Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
43
Gjöfin afhent
HELGI Pétursson, markaðsstjóri Samvinnuferða Landsýnar, afhendir
Ólöfu Helgu Þór, forstöðumanni Rauðakrosshússins, peningagjöfina.
Samvinnuferðir-Landsýn gefur engar jólagjafir
Gáfu andvirðið
til líknarmála
FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir Landsýn afhenti í gær
Rauðakrosshúsinu í Reykjavík 60.000 krónur, andvirði jólakorta og
jólagjafa sem annars hefðu verið send fyrirtækjum og helstu við-
skiptavinum fyrirtækisins, eins og vepja hefur verið undanfarin ár.
I Rauðakrosshúsinu fer fram
þýðingamikil umönnunarstarfsemi
fyrir unglinga sem oft eiga ekki
höfði sínu að halla neins staðar
annars staðar og einnig er þar svar-
að neyðarlínu fyrir unglinga sem
þurfa á aðstoð að halda.
„Fyrirtækið telur að þessum fjár-
munum sé betur varið á þennan
hátt, nú á tímum þrenginga í efna-
hagslífi þjóðarinnar og hvetur önn-
ur fyrirtæki og stofnanir til þess
að huga að þeim möguleika að láta
fé af hendi rakna til líknarstarf-
semi. Jafnframt senda Samvinnu-
ferðir Landsýn viðskiptavinum sín-
um og landsmönnum öllum hugheil-
ar jóla- og nýárskveðjur," segir í
frétt frá fyrirtækinu.
lenysns
síminn
Siemens Euroset 820 er
framúrskarandi traust símUeki
og hverrar krónu virði.
• Hnappar fyrir ýmsar sérþjónustuaðgerðir
Pósts og síma • Endurval á síðasta númeri
• 10 hnappa númeraminni • 16 stafa skjár sem
sýnir valið númer og samtalslengd • Stillanleg
tiðni og styrkur hringingar • Símalás
Verð aðeins kr. 7.670,-
MUNIÐ UMBOÐSMENN OKKAR UM LAND ALLT!
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
Tombólurnar brauðfæða
200 börn í heilan mánuð
SAFNAST þegar saman kemur
segir í frétt frá Rauða krossi ís-
lands þar sem greint er frá góðum
árangri af hlutaveltum, sem
krakkar víða um land hafa staðið
fyrir til stuðnings starfi Rauða
krossins. Á þessu ári hafa „tom-
bólurnar" skilað RKÍ 200 þúsund
krónum. Það nægir til að borga
mat í heilan mánuð handa 200 böm-
um í flóttamannabúðum í Tanzaníu
í Afríku.
í bréfí sem Hjálparsjóður RKÍ er
að senda krökkum um allt land sem
haldið hafa hlutaveltu fyrir Rauða
krossinn segir m.a.: „Mæður barn-
anna urðu að yfírgefa heimili sín í
Burundi þegar stríðið braust út í lok
október. Alls hafa 260 þúsund
manns, einkum konur, böm og
gamlamenni, flúið frá Burundi til
Tanzaníu. Mat, lyfjum og teppum
er dreift með aðstoð frá öðrum félög-
um Rauða krossins víða um heim,
þar á meðal frá Rauða krossi íslands
með aðstoð frá ykkur tombólukrökk-
unum.“
Falleg og gagnlegjólagjöf
Ensk-íslensk orðabók
34.000 ensk uppflettiorð
Fæst hjá öllum bóksölum
íslensk-ensk orðabók
35.000 íslensk uppflettiorð
2.200 blaðsíður
Saman í fallegri gjafaöskju
á aðeins kr. 3.990.—
Gagnleg og glæsileg jólagjöf,
sem nýtist vel í nútið og framtíð
meö innbyggöu útvarpi!
\ I Nu geta allir hlustað a
útvarpsrás að eigin vali í vinnunni.
BÍlSOITI 797 RADIO
heyrnarhlífar eru þægilegar,
léttar og fara vel á höföi.
Þær útiloka allan hávaða og eru
með innbyggt FM sterio
útvarp sem auðvelt er að stilla.
Þetta eru tilvaldar heymarhlífar
fyrir alla sem vinna í hávaða
og fyrir þá sem vilja hlusta
í friði heima hjá sér.
AUGLÝSINGASTOFA i