Morgunblaðið - 21.12.1993, Page 1

Morgunblaðið - 21.12.1993, Page 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 291. tbl. 81. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Dómsdagur Michelangelos hreinsaður Reuter HLUTI fresku Michelangelos, „Dómsdags“, í Sixtínsku kapellunni í Róm, var sýndur ljósmyndurum í gær. Nú er unnið að hreinsunum á hinu mikla verki Michelangelos en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið í apríl. Sixtínska kapellan í Vatíkaninu hefur verið lokuð vegna viðgerða frá árinu 1990. Varnarmálaráðherra Svíþjóðar um kosingarnar í Rússlandi Vill efla varnir vegna sigurs Zhírínovskíjs Stokkhólmi, Bonn. Reuter. ANDERS Björck, varnarmála- ráðherra Svíþjóðar, telur að upp- gangur rússneska þjóðrembu- mannsins Vladímírs Zhír- ínovskíjs valdi því að auka beri Sinn Fein villsakar- uppgjöf London. Reuter, The Daily Telegraph. SINN Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins, IRA, setti fram þá kröfu í gær vegna hugs- anlegrar friðargjörðar fyrir Norður-frland að liðsmenn sam- takanna sem hnepptir hefðu verið í fangelsi vegna aðgerða IRA yrðu látnir lausir. Albert Reynolds, forsætisráðherra Irlands, sagði um helgina að íhuga mætti náðun 1.600 fanga þegar of- beldisaðgerðum lyki. Sagði hann framtíð fanganna án efa koma til tals í viðræðum, yrði samið um vopnahlé. Bretar hafa lagst gegn sakaruppgjöf; engir pólitískir fangar sætu inni heldur dæmdir glæpa- menn. framlög til landvarna. Hvatt hef- ur verið til 30% lækkunar fram- laga til sænska hersins. Þing- flokkur kristilegra demókrata í Þýskalandi, flokks Helmuts Kohls kanslara, hvatti á sunnu- dag Atlantshafsbandalagið, NATO, til að grípa til markvissra aðgerða til að treysta öryggi fyrrverandi kommúnístaríkja í Mið-Evrópu. Björck sagði að þar sem síðustu atburðir í Rússlandi gæfu til kynna mikla óvissu um þróun mála þar í landi yrði að hafna algerlega kröf- um um niðurskurð til varnarmála. „Það sem nú hefur gerst í Rúss- landi ásamt því að ekki hefur verið dregið úr viðbúnaði Rússa í grennd við Svíþjóð merkir að mikilvægara er að huga að auknum útgjöldum til varnarmála“, sagði Björck í.grein í dagblaðinu Dagens Nyheter í gær. Sænski ráðherrann taldi ennfrem- ur að sókn þjóðernisöfgamanna í Rússlandi gerði enn brýnna fyrir Svía að ganga í Evrópubandalagið, EB. Það væri auðvelt að sjá fyrir sér afar ískyggilega stöðu í framtíð- inni þar sem herská stjóm þjóðernis- sinna í Rússlandi legði þunga áherslu á að byggja upp öflugan her en Svíþjóð væri ein utan EB. Könnun í Rússlandi sýnir að 72% þeirra hermanna sem annast kjarn- orkuvarnirnar greiddu Zhírínovskíj atkvæði sitt í þingkosningunum, að sögn tímaritsins Moskvufrétta. Sjá fréttir á bls. 30. Viðræður ANC og Frelsisbandalagsins Reynt að tryggja kosningaþátttöku hvítra hægrimanna Jóhannesarborg. Reuter. The Daily Telegraph. OTTAST var í gærkvöldi að lokatilraun til að fá hvíta hægrimenn til að taka þátt í kosningum í Suður-Afríku væri að renna út í sandinn. Fyrr um daginn höfðu Afríska þjóðarráðið (ANC) og hin hægrisinn- aða Þjóðfylking Búa (AVF) lýst því yfir að þau hefðu náð bráða- birgðasamkomulagi sem gæti leitt til þátttöku Þjóðfylkingarinnar í kosningum allra kynþátta í Suður-Afríku á næsta ári. AVF er hluti Frelsisbandalagsins, sem I eiga sæti hópar svartra og hvítra íhalds- manna og í gær lauk þriggja daga samningaviðræðum bandalags- ins, ANC og fulltrúa suður-afrískra stjórnvalda sem vonast hafði verið til að myndu leiða hvíta hægrimenn að kjörborðinu. Suður-afríska þingið greiðir at- kvæði um stjórnarskrá á morgun, miðvikudag. Sagði Dawie de Villi- ers, sáttasemjari stjórnarinnar, að viðræður um kosningaþátttöku hefðu strandað þar sem hvítir hægrimenn vildu ekki samþykkja „réttmætar kröfur“ ANC. Ef hvítir hægrimenn ættu að fást til að taka þátt í kosningunum yrði kraftaverk að koma til. Samningamenn ætluðu að hittast kl. 6 í morgun þar sem hægrimenn hugðust leggja fram endanleg svör. í Frelsisbandalaginu eiga sæti íhaldssamir hópar svartra og hvítra, m.a. Inkathahreyfing Mangosuthus Buthelezis, Þjóðfylking Búa og hin nýnasísku ' Baráttusamtök Búa. Frelsisbandalagið hefur neitað að samþykkja stjórnarskrána og hefur ekki tekið þátt í framkvæmdaráðinu sem annast undirbúning kosning- anna 27. apríl nk. ANC viðurkenni sjálfstjórn Búa í yfirlýsingu ANC og AVF frá þvi fyrr um daginn, segir að bæði samtökin styðji lýðræði byggt á jafnrétti kynþátta í landinu og séu sammála um nauðsyn þess að leita leiða til að koma til móts við óskir fjölda Búa um sjálfsákvörðunarrétt í nýju ríki hvítra Suður-Afríku- Spænsk kvikmyndahús voru lokuð í gær Mótmæla fyrirhuguð- um kvóta á kvikmyndir Madrid. Reuter. SPÆNSK kvikmyndahús voru lokuð í gær í mótmælaskyni við áætlanir stjórnvalda um að selja kvóta á innflutning á kvikmynd- um frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum utan Evrópubandalags- ins. Talsmaður samtaka sem sjá um dreifingu kvikmynda á Spáni sagði hugmyndir um innflutningskvóta vera aðför að spænskum kvikmyndaunnendum þar sem þær takmörkuðu það úrval sem fólki stæði til boda. Um 1.800 kvikmyndahús voru lokuð í gær. Sagði talsmaðurinn að með aðgerðunum vildu sam- tökin vekja athygli á því að áætl- anir stjórnvalda takmörkuðu val- frelsi þegnanna sem verndað væri í spænsku stjórnarskránni. Spænska ríkisstjórnin sam- þykkti í siðustu viku að settur yrði á kvóti sem kveður á um að í fjölmennum borgum verði að sýna sem svarar einum degi af myndum frá aðildarlöndum Evr- ópubandalagsins á móti tveimur dögum af myndum annars stað- ar frá. í smærri borgum og bæjum nægir að sýna sem svar- ar einum degi af myndum frá EB á móti þremur dögum af myndum annarra landa. Búist er við að þingið samþykki tillög- una í vikunni. Talsmaður menningarmála- ráðuneytisins sagði að tillögur stjórnvalda væru bein afleiðing niðurstöðu GATT-samningsins þar sem kvikmyndir og sjón- varpsefni er undanskilið. manna. Vill Þjóðfylking Búa ein- hvers konar svæðisbundna sjálfs- stjórn eða heimaland. ------♦ ♦ ♦----- A Italía Bossi liggur undir grun um spillingu Mílanó. Reuter. VERIÐ er að rannsaka þátt Umbertos Bossis, leiðtoga Norð- ursambandsins á Ítalíu, í spill- ingarmáli, að því er lögfræðing- ur hans sagði í gærkvöldi. Lögfræðingurinn, Giovanni Andreoni, sagði að Bossi væri grunaður um hafa brotið lög um fjármögnun stjórnmálaflokka. Antonio Di Pietro, sem rannsak- ar málið, átti tveggja stunda fund með Bossi í gær. Bossi reyndi þá að endurgreiða ólögleg fjárfram- lög til Norðursambandsins sem gjaldkeri flokksins hafði tekið við. Gjaldkerinn viðurkenndi fyrr í mánuðinum að hafa þegið þessa fjárhæð af stórfyrirtækinu Ferruzzi. ítalskir fjölmiðlar sögðu í gær að tveir menn sem voru rekn- ir úr Norðursambandinu hefðu tjáð saksóknurum að Bossi hefði alltaf haft yfirumsjón með fjárhag flokksins. -♦.♦ Játvarður ástfanginn? London. Reuter. JÁTVARÐURprius, yngsti sonur Bretadrottningar, baðst í gær undan ágangi fjölmiðla, sem hafa setið um hann og nigr-v vinkonu hans eftir að breska blaðið News of the World hélt því fram um helgina að Ját- varður væri ást- fanginn af stúlk- 1Ulys’Jo,u‘s unni, 28 ára ráðgjafa. Sagði blaðið Játvarð og kvonfang hans, Sophie Rhys-Jones, vart hafa verið aðskilin undanfarna þijá mán- uði og að þau ráðgerðu brúðkaup á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.