Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 39 Hulínn ástarkraftur * Kvikmyndir Amaldur Indriðason Öld sakleysisins („The Age of Innocence“). Sýnd í Stjörnubíói. Leikstjóri: Martin Scorsese. Handrit: Jay Cocks og Scorsese upp úr sögu Edith Wharton. Aðalhlutverk: Daniel Day-Lew- is, Michelle Pfeiffer, Winona Ryder, Richard E. Grant, Alec McCowen, Geraldine Chaplin, Mary Beth Hurt, Stuart Wilson, Jonathan Pryce, Robert Sean Leonard. Martin Scorsese er enginn nítj- ándu aldar maður. Myndir hans eru sprottnar úr öngstrætum New York samtímans. Þær eru raunsæjar og myrkar stórborgar- myndir fullar af æstum smák- rimmum, firrtum leigubílstjórum, ofbeldisfullum boxurum og grimmum mafíugæjum sem eru hans tæki til að segja fullkomlega órómantískar sögur af skuggahlið- um borgarmenningar þar sem of- beldi og morð leika alltaf stór hlút- verk og skilja eftir hnút í maga áhorfandans í gegnum einstæðan frásagnarhátt. En kannski einmitt þess vegna er fyrsta nítjándu aldar mynd hans, Öld sakleysisins, sem hann gerir eftir samnefndri bók banda- ríska rithöfundarins Edith Whar- ton, svona stórkostleg. Hver annar hefði getað sýnt okkur inn í horfna veröld ástarsögu sem gerist fyrir 120 árum með slíkri snilld að það er eins og hún hafi gerst í gær og talar til áhorfandans á jafn áhrifamikinn hátt og bestu myndir hans úr samtímanum? Enda er yrkisefnið þegar til kemur ekki ólíkt því sem Scorsese hefur fengist við á sínum ferli; hann hefur tíðum fjallað um sam- félög sem lúta sínum eigin siðalög- málum og hefur sínar eigin reglur og lifir og deyr eftir þeim. í Öld sakleysisins hefur þetta fólk að- eins færst aftur í tíma og á miklu, miklu hærra plan í samfélagsstig- anum; góðu gæjarnir hér er háað- allinn í New York á áttunda ára- tug síðustu aldar en lögmálin eru jafn málamiðlunarlaus og þótt of- beldið sé ekki sýnilegt er það til staðar á andlega planinu, falið undir glæsilegu yfirborði snobbs- ins, hræsninnar, þess sem aldrei er sagt en allir vita og þeirrar fullvissu að ef maður misstígur þig er maður útlægur að fullu. Scorsese hefur fengið afburða- góðan hóp breskra leikara til að fara með hlutverk meðlima háað- alsins og fær út úr því ósvikinn broddborgaraskap. Daniel Day- Pessi geysivinsæla og fjölhæfa hiærivél er alveg ómissandi við allan bakstur. Hún býðst nú ásérstöku jólatilboðsverði! • Allt í einum armi Andri sem unnast; Day-Lewis og Pfeiffer í mynd Scorsese. Lewis leikur ungan mann trúlofað- an Winonu Ryder en kynnist og verður ástfanginn af frænku henn- ar, Michelle Pfeiffer. Staða hans, stolt og drengskapur getur ekki leyst hann úr þeim viðjum sem trúlofunin er orðin og engin leið virðist fær úr klemmunni án þess að valda hneyksli og útskúfun þeirra. Þetta er ástarsaga sem hefur áður verið sögð en Scorsese býr henni slíkt umhverfi upp úr frásögn Wharton að hún virkar eins og ný og einkar spennandi. Öll myndin er ein undiralda hulin glæsilegu og ríkmannlegu um- hverfi, stórkostlegum íburði í mikl- um húsakynnum, 13 rétta matar- boðum, kjólfötum og stórkostleg- um kjólum, vindlum og koníaki, málverkum á veggjum, viktorí- önskum setustofum og danssölum auðvaldsins. Scorsese hefur til- finningadansinum í myndinni á fullkomlega lágstemmdum, fínleg- um nótum sem hylur það sem raunverulega kraumar undir; allt er á einhvern hátt þvingað án þess maður taki svo eftir því nema í gegnum Day-Lewis, sem finnur hvernig þessi heimur fullur af tví- skinnungi lokast um hann og læs- ir hann loks inni í sér eins og fang- elsi; við sjáum það í sorgmæddu andlitinu að hann mun aldrei bijóta siðalögmálin. Þetta er heimur þar sem enginn segir neitt sem máli skiptir og all- ar samræður snúast um einskis- verða hluti en allir vita allt sem vita þarf um náungann. Leikararn- ir fara á kostum. Day- Lewis vinn- ur enn einn leiksigur og sýnir að öll hlutverk eru örugg í höndum hans; Pfeiffer er glimrandi sem veraldarvön heimskona og Ryder er góð sem hin viðkvæma and- stæða hennar. Aðrir leikarar eins og Stuart Wilson (Nonni og Mánni) henta einkar vel í hlutverk- in. En það er Scorsese sem er í aðalhlutverkinu og mannskapur hans á bak við myndavélarnar: Michael Ballhaus tekur myndina óaðfinnanlega, myndavélin hrein- lega dansar í höndunum á honum og er alltaf á réttum stað; Thelma Schoonmaker klippir af alkunnri drift; Dante Ferretti sér um stór- kostlega leikmyndina og Elmer Bernstein semur tónlistina. Scorsese hefur gert besta bún- ingadrama síðan annar raunsæis- maður, Stephen Frears, gerði „Dangerous Liasions“, einnig með Pfeiffer. Öld sakleysisins er sann- arlega ein af bestu myndum árs- ins. Með henni undirstrikar Scor- sese að hann er konungur kvik- myndanna. 1 Blandari og grænmetiskvöm fylgja með • Hrærir, þeytir, linoðar, blandar, brytjar, rífur og sker * íslenskur leiðarvísir og uppskriftahefti Hún er elskuð og dáð aföllum! Verð aðeins kr. 13.900,- (afb.verð) kr. 13.205, - (staðgr.verð) UMBOÐSMENN OKKAR ERU: Akranes: Rafjjjónusta Sigurdórs Borgarnes; Glitnir Borgarfjörðun Rafstofan Hvítárskála Hellissandur. Blómsturvellir Grundarfjörðun Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur Asubúð isafíörðun Póllinn Blönduós: Hjörleifur Júlíusson Sauðárkrókun Rafsjá Siglufjöröur: Torgið Akureyrí: Ljósgjafinn Húsavflc Öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaðun Rafalda ð Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson leyðarfjörður. lafvélaverkst. Áma E. HÖfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjan Tréverk Hvolsvöllun Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður. Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Viljir þú endingu og gæði - velur þú SIEMENS. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍM 628300 _ S i m t a I er odýrara en þig gru nar Hringt um hátíðar 10 mínútna símtal frá Reykjavík til Akureyrar um hátíðarnar kostar aðeins „34,50 PÓSTUR OG SÍMI Sjá nánar í símaskránni bls. 9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.