Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
45
CLIPTEC rofamir og
tenglarnir frá BERKER gegna
ekki aöeins nytjahiutverki,
þeir eru líka sönn
íbúðarprýði! CLIPTEC fæst
í ótal litasamsetningum og
hægt er að breyta litaröndum
eftir því sem innbú, litir og
óskir breytast.
CLIPTEC er vönduð þýsk
gæðavara á verði, sem
kemur á óvart!
LTIf
Vatnagörðum 10 S 685854 / 685855
HANZ
TEG:
FLAGGE
mikið úrvaí
Rótarskoðun: Suniiun
nægír ekki naflinn
eftir Hjörleif
Rafn Jónsson
Á dögunum var (slenskt mál í
pósthólfinu, hafði ég býsna gaman
af. Gamanið kámaði þó smávegis
á síðum 2 og 3 c í menningarblaði
Moggans frá 6. nóvember sl. Þar
var viðtal við skáld nokkurt um
efni nýjust bókar hans „... sem
fjallar meðal annars um ættjarðar-
ást, söknuð þeirra sem yfirgefa
föðurlandið og þeirra sem eftir
verða“.
Mér er málið skylt því frá 1985
hef ég verið í Bandaríkjunum og
síðan Kambódíu og Taílandi. Ýmis-
legt í viðtalinu fór fyrir íslenska
bijóstið á mér. Segir þar meðal
annars: „Sá sem ekki talar full-
komið mál, er aldrei fullkomlega
gjaldgengur í samfélagi.“ Er þar
átt við okkur sem tileinkum okkur
annarlegar tungur í öðrum löndum,
en þetta á jafn vel við heimamenn.
Einhver benti á það fyrir löngu að
strangt til tekið tali flestir íslend-
ingar ekki „fullkomið mál“. Ég
tala ekki fullkomna íslensku, og á
enn nokkuð, og stundum langt, í
land með amerísku, taílensku,
kambódísku, laó, shan, yúan, lui,
tampuan, krúng og míen. Sam-
kvæmt skoðunum skáldsins er ég
því ekki fullkomlega gjaldgengur
í neinu þessara samfélaga.
Sumt af því fólki sem ég hef
búið með upp á síðkastið elst upp
við að tala fjögur tungumál. Ekki
nóg með það að landamæri þessara
samfélaga séu ekki alltaf á hreinu,
þau eru stundum á óhreinu af yfír-
lögðu ráði. Frá sumum bæjardyr-
um séð er hreinlega ekkert vit í
að halda sig við eitt tungumál og
eitt samfélag. Nýlendustefnan og
myndun þjóðríkja kom slíkum
„vanda“ að nokkru í vinnanlegt
horf, og ein afleiðing þjóðemis-
hyggju var áð sumir, aðallega til-
vonandi embættismenn og menn-
ingarklíkan, urðu uppteknir við að
vera af einhveiju tilteknu þjóðemi,
að tala ákveðið tungumál, og að
eiga sér sameiginlegan menningar-
arf. Ef slíkt var ekki tala staðar
bjuggu umræddar klíkur þessi
sameiningartákn bara til. Þetta
hefur gengið misjafnlega en mér
skilst af nýlegum fréttum frá Evr-
ópu að þar séu menn nú svo sann-
færðir um þjóðararf sinn að þeir
dundi sér við að drepa hvem þann
sem alist hefur upp við einhvern
annan þjóðararf.
Kemur nú að sálarlífinu. Skáldið
skrifaði um landa sína í Ástralíu
fýrir Vestfírska fréttablaðið, þar
sem hann fjallaði „... um þetta
gat í sálarlífinu, því menningararf-
urinn er í rauninni lagður á hilluna
hjá þessu fólki; hann nýtist ekki í
„Mér er því svarafátt
en mér er spurn hvaða
kaldlyndi fólst í því að
„yfirgefa“ norska firði
fyrir rúmum þúsund
árum, og hvað það var
sem fékk fólk til að
„yfirgefa“ Olduvai-gjá
fyrir kannski tveimur
milljónum ára?“
hinu nýja samfélagi". Ekki er alveg
á hreinu hvernig skáldið vill að
manni nýtist menningararfurinn.
Hann segir: „Maður er aldrei full-
komlega maður sjálfur í öðmm
málheimi — því að málið tekur
með sér svo mikinn menningarfar-
angur, þar af leiðandi bókmennt-
irnar líka.“ Bókahillan, með menn-
ingunni, og íslensku orðabókinni,
fer illa í handfarangri milli landa,
og er ólík mennningu þess fólks
sem ég hef verið að grafla í og á
sér hvorki ritmál né bækur. Menn-
ing, sýnist mér í þeirri sveit sem
ég bý í núna, nýtist ekki venjulegu
fólki nema að því leyti sem hún
er lifuð, ósjálfrátt og ómeðvituð.
Mig undrar sú árátta skáldsins að
draga sverð til vemdar íslenskri
menningu eins og hún sé eitthvert
eilífðar smáblóm sem hann þekkir
betur og ann heitar en aðrir.
„Fæstir af þeim sem ég hef hitt,
hafa gert sér grein fyrir þessu eða
leitt hugann að því.“ Sýnist mér
hér hafi skáldið komið sér innan
um þá menntamenn sem „... sátu
bakvið skrifborð og höfðu glatað
ímyndunaraflinu", eins og annað,
eldra og frískara skáld segir í við-
tali á forsíðu sama menningar-
blaðs. Menningararfurinn verður
að menningararfa ef hann fær
ekki að fara sína leið.
Yngra og ófrískara skáldið seg-
ist ekki lengur velkominn meðal
landa sinna í Ástralíu, með því að
hafa spurt sisvona: „Hvað er það
sem fær mann til að vera svona
kaldlyndan að yfirgefa foreldra og
systkini; foreldra sem hafa sveist
í blóðinu við að koma manni upp?
Er það eigingimi, eða nauðsynleg
ævintýraþrá?" Einhvem veginn
misfórst í mínu uppeldi að skýra
hvílíkt kaldlyndi fólst í því að lifa
lífinu og sjá svo kannski til hvað
gerðist, svo langt sem það nú
nær. Mér er því svarafátt en mér
er spurn hvaða kaldlyndi fólst í
því að „yfirgefa" norska firði fyrir
rúmum þúsund áram, og hvað það
var sem fékk fólk til að „yfírgefa"
Olduvai-gjá fýrir kannski tveimur
milljónum ára?
Svo er það þetta með ræturnar.
„Því lengur sem maður er erlend-
is, því betur skerpast rætum-
ar...“ Ekki á mér, ég yrði bara
hræddur um að ég myndi fara
sjálfum mér að voða. Mitt íslend-
ingseðli býr ekki í neinum rótum,
og mér sýnist að með því að saka
okkur hin um kaldlyndi, sé skáldið
að kreQast endalausrar rótarskoð-
unar, sem kæmi í rauninni í veg
fyrir að maður gæti lifað lífínu
eins og hver önnur venjuleg mann-
eskja.
Mér vefst tunga um tönn, sama
hvaða mál ég tala. Það sér ekki á
mér, á sál og líkama, þó mér hafí
oft vafíst tunga um tönn. Oftast
er ég líka innan um umburðarlynt
og frekar lífsglatt fólk. Hvorki ég
né þetta asíska sveitafólk höfum
áhuga á framtíðarríki hins full-
komna tungumáls.
Chiangmai, 23. nóvember 1993.
Höfundur er mannfræðingur á
Norður-Taílandi.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Slökkviliðsæfíng í Skorradal
SLÖKKVILIÐ Borgarfj arðardala
fékk að brenna gamalt íbúðarhús
í Neðri-Hrepp, Skorradal, og jafn-
framt að æfa sig í að slökkva og
reykhreinsa húsið með nýjum reyk-
blásara. Gekk æfingin mjög vel,
hvorki bilaði búnaður né fór eldur-
inn í hús sem ekki átti að brenna.
Þegar búið var að æfa nægju sína
var húsið látið brenna til grunna.
Jólagjöf námsmannsins íár!
DÚXINN
HRAÐIiZSTHARSKÖIJNN
Handsaumaðir skór, standast
tonn.
Nytjaiist!
NÁMSTÆKNINÁMSKEIÐ SEM HITTIR í MARK!
Dúxinn byggir á námskeiði
bandaríska fyrirtækisins
Fast Learning Inc., sem
hefur langa reynslu í náms-
tæknikennslu í bandarískum
framhalds- og háskólum.
Námskeiðið er staðfært af
kennurum Hraðlestrar-
skólans, sem hafa kennt
hraðlestur og námstækni
í 15 ár með góðum árangri.
„Dúxinn er ntjög þörfviðbót við
kennslu í námstœkni. Eg mœli sérstaklega með Dúxinum. “ Olafur
Jónsson, námsráðgjafí í FB.
„Ætti að vera skylda í öllum skólum. Afköstin margfaldast og námið
verður miklu skemmtilegra. “ Nemi í MR.
„Þó ég hafi tekið námstækni íframhaldsskóla, lœrði ég margt á nám-
skeiði Hraðlestrarskólans. Eg hefumbylt vinnubrögðum mínum og
árangur er miklu betri en áður. “ Nemi í læknisfræði í HÍ.
Inniheldur: Bók, 2 snældur o.fl. Hentar nemum 15 ára og eldri.
Dúxinn fæst í flestum bókaverslunum, en einnig má
panta hann beint hjá okkur. Verð aðeins kr. 2.900.
Sendum frítt í póstkröfu hvert á land sem er.
Pantið Dúxinn strax í símum 91-642100 og 91-641091.
öðwuífi kúfqöýH
SuSurlaridjbraut 54
Bláa bú.únu víFaxafen
,umi 682866
Geufladujkadtandur