Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 291. tbl. 81. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Dómsdagur Michelangelos hreinsaður Reuter HLUTI fresku Michelangelos, „Dómsdags“, í Sixtínsku kapellunni í Róm, var sýndur ljósmyndurum í gær. Nú er unnið að hreinsunum á hinu mikla verki Michelangelos en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið í apríl. Sixtínska kapellan í Vatíkaninu hefur verið lokuð vegna viðgerða frá árinu 1990. Varnarmálaráðherra Svíþjóðar um kosingarnar í Rússlandi Vill efla varnir vegna sigurs Zhírínovskíjs Stokkhólmi, Bonn. Reuter. ANDERS Björck, varnarmála- ráðherra Svíþjóðar, telur að upp- gangur rússneska þjóðrembu- mannsins Vladímírs Zhír- ínovskíjs valdi því að auka beri Sinn Fein villsakar- uppgjöf London. Reuter, The Daily Telegraph. SINN Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins, IRA, setti fram þá kröfu í gær vegna hugs- anlegrar friðargjörðar fyrir Norður-frland að liðsmenn sam- takanna sem hnepptir hefðu verið í fangelsi vegna aðgerða IRA yrðu látnir lausir. Albert Reynolds, forsætisráðherra Irlands, sagði um helgina að íhuga mætti náðun 1.600 fanga þegar of- beldisaðgerðum lyki. Sagði hann framtíð fanganna án efa koma til tals í viðræðum, yrði samið um vopnahlé. Bretar hafa lagst gegn sakaruppgjöf; engir pólitískir fangar sætu inni heldur dæmdir glæpa- menn. framlög til landvarna. Hvatt hef- ur verið til 30% lækkunar fram- laga til sænska hersins. Þing- flokkur kristilegra demókrata í Þýskalandi, flokks Helmuts Kohls kanslara, hvatti á sunnu- dag Atlantshafsbandalagið, NATO, til að grípa til markvissra aðgerða til að treysta öryggi fyrrverandi kommúnístaríkja í Mið-Evrópu. Björck sagði að þar sem síðustu atburðir í Rússlandi gæfu til kynna mikla óvissu um þróun mála þar í landi yrði að hafna algerlega kröf- um um niðurskurð til varnarmála. „Það sem nú hefur gerst í Rúss- landi ásamt því að ekki hefur verið dregið úr viðbúnaði Rússa í grennd við Svíþjóð merkir að mikilvægara er að huga að auknum útgjöldum til varnarmála“, sagði Björck í.grein í dagblaðinu Dagens Nyheter í gær. Sænski ráðherrann taldi ennfrem- ur að sókn þjóðernisöfgamanna í Rússlandi gerði enn brýnna fyrir Svía að ganga í Evrópubandalagið, EB. Það væri auðvelt að sjá fyrir sér afar ískyggilega stöðu í framtíð- inni þar sem herská stjóm þjóðernis- sinna í Rússlandi legði þunga áherslu á að byggja upp öflugan her en Svíþjóð væri ein utan EB. Könnun í Rússlandi sýnir að 72% þeirra hermanna sem annast kjarn- orkuvarnirnar greiddu Zhírínovskíj atkvæði sitt í þingkosningunum, að sögn tímaritsins Moskvufrétta. Sjá fréttir á bls. 30. Viðræður ANC og Frelsisbandalagsins Reynt að tryggja kosningaþátttöku hvítra hægrimanna Jóhannesarborg. Reuter. The Daily Telegraph. OTTAST var í gærkvöldi að lokatilraun til að fá hvíta hægrimenn til að taka þátt í kosningum í Suður-Afríku væri að renna út í sandinn. Fyrr um daginn höfðu Afríska þjóðarráðið (ANC) og hin hægrisinn- aða Þjóðfylking Búa (AVF) lýst því yfir að þau hefðu náð bráða- birgðasamkomulagi sem gæti leitt til þátttöku Þjóðfylkingarinnar í kosningum allra kynþátta í Suður-Afríku á næsta ári. AVF er hluti Frelsisbandalagsins, sem I eiga sæti hópar svartra og hvítra íhalds- manna og í gær lauk þriggja daga samningaviðræðum bandalags- ins, ANC og fulltrúa suður-afrískra stjórnvalda sem vonast hafði verið til að myndu leiða hvíta hægrimenn að kjörborðinu. Suður-afríska þingið greiðir at- kvæði um stjórnarskrá á morgun, miðvikudag. Sagði Dawie de Villi- ers, sáttasemjari stjórnarinnar, að viðræður um kosningaþátttöku hefðu strandað þar sem hvítir hægrimenn vildu ekki samþykkja „réttmætar kröfur“ ANC. Ef hvítir hægrimenn ættu að fást til að taka þátt í kosningunum yrði kraftaverk að koma til. Samningamenn ætluðu að hittast kl. 6 í morgun þar sem hægrimenn hugðust leggja fram endanleg svör. í Frelsisbandalaginu eiga sæti íhaldssamir hópar svartra og hvítra, m.a. Inkathahreyfing Mangosuthus Buthelezis, Þjóðfylking Búa og hin nýnasísku ' Baráttusamtök Búa. Frelsisbandalagið hefur neitað að samþykkja stjórnarskrána og hefur ekki tekið þátt í framkvæmdaráðinu sem annast undirbúning kosning- anna 27. apríl nk. ANC viðurkenni sjálfstjórn Búa í yfirlýsingu ANC og AVF frá þvi fyrr um daginn, segir að bæði samtökin styðji lýðræði byggt á jafnrétti kynþátta í landinu og séu sammála um nauðsyn þess að leita leiða til að koma til móts við óskir fjölda Búa um sjálfsákvörðunarrétt í nýju ríki hvítra Suður-Afríku- Spænsk kvikmyndahús voru lokuð í gær Mótmæla fyrirhuguð- um kvóta á kvikmyndir Madrid. Reuter. SPÆNSK kvikmyndahús voru lokuð í gær í mótmælaskyni við áætlanir stjórnvalda um að selja kvóta á innflutning á kvikmynd- um frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum utan Evrópubandalags- ins. Talsmaður samtaka sem sjá um dreifingu kvikmynda á Spáni sagði hugmyndir um innflutningskvóta vera aðför að spænskum kvikmyndaunnendum þar sem þær takmörkuðu það úrval sem fólki stæði til boda. Um 1.800 kvikmyndahús voru lokuð í gær. Sagði talsmaðurinn að með aðgerðunum vildu sam- tökin vekja athygli á því að áætl- anir stjórnvalda takmörkuðu val- frelsi þegnanna sem verndað væri í spænsku stjórnarskránni. Spænska ríkisstjórnin sam- þykkti í siðustu viku að settur yrði á kvóti sem kveður á um að í fjölmennum borgum verði að sýna sem svarar einum degi af myndum frá aðildarlöndum Evr- ópubandalagsins á móti tveimur dögum af myndum annars stað- ar frá. í smærri borgum og bæjum nægir að sýna sem svar- ar einum degi af myndum frá EB á móti þremur dögum af myndum annarra landa. Búist er við að þingið samþykki tillög- una í vikunni. Talsmaður menningarmála- ráðuneytisins sagði að tillögur stjórnvalda væru bein afleiðing niðurstöðu GATT-samningsins þar sem kvikmyndir og sjón- varpsefni er undanskilið. manna. Vill Þjóðfylking Búa ein- hvers konar svæðisbundna sjálfs- stjórn eða heimaland. ------♦ ♦ ♦----- A Italía Bossi liggur undir grun um spillingu Mílanó. Reuter. VERIÐ er að rannsaka þátt Umbertos Bossis, leiðtoga Norð- ursambandsins á Ítalíu, í spill- ingarmáli, að því er lögfræðing- ur hans sagði í gærkvöldi. Lögfræðingurinn, Giovanni Andreoni, sagði að Bossi væri grunaður um hafa brotið lög um fjármögnun stjórnmálaflokka. Antonio Di Pietro, sem rannsak- ar málið, átti tveggja stunda fund með Bossi í gær. Bossi reyndi þá að endurgreiða ólögleg fjárfram- lög til Norðursambandsins sem gjaldkeri flokksins hafði tekið við. Gjaldkerinn viðurkenndi fyrr í mánuðinum að hafa þegið þessa fjárhæð af stórfyrirtækinu Ferruzzi. ítalskir fjölmiðlar sögðu í gær að tveir menn sem voru rekn- ir úr Norðursambandinu hefðu tjáð saksóknurum að Bossi hefði alltaf haft yfirumsjón með fjárhag flokksins. -♦.♦ Játvarður ástfanginn? London. Reuter. JÁTVARÐURprius, yngsti sonur Bretadrottningar, baðst í gær undan ágangi fjölmiðla, sem hafa setið um hann og nigr-v vinkonu hans eftir að breska blaðið News of the World hélt því fram um helgina að Ját- varður væri ást- fanginn af stúlk- 1Ulys’Jo,u‘s unni, 28 ára ráðgjafa. Sagði blaðið Játvarð og kvonfang hans, Sophie Rhys-Jones, vart hafa verið aðskilin undanfarna þijá mán- uði og að þau ráðgerðu brúðkaup á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.