Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Atvinnuleysi
á aðventu
Samdráttur hefur sett svip á
íslenzkt atvinnulíf og
vinnumarkað okkar um árabil.
Skráð atvinnuleysi er ógnvekj-
andi. Þannig voru rúmlega þijú
þúsund einstaklingar skráðir
atvinnulausir á Ráðningarskrif-
stofu Reykjavíkurborgar 15.
desember síðastliðinn. Þetta
þýðir að 4,5% af borgarbúum á
vinnualdri eru án atvinnu. Þetta
segir okkur að rúmlega eitt
þúsund einstaklingar í Reykja-
vík eru án vinnu á aðventu
þessa árs umfram það sem var
á sama tíma á síðastliðnu ári.
í nóvembermánuði síðast-
liðnum voru tæplega 132 þús-
und atvinnuleysisdagar skráðir
á landinu öllu. Atvinnuleysis-
dagar í nóvember voru 29 þús-
undum fleiri en í október og
38 þúsundum fleiri en í sama
mánuði í fyrra. Þetta þýðir að
atvinnuleysi á landsvísu er 41%
meira í nóvember 1993 en í
sama mánuði 1992 — og hefur
ekki mælst meira í þeim mán-
uði áður. Þessar tölur jafngilda
því að rúmlega sex þúsund kon-
ur og karlar hafi að meðaltali
verið á atvinnuleysisskrá í þess-
um mánuði eða 4,7% af fólki á
vinnualdri. Raunverulegt at-
vinnuleysi er af ýmsum talið
nokkru meira en skráð.
Árstíðasveiflur hafa alltaf
sagt til sín í íslenzku atvinnu-
lífi. Nú virðist sem langtímaat-
vinnuleysi hafi einnig fest hér
rætur. Nærri fjórðungur at-
vinnulausra hefur verið án
vinnu sex mánuði eða lengur.
Það horfir heldur ekki byrlega
í þessum efnum næstu mánuði
eða misseri. í yfirliti vinnumála-
skrifstofu félagsmálaráðuneyt-
isins um atvinnuástand hér á
landi í nóvembermánuði segir
m.a.:
„Þessar tölur ásamt öðru eru
vísbending um að atvinnuleysi
muni aukast talsvert í desember
og gæti orðið á bilinu 5,5% til
6%, því nú gætir vaxandi árs-
tíðasveiflu í atvinnuleysi. Tíma-
bundið veiðihlé og lokun fisk-
vinnsluhúsa sem jafnan verður
seinni hluta desembermánaðar
munu að öllum líkindum vega
mjög þungt, auk þess bendir
ýmislegt til að slíkt sé nú meira
í undirbúningi vegna boðaðra
verkfalla. . .“
Orsakir vaxandi atvinnuleys-
is eru ýmsar. Aflatakmarkanir
og erfiðleikar í sjávarútvegi
vega þar þungt, með og ásamt
samdrætti í stoðgreinum sjáv-
arútvegs eins og málm- og
skipasmíðaiðnaði. Atvinnuleysi
fer og vaxandi í iðnaði, verzlun
og þjónustugreinum, m.a. á
höfuðborgarsvæðinu. Síðast en
ekki sízt ber að nefna þá efna-
hagslægð, sem grúft hefur yfir
helztu viðskiptasvæðum okkar
austan hafs og vestan mörg
undanfarin ár, og haft hefur
lamandi áhrif á atvinnu- og
efnahagslíf hér.
Atvinnuleysi er þrátt fyrir
allt minna hér á landi en víða
í grannríkjum. Þar er atvinnu-
leysið sums staðar nánast þjóð-
arböl. Það hefur hins vegar
hallað á hinn verri veginn fyrir
okkur, samanber skráð at-
vinnuleysi í nóvember- og des-
embermánuðum. Það er því
tímabært að staldra við og huga
að viðbrögðum. Ekkert brýtur
einstaklinga, konur og karla,
sem hafa heilsu og vilja til
vinnu, fyrr eða verr niður en
atvinnuleysið. Rétturinn til
vinnu, rétturinn til að sjá sér
og sínum farborða, er í margra
huga hluti af grundvallarmann-
réttindum. Það er og ómældur
skaði fyrir lítið samfélag, eins
og okkar, að virkja ekki þá
auðlind, sem býr í menntun og
starfskröftum rúmlega 6.000
einstaklinga á vinnualdri.
Öll ábyrg öfl í samfélaginu
þurfa að láta sig þann efna-
hags- og félagslega vanda
varða, sem af atvinnuleysi
hlýzt. Þetta á bæði við um að-
ila vinnumarkaðarins, svokall-
aða, vinnuveitendur og verka-
lýðsfélög, og þá sem búa at-
vinnulífinu starfsramma, lög-
gjafann/ríkisvaldið og sveitar-
félögin.
Sitt hvað hefur áunnizt í að
varða veg út úr vandanum.
Verðbólga er hér minni én í
grannríkjum, vextir hafa verið
lækkaðir, aðstöðugjöld felld
niður og viðskiptastaða okkar
út á við styrkt umtalsvert með
EES-samningum og væntan-
lega einnig GATT-samningum.
Sókn fiskveiðiflotans á íjarlæg
mið hefur og bætt stöðu samfé-
lagsins.
En betur má ef duga skal.
Ríkisvaldið, sveitarfélögin og
samtök vinnuveitenda og laun-
þega þurfa að leggjast á eitt
um að styrkja rekstrargrund-
völl atvinnulífsins, bæta starfs-
umhverfi atvinnuveganna. Fátt
vegur í þeim efnum þyngra, til
lengri tíma litið, en menntun,
rannsóknir og þróunarstarf í
þágu atvinnuveganna. Það er
og hyggilegt að flýta fram-
kvæmdum, sem fyrirsjáanlega
þarf að ráðast í áður en langir
tíma líða, ef þær eru arðbærar
og atvinnuskapandi, ekki sízt
ef með þeim hætti má spara
verulega fjármuni í atvinnu-
leysisbótum.
Fjármálaráðherra um gagnrýni á 14% vsk. á matvæli
Vandalaust að aðgreina tvö
vsk.-þrep í matvöruverslun
Aðrar leiðir þó efalaust hagkvæmari til tekjujöfnunar
FRIÐRIK Sopusson fjármálaráðherra segir að það eigi að vera
vandalaust að aðgreina tvö virðisaukaskattþrep í matvöruverslunum
og vísar þá til þess að það hafi ekki valdið vandamálum í bóka-
verslunum. Hann viðurkennir hins vegar að lægra virðisaukaskatt-
þrep á matvæli sé tiltölulega dýr leið til tekjujöfnunar og aðrar
leiðir séu án efa hagkvæmari en Alþýðusambandið hafi talið þetta
forsendu fyrir því að kjarasamningar tækjust síðastliðið vor og
ríkissljórnin hafi samþykkt þetta til að tryggja vinnufrið og stöðu-
leika á næsta ári.
„Það má auðvitað deila um ágæti
þess fyrir skattkerfið að taka upp
tveggja þrepa virðisaukaskatt. Við
verðum samt að hafa það í huga
að-hingað til hafa þrepin verið þrjú:
24,5% á sumar vörur, 14% á aðrar
og enginn á enn aðrar. Og í raun
hafa verið tvö þrep í virðisauka-
skatti á matvæli hér á landi því við
höfum endurgreitt vsk. á vissum
matvælum, sem samsvarar 14%
skatti á þeim vörum. Það má einn-
ig benda á að Alþýðusambandið og
Stéttarsamband bænda styðja ein-
dregið tveggja þrepa vsk. á mat-
væli vegna þess að þau telja að
skattþrepin standist frekar áraun
heldur en endurgreiðslurnar. Það
er því ekkert nýtt fyrir okkur að
hafa fleiri en eitt vsk.-þrep. Jafn-
Ný bankaráð rík-
isbankanna kjörin
KJARTAN Gunnarsson framkvæmdastjóri og Pálmi Jónsson alþing-
ismaður verða formenn nýrra bankaráða Landsbanka og Búnaðar-
banka sem Alþingi kaus á laugardag til næstu fjögurra ára. Þeir
eru báðir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
í bankaráð Landsbankans voru
kjörnir, auk Kjartans, bæjarfulltrú-
arnir Anna Margrét Guðmundsdótt-
ir og Hallsteinn Friðþjófsson fyrir
hönd Alþýðuflokks, Steingrímur
Hermannsson alþingismaður fyrir
hönd Framsóknarflokks og Lúðvík
Jósepsson fyrrverandi ráðherra fyrir
hönd Alþýðubandalags. Varamenn
voru kjörnir Fannar Jónasson við-
skiptafræðingur, Brynjar Sig-
tryggsson framkvæmdastjóri,
Kristín Björnsdóttir bæjarfulltrúi,
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi
og Helgi Seljan fyrrverandi alþing-
ismaður.
í bankaráð Búnaðarbanka voru
kjörnir, auk Pálma Jónssonar, Árni
M. Mathiesen alþingismaður fyrir
hönd Sjálfstæðisflokks, Haukur
Helgason skólastjóri fyrir Alþýðu-
flokk, Guðni Ágústsson alþingis-
maður fyrir Framsóknarflokk og
Geir Gunnarsson fyrrverandi al-
þingismaður fyrir Alþýðubandalag.
Varamenn í ráðinu eru Þórir Lárus-
son rafverktaki, Þórunn Guðmunds-
dóttir lögmaður, Stefán Gunnarsson
byggingameistari, Gunnar Sæ-
mundsson bóndi og Anna Kristín
Gunnarsdóttir.
Jafnframt var Gunnar R. Magn-
ússon endurskoðandi kjörinn fulltrúi
í bankaráð Seðlabankans í stað
Geirs Gunnarssonar og situr hann
í ráðinu þar til nýtt bankaráð verð-
ur kjörið í október á næsta ári.
Samkvæmt samkomulagi Alþýðu-
bandalags og Kvennalista mun full-
trúi Kvennalistans þá taka sæti
Alþýðubandalagsins í bankaráði
Seðlabanka en Kvennalistinn missti
nú fulltrúa í bankaráði Landsbank-
ans.
N or ðurlandaráð
Kosið var í fleiri nefndir og ráð
á laugardag. Þar á meðal í Norður-
landaráð, sem í sitja alþingismenn-
irnir Geir H. Haarde, Rannveig
Guðmundsdóttir, Árni M. Mathie-
sen, Sigríður A. Þórðardóttir, Hall-
dór Ásgrímsson, Hjörleifur Gutt-
ormsson og Kristín Einarsdóttir. Þá
voru kosnir I útvarpsréttarnefnd
Kjartan Gunnarsson, Bessí Jó-
hannsdóttir sagnfræðingur, Gunn-
laugur Sævar Gunnlaugsson lög-
fræðingur, Ámi Gunnarsson fyrrv.
alþingismaður, Ingvar Gíslason
fyrrv. ráðherra, Einar Karl Haralds-
son framkvæmdastjóri og Brynhild-
ur Flóvenz lögfræðingur.
Lægri framlög til heiðurslauna listamanna
Tillaga um fækk-
un í heiðursflokki
SAMKVÆMT tillögu níu þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi
mun heildarupphæð heiðurslauna listamanna lækka úr 15,3 millj-
ónum í 14 milljónir. Á móti fækki í heiðurslaunaflokki því ekki
eru tillögur um að neinir komi í staðinn þeirra tveggja listamanna
i heiðursflokki sem létust á þessu ári, þeirra Finns Jónssonar og
Sigríðar Hagalín. Því fái hver listamaður í sinn hlut 875 þúsund
krónur í stað 850 þúsunda áður. Búist var við að tillagan hlyti
samþykki þingsins í gærkvöldi.
Samkvæmt tillögunni hljóta
eftirtaldir listamenn heiðurslaun
Alþingis á næsta ári: Atli Heimir
Sveinsson, Ámi Kristjánsson,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Hall-
dór Laxness, Hannes Pétursson,
Indriði G. Þorsteinsson, Jakobína
Sigurðardóttir, Jón Nordal, Jón
úr. Vör, Jórunn Viðar, Kristján
Davíðsson, María Markan, Matt-
hías Johannessen, Sigfús Hall-
dórsson, Stefán íslandi og Thor
Vilhjálmsson.
Samkvæmt tillögunni koma
875 þúsund krónur í hlut hvers
og er heildarfjárhæðin 14 milljón-
ir og lækkar úr 15,3 milljónum
sem gert var ráð fyrir í fjárlaga-
fmmvarpinu.
framt ber að minna á að víða í
nágrannalöndum okkar er tveggja
þrepa skattur. Og það má gera ráð
fyrir að á Evrópska efnahagssvæð-
inu verði viðurkennt að skattþrepin
verði tvö þannig að af þeim ástæð-
um má vera ljóst að þetta er ekk-
ert séríslenskt fyrirbrigði,“ sagði
Friðrik.
Tveggja þrepa kerfi dýrara
Ymsir hafa gagnrýnt harðlega
áform um að taka upp tveggja
þrepa virðisaukaskatt vegna þess
að það verði til þess veikja verulega
tekjuöflunarkerfi ríkisins vegna
erfiðleika í framkvæmd sem leiði
meðal annars til aukinna skatt-
svika. Einnig er því haldið fram að
lækkun skattsins muni ekki skila
sér í vöruverði, og ekki náist fram
sú tekjujöfnun sem stefnt er .að.
Um þetta sagði Friðrik að í bóka-
verslunum væri verið að selja bæk-
ur sem ýmist eru með 24,5% eða
14% virðisaukaskatt eftir því hvort
þær eru erlendar eða innlendar.
„Mér sýnist það hafa gengið ágæt-
lega saman og verið vandalaust í
framkvæmd og því ætti einnig að
vera vandalaust í matvöruverslun-
um að aðgreina þessi tvö kerfí. Það
er hins vegar rétt að það er al-
mennt talið að það sé dýrara að
halda úti tveggja þrepa kerfi, bæði
fyrir seljendur vöru og þjónustu og
skattkerfið sem þarf að hafa eftir-
lit með þessu.
Hin gagnrýnin er ef til vill rétt-
mætari, að lækkun á virðisa.uka-
skatti á matvæli er tiltölulega dýr
leið til tekjujöfnunar og aðrar leiðir
eru án efa hagkvæmari. Þetta var
ýtarlega rætt við aðila vinnumark-
aðarins þegar kjarasamningar
stóðu yfir, en Alþýðusambandið
lýsti því yfir að þessari aðferð yrði
að beita til að skapa forsendur fyr-
ir samningana. Ríkisstjórnin ákvað
í ljósi þróunar hérlendis og erlend-
is, að samþykkja þetta til þess að
fá vinnufrið og stöðugleika á næsta
ári, sem er ákaflega mikilvægt fyr-
ir okkur á þessum erfiðu tímum,“
sagði Friðrik Sophusson.
Morgunblaðið/Kristinn
Annir á Alþingi
MIKIÐ annríki hefur verið á Alþingi undanfarna daga við að afgreiða mál fyrir jólaleyfi þingmanna.
Framsóknarflokkur einn
á móti lækkun vsk. á mat
EINUNGIS þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði
gegn tillögu um að lækka virðisaukaskatts á matvæli í 14%
þegar atkvæði voru greidd á Alþingi í gær við 2. umræðu um
skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Einn þingmaður Kvennalista
sat hjá við atkvæðagreiðsluna en aðrir þingmenn Kvennalista
og allir þingmenn Alþýðubandalags greiddu atkvæði með 14%
virðisaukaskatti á matvæli.
Greidd voru atkvæði um allar
greinar frumvarpsins og breytinga-
tillögur frá efnahags- og viðskipta-
nefnd í lok annarrar umræðu um
frumvarpið í gær. Þar á meðal var
tillaga um að breyta lögum um virð-
isaukaskatt þannig að vsk á mat-
væli lækki úr 24,5% í 14% og var
það samþykkt með 46 atkvæðum
gegn 12 en einn sat hjá. Allir við-
staddir þingmenn Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði
með tillögunni og einnig viðstaddir
þingmenn Alþýðubandalags.
Kvennalisti með
Fjórir þingmenn Kvennalistans
greiddu einnig atkvæði með tillög-
unni, og einn þeirra, Jóna Valgerð-
ur Kristjánsdóttir, sagðist styðja
þessa tillögu meðal annars í þeirri
von að þetta væri skref í áttina til
þess að skattur á matvæli yrði af-
numinn. Kristín Ástgeirsdóttir, sem
stóð að breytingartillögum um
skattafrumvarpið með þingmönn-
um Framsóknarflokks, sat hjá í
atkvæðagreiðslu um þetta ákvæði
frumvarpsins, og sagði meðal ann-
ars í greinargerð fyrir atkvæði sínu,
að hún teldi þessa aðgerð ekki
myndu hafa tekjujöfnun í för með
sér.
Þingmenn Framsóknarflokks
greiddu hins vegar atkvæði gegn
þessum lið frumvarpsins en þeir
lögðu til að almenna virðisauka-
skattþrepið yrði lækkað úr 24,5%
í 23% og áfram yrði endurgreiddur
virðisaukaskattur að hluta af helstu
innlendum nauðsynjavörum.
Einum milljarði hærri tekjur
af beinum sköttum á næsta ári
TEKJUR af innheimtu beinna skatta hækka að óbreyttu um rúman
einn milljarð króna á næsta ári frá yfirstandandi ári samkvæmt lög-
um um tekjustofna sveitarfélaga og tekjuskatt sem afgreidd voru á
Alþingi í gærkvöldi. Samkvæmt lögunum um hækkar skattprósentan
um 0,55 prósentustig og getur orðið hæst 42,35%, en var á þessu
ári hæst 41,8%, að því tilskyldu að sveitarfélögin fullnýttu heimild
sína til álagningar útsvars. Heildarlaunagreiðslur í landinu nema í
kringum 200 milljörðum króna á ári, þannig að reikna má með að
hvert 0,1 prósentustig í beinum sköttum gefi I kringum 200 milljón-
ir króna í tekjur, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins.
í tekjustofnalögunum er ákvæði
um að útsvar sveitarfélaga geti að
hámarki orðið 9,2% og að lágmarki
verið 8,4% á næsta ári. Á yfirstand-
andi ári er hámark útsvarsálagning-
ar 7,5% en ekkert lögboðið lágmark.
Þetta þýðir að lágmarki 1,7 pró-
sentustiga hækkun á útsvari á næsta
ári og meiri hækkun hjá þeim sem
hafa lagt á lægra útsvar en 6,7% á
þessu ári, sem eru einungis tvö sveit-
arfélög. Þessa útsvarshækkun fá
sveitarfélögin til að mæta tekjutapi
af því að hætt var við álagningu
aðstöðugjalds um síðustu áramót.
Tekjuskattshlutfallið hækkaði þá um
1,5 prósentustig og færist það nú
yfir til sveitarfélaganna og tekju-
skatturinn lækkar að sama skapi.
Hann hækkar síðan um 0,35%, sem
er ein af þeim ráðstöfunum sem grip-
ið er til til að mæta tekjutapi vegna
lækkunar virðisaukaskatts á mat-
vælum í 14%. Að auki fá sveitarfé-
lögin viðbótartekjur til að bæta þeim
upp tekjutap af missi aðstöðugjalds-
isns með hækkun fasteignagjalda á
atvinnuhúsnæði og sérstakur skattur
á verslunar- og skrifstofuhúsnæði
rennur til þeirra á næsta ári.
Útsvar nær þrefaldast í
Skilmannahreppi
Samkvæmt árbók sveitarfélaga
1992 nýta langflest sveitarfélög sér
heimild til álagninmgar hámarksút-
svars, sem er á þessu ári eins og
fyrr sagði 7,5%, enda er það skilyrði
þess að fá fjárveitingu úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga. Þó eru margar
veigamiklar undantekningar frá því.
Þannig hefur útsvarshlutfallið í
Reykjavík verið 6,7% og myndi því
hækka í lögboðið lágmark 8,4%.
Sama útsvarshlutfall hafa Kópa-
vogsbúar og Vestmannaeyingar
greitt og nokkuð mörg önnur sveitar-
félög eru á bilinu 6,7-7,2%. Skil-
mannahreppur í Hvalfirði þar sem
Járnblendiverksmiðjan er staðsett
sker sig alveg úr því þar er útsvars-
prósentan aðeins 3%. Verði frum-
varpið að lögum myndi því útsvar
þar hækka að lágmarki um 5,4 pró-
sentustig og nær þrefaldast. Einung-
is eitt annað sveitarfélag leggur á
lægra útsvar en 6,7% og það er
Eyjahreppur á Snæfellsnesi sem
leggur á 6,25% útsvar.
Ekki besta jólagjöfin
Marinó Þór Tryggvason, oddviti í
Skilmannahreppi, sagði í samtali við
Morgunblaðið að það væri valdníðsla
að ákveða 8,4% lágmarksútsvar og
i þvert ofan í það sem ráðherra hefði
áður boðað, þ.e. aukið vald og frelsi
til sveitarfélaga varðandi sinn rétt.
Aðspurður sagðist hann enga
skýringu hafa á þessum hugmyndum
um að lögbjóða lágmark aðra en þá
sem hefði heyrst í þingsölum að það
væri „verið að bjarga Reykvikingum
fyrir horn, þannig að meirihlutinn
Reykjavík gæti bent á Alþingi þegar
útsvar þar hækkaði meira en 1,5%
Eg er ekkert viss um nema það eigi
við einhver rök að styðjast án þess
að ég geti svo sem alhæft um það.
Þeir hafa verið í ákveðnum vanda
eftir því sem maður hefur heyrt og
séð í fjölmiðlum," sagði hann.
Aðspurður sagði hann það fárán-
legt að neyða sveitastjórnir til að
leggja hærra útsvar á íbúa en þau
þyrftu til reksturs sveitarfélagsins.
„Ef við getum umbunað fólkinu- í
landinu með þessu, sem í þessu til-
viki er að vísu þröngur hópur íbúa
hér, get ég ekki séð hvernig í ósköp-
unum ríkisvaldið getur leyft sér að
bregðast svona við, þ.e.a.s. að íbú-
arnir megi ekki njóta þess að það
skuli vera hægt að hafa þetta
lægra,“ sagði Marinó.
Hann sagði að sveitastjórninni
hefði ekki gefist tækifæri til að funda
um þessa stöðu mála og fyrirhugaða
5,4% útsvarshækkun. „Þetta er ekki
besta jólagjöfin sem hægt er að gefa
fólkinu í landinu. Það á annað og
betra skilið,“ sagði Marinó að lokum.
Selt verður ytra úr sjö gámum frá Samheria
Olík túlkun á sam-
komulagi Aflamiðl-
unar o g Samherja
SAMHERJI hf. og Aflamiðlun náðu samkomulagi í deilu sinni
um útflutning á sjö gámum af ísuðum karfa á sunnudag fyrir
milligöngu utanríkisráðuneytisins. Samkomulagið felur í sér að
Samherji muni „virða niðurstöðu Aflamiðlunar um úthlutun heim-
ilda til útflutnings á ferskum fiski“ og á móti veitti Aflamiðlun
leyfi fyrir útflutningi gámanna, en fyrir helgi hafði Aflamiðlun
óskað eftir því við Ríkistollstjóra að embættið stöðvaði flutning
þeirra og léti senda þá til baka. Samherji dró einnig kæru sína
til utanríkisráðuneytis vegna synjunar Aflamiðlunar til baka. í
samtölum við Morgunblaðið í gær kom fram að forsvarsmenn
Aflamiðlunar og Samherja greinir á um eðli samkomulagsins.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fór utanríkisráðuneytið
fram á við Aflamiðlun sídegis í gær
að hún skýrði vinnureglur sínar og
birti þær, og sendi drög að slíkum
reglum til umfjöllunar eins hratt
og kostur er.
Eiríkur Tómasson, formaður
stjórnar Aflamiðlunar, kveðst álíta
að niðurstaða málsins taki af allan
vafa um að Samheiji hyggist virða
úthlutanir Aflamiðlunar til fram-
búðar, þar sem gámamir sjö hafi
ekki verið eina málið til umræðu.
Þorsteinn Már Baldvinsson fram-
kvæmdastjóri Samheija segist sjá
samkomulagið í öðru ljósi. „Við
höfum ekki gefíð það frá okkur á
neinn hátt að halda áfram að flytja
út ferskan fisk, og yfirlýsing okkar
fól ekki í sér neinar skuldbindingar
varðandi framtíðina,“ segir Þor-
steinn, „einu reglur sem Aflamiðlun
voru settar á sínum tíma var að
hún eigi að hafa eftirlit með og
aðlaga útflutning á óunnum fiski
nýtingu fískmarkaða fyrir vinnslu-
físk. Ef Aflamiðlun mun starfa
áfram reikna ég með að þetta verði
haft að leiðarljósi. Miðað við sölu-
verðið á karfanum okkar í gær, sem
var 143 kr. kílóið í Frakklandi, tel
ég ljóst að menn hljóti að meta
markaðslegar forsendur, sem eigi
að ráða úthlutunum.“
Möguleikar Samheija á leyfi
litlir
Eiríkur Tómasson segir að þegar
úthlutað sé leyfum til útflutnings á
físki í gámum sé tekið tillit til þess
hvort þær útgerðir sem sæki um
leyfí hafi sinnt hlutaðeigandi mark-
aði eða ekki. „Við metum í hverri
viku umsóknir í samvinnu við þá
sem vinna á mörkuðunum úti, en
það eru m.a. þeir sem eru umboðs-
menn fyrir íslensk skip og þeir sem
eru með uppboðsmarkaðinum í Bre-
merhaven. í kjölfarið á þessu mati
er ákveðið hversu mikið má flytja
út og síðan er því skipt á milli þeirra
sem sem hafa næga reynslu á
mörkuðunum,“ segir Eiríkur. „Það
segir sig sjálft að skip sem frystir
aflann um borð er ekkert að sinna
þessu. Umsóknir Samheija verða
meðhöndlaðar eftir þeim reglum
sem gilda um þennan útflutning og
hafa verið samþykktar af þeim
samtökum sem standa að Aflamiðl-
un. Það þýðir í raun að það eru
mjög litlar líkur fyrir því að þeir
fái leyfí til útflutnings héreftir, af
því að þeir eru með frystiskip.“
A *
Utgerðarfélagið Snæfellingur í Olafsvík
Áskildi sér rétt til að
krefja Samheija um
bætur falli karfaverð
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ SnæfellingTir hf. í Ólafsvík sendi Sam-
herja hf. skeyti á föstudag þar sem fyrirtækið áskildi sér rétt
til að krefja Samheija um skaðabætur ef sala þeirra í Evrópu
lækkaði markaðsverð á karfa, en skip Snæfellings seldi kárfa í
Bremerhaven í gærmorgun. Afrit af skeytinu voru send til Aflam-
iðlunar, utanríkisráðuneytisins og Ríkistollstjóra. Svavar Þor-
steinsson, framkvæmdasljóri Snæfellings, segir að fyrirtækið
muni ekki fylgja málinu eftir, þar sem söluverð afla skipsins í
Bremerhaven hafi verið gott. „Ef verðið hefði verið óeðlilega
lágt í kjölfar sölu Samhetja hefði hugsanlega komið til greina
að leita skaðbótaréttar okkar,“ segir Svavar.
Svavar segir að fyrirtækið hafi
borið það undir lögfræðing sinn
hvort það hefði skaðabótarrétt á
hendur Samheija ef fiskverð lækk-
aði óeðlilega mikið, en vildi í sam-
tali við Morgunblaðið í gær ekki
segja til um hvert álit lögfræðings-
ins_ var.
í skeytinu stendur m.a. að for-
svarsmönnum Snæfellings hf. sé
kunnugt um að Samheija hf. „hafi
í andstöðu við ákvörðun stjórnar
Aflamiðlunar flutt út físk, u.þ.b.
100 tonn af ísuðum karfa, til sölu
í Evrópu í byijun næstu viku. Snæ-
fellingi hf. var úthlutaður söludag-
urinn 20. desember i Þýskalandi
og hyggst selja karfa úr skipi sínu
Má SA 127 þann dag. Þar sem ljóst
er að þér hafið með útflutningi
þessum gerst sekur um ólögmætan
útflutning og líklegt er að sá út-
flutningur muni hafa í för með sér
verðlækkun á afla úr Má, áskilur
Snæfellingur hf. sér rétt til skaða-
bóta á hendur yður vegna þessa.“
Fékk 156 kr. fyrir kílóið
„Við töldum rétt að áskilja okkur
þennan rétt því útflutningur Sam-
heija virtist vera ólöglegur á þeim
tíma sem skeytið var sent, og það
er sjálfgefið að þegar 100 tonn af
fiski sem ekki var gert ráð fyrir fer
á markað má áætla að verðið lækki.
Þetta voru okkur forsendur þá, og
við vildum geta gengið á þessa
aðila ef okkur sýndist svo,“ segir
Svavar. Már seldi 86 tonn af karfa
í Bremerhaven í gærmorgun og
fékk um 156 kr. fyrir kílóið.