Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 41 Aðrir ráðherrar lýstu vanda sem við er að glíma eins og því að skrifa þyrfti allar kennslubækur upp á nýtt því hinar fyrri væru gegnsýrð- ar af lofi um Enver Hoxha og út- gáfu hans af marxisma eins og reyndar allt skólakerfið. Albanir þurfa að mennta þjóð sína upp á nýtt. Utanríkisráðherrann lýsti miklum áhyggjum vegna ástandsins í ríkjum fýrrum Júgóslavíu og ekki síst hafa Albanir áhyggjur af bræð- rum sínum og systrum í Kosovo. Staða kvenna í Albaníu Á eftir ríkisstjórninni settust full- trúar stjórnarandstöðunnar við há- borðið. Þeim bar öllum saman um að miklar breytingar hefðu átt sér stað í Albaníu og engin leið lægi til baka, þótt margt mætti betur fara í stjórnarháttum. Ég spurði þá stjórnarandstæð- inga um stöðu kvenna í Albaníu m.a. í ljósi þess að engin kona hefði komið til að ræða við okkur. Mér var svarað því til að staða alb- anskra kvenna væri ekkert lík því sem tíðkaðist meðal íslamskra ríkja þótt meirihluti Albana væru taldir múslimir. Albanir væru Evrópuþjóð. Flestar konur hefðu stundað vinnu utan heimilis um áratuga skeið en þær hefðu staðið utan við þau póli- tísku átök sem átt hafa sér stað í landinu og eru afar fáar innan valdakerfisins. Ég komst að því síð- ar að ástandið hefur þróast konum heldur í hag, því hin nýju stjórn- völd hafa t.d. heimilað fóstureyð- ingar sem voru bannaðar áður og þær sækja sér háskólamenntun í stórum stíl sem áður var skömmtuð en atvinnuleysið bitnar að sjálf- sögðu mjög á þeim. „Við höfum mikið verk að vinna í málefnum kvenna,“ sagði einn þingmannanna albönsku. Nú var orðið áliðið dags og næst á dagskrá að heilsa upp á Berisha forseta. Berisha er læknir og átti þess kost að menntast erlendis vegna þess að hann var í náðinni hjá Hoxha. Hann var þó ásamt Nano einn af þeim sem hófu lýðræðisbylt- inguna og er nú einn áhrifamesti maður landins. Hann sagði með glampa í augum að stjórn Lýðræðis- flokksins ætlaði að einkavæða allt, jafnvel vegina! Við nánari athugun kom í ljós að einkavæðingarhug- myndirnar ná hvorki til mennta- kerfisins né heilbrigðiskerfisins og Berisha var bent á að betra væri að kynna sér vel reynslu annarra þjóða af einkavæðingu. Forsetinn ræddi mikið um áform Albana í atvinnumálum og útflutningi og var hinn bjartsýnasti á möguleika þeirra í ferðaþjónustu og matvæla- framleiðslu, en óneitanlega varpaði ástandið í nágrannaríkjunum skugga á framtíð Albaníu. Dísætt Sprite og Whitney Houston Eftir fundinn með forsetanum var haldið beint til konungshallar- innar sem reist var á valdatíma It- ala í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar höllin hafði verið reist gerði kóngur sér lítið fyrir og stakk af. í þessu fagra húsi sem notað er til móttöku gesta var borin fram herleg máltíð í boði þingforseta. Ég gat þó ekki annað en kímt þegar ég smakkaði fordrykkinn því hann var dísætt Sprite og sannaðist þar enn dálæti Albana á gosdrykkjum, nema að þeir séu svona hófsamir á áfenga drykki í anda spámannsins Múham- eðs. Mér þótti það táknrænt fyrir þenna heim sem ég var stödd í að þetta kvöld sofnaði ég út frá söng Whitney Houston „I will always love your“ sem hljómaði frá veit- ingahúsi í grenndinni. Skyldi ég vakna aftur næsta morgun við bænakall múslima? Næta dag var fundi haldið áfram og nú var röðin komin að minni- hlutahópum, trúarsöfnuðum lands- ins og frjálsum félagasamtökum. Inn gekk æðsti prestur múslima í svörtum kufli og með vefjarhött rétt eins og úr 1001 nótt. í kjölfar hans kom prestur frá gísku rétt- trúnaðarkirkjunni líka klæddur í svartan síðkjól með háan hatt og mikið skegg. Kaþólski biskupinn sem von var á reyndist veikur. Staða trúarhópanna er einfaldlega þannig að þeir eru að byrja nánast frá grunni. Öll trúarbrögð voru bönnuð á Hoxha-tímanum og eignir voru gerðar upptækar, m.a. var kirkjum breytt í körfuboltavelli. Nú standa yfir samningar milli rikis og trúarhópa um að þeir fái eignir sínar til að baka svo og um helgi- hald. Mér þótti skemmtilegt að heyra að nú hafa jólin verið leyfð að nýju! Hin grimma fortíð Mjög athyglisvert var að hlýða á sjónarmið fyrrverandi pólitískra fanga í Albaníu. Talið er að um 20% Albana hafa setið í fangelsi í Hox- ha-tímanum fyrir mismunandi mikl- ar „sakir“. Nú eru um 350 þúsund manns í landinu sem teljast fyrrver- andi pólitískir fangar, fólk sem er misjafnlega vel á sig komið andlega og líkamlega eftir pyntingar og ein- angrun. Fyrrverandi fangar hafa stofnað samtök og vilja að sérstak- lega verði tekið tillit til þeirra í fé- lagslegri þjónustu enda augljóst að margir þurfa á aðstoð að halda. Sá sem þarna var í forsvarí var ekki fangi sjálfur en faðir hans sat í fangelsi um árabil og hvarf síðan sporlaust. Eftir fall kommúnista fór hann að grafast fyrir um örlög föð- ur síns og komst að því að hann hafði verið drepinn. Við nánari könnun fundust fjöldagrafir og lík- amsleifar fólks sem greinilega hafði verið skotið í höfuðið eða limlest. Eftir fundinn sýndi hann mér mynd- ir sem teknar höfðu verið af gröf- um, líkum og einstökum beinum sem voru vægast sagt óhugnanleg- ar. Síðasti hópurinn sem kom á okk- ar fund voru blaðamenn sem bar saman um að þrátt fyrir einstaka árekstra við stjórnvöld svo sem handtökur blaðamanna og það að ríkisstjórnin réði ríkisfjölmiðlunum, væri ekki saman að líkja við fyrri tíma, menn væru að feta sig áfram á braut fjölmiðlafrelsisins. í landinu eru gefin út 249 blöð þannig að flóran er ríkuleg og ekki að furða þótt ýmislegt sérkennilegt stingi upp kolli. Þar með var fundarhaldi lokið en ég hef hér aðeins stiklað á stóru. Það má ljóst vera að Albanir eiga langt í land og að þeir þurfa að ljúka miklu lagastarfi og endurnýjun áð- ur en þeir geta gengið inn um dyr Evrópuráðsins sem fullgildir félag- ar. Stjórnkerfí þeirra er enn gegn- sýrt gömlum venjum og m.a. eiga þeir eftir að taka dómstóla og fang- elsismál í gegn áður en gott lag telst komið á. Þá er greinilegt að grunnt er á því góða milli núver- andi og fyrrverandi stjórnarherra en það breytir ekki því að hvaða skoðun sem menn hafa eiga allir að njóta mannréttinda og réttlætis fyrir dómstólum. Eitt lítið fíkjutré Undir kvöld þennan síðari fund- ardag héldu nefndarmenn í ferð út að ströndini til borgarinnar Durres. Á leiðinni blöstu við niðurnídd hús, vegurinn var holóttur þótt malbik- aður væri, en bílstjórinn eins og reyndar allir ökumenn keyrði eins og hann væri með andskotann á hælunum, lá á flautunni og sveifl- aði sér fram úr öðrum bílum í sí- fellu. Meðfram vegum, út á ökrum, upp í hlíðum og fjöllum blöstu alls staðar við hin forljótu loftvarn- abyrgi Envers Hoxha. Leiðtoginn, sem frú hans sagði hafa verið mest- an mann sem nokkurn tíma hefði fæðst í Albaníu, átti von á árás heimsvaldasinna á hveiju augna- bliki. Til að búa þjóðina til vamar lét hann reisa 700 þús. — segi og skrifa sjö hundruð þúsund — loft- varnabyrgi byggð úr sérstaklega styrktri og járnbentri innfluttri steinsteypu og staðsetti þannig að hver og einn gæti hlaupið fyrirvara- laust í skjól. Þvílík stjómviska. Hafnarborgin Durres er ævagömul og talið er að þar séu a.m.k. þijár borgir hver ofan á ann- arri. Þama höfðu Rómveijar bæki-» stöð og menn vissu m.a. um hring- leikahús þar sem skylmingaþrælar börðust. Maður einn í borginni gróð- ursetti fíkjutré í garði sínum árið 1966. Hann skildi ekkert í því að tréð óx ekki neitt og fór að athuga jarðveginn í garðinum. Þá kom hann niður á hleðslur og holrými og kallaði til réttbær yfirvöld til að kanna hvað þarna leyndist. I ljós kom að hann hafði komið niður á einn útgang hringleikahússins. Búið er að grafa upp hluta leikhússins en til að það komi allt í ljós þarf að_fjarlægja fjölda húsa. í Durres rétt eins og í Tirana blasti við skemmtilegt fyrirbæri sem kennt er við Miðjarðarhafið. Götumar voru troðfullar af fólki sem reikaði fram og aftur í góða veðrinu, heilsaðist og spjallaði sam- an. Mér fannst gaman að sjá hve karlmennirnir vom innilegir hver í annars garð. Þeir leiddust um göt- urnar og þegar þeir heilsuðust með handabandi fylgdi koss á báðar kinnar. Af óðaverðbólgu og Skanderbeg Næsta morgun lögðum við enn land undir fót, þau sem ekki áttu að fljúga á braut fyrr en síðdegis, en áður þurfti að gera upp reikning- ana á hótel Dahji. Stjórnvöld höfðu hrósað sér mjög af árangri í bar- áttu við verðbólguna í landinu, en þama inni á hótelinu geisaði óða- verðbólga. Verðið á herbergjunum hafði hækkað um allt að helming frá því sem um var samið fyrirfram og var ekki í nokkru samræmi við „gæðin“. Það var þrefað og prúttað og tókst að ná verðinu nokkuð nið- ur. Austurríski þingmaðurinn fékk himinháan reikning og spurði hvemig á þessu stæði. „Þér voruð í brúðhjónasvítunni,“ var svarað. „Já, en ég hefur verið giftur í 20 ár,“ svaraði hann, „og engin var konan til að njóta sælunnar með í svítunni." Hann náði verðinu niður. Leiðin lá nú upp í fjöllin að skoða leifar miðaldakastala þjóðhetjunnar Skanderbegs sem uppi var á 15. öld. Skanderbeg var prins sem sam- einaði þijú lénsríki Albaníu í eitt og vann sér það til frægðar að stöðva framsókn Tyrkja inn í Evr- ópu um 20 ára skeið. Við rústir kastalans hefur verið reist lítið safn sem tileinkað er Skanderbeg og þar er saga hans sögð í máli, myndum og munum. Mikill fjöldi bóka hefur verið skrif- aður um hann, þær fyrstu skömmu eftir dauða hans. Krakkar höfðu safnast saman við safnið og sátu fyrir ferðamönnum. Þau seldu póst- kort en reyndu líka að sníkja sitt lítið af hveiju. Lítill og sætur strák- ur elti mig á röndum, þóttist skrifa í lófa sinn og sagði: stíló, stíló. Hann var að biðja um penna. Því miður hafði ég bara einn hálftóman tússpenna á mér en lét hann góðfús- lega af hendi. „See you later,“ sagði sá litli. Albanir eiga langt í land Þarna uppi í fjöllunum var afar fagurt, hh'ðarnar skógi vaxnar og mikið um nýrækt því Albanir eru að reyna að bæta upp mikið skógar- högg sem á rætur að rekja til elds- neytisskorts undanfarinna ára. Það vakti athygli mína í þessari ferð að hvergi sáust vélar á ökrum, held- ur var fólk að vinna með haka. Ég sá einn traktor keyra eftir vegi. Á öðrum stað voru menn að hlaða múrsteinshús en þeir höfðu ekkert annað en múrskeið og hrærðu steypuna (eða límið) með handafl- inu einu. Landið var ákaflega þurrt eftir mikið þurrkasumar og lítið í ám. Albana bíður enn einn vetur með matarskort, en það var ekki annað að heyra en að þeir væru bjartsýnir á framtíðina svo framar- lega sem ófriðurinn nálgast ekki ' lándamæri þeirra enn meir með þeim hætti að bræður þeirra og systur í Kosóvó eigi í hlut. Síðdegis þennan dag settist ég um borð í ungverska flugvél með ólgu í maga og moskítóbit á hönd- um og fótum. Ég verð að viður- kenna að ég var fegin að fara því þrátt fyrir vingjarnlegt viðmót var eitthvað þrúgandi við andrúmsloft- ið, líkt og eitthvað ósagt lægi í lofti. Flugvélin hóf sig á loft og brátt var Tirana að baki. Fyrir neðan var landið þurrt en fagurt. Fjöllin nál- guðust en í eitt þeirra hafði verið hoggið risastórum stöfum: Hoxha. í þessu landi er fortíðin alls staðar nálæg og eflaust mun það taka Albani langan tíma að létta af sér byrðum þeirra þrúgandi stjórnar- hátta sem héldu þúsundum manna föngnum, byggðu upp vellystinga- og forréttindakerfi flokksbrodda á kostnað almenning. Það verður for- vitnilegt að fylgjast með þróuninni og því óhjákvæmilega uppgjöri sem þarf að eiga sér stað við fortíðina. Það eru blikur á lofti í norðri en hamingjan forði Albönum frá styij- öld og blóðugum innri átökum. Höfundur er þingkona. Skemmtileg bók um fólk I bókinni Milli sterkra stafna segja sögu sína á lifandi og skemmtilegan hátt tólf manns úr mismunandi starfsgreinum, meðal annarra bílstjóri, bókari, bryti, skipstjóri, verkstjóri og vélstjóri. Viggó Maack, skipaverkfræðingur: „Einu sinni var sonur minn, þá þriggja eða fjögurra ára, með mér í Kaupmannahöfn þar sem Gullfoss var í slipp. Við stóðum á brúarþaki Gullfoss þegar stóru tankskipi var hleypt af stokkunum við hliðina á okkur. Það var stórfenglegt að sjá þetta ferlíki renna í sjóinn. Þegar þetta var afstaðið hnippti sonur minn í mig: - Pabbi, láttu þá gera þetta aftur, sagði harrn, með óbilandi trúnaðartrausti á getu föður síns.“ „Likast til er það þó rétt hjá henni að ég líkist móður minni. Mér hefur fundist það á síðari árum. Enginn hefur haft eins mikil álnif á mig og hún. Hún var hafsjór af fróðleik, ekki síst varðandi kveðskap og kenndi mér allar vísur sem ég kann. Mörg tilsvör hennar hittu í mark og eru mér minnisstæð. Eitt sinn þegar ég var nýkominn ffá námi í Banda- ríkjunum vorum við að ræða saman og greindi á um eitthvað. - Mamma mín, nú er ég búinn að ganga í tvo háskóla, heldurðu að ég viti þétta ekki? sagði ég við hana í glensi. - HeyrðuViggó, sagði hún, róleg að vanda, það var bóndi austur á Héraði og hann átti bolakálf sem saug tvær beljur, en hann varð aldrei atmað en naut!“ Trausti Kristinsson, bílstjóri: „Mér ftnnst mikið til um hvað ungu fólki standa margar leiðir opnar í dag og hvað við eigum orðið mikið af vel menntuðu og mannvænlegu fólki. Þó get ég ekki varist því að undrast hvað þjóðinni nýtist þessi menntun illa.Við getum ekki þverfótað fyrir fræðingum sem reikna og reikna og gera fínar áætlanir sem hljóta lof og athygli en standast aldrei. Þetta fólk má heldur ekki vera að því að öðlast starfsreynslu, fmnst það geta hlaupið yfír hana úr þvi það hefur setið á skólabekk. Það situr nokkra vetur uppi í háskóla, sækir kannski námskeið hjá Stjórnunarfélaginu og fer á námstímabilinu í kynnisferðir í fyrirtæki. Kemur í rútu með skólafélögum sínum til að líta á Granda, Eimskip, Kassagerðina og fleiri vel rekin fyrirtæki. Fer síðan út á vinnumarkaðinn að námi loknu og er ráðið í yfírmannsstöðu hjá fyrirtæki sem það hefur haft hálftíma viðdvöl í." Afar skenmitileg og óvenjnleg viðtalsbók - prýdd fjölda ljósmynda. é> ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ HF - góð bók um jólin Strendurnar við Adríahafið eru svo til ósnortnar og þar sjá menn fyrir sér ferðamannaparadís. HVÍTA HÚSIP / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.