Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 ' Tímabær handbók __________Bækur_______________ Steingrímur Sigurgeirsson Einar Thoroddsen: Vínin í rík- inu. Mál og menning, 1993. Læknirinn Einar Thoroddsen hefur um árabil verið einn kunn- asti vínsérfræðingur landsins og ötull við að reyna að auka þekk- ingu íslendinga á víni og meðferð víns. Það er því vel við hæfi að hann skuli vera höfundur fyrstu alvöru vínbókarinnar, sem gefín er út hér á landi. í fyrri helmingi bókarinnar (fyrstu 140 blaðsíðun- um) stiklar höfundur á stóru í al- mennum vínfræðum en síðari helmingurinn er eins konar leiðar- vísir varðandi þau vín sem í boði eru í verslunum ÁTVR og þar af leiðandi nafn bókarinnar: „Vínin í ríkinu". Einar tekur lesandann í gegnum vínfræðin frá a-ö og veitir ho’num á auðskiljanlegan hátt innsýn í hvað vín sé, hvers vegna það sé eins og það er og hvemig best er að fara að til að meta það. Auðvit- að er á köflum farið lauslega ofan í hlutina en á móti kemur að Ein- ari tekst að koma miklu að í tiltölu- lega stuttu máli. Bókin er lipurlega skrifuð og glittir iðulega í (vissulega nokkuð sérstæða) kímnigáfu höfundar, jafnt í texta sem umsögnum um einstaka vín. Nokkuð oft fínnst mér þó Einar fara yfír strikið í þessum efnum og er illskiljanlegt hvaða erindi sumar athugasemda hans eiga í bókina. Bókin er ríkulega myndskreytt og oftast þjóna myndimar ágæt- lega þeim tilgangi að auka skilning lesandans á viðfangsefninu. Meiri Einar Thoroddsen vinnu hefði þó mátt leggja í kort þau sem birt em af helstu vín- hémðum. • Það sem flestir munu hins vegar væntanlega hafa mestan áhuga á era umsagnir Einars (og félaga) um vínin í ríkinu. Til þessa hefur ekki verið til neitt heildaryfírlit yfír þessi vín annað en verðskrá ÁTVR og þar er engar aðrar upp- lýsingar að fá en nafn og verð. I til dæmis Svíþjóð, þar sem einnig er ríkiseinkasala á áféngi, er í verðskrá Systembolaget (sænska „ríkisins"), einnig að fínna lýsingu og mat á hveiju víni fyrir sig. Má því segja að bók Einars sé ekki einungis fræðslurit um vín heldur fylíir hún ekki síður upp í það l í Mi 1 Ný ryksuga frá Miele Margfaldir verðlaunagripir fyrirhöhnun og gæði. EIRVÍK# Vesturgötu 25,101 Rvk. Sími 91-2 82 10. MetsöluHad ú hverjum degi! skarð sem ÁTVR skilur eftir og er mjög tímabær handbók ís- lenskra neytenda um vöraúrvalið í ríkinu. En hvemig mun þessi bók nýt- ast sem handbók? Ég held bara ágætlega, þó svo að nokkur atriði hefðu mátt betur fara. Það hefði til dæmis líklega verið betra að einskorða sig við vín og styrkt vín (sérrí, púrtvín, madeira) og hugs- anlega einnig t.d. koníak heldur en að taka einnig með alla líkjöra, brennda drykki og bjór. Því líkt og höfundur tekur fram þá hefur hann takmarkaðan áhuga á þess- um drykkjum, marga hefur hann ekki bragðað og því era umsagnir um þá mjög takmarkaðar og gagn- slitlar fyrir lesendur. Þótt bókin sé góð hefði hún líklega orðið enn betri ef þessum kafla hefði verið sleppt og enn meiri vinna og pláss lögð í rauðvínin og hvítvínin. Varðandi lýsingar á þeim vínum má einmitt helst fínna að því að þær hefðu mátt vera ítarlegri og fyllri. Þá er greinilegt (líkt og Ein- ar bendir raunar á) að öll (eða flestöll) vínin hafa verið smökkuð í einni lotu sama daginn, ekki í gæðaröð, og gætu sum vín því lið- ið fyrir það að koma á eftir „stóra“ víni, sem gefur óhagstæðan sam- anburð. Einkunnagjöfín getur því verið nokkuð „brengluð“ á köflum. Það má líka auðvitað deila um hvort rétt sé að taka með öll sér- listavín (sem mörg fást einungis í nokkra mánuði) í svona bók, sem auðvitað á að endast í einhver ár. í öllu falli hefði verið handhægara fyrir lesendur ef tekið væri fram hvaða vín fást í öllum verslunum ÁTVR og hvaða vín einungis á sérlista. Á heildina litið er hins vegar Vínin í ríkinu mjög eigulegur grip- ur. Útlitið er smekklegt og frá- gangur snyrtilegur. A einstaka stað hafa þó slæðst með athuga- semdir innan sviga, sem virðast frekar vera skilaboð höfundar til prófarkalesara en tilraun til kímni, og einnig hrópa nokkur göt í myndskreytingunni á mann. Fyrst að bókin fjallar um vínin í ríkinu hefði mátt ætla að þau væru öll fáanleg til að mynda þau. Það er sérstaklega virðingarvert að Einar hefur tekið saman á tveimur blaðsíðum fyrsta íslenska „vínorðasafnið“, sem var orðið mjög þarft. Bjargey Eyjólfsdóttir, form. Spuna, Andrés Sigurvinsson leik- stjóri, Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson að lokinni sýningu í Lúxemborg. Astarbréf sýnt í Lúxemborg Leiklist Frá fréttaritara Mbl. í Lúxemborg. Sýning Þjóðleikhússins á leikritinu Ástarbréf eftir A.R. Gurney, undir leikstjóm Andrésar Sigurvinssonar, var sýnd í Centre Culturel, Sandweil- er í Lúxemborg, fimmtudagskvöldið 2. desmember sl. Var þetta 20. sýningin á verkinu og sú fyrsta utan íslands. Að sögn hafa leikendumir, Herdís Þorvalds- dóttir og Gunnar Eyjólfsson, og Andr- és Sigurvinsson fullan hug á að ferð- ast víðar með Ástarbréf, enda verkið vel fallið til ferðalaga. Sýningin var á vegum leikklúbbsins Spuna í Lúx- emborg og er þetta annað verkefni hans á þessu leikári. Linda Kristín Ragnarsdóttir. Tönlist Mozart við kertaljós Nú á síðustu dögum aðventunnar lýsir kammerhópurinn Camerarctica upp skammdegið með kertaljósum og tónlist Mozarts. Hópinn skipa Ár- mann Helgason klarinettuleikari, Hallfríður Olafsdóttir fiautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleik- ari, Gréta Guðnadóttir fiðluleikari, Guðmundur Kristmundsson víóluleik- ari og Sigurður Halldórsson sellóleik- ari. Á efnisskrá Camerarctica em Kvartett fyrir flautu og strengi, Dú- ett fyrir fiðlu og víólu og Kvintett fyrir klarinettu og strengi eftir W.A. Mozart og verður tónlistin leikin við kertaljós. Tónleikamir verða í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. desem- ber, Kópavogskirkju miðvikudaginn 22. desember og á Café Sólon ísland- us á Þorláksmessu. Þeir hefjast kl. 20.30, nema tónleikarnir á Sólon ís- landus, sem verða styttri og hefjast kl. 21. Myndlist Ráðhús Reykjavíkur Vetrarsólhvörf - endurspeglun, hátíðartjöld í Tjamarsal verða til sýn- is í tilefni vetrarsólstaða, í dag, þriðju- daginn 21. desember. Höfundar verksins em Erla Þórarinsdóttir og Gerla Geirsdóttir. MENNING/LISTIR Markús Árelíus flytursuður Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Markús Árelíus flytur suður. Höfundur: Helgi Guðmundsson. Myndir og kápa: Ólafur Péturs- son. Setning og umbrot: hágé, Mál og menning. Filmuvinna og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Mál og menning. Þetta er þriðja bók höfundar um köttinn Markús Árelíus og sögulok. Enn er ævi kattarins viðburðarík, hvolpurinn Jobbi kominn í húsið, orðinn einn af „fjölskyldu" skálds- ins. Hundspottið er í fyrstu óttaleg skræfa, heldur sig sem næst matar- skálinni og unir fleðulega hörðum reglum húsbóndans. En Jobbi vex hratt og fyrr en varir hefír kettinum tekizt að kenna honum, að heimur nær út fyrir garð húsbóndans. En mest verður breyting á högum Markúsar Árelíusar er frúin, Hild- ur, lætur sér ekki nægja að stjórna í Hrafnahlíð, býður sig fram til þings, er kosin, og lendir í ráðherra- stól. Slíkt brölt skilur köttur illa, hefír skyidum að gegna á sinni heimaslóð, og er því fjarri, þá fjöl- skyldan flytur suður. Slæptur, rifínn og tættur, með hægra eyrað svo illa skaddað, að það lá í hendi Jóhannesar, er hann hlúði að vesalingnum, þá kisi taldi tíma til að gerast heimilisköttur á ný. Honum er sýnd sú smán að vera troðið í kassa ög sendur til skáldsins og fjölskyldu. Ekkert hress í fyrstu, en ýmsu má venjast, líka nýju umhverfí. Margt er þó til ama, Jófríður með-tiltektaræðið, kunni til dæmis ekki að meta bakstrokur. Það tók líka vitringinn Markús Árelíus tíma að þjarga vesalings Maríusi frá hungurdauða arfaætunnar, hús- móður hans. í hrauni leynist urðar- læða, óskiljanlegt fól, en sú kemur stund, að í augum hennar verður Markús Árelíus, eymaskertur og rófubrotinn, allra katta fegurstur. Já, þlind er ástin. Rófubrotinn! Slík- ar voru nú móttökumar, þegar slátrarinn fékk tvo virðulega ketti í heimsókn. Verra en rófubrot hefði getað hlotizt af, ef Jobba hefði ekki notið við. Hann var mjög góður nemi, þroskaðist vel, úrræðagóður, bjargaði meira að segja skáldinu frá drakknun, þegar það var við asna- leik í fjöru. En hvað taka menn sér ekki fyrir hendur, þegar konan er farin úr húsi með krakkana með sér? Sumar fylgir vetri. Þroski aldri, og undir lok bókar sættist Markús Árelíus við yl húss, mjúkar sessur, dýr og fólk. Fjörlega skrifuð sem fyrr, jafnvel Helgi Guðmundsson mér, sem ekki þoli ketti, fyndin. En það eru fleiri en kötturinn sem verða værukærari er á bók líður, það verður prófarkalesari líka (65, 93, 103). Víst kemur það ekki að sök, en á villur vil eg þó benda. í fám orðum: Snjöll lok um sögu kattar, þar sem ævintýri og raun- veruleiki vega salt. Dýr tala við menn — menn við dýr, Sannarlega rétt í hugum okkar, er dýrum unna, skynjum okkur sem drætti í hendi skaparans í ævintýrinu líf. Myndir mjög góðar, einfaldar, fullar af fjöri, eins og Markús Árel- íus vissulega er. Prentverk allt mjög vel unnið. Fyndin, snotur bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.