Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
Dönsk könnun a lyfjaverði með samanburði við verðlag í öðrum löndum
Verðlagseftirlit eina leiðin
og niðurgreiðslur duga ekki
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
DANSKA neytendaráðið hefur nýlega gert könnun á lyfjaverði í
Danmörku með samanburði við verð í Noregi og Svíþjóð. Þar
kemur fram að lyfjaverð er langhæst í Danmörku þrátt fyrir til-
raunir hins opinbera til að lækka lyfjaverð og draga þar með úr
lyfjakostnaði. Aðstandendur könnunarinnar skýra verðmuninn
með því að í Svíþjóð sé strangt eftirlit með lyfjaverði en ekki í
Danmörku. Niðurstöðurnar eru birtar í nýjasta tölublaði af
„Tænk“, sem er tímarit neytendaráðsins. Samkvæmt íslenskum
tölum er lyfjaverð á Íslandi um fjórðungi hærra en í Danmörku.
Sören Gechler deildarstjóri í neytendaráðinu segir í samtali við
Morgunblaðið að í þeim fjórum löndum á meginlandi Evrópu, þar
sem ekki sé verðlagseftirlit á lyfjum, sé verðið líka hæst.
LYFJAVERÐ í Danmörku er miklu hærra en í Noregi og Svíþjóð
samkvæmt könnun danska neytendaráðsins og er ástæðan sú að
sögn deildarstjóra ráðsins, að i Danmörku er ekkert verðlagseftir-
lit með lyfjum.
Könnunin leiðir í Ijós að í hvert
skipti, sem danskur neytandi
borgar um þúsund krónur íslensk-
ar fyrir lyf, þarf sænskur neyt-
andi aðeins að borga um 780 krón-
ur og norskur um 930. Hér er um
að ræða verð án virðisaukaskatts,
en með honum er verðmunurinn
enn meiri, því í Svíþjóð er 'aðeins
greiddur virðisaukaskattur af svo-
kölluðum lausasölulyfjum, sem
hægt er að kaupa án lyfseðils, í
Noregi er virðisaukaskatturinn 22
prósent en í Danmörku er hann
25 prósent. Könnunin náði til 37
lyij'a, sem seld eru í löndunum
þremur. Þessi lyf eru af lista yfir
níutíu söluhæstu lyfin í Danmörku
þegar miðað er við veltuna í krónu-
tölu. Flest lyfin eru aðeins seld
gegnum lyfseðil svo þau íþyngja
bæði pyngju sjúklinganna og hins
opinbera, sem greiðir þau niður.
Ef marka má verðmuninn, má
ætla að Danir gætu sparað háar
upphæðir með því að ná verðinu
niður á sama stig og sænskt lyfja-
verð. Danir kaupa árlega lyf fyrir
ríflega sjötíu milljarða íslenskra
króna og þar af greiðir sjúkrasam-
lagið rúmlega þijátíu milljarða.
Ef sænska lyfjaverðinu væri náð,
mætti spara rúmlega fimmtán
milljarða. í þessu sambandi er
fróðlegt að hafa í huga að íslenska
heilbrigðisráðuneytið hefur haldið
því fram að fslenskt lyfjaverð sé
með því hæsta sem þekkist, en
án virðisaukaskatts er það 63 pró-
sent hærra en í Svíþjóð og 26
prósent hærra en í Danmörku.
Sparnaðarráðstafanir sem
skila litlum árangri
í sumar var reglum um niður-
greiðslu lyfja í Danmörku breytt,
þannig að í stað þess að sjúkra-
samlagið greiddi lyfjaverðið niður
hlutfallslega, var tekin upp föst
niðurgreiðsla, sem miðuð er við
ódýrasta lyf af hverri gerð á mark-
aðnum, líkt og á íslandi. Hlutfalls-
lega varð því ódýrast fyrir sjúkl-
inginn að kaupa ódýrasta lyfið í
hverju tilfelli og er læknum skylt
að ávísa á ódýrasta lyfið, þegar
um er að ræða að hægt sé að
velja fleiri en eitt lyf. Einnig voru
lyfsalar áminntir um að leiðbeina
kaupendum og benda á ódýrustu
lausnina í hveiju tilfelli. Ef sér-
staklega stendur á og læknir álít-
ur heppilegra að viðkomandi sjúkl-
ingur fái dýrara lyf, er hægt að
sækja um hærri niðurgreiðslu á
rökstuddurri forsendum. Á þennan
hátt var áætlað að ríkið sparaði
um 600 milljónir árlega í lyfja-
kostnað.
Þrátt fyrir breyttar reglur hefur
þessi sparnaður ekki náðst og
sparnaðaráhrifin hafa verið afar
takmörkuð. Athuganir benda til
að verðlækkunin hafi aðeins verið
um þijú prósent. Athuganir neyt-
endaráðsins sýna að af þeim 37
lyfjum, sem athuguð voru í áður-
nefndri verðkönnun, hafa tólf
þeirra hækkað í verði, en aðeins
tólf hafa lækkað í verði. Mælt í
prósentum þá eru verðhækkanirn-
ar meiri en lækkanirnar. Hvað
varðar heildarkostnað við lyfja-
kaup hafa hækkanirnar verið af-
drifaríkar, því það eru mikið seld
lyf, sem hafa hækkað. Þetta hefur
leitt til gruns um að lyfjafyrirtæk-
in verðleggi afurðir sínar með því
að láta eitt lyf vega upp verð á
öðru og því hefur neytendaráðið
nú beðið samkeppnisráðið um að
kanna verðmyndun og verðlagn-
ingu á lyfjum. Einnig hafa lyfja-
búðir verið áminntar um að standa
sig betur, en þar sem álagning er
miðuð við prósentur, er hagnaður
þeirra af ódýrari lyfjum minni en
af dýrari.
Lyijafyrirtæki hafa meðal ann-
ars skýrt verðlagningu sína með
því að vísa til þess að þau fjár-
magni rannsóknir og þróun lyfja.
Þetta getur þó ekki skýrt verðmis-
muninn í Danmörku, Svíþjóð og
Noregí, samkvæmt „Tænk“. Ef
miðað er við hve hátt hlutfall virð-
isaukningar í lyfjaframleiðslu, en
það er framleiðslukostnaður að
frádregnu hráefnisverðinu, fer í
lyfjarannsóknir, kemur í ljós að í
Svíþjóð fara 29 prósent virðis-
aukningar í rannspknir, í Noregi
28,8 og í Danmörku -aðeins 14,2
prósent. Einnig er bent á að rökin
um rannsóknarkostnað standist
ekki, þegar tekið sé tillit til þess
að lang flest lyf á markaðnum eru
svokölluð samheitalyf, gerð eftir
öðrum lyfjum. Upprunalega lyfið
hefur þegar verið verndað af
einkaleyfí, sem er runnið út, svo
hver og einn getur framleitt eftir
því, án þess að kosta upp á rann-
sóknir. Þá er litið svo á að meðan
framleiðslurétturinn var vemdað-
ur af einkaleyfi, hafi framleiðand-
inn getað tekið hærra verð, sem
greiði þá fyrir þróun Iyfsins.
Ef aðeins er litið á verðþróun
samheitalyfja, kemur í ljós að á
árunum 1986-1993 hækkaði verð
þeirra um 56 prósent, meðan verð
á lyfjum, framleiddum undir
einkaleyfí hækkaði um 35 pró-
sent. Danska lyfsalafélagið hefur
áætlað að 1991 hafi hlutur sam-
heitalyfja verið um sjötíu prósent
af allri lyljaneyslu, svo verð og
verðhækkanir þeirra hafa mikil
áhrif á heildarútgjöld til lyfj a-
kaupa.
í viðtali við Morgunblaðið sagði
Sören Gechler deildarstjóri í Neyt-
endaráðinu að danskir lyijafram-
leiðendur hefðu bent á að verð-
munurinn í Svíþjóð og Danmörku
lægi að hluta í að vegna verðeftir-''
lits í Svíþjóð hefðu innflytjendur
til dæmis ekki getað hækkað verð-
ið við gengisfellingú sænsku krón-
unnar. Þá var athugað hver áhrif
gengisfellingin hefði haft á verð
sænskra lyfja í Danmörku. Tólf
af 37 lyfjum í athuguninni eru
sænsk. Af þeim lækkuðu aðeins
fimm í verði við gengisfellinguna,
fimm hækkuðu og verð tveggja
breyttist ekki.
Samhliða innflutningur einn
sér lækkar ekki lyfjaverð —
Verðlagseftirlit
óumflýjanlegt
Með evrópska efnahagssvæðinu
opnast sá möguleiki að tekinn
verði upp samhliða innflutningur
á lyfjum til íslands. Það þýðir að
innflytjandi getur keypt ákveðið
lyf þar sem það er ódýrast, í stað
þess að þurfa að kauga það í gegn-
um umboðsmann á íslandi. Þessi
möguleiki hefur verið mikið notað-
ur í Danmörku, þar sem sett hafa
verið á laggirnar lyijainnflutn-
ingsfyrirtæki, sem flytja eingöngu
inn á þennan hátt. Þá hefur það
gerst að þegar fyrirtæki hefur
hafið samhliða innflutning á
ákveðinni lyijategund, hafa aðrir
innflytjendur lækkað sín lyf, þann-
ig að þau verði samkeppnisfær við
samhliða innflutninginn. Verð-
lækkunin hefur numið allt að
fimmtíu prósentum. Þar sem dæmi
eru um að lyfjaverð samkeppnis-
aðilanna hafi verið misjafnt fyrir
lækkun, en það sama eftir lækk-
un, hefur samkeppnisráðinu verið
falið að athuga þessar verðbreyt-
ingar, þar sem þær benda til þess
að verðlækkanirnar hafi verið
samantekin ráð til að klekkja á
samhliða innflutningnum. Þar sem
fyrirtæki, sem stunda samhliða
innflutning áætla sér hagnað,
bendir það til að verðið á þeim
lyfjum, sem keppt er við, sé ríflegt
miðað við kostnað.
Einnig eru dæmi um að lyfjafyr-
irtæki hafi reynt að gera lyf, flutt
inn með samhliða innflutningi,
tortryggileg, þó um væri að ræða
nákvæmlega sömu vöru og fyrir-
tækið flutti sjálft inn, bara ódýr-
ari. I einu tilfelli skrifaði umboðs-
aðili stórs Iyíjafyrirtækis til lækna
og lyfsala og varaði við gæðum
lyfs, sem flutt var inn með sam-
hliða innflutningi. Fyrirtækið var
síðar skyldað til að skrifa annað
bréf, þar sem tekið var fram að
um væri að ræða nákvæmlega
sama lyfíð.
í athugun neytendaráðsins er
bent á ýmis dæmi, sem sýna að
verðlagning lyfja fer ekki eftir
kostnaði, heldur eftir því hvað álit-
ið er að hægt sé að setja upp fyr-
ir lyfin, miðað við gildandi reglur
í hverju landi um niðurgreiðslur
og kaupgetu almennt. Sören Gec-
hler segir að samhliða innflutning-
ur og fastar niðurgreiðslur einar
sér dugi ekki eitt sér til að lækka
lyijaverð, þar sem tilhneigingin sé
til að ef lyfjafyrirtæki neyðist til
að lækka verð vegna samkeppni
við samhliða innflutning, hækki
hann verð á öðrum lyfjum. Vert
sé að hafa það í huga að fjögur
Evrópulönd skeri sig út fyrir hátt
lyíjaverð, en það eru Danmörk,
Þýskaland, Holland og Sviss, sem
séu líka einu löndin í Evrópu, sem
ekki hafi neitt eftirlit með lyfja-
verði. Niðurstaða ráðsins er að í
löndum með verðlagseftirlit og
hámarksverð á lyfjum, sé lyíjaverð
lægra en í löndum án eftirlits.
Eftirlit sé eina aðferðin til að halda
lyfjaverði niðri.
Nóg komið
Yfirlýsing frá verslunarstjórum Skífunnar
Að undanfömu hefur hópur tón-
listarfólks, sem kallar sig sjálfstæða
útgefendur, verið að væna Skífuna
um að eiga ekki titla þeirra til í versl-
unum sínum og kenna okkur þar um
slælega sölu á verkum sínum. Allar
þessar plötur hafa verið til í verslun-
um Skífunnar frá því að jólavertíðin
hófst um síðustu mánaðamót, en
yissulega hafa þær selst misvel. Ef
einhver af þessum útgefendum leyfir
sér að efast um að titlar þeirra hafi
verið til, höfum við gögn undir hönd-
um, sem sanna hið gagnstæða.
Það kom okkur því mjög á óvart
að jafn skynsamur maður og Rafn
Jónsson skuli leyfa sér að tala um
skömmtun á tónlist í Morgunblaðinu
18. desember sl. Rök sín byggir hann
á^samtali við mann, sem hringdi í
hann. Við viljum því bjóða Rafn vel-
kominn í verslanir okkar þannig að
hann geti með eigin augum séð að
platan hans er til og skoða gögn, sem
sanna að platan kom í verslanir okk-
ar 20. nóvember og hefur verið til
óslitið síðan.
Því er ekki að leyna að sala á plötu
Rafns Ef ég hefði vængi hefur ekki
gengið vel í þeim smásöluverslunum,
sem við þekkjum til. Ástæðan er
fyrst og fremst, að okkar mati, að
Rafn hefur sjálfur og með hjálp
MND-samtakanna selt um 5.000
plötur í símsölu. Við búum við lítinn
markað og slík sala hlýtur að koma
verulega niður á smásölunni. Það er
því miður viðeigandi að útgefandi,
sem er ekki ánægður með sölu plötu
sinnar skuli koma fram í fjölmiðlum
með fréttatilkynningum og blaða-
greinum og reyna að kenna öðrum
um. Hins vegar læðist að okkur sá
grunur að tilgangurinn sé að afla sér
ódýrra auglýsinga með þessum
ósmekklega hætti.
Skífan hefur undanfarin 17 árlagt
metnað sinn í að bjóða eins mikla
breidd í íslenskri tónlist og kostur
er, bæði með smásölu og útgáfu.
Við hörmum því að slíkur atvinnu-
rógur, sem fram kemur hjá Rafni,
skuli eiga sér stað.
Að lokum viljum við skora á fólk
að koma í verslanir okkar, því að við
höfum alltaf, og munum alltaf, eiga
landsins mesta úrval af íslenskri tón-
list enda hefur það verið markmið
okkar að efla veg og styðja íslenska
tónlist með útgáfu okkar undanfarin
ár óg tökum því undir með Rafni -
veljum íslenskt.
Björn Sigurðsson verslunarstjóri
Skífunnnr í Kringlunni, Valdimnr
Þorsteinsson verslunnrstjóri Skíf-
unnar, Laugavegi 26, Rúnar Frið-
riksson verslunarstjóri Skífunnar,
Laugavegi 96, Mikael Thoraren-
sen verslunarstjóri Skífunnar,
Eiðistorgi.
___________Brids______________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsdeild
Barðstrendingafélagsins
Áður birt úrslit úr hraðsveitakeppni
deildarinnar voru ekki rétt. Þau hafa
nú verið leiðrétt og eru eftirfarandi
úrslit rétt.
Sveit Óskars Karlssonar 2751
Spilarar: Óskar Karlsson, Ólafur Berg-
þórsson, Guðni Þorsteinsson, Guðlaug
Torfadóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson,
Björn Dagbjartsson og Karl Ágústs-
son.
Sveit Þórarins Árnasonar 2741
Sveit Leifs Kr. Jóhannessonar 2689
Sveit Hannesar Guðnasonar 2573
Sveit Lálandsgengið 2547
Næsta keppni deildarinnar er Aðal-
sveitakeppni og hefst 3. janúar 1994.
Spilað er í Skipholti 79 á mánudags-
kvöldum kl. 19.30. Fleiri sveitir og
pör eru velkomin. Spilastjóri er ísak
Órn Sigurðsson. Gefur hann upplýs-
ingar og tekur á móti þátttökutilkynn-
ingum í síma 632820 á vinnutíma
ásamt Ólafi í síma 71374 á kvöldin
og um helgar.
Deildin sendir bridsspilurum um
land allt bestu óskir um gleðileg jól
og farsælt komandi ár.
Félag eldri borgara í
Reykjavík
Sunnudaginn 12. desember 1993
var spilaður 10 para tvímenningur:
Hæsta skor:
1. Þórarinn Ámason - Þorleifúr Þórarinsson 136
2. Eyjólfur Halldórsson - BergurÞorvaldsson 133
3. Helga Helgadóttir - Þórhildur Magnúsd. 127
4. Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 109
Meðalskor 108
Fimmtudaginn 16. desember 1993
var spilaður 12 para tvímenningur:
1. Helga Helgadóttir - Þórhildur Magnúsd. 195
2. Margrét Bjömsson - Guðrún Guðjónsdóttir 186
3. Lárus Amórsson - Garðar Ragnarsson 184
4. Baldur Helgason - Þórólfur Meyvantsson 182
Meðalskor 165
Næst verður spilað fimmtudaginn
6. janúar 1994 kl. 13.00 í Risinu,
Hverfisgötu 105. Mætum öll á nýja
árinu.