Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 49 < I i < I i < < < < < < Andy Milne á stærri senu Maurier Ltd. Bobby McFerrin ásamt kór. Áheyrendasvæði Ultramar var fullt á tónleikum píanóleikarans Lorraine Desmarais ásamt kvart- ett og gömlum vini hennar, jap- anska trompetleikaranum Tiger Okoshi. Lorraine Desmarais er djasshátíðargestum vel kunn síðan hún vann djasshátíðarverðlaunin árið 1984. Tónlist Lorraine De- smarais má flokka undir klasssísk- an djass sem fer út í „fusion“ jafn- vel „acustic". Tiger Okoshi er dúndur trompetleikari og saman áttu þau stórgóða tónleika og var vel fagnað af hrifnum hátíðargest- um. Ein sterkasta hljómsveitin í ac- ustic djass á þessari hátíð var tví- mælalaust Django Bates Human Chain frá Bretlandi. Django Bates er stofnandi hljómsveitarinnar og tónskáld að flestum þeim verkum sem hljómsveitin flytur en þeir leika einungis frumsaminn acustic djass. Human Chain skipa Michael Mondesir á bassa, Ian Ballamy á saxafón, Martin France á tromm- ur, Steve Arguelles á slagverk og Django Bates á hljómborð og te- nórhom. Django Bates var einn af stofnendum Loose Tubes, 21 manns „big band“-hljómsveitar sem álitin var ein áhugaverðasta hljómsveit Bretlands á síðasta ára- tug. Síðastliðið ár lék hann m.a. á hljómborð með Bill Bruford. Al- þjóðlega djass tímaritið Wire valdi Django besta breska djass laga- smiðinn 1987, þá 26 ára að aldri og aftur árið 1990. Nýjasta plata hans, „Music for the third police- man“, var valin ein af bestu plöt- um ársins í tímaritunum The Guar- dian og Q. Django Bates hefur sama þjálf- ara og Chick Corea enda mátti minna heyra. Ekki var laust við áhrif frá Jan Garbarek í túlkun saxafónleikarans Ians Balamis, sérstaklega í verkinu „Underfelt", en hann er þó ekki eins melankol- ískur. Sólóin voru aðallega flutt af Djangó sem er ekki einungis athyglisvert tónskáld heldur einn- ig ágætur hljóðfæraleikari og hin- um frábæra saxafónleikara Ian Balami. Trommuleikarinn Martin France er einnig mjög athyglis- verður hljóðfæraleikari en tromm- ur, slagverk og bassi voru þó frek- ar í bakgrunni. Einstaklega heil- steyptir tónleikar ósvikins acustic jass. Á allt annarri bylgjulengd voru Farfield Four gospelsöngvaramir frá Nashville. Þetta voru frábærar klassískar gospel-raddir sem komu öðru hvoru vel á óvart með radd- beitingu og hvernig þær klipptu í sundur melodíuna. Sviðið var þeirra altari, gatan þeirra kirkja og áhorfendur sem fylltu allt Place Des Arts svæðið vögguðu sér í takt við Swing Loooow Sweet Chariooot. Hinn einstaki akróbat radd- bandanna Bobby McFerrin ásamt kór sínum Hard coral, héldu sína fyrstu tónleika hér á þessari djass- hátíð. Þessi kór samanstendur af einungis 4 röddum að Bobby McFerrin meðtöldum, engin hljóð- færi höfð til uppfyllingar. Hann hafði hér brætt saman 4 ólíkar Ljósmynd/Denis Alix raddir með greinilega ólíkan bak- grunn, óperusöngkonuna Kristen Falke (sópran), soul-söngkonuna Rhiannon (alt) og Dave Worm, (bassi/baritón) sem virtist helst eiga sinn bakgrunn í popptónlist. Bobby McFerrin virðast engin tak- mörk sett hafa á tónlistarsviðinu tengdi á alveg frábæran hátt radd- ir hinna þriggja. Það var hreint ótrúlegt hvemig meistarinn lék á háa og lága tóna, það var eins og tvær raddir syngju í einu og stöku sinnum var eins og um þrjár radd- ir væri að ræða. Tónninn hjá hon- um var alltaf hárnákvæmur þó að hann sveiflaðist á milli tóntegunda á ótrúlegum hraða. Soulsöngkon- an Rhiannon var ansi athyglisverð og komst hún næst Bobby í akró- bat-notkun raddbandanna, bæði í beitingu raddarinnr og í sviðs- framkomu, og eiga einhvetja strengi í fluxus- og gamelan-tónl- istr sem nokkrir NY fluxuslista- menn notuðu í upp úr ’80. Ópera- söngkonan Kristen Falke var held- ur varkárari og tók greinilega enga áhættu. Bobby McFerrin hefur verið nefndur til Gammy verðlauna 6 sinnum og hlotið þau 5 sinnum. Honum hefur þrisvar fengið Gammy verðlaunin sem besti karlsöngvarinn. Þetta voru hreint ótrúlegir tónleikar þar sem röddin var notuð til þess að fram- kalla hin mögnuðustu hljóð sem gleymast seint þeim sem á annað borð hafa áhuga fyrir notkun raddarinnar og sönglist. Skipuleggjendur hátíðarinnar þeir Alain Simard og André Mén- ard sögðu á blaðamannafundi sem var haldinn á lokadegi hátíðarinn- ar að það hefðu verið dökk ský sem hvíldu yfir framtíðinni síðast- liðið vor þegar stærsti styrktarað- ili þeirra frá upphafí, ALCAN- félagið tilkynnti að það myndi ekki leggja fé til hátíðinarinnar að þessu sinni. Fyrirtækið Maurier Ltd. hljóp þá undir bagga og lagði fram rúma milljón dollara auk lof- orðs um annað eins næstu tvö árin. Labatt bjórframleiðandinn sem styrkt hefur hátíðina undan- farin ár ákvað að auka stuðning sinn og útkoman varð einstaklega vel heppnuð hátíð sem bauð meiri þjónustu við hátíðargesti fyrir utan tónlistina heldur en fyrri hátíðir. Neysla hátíðargesta jókst um 30% frá fyrra ári (matur, drykkur, bolir og aðrir minjagrip- ir, geisladiskar, að ógleymdri sölu aðgöngumiða á innanhússtón- leika) og gerði skipuleggjendum hátíðarinnar kleift að né endum saman og rúmlega það í fyrsta sinn. Þetta auðveldar þeim skipu- lagningu hátíðarinnar næsta ár og tryggir um leið hátíðargestum sérstakra dagskrá á 15 ára afmæl- inu sem er þann 30. júní til 10. júlí 1994. Höfundur er myndlistarkona búsett í Montreal. Vetrar- sólhvörf - endurspeglun í Ráðhúsinu HÁTÍÐARTJÖLD í Tjarnarsal verða til sýnis gestum og gang- andi í dag, þriðjudaginn 21. desember, í tilefni dagsins. Á tjöldunum era silfurspeglar og endurspegla þeir vetrarsólstöð- um sem er stysti sólargangur, endir og jafnframt upphaf nýs sólarárs. Sólin er þá lágt á lofti og ná geislar hennar inn á tjöldin frá sólarapprás kl. 11.22 til sólset- urs kl. 15.30. Speglarnir eru fest- ir þar sem sólargeislar ná til tjald- anna og saumað í kringum þá með einkennandi litum, bleikt við sólarapprás, gulir tónar í kringum spegla sem endurvarpa hádegissól kl. 13.27 og fjólubláir merkja sól- setur. Skálínurnar, sem þessir lit- hópar mynda, endurtaka halla sólargeisla á hveijum tíma miðað við staðsetningu verksins í Ráð- húsinu. Verkið var útfært árið 1992. Það er unnið úr norður-írskum hör og ofið hérlendis. í það er saumað með handlituðu silkigarni en saumurinn er refilssaumur, einnig kallaður forníslenskur saumur. Tíu konur unnu að út- færslu verksins og reyndist hver stjarna vera dagsverk. Tjöldin era til þess ætluð að mynda skil milli gönguáss og Tjarnarsalar við hátíðleg tæki- færi. Höfundar verksins era Erla Þórarinsdóttir og Gerla Geirsdótt- ir. Ráðhúsið er opið milli kl. 8.20 og 18. ----♦ ♦ ♦--- Lýst eftir bifreið AÐFARANÓTT miðvikudagsins 15. desember var bifreið stolið frá Skeiðarvogi og hefur ekkert til hennar spurzt síðan. Þetta er brúndrapplitur Mitsubishi Lancer, af árgerð 1988 með skrásetn- ingarnúmerinu R 37722. Þeir, sem kynnu að hafa orðið bifreið- arinnar varir eru vinsamlegast beðnir um að láta lögregluna vita. GUCCI Frdbœr úr útlit og gœði GUCCI úrin fást hjá Garðari Ólafssyni úrsmið, Lækjartorgi. Gagnlegjólagiöl STÁLHILLUR í bílskúrinn og geymsluna Borgartúni 6, Rvk. ® 62 22 62. Bæjarhrauni 6, Hf. ® 65 55 10. Háberg, Skeifunni 5a. ® 81 47 88. Engin föst krukkulok lengur Krukkulykillinn (JarKey) losar um krukkulokið með einu handtaki Með því að lyfta kanti krukkuloksins með krukkulyklinum, svipað og að taka upp gosflösku, kemst loft innundir lokið þar sem áður var lofttóm. Lokið liggur þar með laust á krukkunni og auðvelt er að skrúfa það af á venjulegan hátt. Versl. Hamborg, Laugavegi 22 og Hafnarstræti 1 Jes Zimsen hf. Hafnarstræti 21 og Ármúla 42. Versl. Þorsteinn Bergmann, Laugavegi 4, Skólavörðust. 38 og Hraunbæ 102.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.