Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
Hvalreki heilbrigðisstétta
eftir Ragnheiði
Haraldsdóttur
Feng hefur rekið á fjörur heil-
brigðisstétta nú í jólabókaflóðinu.
Vilhjálmur Árnason heimspeking-
ur hefur ritað viðamikla bók um
ýmis siðferðileg vandamál, sem
við er að etja í heilbrigðisþjón-
ustunni. Hann varpar ljósi á hvern-
ig siðfræðin getur komið að gagni
við siðferðilega ákvarðanatöku á
þessu sviði og leggur áherslu á
hagnýtingu fræðilegrar þekking-
ar. Bent er á hvemig bæta má
þjónustu við sjúklinga eða skjól-
stæðinga heilbrigðisþjónustunnar
með aukinni þekkingu á aðferðum
siðfræðinnar við leit að úrlausnum
á siðferðilegum vandamálum.
Vilhjálmur hefur kennt siðfræði
heilbrigðisvísinda í námsbraut í
hjúkrunarfræði við Háskóla ís-
lands undanfarinn áratug auk þess
sem hann hefur kennt á ijölda
námskeiða og ritað bæklinga um
svipað efni áður. Lesandi hefur
ekki á tilfinningunni að bókin sé
rituð í fflabeinstumi fræðimenns-
kunnar, því leitast er við að varpa
ljósi á ýmis erfiðustu vandamálin
sem við er að etja í daglegum
störfum.
Bókin skiptist í sex kafla. Fyrst
er gerð grein fyrir hvað átt er við
með siðfræði heilbrigðisþjónustu
og hvar rætur hennar liggja í sið-
fræði og heimspeki. Gerð er stutt
grein fyrir helstu kenningum í sið-
fræði og fjallað um siðferðilega
ákvarðanatöku. Þessi kafli ætti að
vera skyldulesefni fyrir alla þá er
starfa í heilbrigðisþjónustunni, því
þekking á þessum gmnnhugtökum
gefur færi á skynsamlegri siðferði-
legri umræðu. Hvatinn að vaxandi
umræðu um siðfræði heilbrigðis-
þjónustu er fyrst og fremst hin
öra tækniþróun og nú á síðari tím-
um niðurskurður fjármagns til
heilbrigðisþjónustu. Bókarhöfund-
ur bendir á að ýmsir fræðimenn
telji að örar framfarir eigi sér einn-
ig stað síðustu áratugina í sið-
fræði, og víst er að mikilla breyt-
inga verður vart m.a. hér á landi
í viðhorfum heilbrigðisstarfsfólks
til viðfangsefna sinna.
Annar kafli fjallar um sam-
skipti sjúklinga og heilbrigðis-
stétta. Þar er gerð grein fyrir siða-
reglum margra starfsstétta og
þeim alþjóðlegu samþykktum sem—
starfað skal eftir. Þessar reglur
eru skoðaðar gagnrýnið. Rætt er
um sjálfræði og ábyrgð sjúklinga
og kosti og galla forræðishyggju.
Lagt er til að samráðsviðhorfið,
sem er grundvallarstef bókarinn-
ar, sé lagt til grundvallar í öllum
samskiptum við sjúklinga þar sem
því verður við komið.
Þriðji kafli er um ákvarðanir
um rannsóknir og meðferð og um
hæfi einstaklinga til að taka
ákvarðanir. Þetta hæfi þarf að
meta hverju sinni, og sannarlega
getur það reynst flókið og nær
óframkvæmanlegt á stundum.
Skilgreining á dauðanum hefur
verið ofarlega á baugi í umræðu
hér á landi undanfarin ár. Í fjórða
bókarkaflanum er fjallað um
dauðaskilgreiningar eða „dauðans
óvissa tíma“, líffæraflutninga,
líknardráp og um líknandi meðferð
á ævikvöldi. Er ekki að efa að
þessi kafli á eftir að verða mörgum
umhugsunarefni.
Sífellt berast fréttir af auknum
möguleikum sem fylgja þróun
„íslenskir heimspek-
ingar hafa verið ötulir
við að rita bækur fyrir
almenning um fræði sín
á undanförnum árum.
Þessi bók er sannarlega
góð viðbót við þann
fiokk bóka, enda þótt
hún sé fyrst og fremst
skrifuð með heilbrigð-
isstarfsfólk í huga.“
erfðafræðinnar. Síðan þessi bók
var rituð hafa verið kynntar nýj-
ungar á því sviði sem vekja jafn-
vel enn erfiðari siðferðilegar
spurningar en íjallað er um í bók-
inni. Fimmti kafli er fyrst og
fremst vangaveltur um siðferði-
lega stöðu fósturs og reynt er með
öfgalausum hætti að gera skil
ýmsum sjónarmiðum í þeirri við-
kvæmu deilu.
í lokakaflanum er spurt hvað
sé góð og réttlát heilbrigðisþjón-
usta. Skynsamleg og réttlát for-
gangsröðun viðfangsefna verður
æ brýnni og á næstu áratugum
mun almenningur, heilbrigðis-
starfsfólk og stjórnmálamenn
verða að taka mjög sársaukafullar
ákvarðanir í þeim efnum-
Siðfræði lífs og dauða er skrifuð
af mikilli virðingu fyrir viðfangs-
efninu og af ákveðinni auðmýkt
andspænis þeim áleitnu, erfiðu
spurningum sem brenna á höf-
undi. Lesanda finnst að hér sé
ekki eingöngu um að ræða kalt
fræðirit þar sem tínd eru til helstu
Ragnheiður Haraldsdóttir
álitamálin og þau skoðuð í ljósi
fræðanna, heldur reyni höfundur
af einlægni að setja sig í spor allra
þeirra, er hlut eiga að máli. Þessi
aðferð gefur bókinni aukið gildi
og gerir það líka að verkum að
hún á erindi til allra þeirra er
áhuga hafa á þessu sviði. Hún er
lifandi lestur og er á stundum
beinlínis, skemmtilesning vegna
þessarar nálgunar höfundar.
Helsti gallinn er sá að samráðs-
viðhorfinu, sem höfundur leggur
til grundvallar í allri umíjöllun, er
ekki gerð nægilega góð skil. Mjög
margir af starfsmönnum heil-
brigðisþjónustu geta vissulega
fallist á að þessi leið sé bæði rétt
og gagnleg. En jafnframt fylgja
henni vandamál eða gallar sem
Kjörnýting auðlinda
eftir Kristjón
Kolbeins
Um fátt eru jafn hatrammar
deilur í þjóðfélaginu og fískveiði-
stefnuna. Hyldýpi virðist á milli
deiluaðila og litlar sættir í sjón-
máli.
Fiskveiðar, sem byggja á nýt-
ingu takmarkaðrar, sameiginlegr-
ar, endumýjanlegrar auðlindar,
hafa af þeim sökum sérstöðu í ís-
lensku atvinnulífi og verður hvorki
líkt við vinnslu jarðefna né virkjun
fallvatna. Gijótnám má líta á sem
ótakmarkaða auðlind. Því er ekki
neitt sem mælir með að á það
skuli settar hömlur nema e.t.v.
vegna umhverfissjónarmiða þar eð
námuvinnsla eins skerðir á engan
hátt vinnslu annars. Aukið fram-
boð gæti haft í för með sér lækk-
andi verð á gijóti og þannig skert
hag framleiðenda en bætt hag
neytenda. Meðan framleiðslugeta
virkjana er mun meiri en notkun
raforku er heldur ekki ástæða að
takmarka rafmagnsnotkun.
Hvetja ætti til notkunar vatnsorku
á kostnað annara orkugjafa þar
sem þess er nokkur kostur. Sér-
stakur skattur á raforku þjónar
því engum tilgangi meðan líta má
á hana sem ótakmarkaða auðlind
þar sem virkjun á einum stað ætti
ekki að hafa áhrif á orkufram-
leiðslu þeirra virkjana sem fyrir
eru. Auk þess hefir raforkufram-
leiðsla ekki yfirburðarstöðu gagn-
vart öðrum atvinnugreinum í land-
inu. Öðru máli gegnir um sjávarút-
veg, sem vel rekinn ætti að bera
höfuð og herðar yfir aðrar at-
vinnugreinar. Þar eð hann byggist
á nýtingu takmarkaðrar sameigin-
legrar, endurnýjanlegrar auðlind-
ar er sú hætta ávallt fyrir hendi
að þeim mikla arði sem auðlindin
0 0.2 0.4 0.6
getur gefið af sér sé sóað í óþarfa
kostnað. Fyrir tæpum tveimur ára-
tugum lýsti Norðvestur-Atlants-
hafsfískveiðinefndin því yfír að
draga mætti úr sókn í íslenska
þorskstofninn um allt að fjórum
fímmtu hlutum. Á þeim tíma var
þorskafli útlendinga um tveir
fímmtu af heildaþorskafla við ís-
land og íslendinga sjálfra um þrír
fímmtu.
Samkvæmt nýjustu skýrslu
Hafrannsóknarstofnunar, sem
hefír allt of litla umfjöllun fengið,
fjölrit nr. 34 um nytjastofna sjávar
1992/93 og aflahorfur fískveiðiár-
ið 1993/94 er staða nýtingar
helstu nytjastofna sjávar nú þann-
ig þegar rýnt er í línuritin í skýrsl-
unni að sókn í humar er jöfn kjör-
sókn, kolmunnastofninn er örlítið
vannýttur, æskilegt væri að draga
úr sókn í íslenska sumargotssíldar-
stofninn um einn þriðja, sókn í
ufsa og grálúðu mætti að ósekju
0.8 1 1.2 1.4
F
minnka um helming, draga ætti
úr sókn í ýsustofninn um sextíu
af hundraði og um sjötíu og fímm
af hundraði í þorskstofninn eins
og fram kemur á meðfylgjandi
mynd úr skýrslu Hafrannsóknar-
stofnunar þar sem fískveiðidán-
arstuðull þorsks er 0,8 en kjörsókn
er við 0,2. Fyrir liggur því að veið-
ar undanfarinna tveggja áratuga
hafa ekki stuðlað að hámarksaf-
rakstri greinarinnar.
Framangreindar tölur tákna
ekki að fímmti hluti núverandi
þorskveiðiflota nægi til að nýta
þorskstofninn. Nær lagi er í ljósi
reynslunnar að reikna með að 40%
minnkun afkastagetu flota sé
möguleg án þess að slíkt hefði
áhrif á heildarafla allra nytjafiska
þegar til lengri tíma er litið. í
henni fælist sparnaður, sem næmi
4% af vergri þjóðarframleiðslu eða
15 milljörðum króna, sem eru um
58 þúsund krónur á íbúa, sam-
Kristjón Kolbeins
„Gjaldtaka af sjávarút-
vegi er ekki nýtt fyrir-
brigði.“
kvæmt október/nóvemberhefti
OECD Observer í ár. Staða Norð-
manna er enn verri. Þeim er óhætt
að minnka flota sinn um tvo þriðju
og gætu samt veitt sama magn
og áður. í fersku minni er sú að-
ferð þeirra að úrelda fískiskip með
því að sökkva þeim ef annarra
kosta er ekki völ. Því er ekki furða
þótt framleiðni í sjávarútvegi sé
meiri á Islandi en í Noregi og að
hægt sé að fá þaðan fískiskip á
verði, sem innlend skipasmíði get-
ur ekki keppt við.
Ljóst má því vera að engin ís-
lensk atvinnugrein getur skilað
gera það að verkum að hún er
minna notuð en skyldi. Það hefði
styrkt bókina að gera betur grein
fyrir þessum vanda í daglegum
störfum við núverandi starfsskipu-
lag.
Islenskir heimspekingar hafa
verið ötulir við að rita bækur fyrir
almenning um fræði sín á undan-
förnum árum. Þessi bók er sannar-
lega góð viðbót við þann flokk
bóka, enda þótt hún sé fyrst og
fremst skrifuð með heilbrigðis-
starfsfólk í huga.
í inngangskafla bókarinnar ger-
ir höfundur grein fyrir ástæðum
skrifanna svona: „Takmark mitt
hefur verið að bókin legði þann
samræðugrunn sem nauðsynlegur
er þegarleiða þarf mikilvæg úr-
lausnarefni til lykta.“ Þessum
megintilgangi hefur verið náð og
verður forvitnilegt að fylgjast með
hvemig bókin verður nýtt á kom-
andi árum. Bókin er rituð á þægi-
legu máli og áhersla lögð á að
gefa lesandanum skýrar skilgrein-
ingar og viðmið, þannig að áhuga-
fólk um þetta efni getur vel notið
lestursins. í lok hvers kafla eru
góðir heimildalistar og bent er á
frekara lesefni og atriðisorðaskrá
eða vísir í bókarlok. Tilvitnanir eru
fjölmargar og sérstaka athygli
vekur hve vel höfundur nýtir sér
framlag íslenskra penna. Mikill
fjöldi dæma er settur fram, að
hætti fagsins. Flest eru vel til
þess fallin að vekja erfíðar spurn-
ingar og er lesanda látið eftir að
reyna að svara þeim. Það eykur
gildi bókarinnar að mörg þessara
dæma eru íslensk og oft fengin
úr samræðum höfundar við starfs-
fólk heilbrigðisþjónustu á liðnum
árum.
Vönduð útgáfa bókarinnar ber
hinni ungu Siðfræðistofnun gott
vitni.
Höfundur er hjúkrunarfrœðingur.
slíkum arði sem vel rekinn sjávar-
útvegur. Sú staðreynd er höfuð-
röksemd þess að greinin greiði
fyrir aðgang að takmarkaðri auð-
lind. í raun er sú gjaldtaka jafn
sjálfsögð og eðlileg og sérstakt
gjald af þeirri grein verslunar, sem
í skjóli einokunar ber hærri álagn-
ingu en aðrar greinar, þ.e. sala
áfengis og tóbaks. Uppi yrði fótur
og fit ef ákveðnum hópi væri af-
hent einkasala þessara vara án
þess að sérstakt gjald kæmi fyrir.
Gjaldtaka af sjávarútvegi er
ekki nýtt fyrirbrigði. Líta má
þannig á að áður en fískverð var
gefíð fijálst og almennir innflutn-
ingstollar lækkaðir hafí sjávarút-
vegurinn greitt veiðileyfagjald þar
eða hann varð að búa í raun við
hærra gengi og lægri tekjur í ís-
lenskum krónum en þær greinar
sem voru verndaðar að einhveiju
leyti með háum aðflutningsgjöld-
um. Vart verður séð að fijálst fís-
kverð hafí komið sjávarútveginum
í heild til góða. Skýtur nokkuð
skökku við að í þeim fjórðungi
landsins þar sem atvinnutekjur eru
hæstar, er hann kominn að fótum
fram ef marka má ummæli heima-
manna.
Bág rekstrarstaða sjávarútvegs
nú á sér tvímælalaust skýringu í
því hvemig sókninni í helstu físk-
stofna okkar hefír verið háttað.
Talið er að útflutningsverðmæti
greinarinnar sé um 70 milljarðar
króna, eignir 150 milljarðar en
skuldir 110 milljarðar. Álrangt er
því sem haldið er fram að greinin
hafi alla tíð verið mergsogin og
ekki getað myndað neitt eigið fé.
Ofnýting fískstofna er alheims
vandamál. Matvælastofnun Sam-
einuðu þjóðanna metur ástandið
þannig að vegna óskynsamlegra
veiða glati heimsbyggðin árlega
einni til tveimur billjónum króna
og ríki Evrópubandalagsins tapi
af sömu sökum tvöhundruð millj-
örðum króna. Slíkur rekstur er
síst til eftirbreytni.
Höfundur er viðskiptafræðingur.