Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 11 er fylgt til grafar, sem einnig er á þessum mörkum; það sama má segja um fæðingu barns sem kunningja- kona Blooms elur; og smám saman rennur upp fyrir manni að þetta er eðli hversdagsins: að vera á mörkum þess að vera venjulegur og sérstak- ur. Af sál og líkama Sé sagan lesin sem einskonar fag- urfræði hversdagsins, hefur Joyce verið mjög forspár um aldarhátt okkar er hann lét aðalpersónu sína vera auglýsingasafnara. Bloom er hagsýnn náungi sem skynjar um- hverfi sitt meðal annars frá sjón- arhorni hins nútímalega fjölmiðla- manns. Hvað er hversdagur nútíma- fólks ef ekki fjölmiðlar og auglýsing- ar? Að sumu leyti er Stephen í and- stöðu við þann heim; hann er hið rómantíska en jafnframt kaldhæðna skáld sem leitast við að lesa veruleik- ann að baki hinu blekkjandi yfir- borði. Fyrsti hluti sögunnar er helgaður Stephen, og einkum þriðji kaflinn birtir okkur skáldið sem vill upp- hefja efnið; lesa í veruleikanum ummerki dulúðar og andlegs ævin- týrs. „Ineluctable modality of the visible: at least that if no more, tho- ught through my eyes. Signatures of all things 1 am here to read, se- aspawn and seawreck, the nearing tide, that rusty boot.“ Þetta fræga upphaf 3. kafla verður fullstirt í þýðingu: „Óumflýjanlegur háttur þess sem sýnilegt er: alténd þetta, þó ekki væri annað, hugsað fyrir atbeina augnanna. Ég er hér kominn til að lesa teikn allra hluta, sjávar- gróðurs og sjávarseiða, aðfallsins sem nálgast, þessa ryðbrúna báts.“ (I, 37; „boot“ hefur hér mislesist sem ,,boat“). Raunar finnst mér Sigurði láta síst að þýða textann þegar hann verður í senn ljóðrænn og knappur, eins og þegar Stephen hugsar til dvalar sinnar í annarri borg: „Paris rawly waking, crude sunlight on her lemon streets. Moist pith of farls of bread, the froggreen wormwood, her matin incense, court the air.“ „Paríg í hráslagalegum svefnrofum með klúrt sólskin á sítrónugulum stræt- um. Rakur mergur hafrasnúða, froskgrænt malurtarbrennivín og morgunilmur borgarinnar biðla til loftsins." (I, 42). En þessi texti stendur þó fyrir sínu, og um leið og Joyce tekur að láta gamminn geysa fylgir Sigurður honum vel eftir um öll þau stíllegu hamskipti sem einkenna verkið. Þau verða einkum eftir að Bloom kemur til skjalanna, enda er hann mikið meira en auglýsingasafnari. Hann er forvitinn um allt og ekkert og skynjar allt umhverfi sitt á mjög lík- amlegan og mér liggur við að segja fjölþreifinn hátt. Á sama hátt virðist ekkert í máli og stíl vera Joyce óvið- komandi, hann þarf að fara með okkur út um allt og Sigurður býr yfir þeirri orðgnótt og íjölhæfni sem þarf til að endurskapa þessa reynslu á íslensku. Ódysseifur íjallar að nokkru leyti um það hvernig þeir „feðgar" Bloom og Stephen fara hvor sinna ferða í Dyflinni og hvernig leiðir þeirra liggja að lokum saman. Sagan lætur ekkert uppi um það hvort þeir hafi stofnað til framtíðarvináttu, en þeir sameinast að minnsta kosti í einni andlegri og líkamlegri seremóníu - þegar þeir standa saman og-kasta af sér vatni þessa hversdags - og stílspaugarinn Joyce hljómar vel í meðförum Sigurðar: „Þögðu síðan báðir? Þeir þögðu, og hvor virti hinn fyrir sér í báðum speglunum á hins- andliti gagnkvæms holds þeirrahan- sekkihans. Voru þeir aðgerðalausir um óákveðinn tíma? Að tillögu Stephens, að áeggjan Blooms köstuðu þeir báðir af sér vatni, fyrst Stephen, síðan Bloom, í hálfskugga, hvor við hlið hins, og skýldu hvorutveggja þvaglátslíffær- inu með bogadreginni handaryf- irlagningu, en augnatillit þeirra, fyrst Blooms, síðan Stephens, beind- ist uppávið að framvörpuðum björt- um og hálfbjörtum skugga." (II, ,296-7). NÝÁRSKVÖÉD : . GfÆSIIEG NÝÁRSHÁTÍÐ Strengjakvartett skipaður Guðnýju Guðmundsdóttur á fiðlu, Marteini Frewer á fiðlu, Helgu Þórarinsdóttur á víólu og Richard Talkowsky á selló leikur ljúfa kvöldverðartóna fyrir matargesti. Signý Sæmundsdóttir og hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit fslands flytja Vínartónlist. Glæsileg danssýning undir stjóm Hermanns Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands leika fyrir dimsi Vínarvalsaog polka eftir Strauss og I.ehár. Hljómsveitarstjóri er Páll Pampichler Pálsson. / Veislustjóri er Hermann Ragnar Stefánsson. Húsið opnað kl. 19. Tekið á móti gestum með kampavíni. Verð kr. 5.800,- Fyrir aðra en matargesti eftir kl. 23 kr. 1.800,- Athugið! Verð á veitingum óbreytt. Dansað til kl. 4. '7® HOTEL TATAND Miðasala og borðapantanir daglcga kl. 10-17. Sími 687111. Gisting: Við bjóðum sérstakt nýárstilboð á gistingu. 4.500 krónur fyrir tveggja manna herbergi á nótt með morgunmat. Matseðill: Freyðivinstónuð humarsúpa með tjómatopp og kavíar. Nautalundir með koníakssveppasósu, smjörgljáðum jarðeplum og léttsteiktu grœnmeti. Hátfðarterta með rótnanojfsósu ogferskum ávöxtum. AUKAHLUTIR UM JOUN TOYOTA _ GOTT ER BLESSAÐ VERDIÐ! Ef ástkær maki þinn eöa elskulegir foreldrar eru hópi þeirra fjölmörgu sem hafa mikið dálæti á Toyotunni sinni (þaö minntist enginn á bíladellu) geturöu hætt að brjóta heilann um hvað þú eigir aö gefa þeim í jólagjöf. • Ljóskastarasett frá.kr.4.312 • Drullutjakkar.......kr.5.782 • Verkfæratöskur 100 stk. ...frá kr.6.988 • Dráttartóg...............frá kr.1.441 • Armbandsúr...frá kr. 1.470-5.488 • Lyklakippur..........frá kr.372 • Leikfangabílar........kr.998 • Húddhlífar...............frá kr.4.675 • Ljósahlífar....frá kr. 4.635 Aukahlutur - aðalgjöfin handa T oyotaeigandanum! ® TOYOTA Aukahlutir NÝBÝLAVEGI 6-8 KÓP. SÍMI 634400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.