Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Ódysseifur á norðurslóðum Útgefandi og höfundur Ódysseifs, Sylvia Beach og James Joyce. eftir Ástráð Eysteinsson James Joyce Ódysseifur I-II Sigurður A. Magnússon þýddi Mál og menning 1992-93 „Skáldsagan Ulysses er undarleg bók. Hún er þúsund blaðsíður og það er ekki einn einasti punktur í henni.“ Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan bókhneigður erlendur vinur minn lét þessi orð falla'í mín eyru. Mér svelgdist á einhveiju og ætlaði að leiðrétta snarlega slíka vitleysu um þetta stórvirki, einn af helgidóm- um lestrarreynslunnar. En ég áttaði mig í tíma, kyngdi og kinkaði kolli. Auðheyrt var að vísu að minn ágæti viðmælandi hafði aldrei svo mikið sem blaðað í þessu verki James Jo- yce, en það hafði samt lifað góðu lífi í bókmenntavitund hans, sem alveg ákveðin hugmynd eða goðsögn, og hví skyldi ég stugga við henni? Hættuleg og ólæsileg Þessi orð, sem fela í sér goðsögn um hið ólæsilega verk, hafa leitað aftur á hugann þá daga sem ég hef verið að lesa íslenska þýðingu Sig- urðar A. Magnússonar á þessari undarlegu bók. Bæði vegna þess að Sigurður hefur fundið þessu verki íslenskan læsileika sem ber að fagna og þakka, og einnig vegna þess að útgáfusaga frumtextans hefur í raun verið ærið goðsagnakennd. Kaflar úr sögunni birtust fyrst í bandaríska tímaritinu Little Review sem Marg- aret Anderson ritstýrði. Fjórum sinnum var útgáfan stöðvuð og bandaríska póstþjónustan brenndi að lokum það upplag sem hún komst yfir. Joyce fékk sögu sína loks út- gefna í París á fertugasta afmælis- degi sínum, 2. febrúar 1922, og enn var bandarísk kona í ljósmóðurhlut- verki útgefandans, hin stórmerka Sylvia Beach sem rak Shakespeare & Company í París. Frönsku setjur- unum gekk ekki vel að eiga við ein- kennilegan texta Joyce og erfitt reyndist að hreinsa villur úr síðari útgáfum, og kemur þar m.a. við- sögu augnsjúkdómur sem Joyce átti við að stríða. Árið 1984 var loks gefinn út svonefndur „leiðréttur texti“, en um hann hafa svo staðið hatrammari deilur en nokkru sinni fyrr. Líklega eignumst. við aldrei villulausan Ulysses. Þegar bókin kom fyrst út var hún bönnuð fyrir klám og guðlast víðast hvar í hinum enskumælandi heimi og var illfáanleg, en varð þó samtím- is eitt helsta umræðuefni bók- menntafólks. Ýmsir rithöfundar og fræðimenn létu meira að segja á prent ganga yfirlýsingar sínar um bókina án þess að hafa nokkru sinni litið hana augum (og enn er það svo að einungis fáir þeirra sem vita af Ulysses hafa í rauninni lesið verk- ið). Strax í upphafi varð því til goð- sögnin um stóru punktalausu bókina og eins má það teljast athyglisverð mótsögn að Ulysses, eða Ódysseifur eins og hún heitir á íslensku, skyldi ■í senn teljast ólæsileg og hættuleg. Það var einkum síðasti kafli bók- arinnar sem mótaði orðspor hennar og öðlaðist alveg sérstaka frægð. í íslensku útgáfunni er hann 46 bls. (en verkið í heild um 750) og það er hann einn sem er að mestu punktalaus. Hann hefur að geyma hugsanaflaum Mollýar Bloom þar sem hún liggur í rúmi sínu aðfara- nótt 17. júní 1904. Leopold spúsi hennar er sofnaður til fóta henni (!) og hún lætur hugann reika um líf sitt og atburði liðins dags. Eiginmað- urinn hefur verið á miklu flandri um heimaborg þeirra-, Dyflinni, en sjálf hefur hún verið heima þennan dag og fengið heimsókn, alla leið upp í hjónarúmið, þar sem hún hefur ver- ið lengi svelt. Um þann fund er víst hægt að segja að hann hafi fyrst og fremst verið líkamlegt samband í norðurbænum; Mollý myndar engin tilfinningatengsl við eljarann, Blazes Boylan: „hann segir sálin í þér þú ert ekki með neina sál innvortis bara grá efni afþví hann veit ekki hvað er að vera með sál já þegar ég kveikti á lampanum afþví hann hlýtur að hafa komið þrisvar eða fjórum sinn- um með þetta risavaxna rauða flykki sem er á honum ég hélt að slagæðin eða hvern fjandann þeir kalla það mundi springa þó nefíð á honum sé ekki svo stórt eftirað ég var komin úr öllum fötunum með gluggatjöldin dregin niður eftir allan tímann sem ég hafði notað til að klæða mig“ (II, 335). Þetta er semsagt dæmi um „sið- leysið" og punktaleysið í texta Joyce, en líka um kímni hans - og vel að merkja aðeins eina hlið Mollýar, sem er í senn einföld og stórbrotin per- sóna og einskonar orkústöð sögunn- ar, þótt hún sé aðeins í fyrirrúmi í lokakaflanum. Það má og ljóst vera af þessu dæmi að sá kafli er ekki sérlega erfiður aflestrar, og hefur líklega ekki verið erfiður í þýðingu miðað við suma aðra. Alfræði og völundarhús Þótt stíll Joyce hafi einkum öðlast frægð fyrir hugflæði eins og það birtist í Mollýar-kafla, felst bylting Ódysseifs sem skáldsögu í miklu víð- tækara uppnámi frásagnarformsins. Reyndar er lesandinn einna helst í jafnvægi þegar hann fær látið ber- ast með slíku hugflæði, þar sem því er að skipta í textanum. Það sem gerir lesandann ráðvilltari er hið ill- útreiknanlega og breytilega sjónar- horn frásagnarinnar. Vi<j getum ekki Sigurður A. Magnússon treyst á neinn tiltekinn sögumann sem leiðir okkur um verkið; textinn bregður sér í allra kvikynda líki: leik- rit, spurningakver, stórkarlalegar skopstælingar á margsháttar mál- notkun og frásagnarhefðum, safn af brotakenndum lýsingum. „Hver talar hér?“ er spurning sem vaknar oft með okkur, og það er ljóst að ekki eru allir lesendur jafn sáttir með að glíma við þá spurningu. Óþarft er að fara í grafgötur með að Ödysseifur er ekki bara þekkt- asta skáldsaga aldarinnar, heldur líka ein hin erfíðasta. Þetta er flókin og margbrotin saga sem kallar á dijúga athygli þess sem les. Margt skemmtilegt skilar sér vissulega við fyrsta lestur, en verkið geymir einn- ig kafla er geta virkað sem ofhlaðn- ir minnisvarðar um merkingu sem neitar að birtast. Enda segja unn- endur verksins gjarnan að það verði ekki lesið, heldur einungis lesið aft- ur. Þeir sem á annað borð hreiðra um sig í sögunni eiga sér oftast bólfestu þar áfram; gerast landnem- ar eða nýbúar sem smám saman læra - hver á sinn hátt - á þann ríkulega menningarheim sem verkið er. Þeir finna sér lykla að verkinu - en „lyklar" er eitt af ótalmörgum leiðarorðum verksins; Leopold Blo- om auglýsingasafnari gleymir hús- lyklunum sínum heima þegar hann leggur upp í „ferð“ sína um Dyflinni fímmtudaginn 16. júní og hin aðal- persónan, Stephen Dedalus, er einn- ig lyklalaus. Það vill svo til að aug- lýsingin sem Bloom er að vinna að snýst um lykla. Tilviljun? Ódysseifur er heill heimur tilviljana og það eru ekki síst þær sem eru heillandi þeg- ar lesandi fer að rekja þræði fram og aftur' um verkið og átta sig á innbyrðis tengslum persóna, staða og orða. Hvprskonar reynsla er það þá að hnýsast í þessa bók? Formgerð Ódys- seifs hefur verið kennd við alfræði; þetta er ensyklópedískt verk þar sem hugsanir og samræður persóna flakka vítt og breitt um dægurmál, bókmenntir, tónlist, ástir, pólitík, söguna, mannlífið og ýmsan þann þekkingarforða sem því tengist, án þess að utan um þetta haldi neitt venjulegt skáldsagnaform. Módern- ískri byggingu sögunnar verður því best lýst með hinni hlið alfræðinnar, sem er völundarhúsið. Maður er í sífelldri leit, virðist koma að sama staðnum úr mismunandi áttum og erfítt reynist að kortleggja allan merkingarheiminn, því hann er á sífelldri hreyfingu, rétt eins og líf okkar sjálfra. En sé verkið flókið, hefur íslensk- um lesendum þó verið gert auðveld- ara fyrir en þeim sem eru þó vel læsir á frummálið. Ekki aðeins vegna þess að í þýðingu felst oft viss tilhneiging til skýringar, skarp- ari drátta, heldur einfaldlega vegna þess að ensk tunga á sér mjög flókn- ar rætur, margþætta stíl- og mál- sögu, sem Joyce nýtir sér út í æsar - svo ekki sé minnst á heimsins stærsta orðaforða. Með því að leiða íslenskuna inn í þetta völundarhús og opna það þannig fyrir nýjum les- endum - sem margir hefðu talið óvinnandi verk - hefur Sigurður A. Magnússon skapað málheim sem er á ýmsan hátt viðráðanlegri en hinn enski frumtexti er þeim sem eiga ensku að móðurmáli. Jafnframt felst þó afrek hans í því að raungera það ríkidæmi og þann sveigjanleika sem íslensk tunga býr yfír. Hann hefur opnað þeim nýjar víddir sem spyija hvað hægt sé að gera í einni skáld- sögu á íslensku máli. En sá hópur íslenskra lesenda sem á sér fasta bólsetu fyrir í frumtext- anum verður að gæta þess að nota hann ekki hugsunarlaust sem svipu á þýðinguna. Þekki þeir ekki um- svifalaust gamlan vin í stað er það ekki síst vegna þess að þýðing er að ýmsu leyti annað verk en frum- textinn, þótt menn hneigist eðlilega til samanburðar. Menn hafa rætt það sín á milli að það sé með ólíkindum hversu skjótt Sigurði hefur sóst þessi þýðing og rifjað upp að fyrri þýðendur voru að sögn sumir næstum jafnlengi að þýða Ódysseif og Joyce að semja hann, þ.e. sjö ár. Nýir þýðendur geta að sjálfsögðu haft vissa hliðsjón af verki fyrri þýðenda, en sérstak- lega geta þeir þó haft stuðning af öllum þeim rannsóknum sem fram hafa farið á þessari sögu. Það léttir nýjum þýðendum starfíð að geta sótt niðurstöður slíkra rannsókna í rit eins og Ulysses Annotated eftir Don Gifford og Robert J. Seidman, sem Sigurður getur um í formála sínum. Enda fæ ég ekki betur séð við samanburð á víð og dreif en að þýðingin sé vönduð og nákvæm, ekki síst á stöðum sem mjög hafa verið á döfínni í umræðu um verkið. Margir orðaleikir Joyce eru vel leyst- ir, þótt ekki sé alltaf hægt að endur- skapa margræðni frumtextans. Það er frekar að einstaka mistök á sak- leysislegri stöðum bendi til að svolít- ið meiri yfirlega hefði komið sér vel. Snemma í 9. kafla segir John Eglinton nokkur að ungu írsku skáldin eigi „enn eftir að skapa per- sónu sem heimurinn geti stillt upp við hliðina á Hamlet Saxans Sha- kespeares, þó ég dái hann einsog Ben gamli svo stappar nærri hjá- guðadýrkun“ (1,186). Hér ætti sam- hengið að vera viðvörun, en í frum- textanum segir „though I admire him, as old Ben did, on this side idolatry", þ.e. verið er að taka fram að aðdáunin á Shakespeare sé hófst- illt. Nútími og hversdagur Slíkt smáræði breytir þó litlu fyr- ir siglingu almenns lesanda um þann mikla og mergjaða textaflaum sem þýðing Sigurðar er jafnt sem frum- verk hins írska útlagaskálds. Enn og aftur birtist manni ljóslifandi nútímaögrun þessa verks, sem er I orðið 70 ára. Nýjar kynslóðir lesenda hafa stöðugt fundið í þessari bók þann aldarhátt sem þær tengja nú- tíma og borgarlífí. Séum við nú að hverfa inn í hljóðláta tölvuveröld þar sem fólk hættir að spígspora um göturnar, verður saga Joyce vitnis- burður um veröld sem var; en meðan svo er ekki verður þetta skáldsagan sem fjallar um það hvernig borgin er eins og annár líkami þeirra sem þar hrærast; ys og þys borgarinnar er ein meginrödd sögunnar og borg- in er eiginlega ein helsta „persóna" hennar. En hvernig hefur Joyce taumhald á þeirri ólgu nútímalífs sem fyllir verk hans? Menn hafa gjarnan litið svo á að það geri hann með þeirri „grind“ sem hann sækir sér í Hóm- erskviðuna um þann Ódysseif sem sagan er kennd við. Víst er gaman að koma auga á hliðstæður með köflum í sögunni og hinni fornu kviðu, og spaugilegar verða tenging- arnar milli hetjulegra tilburða forn- kappanna og hversdagslegs brölts Dyflinnarbúa. En það er líklega ein- mitt hversdagurinn sjálfur sem verð- ur flestum lesendum farvegur þess textaflaums sem sagan er. Sagan gerist á einum, ósköp venjulegum fimmtudegi og hún er á margan hátt óður til hversdagins. Þessi venjulegi dagur Leopolds og Móllýar Bloom, og hins rótlausa kennara og skálds Stephens Dedalus, reynist þegar að er gáð vera krökkur af lífí. I þessari sögu gerist svosem ekk- ert sem telja má til sérstakra at- burða í skáldsögu; að vísu á sér stað framhjáhald, sem er eiginlega á mörkum þess að vera hversdagsleg- ur og sérstæður atburður; kunningjá 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori . KRISTINN SIGURJONSSON, HRL. loggiltur fasteignasau Til sýnis og sölu m.a. athyglisveröra eigna: Góðar eignir í Bankastræti stór rishæð 142,8 fm, auk þéss er mikið rými u. súð. Margs konar breytinga- og nýtingamögul. Mikið útsýni. Verslunarhæð í sama húsi. Hæðinni fylgir kj. og viöbygging á baklóð m. bílastæðum. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Úrvalsstaður. Af sérstökum ástæðum er til sölu glæsileg 6 herb. efri hæð í þríbhúsi á vinsælum stað í Austurborg- inni. Mjög hagst. greiðsluskilmálar. Nánari uppl. á skrifst. Nýleg eign - einstakt tækifæri Vel byggt stein- og stálgrindarhús v. Kaplahraun í Hafnarf. Grunnfl. 300 fm. Vegghæð 7 m. Glæsilega innr. ris 145 fm ibúð/skrifstofa. Stór lóð m. byggrétti. Margs konar breytinga- og nýtingamögul. Ýmis konar eignaskipti mögul. Tilboð óskast. Suðuríbúð - góður bílskúr 2ja herb. íb. á 2. hæð v. Stelkshóla. Rúmg. sólsvalir. Sameign fylgir öll nýuppg. Langtlán kr. 2,4 millj. Tilboð óskast. Ódýr einstaklingsfbúð f steinhúsi 2ja herb. lítil íb. á 3. hæð vestarl. v. Njálsgötu. Nýl. gler. Laus fljótl. Vinsæll staður. Verð aðeins kr. 2,8 millj. Fyrir smið eða laghentan endaraðh. m. 4ra herb. íb. 115 fm á tveimur hæðum. Ennfremur þvhús og geymsla í kj. Nánari uppl. á skrifst. Á söluskrá óskast einbhús af meðalstærð í Smáíbúðahverfi. Fjársterkur kaupandi. Ein- býli óskast í gamla, góða vesturbænum, má þarfn. endurbóta. íbúð- ir af ýmsum stærðum óskast í gamla bænum og nágr. 3ja-4ra herb. íb. í lyftuh. í borginni. Skipti mögul. á glæsil. sérhæð á vinsælum stað í borginni. Og ótal margt fleira. • • • Einbhús, sérhæðir og rað- hús. Fjölbreyttir skipta- möguleikar. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. AIMENNA fASTFIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.