Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 64
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVlK
Slm 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Bandarískur ferjuflugmaður gagnrýnir Flugmálasljórn
Aftur í skýrslutöku
eftir sjónvarpsviðtal
LOFTFERÐAEFTIRLIT Flugmálastjórnar hefur tjáð bandaríska ferju-
flugmanninum Christopher Levell, sem náði naumlega að Ienda á
Reykjavíkurflugvelli eftir flug á flugvél með bilaða miðstöð og skjökt-
andi hreyfla frá Glasgow, að frekari skýrslutaka og rannsókn á máli
hans sé nauðsynlegt þar sem yfirlýsingar hans í sjónvarpi um málið
og afskipti Flugmálasljórnar af því komi ekki heim og saman við það
sem hann hafí sagt í skýrslu sinni í gær. Grétar Óskarsson framkvæmda-
stjóri Loftferðaeftirlits sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi
að hann teldi líklegt að yfirlýsingar flugmannsins gerðu að verkum
að málið verði rannsakað eins og flugóhapp en ekki afgreitt sem aðstoð.
Náðu ekki
Bergvík af
strandstað
EKKI tókst að ná Bergvík VE
505 af strandstað í Vaðlavík á
flóðinu i gærkvöldi. Vírum var
komið á milli Bergvíkurinnar og
varðskipsins Ægis og einnig var
strengdur vír í jarðýtu í landi.
Skipinu var snúið með jarðýtunni
og Ægi þannig að stefnið sneri
á haf út. Björgunarsveitarmenn
og skipveijar af Bergvíkinni
voru á strandstað í gær og fór
skipstjórinn, Hörður Magnússon,
auk fjögurra manna um borð.
Að sögn Einars Víglundssonar,
framkvæmdastjóra Goðaborgar á
Fáskrúðsfirði, sem gerir út Bergvík-
ina, voru mikil vonbrigði að ekki
skyldi takast að ná skipinu á flot í
gærkvöld. „Þetta leit svo vel út í
dag [mánudag], vel gekk að snúa
skipinu og menn voru bjartsýnir.
Búið var að setja afl á báðar vélar
varðskipsins Ægis en vírarnir slitn-
uðu og treystu menn sér ekki til
að fara með vír aftur á milli vegna
veðurs. Sennilega hefur skipið verið
búið að grafa sig eitthvað niður.
Það verður reynt aftur á flóðinu í
yyrramálið ef veður leyfir en það
var farið að versna mikið, komið
V erzlunarskólinn
Blindur
nemandi
efstur
BIRKIR R. Gunnarsson blindur
nemandi í 3. bekk Verzlunar-
skóla Islands, dúxaði á jólapróf-
unum með 9,29 sem er ágætis-
einkunn.
Birkir hóf nám við Verzlunar-
skólann í haust en blindir hafa til
þessa stundað nám við Mennta-
skólann í Hamrahlíð. Birkir stund-
ar námið með aðstoð ferðatölvu
sem vinnur í blindraletri en prent-
ar verkefnin út í svartletur fyrir
kennarana. Segir hann velgengn-
ina í skóla meðal annars byggjast
á því hvað hann hefur mikið að
gera utan hans en hann hefur
m.a. æft sund og keppt fyrir ís-
lands hönd á alþjóðlegum íþrótta-
mótum fyrir fatlaða.
Sjá „Skiptir mestu máli ...
á bls. 25.
Morgunblaðið/Sigurður Mar
A strandstað
BERGVÍKIN í sandfjörunni þar
sem hún strandaði á laugardag.
brim og skipið farið að snúast aftur
í gamla farið,“ sagði Einar. Reynt
verður að ná Bergvík af strandstað
á flóðinu í kvöld.
Voru á leið í jólafrí
Bergvíkin var að koma af rækju-
veiðum þegar hún strandaði á laug-
ardag. Hún hafði orðið að fara með
veikan mann til Seyðisijarðar og
útgerðin hafði ákveðið að hún sigldi
til Eskifjarðar og landaði þar og
átti áhöfnin síðan að fara í jólafrí.
Sjá bls. 24.
í viðtali við Morgunblaðið í dag
segir Levell, sem lent hefur á Reykja-
víkurflugvelli u.þ.b. 30 sinnum, að
fjarskipti sín við flugtuminn hafí
verið einkennileg og sér hafi virst
að hann væri ekki tekinn alvarlega
og því hafi hann lýst yfir neyðar-
ástandi. Svipaðar yfirlýsingar komu
fram hjá flugmanninum í sjónvarps-
viðtali í gærkvöldi. í gærkvöldi hafði
Levell samband við Morgunblaðið. og
greindi m.a. frá því að vegna þeirra
ummæla hans hefði honum verið tjáð
að hann væri kyrrsettur hér á landi.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Grétar Óskarsson að fram að sjón-
varpsviðtalinu hefði mál Levells og
sá mikli viðbúnaður sem flugmálayf-
irvöld hér á landi höfðu vegna flugs
hans hingað til lands verið meðhöndl-
aður sem aðstoð og engar þær yfir-
lýsingar sem hann hefði látið falla í
sjónvarpi hefðu komið fram í skýrsl-
um hans hjá Loftferðaeftirliti í gær.
Þetta kallaði á að nýjar skýrslur yrðu
teknar og gengið eftir sannleikanum
í málinu. Grétar kvaðst allt eins bú-
ast við að Flugslysanefnd teldi nauð-
synlegt að annast rannsókn þessa
máls. Grétar sagði þó að vegna þessa
yrði flugmaðurinn ekki tafinn lengur
en svo að unnt yrði að taka af honum
nauðsynlegar skýrslur en Grétar
sagði að eftir því sem hann vissi
best ætti enn eftir að ljúka viðgerð
og skoðun á vél mannsins og ganga
úr skugga um að vél hans væri und-
ir ferðina vestur um haf búin.
Sjá bls. 24: „Ég hélt.. “
------» ♦ ♦-----
Geislavirkni
mjólkur til
rannsóknar
GEISLAVARNIR ríkisins eru að
hefja rannsóknir á flutningi
geislavirkra efna úr jarðvegi og
gróðri í mjólk hér á landi. Er
stofnunin þátttakandi í rannsókn-
arverkefni um þetta með Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins og
Háskólanum á Akureyri.
Sigurður M. Magnússon, forstöðu-
maður Geislavama ríkisins, segir að
geislaálag af völdum geislavirkra
efna sé mjög lítið í matvælum á ís-
landi. Tilgangur rannsóknanna sé að
auka skilning á því hvernig geisla-
virk efni flytjist til í vistkerfmu.
Beinir skatt-
ar skili millj-
arði kr. meir
en þetta árið
LOG um tekjustofna sveitarfé-
laga voru samþykkt á Alþingi í
gærkvöldi og útlit var fyrir að
frumvarp um skattamál yrði að
lögum í nótt. Samkvæmt þess-
um lögum munu tekjur af inn-
heimtu beinna skatta að öllu
óbreyttu hækka um rúmar
1.000 milljónir á næsta ári.
Samkvæmt lögunum hækkar
skattaprósentan um 0,55 pró-
sentustig og getur hæst orðið
42,35% að því tilskildu að sveitar-
félögin fullnýti heimildir til álagn-
ingar útsvars. Prósentan var hæst
41,80% á þessu ári.
Heildarlaunagreiðslur í landinu
nema í kringum 200 milljörðum
þannig að hvert 0,1 prósentustig
í beinum sköttum gefur í kringum
200 milljónir króna í tekjur, sam-
kvæmt upplýsingum fjármála-
ráðuneytisins.
Sjá nánar á miðopnu.
Stefnir í 20% atvinnuleysi
hjá trésmiðum í febrúar
RUMLEGA sex þúsund manns voru að meðaltali atvinnulaus í nóvem-
ber samkvæmt upplýsingum vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytis
og hefur atvinnuleysi ekki mælst jafn mikið í nóvember. Atvinnuleysið
nam 4,7% áætlaðs mannafla á vinnumarkaði. Fjórfalt fleiri trésmiðir
verða atvinnulausir um áramót en á sama tíma í fyrra og óttast er að
20% félagsmanna í Trésmiðafélagi Reykjavíkur verði atvinnulaus í
febrúar að sögn Grétars Þorsteinssonar formanns félagsins.
Tvöfalt fleiri félagskonur í Verka-
kvennafélaginu Framsókn eru skráð-
ar atvinnulausar en í fyrra og eru
ungar konur áberandi margar. Elín
Þorsteinsdóttir starfsmaður Fram-
sóknar segir áberandi hve margt
ungt fólk bætist á atvinnuleysisskrá.
Framsókn greiðir nú bætur til 192
kvenna, tvöfalt fleiri en á sama tíma
í fyrra. Fólk sem þessa dagana skrá-
ir sig atvinnulaust kemur úr öllum
helstu atvinnugreinum.
Sífellt fleiri leita aðstoðar Mið-
stöðvar fólks í atvinnuleit og segist
Guðmundur Einarsson forstöðumað-
ur hafa orðið var við að fólk sem
haldið hafi í vonina um að fá vinnu
hafi nú gefist upp og skráð sig at-
vinnulaust. Hann segist samt hafa
grun um að talsverður hópur eigi enn
eftir að skrá sig. Guðmundur sagði
það valda áhyggjum hve lítið væri
gert til að undirbúa fólk undir áfall
eins og atvinnumissi.
Sjá fréttir á bls. 28 og forystu-
grein á bls. 32.
GLUGGAGÆGIR
BIÚGNAKRÆKIR kom f gær