Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Heilsdagsskóli eða hálfsdagsskóli? eftir Sigríði Sigurðardóttur í Morgunblaðinu 14. desember skrifar Guðrún Theódórsdóttir grein þar sem hún fjallar um starfsdaga og frídaga í skólum og minnist á heilsdagsskólann sem leið til lausnar á þessum vanda útivinnandi foreldra. I þessu sambandi vil ég gera nokkra grein fyrir því hvemig þessi mál eru að þróast. Fyrst ber að getá hver þau mark- mið heilsdagsskólans eru sem sett voru í upphafL.Þar ber fyrst til að taka að bjóða foreldrum val um sam- fellda þjónustu tengda hverfisskólan- um, að auka öryggi í umhverfi barna og að bjóða aukna þjónustu eins og aðstoð við heimanám og tómstunda- iðkun. Þetta er það sem kallast grunnþjónusta. Það var einnig stefnt að því að samræma betur þau tilboð sem gmnnskólabömum standa til boða eins og á vegum ÍTR og hins skólar/námskeið nudd Muddskóli RAFns Qeirdals Nuddnám l1/2 árs nám Kennsla hefst 10. janúarnk. Dagskóli; einnig kvöld- og helgarskóli Upplýsingarog skróning í símum 676612 og 686612, Smiðshöfða 10, 112 Reykjavfk, allo virka daga. heilsurækt ■ Lífefli - Gestalt - líföndun Úrvinnsla sállíkamlegra einkenna. Innritun hafin. Gunnar Gunnarsson, sálfræóingur, sfmi 641803. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! vegar þjónustu skóladagheimila. Til- gangurinn er einfaldlega sá að iaga skólann að breyttum þjóðfélagsað- stæðum. Þessi markmið eru enn í gildi enda ekki langt síðan heilsdagsskólinn byijaði. Oft er það með jafn viðamik- il verkefni og þetta að þau fæðast ekki fullmótuð og auk þess þá þarf hugmyndin að ná til þeirra sem eiga að framkvæma hana og vera sam- þykkt þar. Heilsdagsskólinn er rétt að byija og reynslan segir svo til um það hvað þarf að útfæra betur. Eitt af því eru frídagar í skólum. Þetta atriði hefur verið rætt meðal fulltrúa í Skólamálaráði en látið ógert að taka á því fyrsta starfsár heilsdags- skólans vegna þess að forsvarsmenn skólanna eiga að hafa fijálsar hend- ur um það hvernig þeir móta þettp. verkefni í sínum skóla. Á fundi Skólamálaráðs 13. desem- ber sl. var lagt fram bréf frá einum skólastjóra hér í borginni þar sem hann óskar eftir því að fá að hefja tilraun með heilsársskóla þ.e. að skól- inn verði opinn þeim sem óska að sumri til og aðra frídaga. Síðastliðið sumar var gerð tilraun í þessa átt í húsnæði Foldaskóla og gafst hún vel. Starfsfólk yrði þá ráðið á árs- grundvelli en ekki hluta úr ári. Skóla- málaráð tók vel í þess beiðni og ég er ánægð með að hún kom formlega inn á fund Skólamálaráðs frá skóla- stjóra. Hvað síðan gerist í skólamálum þegar sveitarfélögin yfírtaka rekstur skólanna alfarið er óskrifað blað ?nn. Eitt er víst að starfsfólk skól- anna þiggur þá laun frá sama launa- greiðanda og það eitt og sér gerir Sigríður Sigurðardóttir „Hvað síðan gerist í skólamálum þegar sveitarfélögin yfirtaka rekstur skólanna alfar- ið er óskrifað blað enn. Eitt er víst að starfsfólk skólanna þiggur þá laun frá sama launa- greiðanda og það eitt og sér gerir alla, út- færslu á vinnutilhögun innan skólans auðveld- ari.“ alla útfærslu á vinnutilhögun innan skólans auðveldari. Ég fæ t.d. ekki skilið hvers vegna allir kennarar eins skóla, sama hvaða aldri þeir kenna, þurfa að undirbúa starf sitt á sama tíma. Ég fæ heldur ekki skilið þann ljóma sem ríkir í kringum hugtakið samfelld stundatafla. Stöðugt ráp á milli skóla og annars staðar eins og heimilis er óæskilegt en spurning mín er hvort ekki sé hægt að bjóða börnum upp á ýmis viðföng og tóm- stundir innan skólans í svokölluðum „götum“ á stundaskrá? Húsnæði skólans þarf auðvitað að bjóða upp á það að þetta sé hægt. Áður en skólamir tóku til starfa síðastliðið haust var gerð athugun á húsnæði skólanna með tilliti til heilsdagsskól- ans. Víða voru gerðar smávægilegar breytingar og endurbætur og bætt við lausum kennslustofum. Eflaust má betur gera og ég minntist áðan á þjónustu skóldagaheimila. Á síð- asta stjórnarfundi hjá Dagvist barna var samþykkt að Fagdeild dagvistar gerði athugun á stöðu skóladagheim- ila með tilliti til eftirspurnar, en hún hefur minnkað með tilkomu heils- dagsskólans, og hvort húsnæði skóla- dagheimila geti nýst skólum sem við- bót við heilsdagsskólann eða hvort heppilegra sé að breyta þeim í leik- skóla. Ef niðurstaða verður sú að einhveijir skólar geti nýtt betur hús- næði skóladagheimila þá er eðlilegt að yfirstjómun þeirra verði færð frá Dagvistun barna til Skólamálaráðs. Ef húsnæði skóladagheimila getur ekki nýst skólum en geti komið til móts við þarfir leikskólabarna Iít ég svo á að það eigi að leigja slík hús einstaklingum eða öðrum undir einkarekinn leikskóla. Heilsdagsskólinn þarf ekki ein- göngu að mótast betur með þarfir útivinnandi foreldra í huga, heldur verður einnig að móta betur það starf sem börnunum er boðið upp á innan hans. Þá þarf einnig að skoða stöðu fatlaðra barna en það stendur einnig til að færa málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Heilsdagsskólinn er að byija að mótast og það hefur verið ánægju- legt að taka þátt í þeirri vinnu og þar er nauðsynlegt að halda vel á spöðunum í framtíðinni til þess að vel takist til. Höfundur er varaborgarfulltrúi og stjómarmaður í Dagvist barna og Skólamólaráði Reykavíkur. WtAW>AUGL YSINGAR Lögfræðingur Fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða lögfræðing til starfa. Starfsreynsla ónauðsynleg, þannig að viðkomandi má koma beint úr skóla. Upplýsingar í síma 679696. Húsvörður Staða húsvarðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar. Upplýsingar um starfið eru veittar á skifstofu Hafnarborgar eða í síma 50080 virka daga frá kl. 13-15. Umsóknir berist stjórn Hafnarborgar fyrir 31. desember 1993. Pizza ’67 óskar að ráða vant starfsfólk í símaþjónustu á aldrinum 20-40 ára. Aðeins ábyrgt og kurt- eist fólk kemur til greina. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist til auglýsinga- deildar Mbl. merktar: „P67-671515". Óska eftir að kaupa eftirlitsmyndavélar og skjái, notaðar. Upplýsingar í síma 677733 á milli kl. 9 og 17 alla virka daga. Vestmannaeyjaflutningar Mjólkursamsalan óskar eftir tilboðum í flutn- inga á söluvörum til Vestmannaeyja og dreif- ingu þeirra til viðskiptamanna í Eyjum frá og með 1. febrúar 1994. Vörumagn er um 80 tonn á mánuði og skulu flutningar og dreifing fara fram alla virka daga vikunnar. Tilboð þurfa að berast fyrir 10. janúar nk. Allar nánari upplýsingar fást hjá Þórði Jó- hannssyni, dreifingarstjóra, í síma 692200. Til viðskiptavina Iðntæknistofnunar Lokað verður vegna jólaleyfa frá og með 23. desember til áramóta. Gleðileg jól. lóntæknistof nun I ■ IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholti, 112 Reykjavík, sími 68 7000. Tilkynning um innlausnar- frest þegar seldra Happaþrennumiða Happaþrennumiðar með eftirfarandi flokks- númerum eru þegar uppseldir: 100 kr. miðar flokkar nr. 17 og 18. 50 kr. miðar flokkar nr. 01, 02, 03, 04, 05, 06, og 07. Frestur til að innleysa vinningsmiða með ofangreindum flokksnúmerum rennur út 1. júlí 1994. Reykjavík, 15. desember 1993. Happdrætti Háskóla íslands, Tjarnargötu 4, 101 Reykjavík. SltlÚ auglýsingar FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Áramótaferð til Þórsmerkur Brottför kl. 08 30. des. og til baka verður komið 2. jan. 94. Fararstjórar: Þórunn Óskars- dóttir, Dúi Landmark, Birna Júlíusdóttir og Sigrfður Jóns- dóttir. Áramótabrenna, kvöld- vökur, gönguferðir og margt fleira sem gaman er að upplifa. Áramót í óbyggðum eru einstök. Nokkur sæti laus. Sækið frá- tekna miöa fyrir jól. Ferðafélagið óskar öllum farþeg- um og velunnurum gleðilegra jóla! Ferðafélag Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.