Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
Fortíðin er alls
staðar nálæg
Þingkona Kvennalista fór ásamt fleiri evr-
ópskum þingmönnum fyrir hönd Evrópu-
ráðsins til Albaníu til að meta aðildarum-
sókn Albana að ráðinu, og komst meðal ann-
ars að því að nú hafa jólin verið leyfð á ný.
eftir Kristínu
Astgeirsdóttur
Flugvélin stefnir í suðurátt.
Handan gluggans hefur myrkrið
tekið völdin. Langt fyrir neðan
sjást ljós frá þorpunum í Serbíu
og brátt sést til Belgrad á vinstri
hönd. Það má sjá ljósin í Sarajevo
lengst í vestri tilkynnir flugmað-
urinn. Það er undarleg tilfinning
að fljúga yfir hið stríðshijáðu
héruð fyrrum Júgóslavíu á leið
til Albaníu og reyndar hélt ég
að það væri loftferðabann yfir
þessu svæði. Til hliðar við mig í
vélinni situr Pakistani sem skell-
ir í sig fullu glasi af visíki um
leið og flugfreyjurnar bera fram
veitingar, en síðan situr hann og
les Kóraninn, bærir varirnar
guðrækilegur á svip að því er
mér finnst. Allah hlýtur að fyrir-
gefa viskíið.
Aftur verður allt dimmt útifyrir,
við erum að nálgast Albaníu. Vélin
tekur að lækka flugið, höfuðborgin
Tirana er framundan. Ég veit ekki
hvers er að vænta en þykist búin
undir allt. Berish forseti Albaníu
ávarpaði Evrópuráðið fyrir' tæpu
ári, hrópaði á hjálp og bað um
mat, útsæði, byggingarvörur og
nánast allt annað. Við erum alls-
laust fólk sagði hann þá. Það er
ómögulegt að vita hvemig ástandið
er núna og eins gott að hafa augun
opin.
Hér stend ég og get ekki annað
Á flugvellinum bíður móttöku-
sveit, túlkur og fulltrúi frá albanska
þinginu en hermaður með alvæpni
fylgist með því sem gerist. Það er
hlýtt septemberkvöld og pálmar
skreyta stíginn frá flugbrautinni að
flugstöðinni. Engin skriffinnska og
ekkert vesen. Þeim íjórum þing-
mönnum sem komu með þessari vél
er vísað í bíla og bmna af stað inn
í borgina. Bíllinn staðnæmist við
hótel Dahji, sem sennilega er það
besta í borginni, en ég hef aldrei
séð annað eins þegar komið er inn
í herbergið sem mér er ætlað. Allt
er skítugt nema rúmfötin og greini-
lega mikill skortur á þvottaefni og
öðmm hreinlætisvömm, ryksuga
óþekkt. Klósettkassinn lekur þann-
ig að stöðugt er pollur á gólfínu.
Þetta hótel minnir mig á Hótel HB
í Vestmannaeyjum á sjötta ára-
tugnum, sem ekki þótti til mikils
sóma þar í bæ. En hér stend ég
og get ekki annað. Ég á erindum
að sinna ásamt ij'ölda annarra þing-
manna Evrópuráðsins.
Onnur af þeim nefndum Evrópu-
ráðsins sem ég á sæti í hefur boðað
til fundar í Albaníu. Ætlunin er að
kanna ástandið í þessu fyrrverandi
kommúnistaríki en stjómvöld hafa
sótt um aðild að Evrópuráðinu.
Áður en umsóknin kemst á dagskrá
verður að athuga hvort Albanir
uppfylla þau skilyrði sem sett em
í mannréttindamálum, hvort dóms-
vald og löggjafarvald starfi með
viðunandi hætti og hvort skoðana-
frelsi ríki í landinu.
Samkvæmt tölum er Albania fá-
tækasta ríki Evrópu, en þeim sem
kynnt hafa sér landið ber saman
um að Albanir eigi mikla möguleika
á að ná sér á strik eftir hálfrar
Allt var í rúst
Atvinnuhættir allir í Albaníu eru
átti eftir að komast að því hvílíkt
dálæti Albanir höfðu á gosdrykkj-
um, sem sennilega em nýfengin
vestræn gæði. Ég vaknaði nákvæm-
lega kl. 5.15 við það að bænakall
mikið og langt hófst frá aðalmosku
múslima í miðborginni en því var
útvarpað yfir bæinn um hátalara.
„Ég er í öðram heimi,“ hugsaði ég
þar sem ég lá í morgunskímunni
og hlustaði á þennan undarlega
söng.
Eftir morgunverð af allra
minnstu og verstu gerð gengum við
til fundarstaðarins fram hjá marm-
aragrafhýsi leiðtoga kommúnista
Envers Hoxha sem ekkja hans lét
reisa að honum látnum 1985. Bygg-
ingin sú minnir einna helst á must-
eri indíána í Suður-Ameríku eða
eygypskan píramída. Grafhýsinu
hefur nú verið breytt í menningar-
miðstöð en bömin virtust kunna
best að meta herlegheitin, klifmðu
upp hallandi veggina og renndu sér
svo niður á rassinum.
afar frumstæðir.
flokknum sem hefur sex þingmenn.
Abnori þingforseti sagði að lýð-
ræðisþróunin hefði að mestu leyti
gengið friðsamlega fyrir sig, þó að
komið hefði til átaka á einstaka
stað. Til dæmis var flokksmiðstöð
kommúnista í Tirana brennd til
gmnna. Hann sagði að núverandi
stjórnvöld vildu ekki hefndir en þó
væri óhjákvæmilegt að draga ein-
staka menn til ábyrgðar fyrir spill-
ingu og grimmdarverk. „Hvernig
haldið þið að það sé fyrir okkur að
horfa á fyrrverandi böðla og pynt-
ingameistara okkar ganga hér um
götur?“ spurði hann. Hann hélt því
fram að lög og regla ríkti í land-
inu, fjölmiðlar nytu frelsis en að
sumir þeirra kynnu ekki að fara
með frelsi. í ræðu sinni sagði þing-
forseti frá því máli sem átti eftir
að verða mál málanna meðan á
heimsókninni stóð, en það er með-.
ferðin á foringja stjórnarandstöðu
landsins, Fathos Nano formanni
Sósíalistaflokksins og fyrrverandi
forsætisráðherra landsins. Hann
situr nú í fangelsi vegna „hvarfs“
níu milljóna dollara aðstoðar frá
Italíu. Ákæra hefur ekki verið lögð
fram en nokkrir mánuðir em liðnir
frá handtökunni. Stjórnvöld beita
fyrir sig gömlum lögum sem heim-
ila að fólki sé haldið í allt að fimm
ár í fangelsi undir því yfirskyni að
mál þess sé í rannsókn.
Svo virtist sem albönsk stjórn-
völd hefðu ekki gert sér grein fyrir
því hve þetta mál er alvarlegt fyrir
þau andspænis mannréttindakröf-
um Evrópuráðsins, en þeir hrukku
við og strax næsta dag hófust yfir-
heyrslur jafnframt því sem lögfræð-
ingi Nanos var leyft að kanna máls-
skjöl, sem honum hafði verið neitað
um i fjóra mánuði.
Meðfram vegum, úti á ökrum, uppi í hlíðum og fjöllum blasa alls staðar við hin forljótu Ioftvarnabyrgi
sem Enver Hoxha lét reisa.
ar, því byggð er ævafom og telja
Albanir sig afkomendur hinna fornu
Illíra. Tungumálið er af indó-evr-
ópskum uppruna en fornt og flókið
í byggingu.
Á undanförnum tveimur ámm
hafa Albanir fengið mikla efna-
hagsaðstoð frá Evrópubandalaginu
og Alþjóðabankanum. Erlendar og
innlendar fjárfestingar em komnar
á ákrið, en stríðaástandið norðan
við landið gerir þeim erfitt fyrir.
Atvinnuleysi sern komið var upp í
80% í þann mund sem kommúnistar
létu af völdum fer hraðminnkandi
og er nú á bilinu 25-50%. Þeim
tölum sem ég heyrði bar langt í frá
saman. Skýringin á þessu mikla
atvinnuleysi er einfaldlega sú að
eymdin, vonleysið og niðumíðslan
var orðin svo yfirþyrmandi um það
bil sem lýðræðisbyltingin hófst, að
bændur sem vom fjölmennasta
stéttin lögðu frá sér haka og sigð,
fóm í bæinn og mældu göturnar
þar hungraðir og atvinnulausir
frekar en að vinna við landbúnað,
ef þeir ekki reyndu að koma sér
úr landi. Síðastliðna tvo vetur hefur
legið við hungursneyð, en svo var
að heyra að vel gengi að deila út
landi til þeirra sem stunda vilja
landbúnað og að framleiðslan væri
aftur að taka við sér. Enn er þó
skortur á matvælum, biðraðir við
lýði og mikil vöntun á vömm eins
og pappír, pennum o.fl.
Bænakall frá moskunni
Ég var þreytt eftir langa ferð
heiman frá Islandi og sofnaði
snemma. Nútímatækni var ekki al-
veg ókunn í landinu þrátt fyrir skít-
inn því sjónvarp var í herberginu
og ísskápur en í honum var ekkert
annað en dísætir gosdrykkir. Ég
Eftir að fundur hófst mætti fyrst-
ur til leiks forseti albanska þingsins
Abnori að nafni. Hann sat 28 ár i
fangelsi á tímum Hoxha enda fór
ekki á milli mála að þarna sat bitur
maður. Hann greindi frá starfi
'þingsins, flokkaskipan og helstu
málum sem við er að fást. Þingsins
bíður gríðarlegt verk því nauðsyn-
legt er að endurskoða nánast hver
einustu lög sem gilda í landinu og
miðast við allt annað þjóðskipulag.
Á þinginu sitja 148 þingmenn sem
skiptast milli fimm flokka en þar
af era aðeins sjö konur (4,7%).
Stærstur er Lýðræðifslokkurinn
flokkur Berisha forseta sem situr
við stjórnvölinn, næstur kemur Sós-
íalistaflokkurinn (fyrrverandi
kommúnistaflokkur sem er bannað-
ur undir því nafni), þá sósíaldemó-
kratar, gríski mannréttindaflokkur-
inn og klofningshópur úr stjórnar-
Eftir hlé og ágætan hádegisverð
sat hluti ríkisstjórnar Albaníu fyrir
svörum með forsætis-, utanríkis-
og menntamálaráðherra í broddi
fylkingar.
Forsætisráðherrann sagði Albani
stefna hraðbyr í átt til markaðsbú-
skapar, en þegar menn væra að
gagnrýna ríkisstjórnina vildi það
gleymast að hún hefði setið við
stjórnvöl í rúma 500 daga eftir 46
ára valdaskeið kommúnista. Allt
hefði verið í rúst, kerfið gegnsýrt
af spillingu og erlendar skuldir him-
inháar. Hann sagði Ijóst að mikill
meirihluti Albana væri fylgjandi
þeim breytingum sem verið væri
að framkvæma þrátt fyrir ýmis
konar gagnrýni.
í Albaníu hefur verið farin sú
leið að borga fyrrverandi eigendum
jarða og húsa Skaðabætur í stað
þess að láta fólk fá eignirnar til
baka. Menn komust að þeirri niður-
stöðu að það væri ekki vinnandi
vegur að skila eignum og óteljandi
vafamál þar á ferð. Eistanum og
Litháanum í nefnd Evrópuráðsins
fannst að þarna hefðu Albanir valið
mun skynsamlegri leið en farin
hefur verið í flestum ríkum Austur-
Evrópu og Þýskalandi þar sem
menn hafa lent í miklum vanda við
að. skila eigendum og erfíngjum
eignum af ýmsu tagi.
aldar harðstjórn. Albanir era um 6
milljónir talsins en aðeins 3,2 millj-
ónir búa innan landamæra ríkisins.
Hinir búa flestir í fyrmm Júgóslav-
íu, aðallega í héraðinu Kosovo norð-
an við Albaníu. Kosovo hefur verið
nokkuð í fréttum að undanförnu en
þar ríkir mjög alvarlegt ástand
vegna harðstjórnar Serba. Því er
spáð að næst sjóði upp úr þar á
bæ. Innan landamæra Albaníu er
að fínna nokkur hundruð þúsund
Grikki og þar er einnig búlgarskt
málsamfélag. Landið er tæpir 29
þús. ferkílómetrar, loftslagið gott
og landið fijósamt. Landsmenn
rækta vínvið og ólífur, ávexti og
grænmeti, eru með kindur, geitur,
fugla og sennilega nautgripi þótt
ég hafi ekki séð þá. Eitthvað fínnst
af málmum (t.d. króm) í landinu
og fjallasvæðin bjóða upp á skíða-
lönd. Strendurnar við Ádríahafíð
eru svo til ósnortnar og þar sjá
menn fyrir sér ferðamannaparadís.
Ut um allt land blasa við rústir frá
dögum Grikkja og Rómveija auk
miðaldakastala. I landinu er jafnvel
að fínna enn eldri leifar mannvist-
Kristín Ástgeirsdóttir
Albana bíður enn einn
vetur með matarskort,
en það var ekki annað
að heyra en að þeir
væru bjartsýnir á fram-
tíðina svo framarlega
sem ófriðurinn nálgast
ekki landamæri þeirra
enn meir