Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
Hestar og menn
Áhugaverð árbók
hestamannsins
________Hestar__________
Valdimar Kristinsson -
Frá árinu 1987 hafa Þorgeir
Guðlaugsson og Guðmundur
Jónsson safnað saman efni og
skrifað bókina „Hestar og
menn“ sem er árbók hesta-
mennskunnar. I bókunum hefur
verið rætt við hestamenn sem
skarað hafa fram úr á árinu
og hver bók hefur haft að
geyma eina ferðasögu í máli
og myndum. Bókin fyrir núlíð-
andi ár er 255 blaðsíður, í sama
broti og fyrri bækur. Útgefandi
er Skjaldborg.
Bækumar hafa verið með svip-
uðu sniði hvert ár, þ.e. viðtöl við
afreksmenn ársins, ferðasaga,
frásagnir og úrslit frá stærstu
mótum ársins. í seinni bókum
hefur verið bætt við sögu fjórð-
ungsmóta í þeim landsfjórðungi
sem slíkt mót er haldið það árið.
Að þessu sinni er sagt frá sögu
fjórðungsmóta á Norðurlandi. Þar
er rakið það helsta á þeim mótum
sem haldin hafa verið eins og úr-
slit og dómsorð. Út af fyrir sig
ágæt heimildasöfnun en lítið
spennandi lesning, nánast upp-
talning. Dálítið misræmi er í hug-
myndasnauðum miilifyrirsögnum
þar sem ritað er „Fyrsta fjórð-
ungsmótið..." og svo framvegis
nema þegar kemur að því fimmta
þá stendur allt í einu „5. fjórð-
ungsmótið...“. Ekki stórt atriði
en fremur klaufalegt.
Viðtölin í þessum bókum hafa
alltaf verið fróðleg og svo er einn-
ig nú. Það er alltaf skemmtilegt
að fá að skyggnast örlítið inn í
bakgrunn þeirra sem náð hafa
góðum árangri á sviði hesta-
mennskunnar hveiju sinni. Gegn-
umsneitt hafa sum þessara viðtala
verið afar hroðvirknislega unnin
og sum svo illa úr garði gerð að
vart þolir samjöfnuð við hraðsoðn-
ustu blaðaviðtöl. Þetta hafa hesta-
menn fyrirgefið vegna mikils
áhuga og forvitni á því sem sagt
er frá. Við einn yfirlestur virðist
þó nú að heldur betur hafi verið
að málum staðið en oft áður án
þess að hér sé verið að mæla sér-
—
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Guðmundur Jónsson
staklega með þeim vinnubrögðum
sem viðhöfð hafa verið oft og tíð-
um. Án þess að gerð hafi verið
sérstök úttekt á villum í bókinni
má auðveldlega finna þær nokkrar
eins og til dæmis í myndatextum,
svo eitthvað sé nefnt, og getur
Gæðingnrinn Gýmir skiptir um eiganda
Af slæmri meðferð hrossa í Skagafirði
Gæðingurinn Gýmir frá Vind-
heimum, sem síðustu árin hefur
borið höfuð og herðar yfir aðra
hesta sem fram hafa komið í
keppni, hefur nú verið seldur.
Þetta kemur fram í fréttadálk-
inum Fréttastúfar og fróðleik-
ur í tímaritinu Eiðfaxa. Jó-
hanna Bjömsdóttir hefur nú
selt hestinn Hinrik Bragasyni
landsliðsmanni í hestaíþróttum
og tamningamanni.
í viðtali við Morgunblaðið sagði
Hinrik allar líkur á því að hann
myndi tefla hestinum fram á
landsmótinu í sumar og þykir
hann þar sigurstranglegur í A-
flokki gæðinga. Ferill Gýmis í
gæðingakeppni er sá glæsilegasti
sem um getur. Varð hann í öðru
sæti í A-flokki á síðasta lands-
móti 1990 og efstur á fjórðungs-
móti árið eftir en þá fyrr um árið
setti hann einkunnamet, 9,39.
Ekki fékkst söluverð upgefíð en
kunnugir telja það ekki vera und-
ir einni milljón króna.
En fyrst farið er að moða úr
fréttadálkum Eiðfaxa má einnig
geta þess að sagt er þar frá nýjum
gúmmískeifum frá sænska fyrir-
tækinu Willab AB. Segir að inni
í skeifunni sé járn- eða álskeifa
sem tryggi stöðugleika og fest-
ingu hóffjaðranna. Þá segir að
gúmmíblandan sé geysilega sterk
og endist á við 8 millimetra jám-
skeifu ópottaða. Skeifur þessar
eiga að draga úr höggtitringi sem
leiðir upp í fót hestsins við hvert
niðurstig.
Þá er í blaðinu einnig birt bréf
frá Borgari Símonarsyni í Goðdöl-
um í Skagafírði sem hefur að
geyma athugasemd við skrif Sig-
urðar Sigurðarsonar dýralæknis
um ormaveiki í hrossum í áðurút-
komnu hefti af Eiðfaxa. Segir í
bréfí Borgars af vítaverðri með-
ferð manna á hrossum í sex tíma
rekstri af Eyvindarstaðaheiði eftir
nær þriggja sólarhringa svelti
hrossanna. Eitt folald mun hafa
drepist þegar hrossin komu til
byggða. Ljótt er ef satt er!
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Gýmir frá Vindheimum er í dag af mörgum talinn fremstur ís-
Ienskra gæðinga og þykir sigurstranglegur á landsmótinu næsta
sumar. Knapi er Trausti Þór Guðmundsson.
Þorgeir Guðlaugsson
það í mörgum tilfellum rýrt gildi
hennar sem heimildarits. í seinni
tíð hafa verið viðtöl við erlenda
reiðmenn og eykur það enn frekar
gildi bókarinnar. Eru þau viðtöl
ekki síður fróðleg en nú má fínna
nokkur dæmi um ónákvæma þýð-
ingu sem lesandi hnýtur óhjá-
kvæmilega um. í bókunum hafa
einnig verið fimlega skrifuð viðtöl
og annálar sem standa vel undir
eðlilegum kröfum.
Myndir hafa ávallt verið stór
þáttur bókanna og á það ekki
hvað síst við um þessa bók sem
hér er fjallað um. Eru flestar góð-
ar þótt í stöku tilfellum hafí um-
brotsmenn spillt örfáum þeirra.
Margar myndanna eru í lit og
má líklega segja að í þessum bóka-
flokki hafi verið gerð bylting í
birtingu mynda af hestum og
hestamönnum frá ýmsum mótum
og öðrum vettvangi. í bókinni eru
myndir reyndar það margar að
jaðrar við að kalla megi þessa bók
myndabók. Flestar myndir í bók-
inni eru eftir Eirík Jónsson sem
er hvort tveggja í senn afkasta-
mikill og vandvirkur miðað við það
sem gerist í hestaljósmyndun.
Hugmyndin að þessum bóka-
flokki er góð, það hafa viðtökurn-
ar sannað best. Þrátt fyrir að
vinna við bækurnar hafí á köflum
verið slæm hafa þær hlotið vin-
sældir og ættu höfundar að virða
það við lesendur og vanda sig
betur næst. Væri óneitanlega
skemmtilegt að :já meiri metnað
skína í gegnum næstu bók.
Guðmundur Orrí Sig-
urðarson - Minning
Fæddur 24. maí 1993
Dáinn 15. desember 1993
Vemdi þig englar, elskan mín,
þá augun fógru lykjast þín.
Láði þeir kringum hvflu hljótt
á hvítum vængjum um miðja nótt.
(Steingrimur Thorsteinsson)
Okkur langar með nokkrum fá-
tæklegum orðum að minnast elsku
litla frænda okkar, Guðmundar
Orra, sem aðeins fékk að vera með
okkur í þennan svo mjög stutta
tíma. Orð mega sín svo lítils þegar
lítil börn eru tekin frá foreidrum
og systkinum án nokkurs fyrirvara.
Guð gefí okkur öllum styrk á þess-
um erfíða tíma nú þegar hátíð ljóss
og friðar fer í hönd. Við minnumst
Guðmundar Orra eins og hann var,
sífellt brosandi, alltaf svo rólegur
og góður, sannkallaður engill sem
yljaði öllum um hjartarætumar.
Elsku góði guð, haltu vel utanum
litla prinsinn okkar og gefðu Stellu
systur, Sigga og Helga Tómasi
stóra bróður hans sem aðeins er
þriggja ára og skilur svo lítið ennþá
allan þinn styrk á þessum erfíðu
tímum.
Minning Guðmundar Orra mun
lífa um alla framtíð.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morpnstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blóð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
(H.P.)
Helga, Guðmundur,
Þóra og Þórður.
í dag kveðjum við lítinn frænda
sem tekinn var svo snögglega frá
ástvinum sínum. Hver tilgangurinn
er vitum við ekki en trúum að góðu
öflin hafí ætlað honum æðri stað.
Þú, Guð mins lífs, ég loka aupm mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu fóðurhjarta.
Æ, tak nú, Drottinn, fóður og móður mína
í mildiríka náðarvemdan þína,
og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma
og enp þínu minnsta bami gleyma.
Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga,
en sér í lagi þau, sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu þvi, sem andar,
en einkum því, sem böl og voði grandar.
Þín líknarásján lýsi dimmum heimi,
þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi.
I Jesú nafni vil ég væran sofa
og vakna snemma þína dýrð að lofa.
(M.J.)
Elsku Siggi, Stella, Helgi Tómas
og aðrir ástvinir. Okkar innilegustu
samúðarkveðjur og megi Guð vera
með ykkur.
Þóra Sigurðardóttir
og fjölskylda.
Aldrei munum við gleyma 15.
desember frekar en litla drengnum
sem dó þennan dag, honum Guð-
mundi Orra.
Þetta stóra tóm sem þessi litli
drengur skilur eftir sig verður aldrei
fyllt.
í fyrsta skipti sem við sáum litlu
músina, eins og við áttum eftir að
kalla hann, sáum við strax að hann
var lifandi eftirmynd foreldra sinna,
Stellu og Sigga, eins og stóri bróð-
ir hans Helgi Tómas er.
Litla ljósið var fallegasta og ró-
legasta bam sem við höfum kynnst.
En þrátt fyrir rólegheitin var hann
greinilega ánægður með sitt og
stutt var í fallega brosið hans.
Enda þótt Guðmundur Orri sé
farinn eigum við alltaf eftir að
minnast hans og finna að hann er
í hjarta okkar.
Elsku Stella, Siggi og Helgi Tóm-
as, takk fyrir þennan tíma sem við
fengum að njóta litla drengsins
ykkar og bróður. Við samhryggj-
umst fjölskyldum ykkar því að við
vitum að missirinn er mikill. Reynið
að finna styrk í ást ykkar á þessum
erfíðu tímum.
Sigríður Snorrad.,
María Bára J.
Guðmundur Orri er dáinn. Frétt-
in köm eins og reiðarslag. Hvers
vegna? Hann sem var svo ungur
og átti allt lífíð framundan. En
þegar stórt er spurt er oft fátt um
svör.
Guðmundur Orri var mjög glað-
lyndur strákur sem heillaði alla með
stóru augunum og yndislega bros-
inu sínu. Hann skilur eftir sig skarð
en minninguna um þennan litla
snáða munum við geyma í hjörtum
okkar um ókomin ár. Við vitum að
hann á góða að sem munu taka á
móti honum og hjálpa honum að
takast á við hið nýja hlutverk sem
honum er ætlað.
Elsku Siggi, Stella, Helgi Tómas,
Mæja, Oli Bjöm, Solla og Tóti og
allir aðrir ættingjar og vinir, megi
góður guð veita ykkur styrk í þess-
ari miklu sorg.
Ljós i myrkri, langt og mjótt
markar upphafið hjá þér.
Allt í einu ertu kominn
inní heiminn - lítill, dofmn.
Dregur andann hið fyrsta sinn.
Þú ert vorið, vindur hlýr,
vekur hjá mér nýja kennd.
Og ég græt í gleði minni
þú gefur mér með návist þinni
svo miklu meira en trúði ég.
Láf — ljómi þinn er skínandi skær
Láf - augu þín svo saklaus og tær.
Fegurra en nokkuð annað.
Áhrifín ótvíræð:
Ég svíf
því ég á þetta líf.
Óskadraumur — ásýnd þín.
Ekkert jafnast á við það.
Þó mig þúsund drauma dreymi
þessa stund ég alltaf geymi
í mínu sinni ókomin ár.
(Stefán Hilmarsson)
Sara.