Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
37
Sláturfélag
Barða breytt
í almennings-
hlutafélag
Á hluthafafundi í Sláturfélaginu Barða hf. sem haldinn var á Þing-
eyri miðvikudaginn 8. desember sl. var samþykkt að breyta félaginu
í almenningshlutafélag. Að tillögu stjórnar félagsins var hlutafé
fært niður um 19,2 milljónir króna til að jafna tap liðinna ára. Jafn-
framt var samþykkt að auka hlutaféð á móti um 30 milljónir króna,
þannig að það verði 50 milljónir.
Innleggjendur sauðfjárafurða hjá
Barða hf. í haust greiða 15% af inn-
leggi sínu í hlutafé og nautgripa-
framleiðendur greiða 7,5% í sama
skyni, að því er segir í frétt frá slátur-
félaginu.
Heita má að flestir bændur á norð-
anverðum Vestfjörðum verði hluthaf-
ar í hinu nýja almenningshlutafé-
lagi, en aðrir eigendur Barða hf. eru
Kaupfélag Dýrfírðinga og búnaðar-
félög og sveitarfélög á starfssvæði
félagsins ásamt Goða hf. í Reykjavík.
Undanfarin ár hefur félagið rekið
kjötvinnslu á ísafirði, en vegna tap-
reksturs hefur félagið hætt þeirri
starfsemi. Hafa Guðmundur Svan-
bergsson kjötiðnaðarmaður og Óðinn
Gústafsson yfirtekið reksturinn og
munu þeir fyrst um sinn framleiða
vörur undir merki Barða hf. Þá er
fyrirhugað að hluti af þeim rekstri
sem verið hefur á ísafírði verði færð-
ur til Þingeyrar.
Breyting á sláturfélaginu Barða í
almenningshlutafélag felur í sér að
einstaklingar sem kaupa hlutafé fyr-
ir áramót, geta tryggt sér rúmlega
41 þúsund króna endurgreiðslu á
tekjuskatti ef þeir kaupa hlutabréf
fyrir 100.000 krónur. Hjón sem
kaupa hlutabréf fyrir tvöfalt hærri
upphæð, fá rúmlega 82.000 króna
skattafslátt.
Jólatré
Samdráttur í sölu
íslenskra tijáa vegna
innflutnings
SKÓGRÆKT ríkisins á Héraði veitti öllum börnum 5. beklqar grunn-
skólans á Egilsstöðum sérstaka viðurkenningu í tilefni góðs árang-
urs í námi og samvinnu 3. desember sl., á alþjóðardegi fatlaðra.
Bekkurinn er setinn bæði fötluðum og ófötluðum börnum og fengu
þau lítil jólatré að gjöf. I fréttatilkynningu frá Skógrækt ríkisins
kemur fram að gjöfin sé ekki aðeins táknræn fyrir skógræktarstarf
sem unnið er, hún eigi einnig að minna á hversu mikilvægt það er
að landsmenn kaupi íslensk jólatré.
Frá 1968 til dagsins í dag hafa
verið felld um 200 þúsund jólatré,
samkvæmt upplýsingum frá Skóg-
rækt ríkisins, og var fjöldinn mest-
ur 1986, um 12 þúsund tré. Síðan
þá hefur þeim fækkað, voru um 8
þúsund 1990, 10 þúsund á slðasta
ári og er gert ráð fyrir svipuðum
fyölda um þessi jól. Ástæður sam-
dráttarins eru aðallega raktar til
aukins inngflutnings á jólatijám á
undanförnum árum, einkum frá
Danmörku, og nemur hann liðlega
30 þúsund tijáa árlega. Hefur
verðsamkeppni milli innlendu og
erlendu tijánna aukist mjög, og
flytja íslendingar inn jólatré og
greinar fyrir tugi milljóna króna á
ári, sem hæglega er hægt að rækta
hér á landi.
Danir seldu jólatré fyrir um 6
milljarða króna
Árið 1991 hjuggu Danir um 10
milljónir ræktaðra jólatijáa og seldu
um 8,5 milljónir til annarra landa,
ásamt um 33 þúsund tonnum af
greinum, samkvæmt upplýsingum
frá Skógrækt ríkisis. Nam útflutn-
ingsverðmæti jólatijáa og greina
um 610 milljónum danskra króna
það ár, eða um 6 milljarða islenskra
króna.
Jólatijáræktun hófst hérlendis
um 1950 og er nú stunduð sem
hliðargrein við almenna skógrækt.
Er hún orðin mikilvægur tekjustofn
ýmsra skógræktarfélaga, en helstu
framleiðendur íslenskra jólatijáa
eru Skógrækt ríkisins, Skógræktar-
félaga Eyjafjarðar, Skógræktarfé-
lag Húsavíkur o.fl.
Morgunblaðið/Árni
LISTAKAFFI — NÝIR aðilar hafa tekið við rekstri kaffistof-
unnar Listakaffí í iisthúsinu í Laugardal, Engjateigi 17-19. Boðið
verður upp á heita og kalda rétti og kökur með kaffinu í þægilegu
umhverfi, segir í fréttatilkynningu. Listakaffi býður einnig til leigu
30 manna sal sem hentar fyrir minni veislur og fjölskylduboð. Opið
er sex daga vikunnar frá kl. 10.00-18.00 en á sunnudögum er opið
kl. 14.00-18.00. Á myndinni eru aðstandendur Listakaffís, þau Sigur-
jón Gunnarsson, matreiðslumeistari, Svava Siguijónsdóttir, Helena
Sif Þórðardóttir og Þorbjörg Bernhard.
Handsmíðoðir
islenskir skartgripir
wt
■
■
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut. J
Kopavogi, sími
571800 ^
Hyundai Pony GLSi '92, rauður, sjálfsk.,
ek. 23 þ., rafm. í rúðum, o.fl. Sem nýr.
Toyota Double Cap diesel '92, grásans,
5 g., ek. 65 þ. Toppeintak. V. 1640 þús.,
sk. á ód.
Nissan Sunny SLX '91, 3 dyra, blár,
sjálfsk., ek. 18 þ., rafm. í rúðum o.fl.
V. 860 þús.
Ford Orion CLX '92, hvítur, 5 g., ek. 35
þ. V. 870 þús.
Toyota Corolla Sl '93, 5 g., ek. 7 þ., 3ja
dyra, svartur, rafm. í rúðum, spoiler o.fl.
V. 1260 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla XL '89, 4 g., ek. 92 þ.,
3ja dyra, rauður, álfelgur, spoiler. V. 590
þús., sk. á ód.
Skoda Favorite LS '91, 5 g., ek. 45 þ.
Tilboðsverð: 320 þús.
Citroen BX 14 '88, 5 g., ek. 91 þ. V. 390
þús.
Suzuki Swift GA '89, 3ja dyra, 5 g., ek.
70 þ. V. 390 þús.
Fiat Uno 45s '88, 5 g., ek. 62 þ. V. 190
þús.
Fiat Uno turbo '90, 5 g., ek. 72 þ., sól-
lúga, rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 690
þús.
Mazda 626 GLX '91, sjálfsk., ek. 51 þ.
V. 1190 þús., sk. á ód.
M. Benz 190E '88, sjálfsk., m/öllu, ek. 90
þ. V. 1690 þús.
Subaru Justy J-10 '86, 5 g., ek. 76 þ.
Gott eintak. V. 290 þús.
VW Goif GL '87, sjálfsk., ek. 87 þ., sól-
lúga o.fl. V. 530 þús.
Nissan Terrano V-6 '93,4ra dyra, sjálfsk.,
ek. 12 þ., sóllúga, álfelgur o.fl. Sem nýr.
V. 2950 þús.
Range Rover '84, 4ra dyra, sjálfsk., ek.
108 þ. V. 980 þús., skipti.
MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans,
5 g., ek. 87 þ. Gott eintak. V. 1090 þús.
ERTU í VANDRÆÐUM MED GJÖF
=ei TIL ELSKUNNAR ?
^&eV HVERNIG LIST ÞER
0Ne Á FALLEGT LISTAVERK
FRÁ OKKUR ?
OPIÐ Á AÐFANGADAG KL. 9.00 ■ 12.00
Hringur Jóhanne9son
Sara Vilbergsdótfe
'%
I A R T GALlERVl
AUSTURSTRÆTI 3
S í M I 1 0 4 0 0
Bragi Ásgeirsson