Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
fclk f
fréttum
Cecilie Leganger
og Susann Goksor
fagna sigri yfir
Rúmeníu, en leik-
urinn fór 20-19.
Landsliðsþjálfarinn Sven Tore Jacobsen réð sér ekki af kæti eftir keppnina og hampar hér Cecilie.
HANDBOLTI
Fékk bónorðsbréf í kjölfar keppninnar
Happdrætti
bóka-
útgefenda
Vinningsnúmer dagsins í happ-
drætti bókaútgefenda er
76778, en happdrættisnúmerin
eru á baksíðu íslenskra bó-
katíðinda. Vinningshafí getur
vitjað vinnings síns, bókaút-
tektar að andvirði 10 þúsund
krónur, í næstu bókabúð.
Nýjasta stórstjarna Noregs er
hin 18 ára Cecilie Leganger,
markvörður norska kvennalands-
liðsins í handbolta. Hún vakti mikla
athygli í nýafstaðinni heimsmeist-
arakeppni, þar sem hún varði eins
og berserkur, enda fór svo að hún
var valin besti markmaður keppn-
innar og þar með besti kvenmark-
maður heims. Landslið Noregs í
heildina stóð sig ekki eins frábær-
lega, því það lenti í þriðja sæti.
Cecilie var svotil óþekkt fyrir
tveimur árum þegar hún spilaði
með liðinu Lov-Ham. Hún var þó
efnileg og var valin í unglinga-
landsliðið og stuttu síðar í kvenna-
landsliðið, þrátt fyrir ungan aldur.
I nýlegu viðtali við hana í norska
tímaritinu Se og hör kemur fram
að hún er ekki bara snillingur í
handbolta heldur er henni margt
til lista lagt. Hún spilar á píanó,
gítar og harmoniku, auk þess sem
hún er afburðanemandi í skóla.
Þegar hún er spurð hvort hún hafí
tíma fyrir kærasta svarar hún að
svo hafí ekki verið hingað til, en
það geti svo sem breyst. Þá kveðst
hún hafa fengið nokkur bónorðsbréf
strax í vikunni eftir að hún kom
heim frá keppninni, en er ekki viss
um hvort hún á að svara þeim eða
láta eins og ekkert sé.
AUGLÝSING
Forstjórabílar
Gaf bflakaupaley fi sitt
Á dögum mikillar og gagnrýn-
innar umræðu um bílafríðindi
ýmissa háttsettra embættis-
manna og stjórnenda, gleður
það hugann að lesa um að hið
gagnstæða fyrirfinnst einnig.
Eða fyrirfannst, alla vega - að
íslendingur í sljórnunarstöðu
skuli hafa gefið fyrirtækinu
sem hann vann hjá þau fríðindi
sem þá á dögum fólust í því að
fá leyfi til bílakaupa.
Það var á árunum uppúr síðara
stríði að það þótti einstök gæfa að
fá úthlutað leyfí til að kaupa bíl,
en þá þurfti sérstakt leyfi iyrir öll-
um innflutningi. Oddur Ólafsson,
sem þá var yfírlæknir á Reykja-
lundi, hafði fengið slíkt leyfi, og
var reyndar búinn að panta og fá
til landsins amerískan Hudson-eðal-
vagn, árgerð 1948. En þá, eins og
svo oft, var Samband íslenskra ber-
klasjúkliíiga í mikilli fjárþörf, og
Oddur greip því til þess ráðs að
gefa happdrætti sambandsins þetta
leyfí sem hann hafði sjálfur fengið
úthlutað. Því má svo við bæta að
einmitt þetta hapþdrætti varð SIBS
mesta tekjulind allra á þessum
árum. Um þetta og margt fleira
má lesa í bókinni ÞEGAR HUG-
SJÓNIR RÆTAST, ÆVI ODDS
Á REYKJALUNDI. En eftir stend-
ur reyndar áleitin spurning: Skyldu
einhverjir hugsjónamenn eins og
Oddur Ölafsson enn skipa stjórnun-
arstöður, eða eru þeir allir á dýrind-
is jeppum þrátt fyrir erfíða stöðu
fyrirtækjanna? ísafold gefur bókina
út og kostar hún 3.490 krónur.
20 BÍLA-HAPPDRÆTTI S. I. B. S.
ATHUGIÐ, að drætti verður ekki frestað.
Þessar litlu Renault-bifreiðar voru keyptar til landsins af SÍBS án innflutningsleyfís, til að nota sem vinn-
inga í happdrætti sambandsins árið 1947. Voru [þær geymdar vestur í bæ, þar sem heitir Hagi. Sökum þess
og smæðarinnar voru bifreiðamar nefndar hagamýs, er þær fóru að verða áberandi á götum Reykjavíkur.
Sala happ-
drættismiða
fyrir 2. drátt
er hafin.
★
Næst verður
dregið
15. nóvember.
3. dráttur fer
fram 15. febr.
1948.
★
4. og síðasti
dráttur fer
fram 15. maí
1948, og þá
dregið aðeins
úr seldum
miðum.
/
Morgunblaðið/Lmda K. Ragnarsdóttir
Yngri nemendur sýndu helgileik. F.v. Ólafur Már Ólafsson, Snorri
Snorrason, Elísabet Jóhannesdóttir, James Ragnar Bond, Tanja Björk
Ómarsdóttir, Styrmir Snorrason, Ásta Björk Sigþórsdóttir, Astrid
Harðardóttir, Harpa Þórðardóttir og Tinna Pétursdóttir.
LUXEMBORG
Helgileikur og tónlist
í aðventuguðsþjónustu
Félag íslendinga í Lúxemborg stóð
fyrir aðventuguðsþjónustu fyrir
nokkru. Jólaboðskapinn flutti sr. Jón
A. Baldvinsson sendiráðsprestur í
London. í fylgd með sr. Jóni var kór
skipaður Sigrúnu Ingu Garðarsdótt-
ur, Svanhildi Óskarsdóttur, • Bimi
Jónssyni, Þóru Einarsdóttur og Tóm-
asi Tómassyni. Flutti kórinn nokkur
lög auk þess sem þau þrjú síðastt-
öldu sungu einsöng við undirleik
Aagot Óskarsdóttur, en hún annaðist
einnig kórstjórn.
Auk söngsins fluttu nemendur í
íslenskukennslunni í Lúxemborg tvö
jólaatriði. Elstu nemamir lásu upp
ljóð og höfðu fengið aðstoð Fríðu
Ingvarsdóttur. Yngri nemendumir
sýndu helgileik og sungu undir hand-
leiðslu Matthildar Kristjánsdóttur og
Lindu K. Ragnarsdóttur.
Að aflokinni skemmtidagskrá voru
á boðstólum veitingar og sat fólk við
kaffídrykkju og spjall frameftir degi.
SJONVARP
Einn „strandvarðanna“
líkist Tom Hanks
Tom McTique sá sitt óvænna þeg-
ar hann fékk hlutverk lífvarðar-
ins Harveys Millers í sjónvarpsþátt-
unum Strandvörðunum og dreif sig
í megmn. „Ég gat ekki hugsað mér
að milljónir sjónvarpsáhorfenda sæju
mig eins og ég var. Það hjálpaði mér
að losna við þessi 15 aukakíló sem
ég bar,“ sagði Tom fyrir stuttu.
Starfíð missti hann að vísu í sum-
ar þegar hann lenti í slysi, en hann
lætur það ekki á sig fá og segist
vera ánægður með að vera heimavið.
Hann er ekki giftur en segir að þijár
Leikarinn Tom McTique
hefur oft lent í því að
vera álitinn Tom Hanks,
enda eru þeir ekki ólíkir.
konur hafí beðið sín. „Ég verð að
vanda valið, því ég ætla að bara að
gifta mig einu sinni,“ segir kappinn
og vísar í skilnað foreldrar sinna.
Tom reyndi fyrst fyrir sér í Holly-
wood fýrir sex ámm og hefur geng-
ið ágætlega að vinna fyrir sér, en
störfín snúast þó aðallega um leik í
auglýsingamyndum og sjónvarps-
þáttum.