Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 28 Griðland? eftir Jón Baldvin Hannibalsson Hildarleikurinn í fyrrum Júgó- slavíu, kynþáttahreinsanir og ólýs- anlegt ofbeldi gagnvart íbúum landsins leiða hugann óhjákvæmi- lega að glæpaverkum nasista fyrr á öldinni. Slík ofbeldisverk hafa neytt fólk til að flýja heimkynni sín. Því er mikilvægt að hafa hug- fast að mannlegar þjáningar og mannréttindabrot gera menn nauð- uga að pólitískum flóttamönnum. Samkvæmt mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna, sem allt mannréttindastarf er byggt á, eiga menn rétt á að leita griðlands er- lendis gegn ofsóknum. Aðstoð við pólitíska flóttamenn er því alþjóðleg skuldbinding, sem höfðar til mann- úðar og miskunnsemi og er á vissan hátt vísbending um menningarstig þjóða. „Mannúð bönnuð á íslandi“ í sögulegri blaðagrein eftir Katr- ínu Thoroddsen lækni, sem birtist í Þjóðviljanum 28. apríl 1939 undir fyrirsögninni „Mannúð bönnuð á íslandi", mótmælir hún ákvörðun þáverandi forsætis- og dómsmála- ráðherra um að synja hópi 3-4 ára austurrískra gyðingabarna um hæli hérlendis. Órlög barnanna eru ókunn en meðhöndlun þessa máls nagar enn samvisku íslensku þjóð- arinnar. Síðastliðið sumar rifjuðu íslenskir fjölmiðlar upp raunasögu Rottberg- er-íjölskyldunnar, sem flúði ofsókn- ir nasista og leitaði hælis á Islandi. Fjölskyldunni, hjónum með tvö börn, þ. á m. ungabarn sem fætt var hérlendis, var vísað úr landi og hún send til Þýskalands vegna minniháttar brota á íslenskri iðn- löggjöf. Það vildi fjölskyldunni til lífs að Brúarfoss átti viðdvöl í Kaup- mannahöfn á leiðinni til Þýska- lands. Danir veittu fjölskyldunni griðland. Það var því mannúð og miskunnsemi Dana en ekki íslend- inga, sem varð fjölskyldunni til bjargar. Raunasögu hennar var hins vegar ekki lokið og flótti hennar hélt áfram eftir að Danmörk var hernumin af Þjóðveijum. Því miður er söguleg staðreynd að á fjórða áratugnum sýndu ís- lensk stjórnvöld ofsóttu og hijáðu fólki, aðallega gyðingum, ótrúlega hörku en fólk af arískum uppruna átti mun auðveldara með að fá hér dvalarleyfi. íslendingar hafa aldrei gert upp ábyrgð sína í þessum málum. Engin markviss kennsla fer ----------♦ ♦ ♦----- Fullveldis- sýning í Þjóð- skjalasafni SÝNINGIN Fram til fullveldis er opin þriðjudaga til laugardaga frá kl. 14 til 18 í sýningarsal Þjóð- skjalasafns íslands á Laugavegi 162. Sýningin er haldin í tilefni af 75 ára afmæli fullveldis 1. desember sl. ♦ ♦-♦---- Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri á mótum Bústaðarvegar og Litluhlíðar föstudaginn 26. nóvember kl. 8.30. Áreksturinn varð með þeim hætti að tveir bílar, Toyota á leið austur Bústaðarveg og önnur Toyota á leið suður Litluhlíð, rákust saman á gatnamótunum. Þeim sem kunna að hafa séð atburðinn er bent á að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. fram í skólum landsins um það kynþáttamisrétti og þá útlendinga- andúð sem náð hefur að skjóta rót- um hér á landi. Mannúð eða miskunnarleysi Þrátt fyrir að flóttamannavand- inn hafi ekki verið meiri í Evrópu frá lokum seinni heimsstyijaldar- innar, hefur ísland enn ekki tekið á móti einum einasta pólitískum flóttamanni frá ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu. Enginn flóttamaður kom til íslands árið 1992 og einung- is þrír Víetnamar hafa fengið póli- tískt hæli hér á landi í ár. Á sama tíma hafa aðrar Norðurlandaþjóðir „Það er löngu orðið tímabært að íslensk stjórnvöld marki mann- úðlega heildarstefnu um móttöku pólitískra flóttamanna og taki ákvörðun um móttöku árlegs kvóta flótta- manna í samráði við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.“ axlað þungar byrðar. Þær raddir hafa heyrst hérlendis að nú líti ríki öfundaraugum til íslands, sem hafi lokað dyrunum gagnvart þessu vandamáli. Sannleikurinn er sá að sú þjóð er ekki öfundsverð sem skorast undan alþjóðlegri ábyrgð og sýnir ekki þeim sem eiga um sárt að binda mannúð í verki. Það er löngu orðið tímabært að íslensk stjórnvöld marki mannúð- lega heildarstefnu um móttöku póli- tískra ílóttamanna og taki ákvörð- un um móttöku árlegs kvóta flótta- manna í samráði við Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Ljóst er að ísland getur ekki lengur not- ið fjarlægðarverndar, beitt megin- reglunni um fyrsta griðland og tek- ið þátt í kvótasamstarfi eftir eigin geðþótta. Stigið var skref í rétta átt þegar ríkisstjórnin samþykkti nýlega til- lögu mína um skipan nefndar, sem er ætlað það verkefni að semja til- lögur um heildarstefnu í málefnum pólitískra flóttamanna á Islandi. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks íslands. eðo ó PEI4TWJIA RtÞOV Með því að kaupa vöru með staðgreiðslusamningi færð þú vöruna á staðgreiðsluverði og getur skipt greiðslum á allt að 24 mánuði. ff fyt Uppgefið verð í þessari auglýsingu miðast jj - ^4, Ij við staðgreiðslusamning Glitnis og mánaðar- <C;/",7-sÝ legar greiðslur í 24 mánuði. Heildarverð fyrir tölvuna og prentarann er kr. 124.800. Innifalið í afborgunar- verðinu eru vextir og allur kostnaður. ||^ Ambra sprinta II, 486 SX, 25 MHz, 130 MB diskur, 4 MB minni, Local Bus, laust sæti fyrir Pentium örgjörva, Vesa skjástýring, MS DOS 6.0 stýrikerfi, Windows 3.1, 14" SVGA/LR litaskjár, lyklaborð og mús. Við minnum á §3 liMJkei í verslun Nýherja Við minnum á 63 hörkugóð tilboð á fjölbreyttum búnaði í verslun okkar þar sem afsláttur nemur allt að tugum þúsunda á sumum hlutum. Líttu við í verslun Nýherja í Skaftahlíð 24 - það borgar sig örugglega! STAR LC-100, 9 nála litaprentari, 10 þumlunga vals, 180 stafir/sek, er með einblaðamatara og pappírsdraga fyrir tölvupappír, arkamatari fyrir 50 laus blöð fáanlegur. Litaprentari fyrir heimilið, skólann og í vinnuna. Þú mátt velja þér Íéfapðim Allir viðskiptavinir Nýherja sem kaupa PC-tölvu fyrir jól mega velja sér vænan jólapakka undan jólatrénu í verslun Nýherja - óvæntan glaðning frá Nýherja! •é.ií NYHERJI SKAFTAHlIð 24 - SlMI 69 77 O Alltaf skrefi á undan NÝHERJI/GP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.