn- ur eintak af plötunni. Hún tekur sigri hrósandi eintakið og fer að afgreiðsluborðinu og segist ætla að fá plötuna en þá er henni sagt að því miður sé þetta eintak ekki til sölu heldur aðeins notað til afspil- unar fyrir viðskiptavini til að kynna þeim plötuna. Með þessum aðferð- um selur verslunin ekki plötuna strax, sennilega einhvem tíma eftir jól til að fá kaupverðið inn, dregur úr sölu plötu minnar og fullyrðir að það þýði ekki að panta fleiri eintök þar sem platan seljist einfaldlega ekki; þeir séu búnir að hanga með eitt eintak hjá sér á annan mánuð. Þetta er gott dæmi um óheiðarlega sölutækni. Auðvitað ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr að hafa sér- stakt borð þar sem allar nýjar ís- lenskar plötur væm. En Steinar Berg sagði í viðtali við mig að það væri yfirlýst stefna fyrirtækis síns að leggja enga áherslu á vörur frá Japis. Reiði sína í samkeppnisstríði ' þeirra lætur hann því bitna á þeim er síst skyldi; íslenskum tónlistar- mönnum. Almenningur verður að fá að skyggnast inn í þann heim sem býr að baki plötuútgáfu og skilja að hann er oft teymdur á asnaeyrunum af fáum mönnum sem reyna að einoka markaðinn með ósvífnum söluaðferðum. Vafalaust eru þeir búnir að rugla með auglýs- ingaskrumi alian sjálfstæðan vilja fóiks í þessum málum og þjálfa sennilega starfsfólk sitt í að selja eingöngu þeirra eigin framleiðslu og helst ekki annað. Allar hljómplöt- ur listamanna sem fara út fyrir þeirra smekk í flutningi og frásögn eiga ekki að seljast. Slíkar aðferðir hafa iðulega verið gagnrýndar án teljandi árangurs og hefur þar verið fyrst og fremst samstöðuleysi lista- manna um að kenna. En það er athyglisvert og talar sínu máli hve sjálfstæðum útgefendum hefur íjölgað undanfarið. Astæðumar eru helst þær að listamenn nenna ekki lengur að láta þessa menn segja sér fyrir verkum um hvað sé góð eða slærn tónlist. Ég hef verið sjálfstæður útgef- andi síðan 1975 einfaldlega vegna þess að ég neita að fara eftir boðum og bönnum aðila sem ætla að ákveða hvað ég má segja sem listamaður auk þess sem ég hef valið leið í flutn- ingi sem ekki er talin líkleg til vin- sælda á svokölluðum vinsældalist- um. Ég er mjög meðvitaður um það og hef aldrei haft tilburði til að komast á slíka lista; þótt þeir séu einhver tryggasta auglýsing til að auka sölu þá hef ég haft mínar efa'- semdir um heiðarleika þeirra sem standa að vali slíkra vinsældalista. Ég hef ástæður til að ætla að þar sé svindlað og svikið. Að ég skuli hafa vogað mér að fara ótroðnar leiðir í list minni hefur reynst mér dýrkeypt. Þetta hefur verið erfið ganga og ég hef þurft að beijast fyrir rétti mínum, kannski meira en flestir listamenn hérlendis, en það er ábyrgð sem ég hef axlað með ánægju því ég hef haft margt að segja sem ekki telst vera vin- sælt en hefur þýðingu fyrir okkur öll sem þá heild sem nefnir sig þjóð. í þeirri staðföstu trú hef ég starfað og mun halda áfram að starfa. Ég hef staðið í alla vega veðrum niðrá torgi og vaðið á milli húsa til að selja plötur mínar þegar dreifínga- raðilar hafa neitað að dreifa vegna þess að þeir ákváðu að platan væri ekki söluhæf. En þá plötu seldi ég í rúmlega 1.000 eintökum og fékk hún góða umfjöllun gagnrýnenda þar sem ég var að fjaila um óvana- legar hliðar mannlífsins. Svo að mínu mati brást dómgreind dreifíng- araðila í því máli eins og svo mörg- mm Jólaþrennan I iS mmw • Skemmtileg í SKÓINN kjörin með JÓLAKORTINU og gerir JÓLAPAKKANN ennþá meira spennandi. /f// ^ hAppaþrennan hefrtírinningúinl „Þeir geta ekki réttlætt gerðir sínar með því að benda á eitthvert hags- munastríð þeirra við Japis, það kemur okkur listamönnum ekkert við.“ um öðrum sem þeir telja sig vera sérfræðinga í. Og það er einnig at- hyglisvert að Steinar Berg og fyrir- tæki hans Steinar hf. stærðu sig af því að halda á lofti merki íslenskr- ar tónlistar en í dag er hann ein- mitt sá sem mestan skaða vinnur henni með aðferðum sínum. En margir listamenn eru ekki saklausir í þessum efnum frekar en aðrir. Margir þeirra virðast aðeins stefna að því að gefa út plötu fyrir jólin til að græða peninga og búið, þess á milli heyrist ekki múkk frá þeim, þeir starfa sem sagt ekki að öðru leyti að list sinni. En þeir eru oft háværir og gera óréttmætar kröfur um athygli kringum afurðir sínar á þessum tíma án þess að eyða einni einustu krónu í auglýs- ingar og vilja ekki skilja að oft eru auglýsingar talsvert kostnaðarmeiri en platan sjálf. Á mínum langa ferli hef ég séð og heyrt marga koma og fara og margt sagt og margir listamenn hafa borið þungar ásak- anir á útgefendur um þjófnað og óheiðarleika. Mig grunar að margir listamenn séu svo áfjáðir að skrifa undir samninga að þeir gefí sér ekki tíma til að lesa þá áður en þeir skrifa undir og væntingar þeirra séu ansi sterkt litaðar hollý- wood-draumnum um auð og frama og að þeir geri ekki minnstu tilraun til að kynna sér þann kostnað sem fýlgir því að gefa út plötu. Menn ættu því að láta af rægingarherferð- um sínum og vanda sig aðeins betur í samningamálum og telji þeir sig hafa verið hlunnfarna að sækja þá mál sín af festu. Það er fjárhagsleg áhætta að gefa út hljómplötu og þá áhættu hef ég hingað til tekið og mun halda áfram að gera svo lengi sem ég hef eitthvað að segja. Þetta er nokkkuð sem fýlgir starfínu. En ég get ekki og vii ekki lengur sætta mig við þau bolabrögð sem nú eru notuð í plötu- verslunum Spors hf. og mótmæli þeim hér með. Ég hvet forráðamenn Hörður Torfason. Spors hf. til að breyta viðskiptahátt- um sínum. Ágætu landsmenn, ég skora á ykkur að skoða hug ykkar vel áður en þið kaupið hljómplötur og látið ekki sölufólk telja ykkur hughvarf með blekkingum eins og að platan sé ekki til eða hún sé uppseld og þess vegna ættuð þið að kaupa aðra plötu. Þeirra afurð. Kynnið ykkur málin, skoðið fram- boðið. Hlustið og veljið. Bestu kveðjur. Höfundur er trúbadúr. Um plöntuframleiðslu eftir Vigni Sveinsson Enn kasta garðplöntuframleið- endur steinum úr glerhúsum sínum að skógræktarhreyfíngunni og velja nú Skógræktarfélagi Eyfirðinga sérstaklega sem skotmark. I grein Jóhanns Isleifssonar sem birtist nú nýlega, var vitnað til svars Hallgríms Indriðasonar við ásökun- um garðplöntuframleiðenda og sett- ar fram ýmsar spurningar, að því er virðist í þeim tilgangi að gera starfsemi félagsins og samskipti við Akureyrarbæ tortryggileg. I grein Hallgríms fólst svar við sumum spurninganna, en rétt er þó að svara athugasemdunum í örstuttu máli. í gildi er samningur við Akur- eyrarbæ um rekstur útivistarsvæð- isins. Eins og aðrir samningar í viðskiptum er hann kominn til vegna þess að hann er hagstæður báðum aðilum. Að sjálfsögðu greið- ir verkkaupi hluta af launagjöldum ekki síður en öðrum rekstrargjöld- um er tengjast útivistarsvæðinu og er það óviðkomandi rekstri gróðrar- BOÐTÆKI Kr. 13.250,- Geymir 16 skilaboð Innbyggður titrari Batteríisviðvörum Rafögn hf. Ármúla 32 Sími 91-679720 Fax 679728 „Hafa ber í huga að það er fyrst og fremst að þakka dugnaði og elju- semi skógræktarfólks í landinu að markaður fyrir tijáplöntur hefur orðið til.“ stöðvar félagsins. Varðandi það, hvort fram- kvæmdastjórar eða eigendur einka- rekinna gróðrarstöðva séu jafn- framt á launum hjá opinberum aðil- um, tel ég það ekki í okkar verka- hring að svara því, en bendi spyrj- anda á að kanna það mál innan eigin vébanda. Vera má að hann finni dæmi um slíkt. Fráleitt er að gefa í skyn, að þegjandi samkomulag ríki um að skógræktarfélög greiði ekki sjóða- gjöld. Innheimta sjóðagjalda af framleiðslu afurða gróðrarstöðva fer eftir ákvæðum reglugerðar nr. 393 frá 1990. Nokkur ágreiningur hefur verið um fyrirkomulag greiðslna, en niðurstöðu er að vænta innan skamms. Um aðgang að markaðnum og jafna aðstöðu vil ég segja þetta: Hafa ber í huga að það er fyrst og fremst að þakka dugnaði og elju- semi skógræktarfólks í landinu að markaður fyrir ttjáplöntur hefur orðið til. Þar hafa garðplöntufram- leiðendur lítið komið nærri, en þrátt fyrir það hafa þeir nú komið inn á þann markað og notið góðs af hon- um og ekki hefur verið við því amast af hálfu skógræktarfélag- anna. Að gefa það í skyn að skóg- ræktarfélögin þrengi nú að hags- munum Félags garðplöntuframleið- enda hljómar því eins og hvert ann- að öfugmæli. Það virðist hins vegar oft gleymast, bæði garðplöntufram- leiðendum og öðrum, að skógrækt- arfélögin hafa alla tíð styrkt starf- semi sína með sjálfboðavinnu og félagsgjöldum og standa e.t.v. betur að vígi í samkeppninni af þeim ástæðum og tæpast getur það talist óheiðarlegt. Þá er ástæða til að minna á það, að starfsmenn þeirra gróðrarstöðva, sem félag garð- plöntuframleiðenda beinir spjótum sínum að, byggja afkomu sína á þessari framleiðslu, ekki síður en eigendur stöðvanna, og þeir eiga væntanlega ekki minni rétt til at- vinnuöryggis og lífsafkomu þótt þeir séu launþegar. 1 málflutningi garðplöntufram- Vignir Sveinsson leiðenda gætir nokkurrar skamm- sýni. Með því að veitast að skóg- ræktarhreyfingunni eru þeir einnig að veikja sína eigin möguleika í framtíðinni. Skógrækt er ekki að- eins sá þáttur að framleiða plönt- urnar, það þarf líka að gróðursetja og hirða skóginn. Þeim þætti hafa skógræktarfélögin ásamt sveitarfé- lögum og ríki haldið gangandi, og svo mun verða þar til ræktunin sjálf fer að gefa af sér arð til að taka þátt í þeim kostnaði. Verði þessar árásir til þess að skapa neikvæða afstöðu til skógræktar, er verið að stofna framtíð hennar-í hættu og þar með markaði fyrir framleiðsl- una. Að lokum: Þeir sem fara fram með ásakanir á hendur öðrum um ósæmilega hluti verða að gera ráð fyrir því að þeim sé svarað af þeim, sem að er vegið. Af hálfu Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga hefur verið reynt að svara þeim ásökunum sem fram hafa komið og mun þetta lát- ið nægja á þeim vettvangi. Garð- plöntuframleiðendur eru flestir áhugamenn um skógrækt og mundu gera sjálfum sér og skóg- ræktarmálefnum mest gagn með því að leggjast á sveif með skóg- ræktarmönnum og stækka þann markað sem fólginn er í framtíð skógræktar í landinu og verður vonandi að alvöru atvinnuvegi þeg- ar fram líða stundir. Höfundur er formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga og stjórnarmaður í Skógræktarfélagi lslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.