Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNIILÍF ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Verðbréf Fyrsta útboð dollarabréfa ríkissjóðs ílokjanúar STEFNT er að því að fyrsta útboð svokallaðra alþjóðabréfa ríkis- sjóðs fari fram í síðustu viku janúarmánaðar hjá Lánasýslu ríkis- ins og verða bréfin eftirleiðis boðin út mánaðarlega. Skuldabréf- in verða með sömu skilmálum og bréf rikissjóðs sem gefin eru út fyrir erlenda lánamarkaði. Byrjað verður á útgáfu alþjóða- bréfa í dollurum til fimm ára og er gert ráð fyrir að vextir af þeim verði greiddir árlega. Má ætla að vextir gætu orðið kring- um 6% en á erlendum markaði hefur ríkissjóður að jafnaði greitt um 0,7% hærri vexti en eru á skuldabréfum ríkissjóðs Bandaríkj- anna. Útgáfa alþjóðabréfanna hefst í kjölfar þess að rýmkað verður um heimildir innlendra aðila til að fjár- festa í erlendum verðbréfum. Er ætlunin að selja bréfin í náinni samvinnu við verðbréfafyrirtækin VAKORTALISTI Dags.21.12.1993. NR. 146 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414 8301 5422 4129 5221 0010 0310 5102 0957 6157 2814 8103 3122 1111 3163 0113 0494 0100 7979 7650 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 og munu þau veita kaupendum þjónustu við kaup, vörslu og endursölu bréfanna. Alþjóðabréf eiga að geta gengið kaupum og sölum innanlands sem erlendis og verða skráð á Verðbréfaþingi ís- lands. í frétt frá Lánasýslu ríkisins kemur fram að ljóst sé að ávöxtun bréfanna verði hærri en af jafn- öruggum erlendum ríkisverðbréf- um. Síðastliðinn miðvikudag, þann 15. desember, fór fram síðasta útboð ríkisverðbréfa á þessu ári. Frá því útboðin hófust í júní 1992 hafa farið fram 81 útboð og nem- ur heildarfjárhæð seldra bréfa um 83 milljörðum. Aukin áhersla hef- ur verið lögð á að bjóða út óverð- tryggð ríkisverðbréf á þessu ári og hófust útboð 12 mánaða óverð: tryggðra ríkisvíxla í maímánuði. í október hófust síðan útboð á nýj- um stöðluðum ríkisbréfum til tveggja ára og er þess vænst að skilyrði muni skapast fyrir útgáfu ríkisbréfa án verðtryggingar til 5 ára áður en langt um líður, þó engar fastar áætlanir séu um það enn sem komið er. Hugbúnaður Korn hf. býður greiðsluáætlanakerfi KORN hf. hefur gefið út nýtt hugbúnaðarkerfi, Greiðsluáætlana- kerfi, til viðbótar við Heimilisbókhaldið. í frétt frá fyrirtækinu segir að nýja kerfið sé mikilvæg viðbót við Heimilisbókhaldið til að geta stýrt fjármálum fjölskyldunnar fram í tímann. Greiðsluáætl- anakerfið er sjálfstætt kerfi, en fyrir þá_ sem eiga Heimilisbókhald- ið er möguleiki á tengingu þar á milli. I fréttinni segir ennfremur að forritið hafi verið lengi í undirbúningi. Það sé eina forrit sinnar tegundar á markaðnum, alíslenskt í alla staði og eigi sér enga ákveðna fyrirmynd erlendis frá. Tilgangur Greiðsluáætlanakerf- isins er að gefa nákvæma yfirsýn yfir greiðslugetu hvers notanda og veita honum um leið á sjálfvirkan hátt heildaryfirsýn yfir næstu mán- uði, allt að fimm ár fram í tímann. Forritið lætur t.d. vita með góð- um fyrirvara ef tekjur munu ekki duga. Það kemur með lausnir sam- anber þá að þörf sé á að leggja til hliðar ákveðna upphæð til að geta staðið undir umfram útgjöldum síð- ar og forðast um leið allan óþarfa kostnað. Forritið er unnið í nánum tengsl- um við Heimilisbókhaldið og Fjár- hagsbókhaldið frá Korni. Með slíku samstarfi einfaldast öll vinnsla í Greiðsluáætlanakerfmu eftir því sem segir í fréttatilkynningunni því upplýsingar eru sóttar beint í bók- haldskerfin. Isleivslr# Lé tt-skjáfax á töhrunca - /á, taklcS Nú geta allir notað töivurnar sínar sem faxtæki, bæði til sendinga og móttöku yfir símalínu. Við kynnum nýjan íslenskan hugbúnað fyrir Windows: Létt-skjófax fyrir ein- menningstölvur (mótold innifalið). Þú getur sparað þér kaup ú sérstöku faxtæki og sent beint af tölvunni. Þú getur unnið ó tölvuna þó Létt- skjófaxið sé að taka ó móti sendingu. Þú getur lótið tölvuna um að senda faxbréf ó stóra sem smóa hópa. Kynntu þér möguleikana hánar! Kynningorverð ó hugbúnaði og mótaldi fyrir 1 notando kr. 29.900,- og fyrir allt að 5 notendur kr. 59.500,-. Verð er staðgreiðsluverð og með Vsk. H Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 VISA ■■■■ 2t. 12. 1993 Nr 362 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4543 3718 0006 3233 4546 3912 3256 0090 4842 0308 1995 3028 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4506 43** 4507 46** 4543 17** 4560 08** 4560 09** 4920 07** 4938 06** 4988 31** 4506 21** kort úr umferö og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vlsa á vágest. l ~ nAJ.ii-ii.i.'Ml Höföabakka 9 • 112 Reykjavlk Slmi 91-671700 Höföar til . fólks í öllum starfsgreinum! MINNiNGARSKJÖLDUR — Frú Ágústa Pétursdóttir Snæland afhjúpaði minningarskjöld um stofnun Félags íslenskra teiknara á aðalfundi í lok nóvember. Félag Nýstjóm hjá Félagi íslenskra teiknara NÝ sfjóm Félags íslenskra teiknara (FÍT) var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 23. nóvember sl. Hana skipa: Hilm- ar Sigurðsson (Grafít) formaður, Andrea Haraldsson, Ástþór Jó- hannsson, Finnur Jh. Malmquist, Gísli B. Bjömsson, Guðbjörg Giss- urardóttir, Halla Helgadóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Magnús Loftsson, Sigrún Einarsdóttir, Tryggvi T. Tryggvason. FÍT fagnaði á aðalfundardegin- um 40 ára afmæli sínu, segir í frétt frá félaginu. Þennan sama dag árið 1953 hittust þeir Atli Már Ámason, Jörundur Pálsson, Ásgeir Júlíusson, Stefán Jónsson og Halldór Pétursson á vinnustofu á vinnustofu Halldórs á Túngötu 38. Tilgangur fundarins var „að stofna félag teiknara til þess að gæta hagsmuna þeirra er þessa atvinnu stunda, sem áðalatvinnu“, eins og segir í stofnfundargerð félagsins. Auk þeirra 5 teljast til stofnfélaga þau frú Ágústa Pét- ursdóttir Snæland og Tryggvi Magnússon. Fundurinn hófst á stofnstað fé- lagsins á Túngötu 38 þar sem einn af stofnfélögunum, frú Ágústa Pétursdóttir Snæland afhjúpaði minningarskjöld um stofnun fé- lagsins. Að lokinni þessari athöfn var tekið til við aðalfundarstörf í Komhlöðunni. Björn Br. Bjöms- son, formaður FÍT sl. starfsár, rakti líflegt starf síðasta árið. Má m.a. nefna sýninguna Já, takk í Ráðhúsinu, heimsóknir teiknarafé- laga, norrænt samstarf, afmælis- hátíð félagsins í byijun október, stofnun í 15 þjóðlöndum, þátttöku í Myndstefi — myndhöfundasjóði íslands, sýningar erlendis, merkja- samkeppnir og fleira. Að loknum öðram hefðbundnum aðalfundar- störfum vom kjörnir sérstakir heiðursfélagar þau frú Ágústa Pétursdóttir Snæland og Atli Már Árnason sem enn lifa af stofnfé- lögum. Atli átti ekki heimangengt á fundinn en frú Ágústa veitti við- töku heiðursskjali. I vor var unnin ítarleg könnun á högum teiknara í samvinnu við FGT og Háskóla íslands. Niður- stöður könnunarinnar vom kynnt- ar á fundinum og athygli vakti að þátttakendur töldu sig margir haldnir streitu en nokkuð ánægða í starfi. Framundan er líflegt starf, áframhald verður á heimsóknum erlendra fyrirlesara og hönnuða, unnið verður í höfundarréttarmál- um í gegnum Myndstef, sýningar eru á dagskrá o.fl. í lokaorðum þakkaði nýkjörinn formaður fráf- arandi stjórn og sérstaklega Birni Br. Bjömssyni sem nú lætur af formennsku eftir fjögurra ára starf. Ráðgjöf * Islensk gæðastjómun tekur til starfa NÝLEGA var sett stofn ráðgjaf- arfyrirtækið Islensk gæða- stjórnun hf. Aðstandendur fyrir- tækisins eru þeir Magnús B. Jóhannessbn rekstrar- og stjórnunarfræðingur og Ólafur Jakobsson tækni- og stjórnunar- fræðingur. Fyrirtækið er skráð í Keflavík en býður þjónustu sína um allt land. íslensk gæðastjórnun sérhæfir sig í ráðgjöf við fyrirtæki, stofnan- ir eða félög í öllum greinum hvort heldur um er að ræða framleiðslu eða þjónustu. Fyrirtækið annast sömuleiðis uppsetningu gæðakerfa samkvæmt ISO 9000 stöðlunum og skyldum greinum. Gæðakerfi samkvæmt ISO 9000 stöðlunum hafa verið að ryðja sér til rúms í íslenskum fyrirtækjum Magnús Ólafur sem og erlendum. Krafan um vott- un samkvæmt ISO 9000 stöðlun- um hefur verið að aukast með kröf- um fyrirtækja á sína birgja um vottun samkvæmt kerfinu. Fyrir- tæki sem hafa fengið vottun eru m.a. Lýsi hf. og Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, segir í frétt frá ís- lenskri gæðastjórnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.