Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
Mörg fyrirtæki gefa
laun ekki upp tíl skatts
„Rassvasafyrirtæki“ vaxandi vandamál, segir Guðmundur J.
Hreingerningafyrirtækið
Ósal hefur verið kært til Ríkis-
Loðnuvertíð
lokið í bili
LOÐNUFLOTINN er allur kominn
til hafnar en um helgina lönduðu
nokkur loðnuskip um sex þúsund
tonnum af loðnu. Afli íslensku skip-
anna varð á þessu ári 452.556 tonn
en erlend skip lönduðu 14.386
tonnum. Heildarloðnukvótinn var
975 þúsund tonn.
Miklar tafir hafa orðið á loðnuveið-
um síðustu daga vegna slæms veð-
urs. Þá var loðnarr dreifð undir það
síðasta og mikið af smáloðnu. Mestu
var landað á Siglufirði eða tæpum
95 þúsund tonnum. Á Seyðisfírði var
landað um 60 þúsund tonnum og um
59 þúsund tonnum á Raufarhöfn.
saksóknara vegna meintra
vinnulauna- og skattsvika en að
sögn Guðmundar J. Guðmunds-
sonar, formanns Verkalýðsfé-
lagsins Dagsbrúnar, hefur þetta
sama fyrirtæki fimm sinnum
verið lýst gjaldþrota en nýtt
fyrirtæki jafnoft verið stofnað
með nýrri kennitölu. Guðmund-
ur segir að helsti viðskiptavinur
Ósals hafi verið Póstur og sími.
Fjölmörg fyrirtæki séu starf-
andi sem geri samninga við sína
starfsmenn sem m.a. kveði á um
að vinnulaun séu ekki gefin upp
til skatts og íþyngi slík „rassv-
asafyrirtæki" mjög öðrum fyrir-
tækjum í sömu greinum sem
starfi samkvæmt lögum og regl-
um vegna ójafnrar samkeppnis-
stöðu.
„Ríkisábyrgðarsjóður launa
verður fyrir stórútlátum vegna
þessara fyrirtækja og mörg þeirra
semja við starfsmenn um að greiða
ekki í lífeyrissjóð og önnur semja
um að gefa laun ekki upp til skatts.
Þetta er vaxandi vandamál," segir
Guðmundur.
Ekkert eða tvöfalt bókhald
Hann segir slík svik mest áber-
andL innan byggingariðnaðarins.
Fjöldi þessara fyrirtækja haldi ekki
bókhald eða þá þau hafi tvöfalt
bókhald. „Þetta skapar tug eða
hundruð milljóna króna útlát fyrir
ríkissjóð og mikla erfiðleika hjá
verkafólki sem á inni vinnulaun
og sumt þeirra fær launin aldrei
greidd. Þetta háir líka mörgum
fyrirtækjum sem standa í skilum
með allt sitt og þau verða jafnvel
undir vegna þess að þessir aðilar
undirbjóða þau,“ segir Guðmund-
ur.
VEÐUR
I/EÐURHORFUR I DAG, 20. DESEMBER
YFIRLIT: Milli ian Mayen og Norður-Noregs er hægfara 948 mb lægð
en 1.018 mb hæð yfir Norður-Grænlandi. Lægðardrag við suðaustur-
ströndina hrevfist austur.
STORMVIÐVORUN: Búist er við stormi á Norðausturmiðum, Austurmið-
um, Austfjarðamiðum, Norðurdjúpi og Austurdjúpi, Færeyjadjúpi.
SPÁ: Norðvestlæg átt, hvöss á annesjum norðaustanlands en yfirleitt
gola eða kaldi um sunnanlands og vestan. Norðanlands og norðantil á
Vestfjörðum má búast viö éljum, einkum á annesjum, einnig gætu orð-
ið smáél á vestustu annesjum en annars bjart veður að mestu sunnan-
lands og vestan. Frost um allt land, víðast 4-10 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR MIÐVIKUDAG: Fremur hæg norðvestan- og vestanátt á land-
inu. Él norðaustanlands og einnig við suðurströndina, en að mestu úr-
komulaust annarsstaðar. Frost 6-8 stig.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Allstíf norðanátt um allt land. Él norðan og
vestanlands en bjartviðri sunnan og suðaustanlands. Frost 5-7 stig.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Fremur hæg norðaustan- og austanátt. Snjó-
koma sunnan- og suðvestanlands, en él austanlands. Frpst 3-5 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsfmi Vefturstofu íslartds — Veðurfrflonir: 990600.-
q a
Heiðskírt Léttskýjað
/ / /
r r
r r r
Rigning
* / *
* /
r * r
Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
■m
Skýjað
V $
Skúrir Slydduél
Alskýjað
'*
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig._
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
stig-.
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgær)
Góð vetrarfærð er víðast á þjóðvegum landsins en víða talsverð háika.
( nágrenni Reykjavíkur er þungfært um Mosfellsheiði og Kjósaskarðs-
veg. Þá er þungfært um Geldindgadraga en að öðru leyti er færð góð
á Vesturlandi. A Vestfjörðum er ófært um Dynjandisheiði en vegir þar
annars færir. Á Norður- og Norðausturlandi er allgóð færð en þó er
ófært um Lágheiði og þungfært um Mývatns- og Möðrudalsöræfi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hiti voflur Akureyrl +8 alskýjaö Reykjavík +1 snjóél
Bergen ^1 hálfskýjað
Helsinki 2 rigning
Kaupmannahöfn 3 léttskýjað
Narssarssuaq +21 skýjað
Nuuk +7 snjókoma
Ósló 0 léttskýjað
Stokkhólmur 0 skýjað
Þórshöfn 2 snjóél
Algarve 19 iéttskýjað
Amsterdam 6 rigning
Barcelona vantar
Beriín 6 rignlng
Chicago vantar
Feneyjar 6 þoka
Frankfurt 4 rigning
Glasgow *í*1 skýjað
Hamborg 4 skúr
London 4 rigning
Los Angeles e léttskýjað
Lúxemborg 11 rigning
Madrid vantar
Malaga vantar
Mallorca vantar
Montreal i snjóél
NewYork 4 aiskýjað
Oriando 1 vantar
Parfs 13 súld
Madelra 17 skýjað
Róm 13 súld
Vín 6 rigning
Washington 1 mistur
Winnipeg +21 léttskýjað
/ DAG kl. 12.00
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veöurspá Kf. 16.30 í gær)
Morgfunblaðið/Sigurgeir Jónasson
V estmannaeyjar
Eldur í Sjó-
búðinni
UM HÁDEGI á sunnudag var
Slökkvilið Vestmannaeyja kallað
út vegna bruna í gömlu sjóbúðinni
við Tangagötu. Mikill eldur var í
húsinu, sem er gamalt timburhús
sem notað hefur verið sem
geymsluhúsnæði um áraraðir.
Húsið sem var byggt á árunum
1846-1849 er talið ónýtt.
Sjóbúðin er elsta uppistandandi
timburhús í Eyjum og á árum áður
var þar verbúð fyrir sjómenn. Elías
Baldvinsson slökkviliðsstjóri sagði að
engin verðmæti hefðu verið í húsinu
en mikið af gömlum veiðarfærum og
drasli og hefði verið mikill eldur í
húsinu er slökkviliðið kom á staðinn.
Slökkvistarf tók um tvo tíma og er
húsið gjörónýtt eftir eldinn að sögn
Elíasar.
Eldsupptök eru til rannsóknar en
talið er að kviknað hafí í út frá raf-
magni eða að um íkveikju hafí verið
að ræða. Grímur
íslands- og Landsbanki
lækka vexti um 1-2%
LANDSBANKI lækkar útlánsvexti um eitt prósentustig á vaxtabreyting-
ardegi í dag og íslandsbanki lækkar útlánsvexti um 1,5 til 2 prósentu-
stig. Sparisjóðirnir og Búnaðarbanki lækka ekki vexti nú en gerðu það
á síðasta vaxtabreytingardegi, 11.
kjörvexti útlána en Landsbankinn
Islandsbanki lækkar kjörvexti al-
mennra skuldabréfalána um 2% úr
11,5% í 9,5% og Landsbanki lækkar
um 1% úr 10,5 í 9,5%. Kjörvextir
Búnaðarbanka og sparisjóða eru 9%
eða hálfu prósentustig lægri. Ef hins
vegar er litið á meðalvexti skulda-
bréfa samkvæmt útreikningi Seðla-
bankans kemur í ljós að sparisjóðirn-
ir eru með lægstu vextina, 11,4%,
desember, og eru áfram með lægri
og Islandsbanki.
íslandsbanki er með 11,7%, Lands-
banki með 11,8% og Búnaðarbanki
með 11,9%. Aðrir liðir útlána lækka
með svipuðum hætti.
Þá lækkar Seðlabanki á morgun
vexti á endurhverfum ríkisvíxlakaup-
um um hálft prósentustig. Við kaup
á ríkisvíxlum er ávöxtunin 5,5% en
var 6% og við kaup á öðrum verðbréf-
um er ávöxtunin 6,5% en var 7%.
Pjórfaldur lottópottur á Þorláksmessu
Búistvið 18-20
millj. í 1. vinning
LOTTÓPOTTUR íslenskrar getspár er fjórfaldur í þessari viku í
annað sinn frá upphafi. Fyrsti vinningur gekk ekki út í síðustu
viku og færast því 9,3 milljónir yfir á 1. vinning þessarar viku.
Potturinn var fjórfaldur þegar
dregið var 29. desember 1990.
Þá var heildarsala tæplega 83,5
milljónir króna og fyrsti vinning-
ur rúmlega 29,6 milljónir sem
skiptist á milli sex vinningshafa.
Hver þeirra fékk rúmlega 4,9
milljónir króna í sinn hlut.
Að sögn Bergsveins
Sampsteds, markaðsstjóra ís-
lenskrar getspár, má búast við
því að fyrsti vinningur verði
18-20 milljónir króna og vinn-
ingar alls um 25 milljónir. Berg-
sveinn vill vekja athygli á því að
vegna jólahátíðarinnar verður
dregið í Lottói 5/38 á Þorláks-
messu, fimmtudaginn 23. desem-
ber, en ekki á laugardegi eins og
venjan er. Hann hvetur fólk því
til að koma tímanlega á sölustaði
til að losna við óþarfa biðraðir.
Níu mánaða fangelsi
fyrir að draga sér fé
36 ÁRA kona, fyrrum starfsaður Lífeyrissjóðs Austurlands, hefur
verið dæmd í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi fyrir að draga sér
6,9 milljónir króna af fé sjóðsins á árunum 1989-1992. Eiginmaður
konunnar var ákærður fyrir að taka þátt í að hagnýta sér ávinning
af brotum konunnar en var sýknaður.
Um var að ræða 17 tilvik þar sem
konan hafði gefíð út tékka af reikn-
ingum sjóðsins. Nokkrum sinnum
breytti hún uppboðsafsali frá sýslu-
manninum á Eskifirði eða Neskaup-
stað vegna eigna sem sjóðurinn
hafði keypt á uppboði þannig að
hún hækkkaði tilfært kaupverð og
notaði afsölin þannig sem fylgiskjöl
í bókhaldi Lífeyrissjóðsins.
Eftir að að kæra kom fram í
málinu vorið 1992 játaði konan það
sem henni var gefið að sök hjá RLR
og sagðist hafa notað peningana
til heimilsrekstrar, húsbyggingar
og ferðalaga ásamt fjölskyldunni
en breytti síðan þeim framburði og
sagði að hún hefði fengið þessar
greiðslur eftir að hún tók að sér
að innheimta iðgjöld í sjóðinn. Dóm-
arinn tók hins vegar ekki til greina
fráhvarf hennar frá fyrri játningum
og dæmdi hana til 9 mánaða fang-
elsisvistar.
Maður konunnar var sýknaður
af ákærum. Bæði hjón báru að kon-
an hefði ávallt annast fjármál heim-
ilisins og bar þeim saman um að
hann hefði aldrei farið yfir reikn-
ingsyfirlit eða annast afborganir
skulda heldur hefði konan m.a. út-
skýrt fjárráð sín fyrir honum með
því að um lán frá Lífeyrissjóðnum
væri að ræða.