Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 1
72SÍÐUR B/C/D/E
238. TBL. 82. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sprengju-
þófar
ÍSRAELAR og Jórdanir munu
undirrita friðarsamninga sín í
milli í næstu viku og í tilefni af
því verða jarðsprengjur á landa-
mærunum fjarlægðar. Þessi ísra-
elski hermaður var að vinna að
því í gær og eins og sjá má er
hann vel búinn með sérstaka
jarðsprengjuþófa undir fótum.
Samkomulagi Bandaríkianna og N-Kóreu fagnað
Nýtt tímabil friðar
og öryggis í A-Asíu
Genf, Seoul, Moskvu. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og Norður-Kóreu kváðust þess full-
viss í gær, að samningurinn um kjarnorkumálin byndi enda á fjög-
urra áratuga fjandskap þeirra í milli og boðaði nýtt friðartímabil í
Austur-Asíu. Rússar hafa fagnað samkomulaginu og Suður-Kóreu-
menn vonast til, að samskipti kóresku ríkjanna taki stakkaskiptum.
Aðeins þrír
lítrar á
hundraðið
Bonn. Reuter.
VOLKSWAGEN, stærsti bfla-
framleiðandi í Evrópu, ætlar
að setja á markað um aldamót-
in bifreið, sem eyðir aðeins
þremur bensínlítrum á hundr-
að km. Skýrði Ulrich Seiffert,
yfirmaður þróunardeildar VW,
frá þessu í gær.
Volkswagen er nú með tvær
gerðir, sem eyða aðeins fimm
lítrum á hundraðið, Golf TDI
og Ecomatic, og stefnt er að
því að setja á markað á næsta
ári Ecomatic með nýrri vél,
sem eyðir um fjórum lítrum.
Kom þetta fram hjá Seiffert
þegar hann var að svara þeirri
gagnrýni, að sumar nýjar ár-
gerðir þýskra bifreiða eyddu
meira en þær eldri.
Seiffert sagði, að raunar
gengju kröfur markaðarins að
mörgu leyti gegn auknum
bensínsparnaði. Auknar ör-
yggiskröfur valda því, að bíl-
arnir þyngjast og flestir vilja
kraftmikla bíla.
Talsmenn samninganefnda
beggja ríkjanna sögðu samninginn
mundu tryggja öryggi og frið í
Austur-Asíu og víðar um heim og
og mun Bandaríkjastjórn staðfesta
samninginn á föstudag. Norður-
Kóreustjórn féllst á að hætta við
núverandi áætlanir sínar í kjarn-
orkumálum og taka upp nýja og
örugga tækni í kjarnorkuverunum.
Vonast Bandaríkjamenn til að fá
Kínveija, Rússa, Þjóðveija, Japani
og Suður-Kóreumenn í lið með sér
við að fjármagna nýju verin en í
þeim leggst til lítið af plútóni. Norð-
ur-Kóreustjórn hefur verið grunuð
um að vinna að smíði kjarnorku-
sprengna úr því plútóni, sem feng-
ist hefur með núverandi tækni.
Vilja fullt stjórn-málasamband
í samningnum er einnig kveðið
á um samskipti ríkjanna en Norður-
Kóreustjórn vill taka upp fullt
stjórnmálasamband við Bandaríkin.
Telur hún það forsendu fyrir fjár-
festingu erlendra ríkja í landinu en
efnahagur þess er afar bágborinn.
Míkhaíl Demúrín, talsmaður
rússneska utanríkisráðuneytisins,
sagði í gær, að Rússlandsstjórn vildi
leggja sitt af mörkum til að tryggja
framkvæmd samningsins og tals-
maður Suður-Kóreustjórnar sagði,
að samningurinn boðaði nýja tíma
samvinnu og samstarfs milli kór-
esku ríkjanna.
Frétt um
lögskiln-
að neitað
Lundúnum. Reuter.
TALSMENN Bretadrottningar
vísuðu í gær á bug frétt í
franska vikublaðinu Voici þess
efnis að Karl Bretaprins og
Díana prinsessa hygðu á lög-
skilnað á næsta ári.
„Eins og skýrt kom fram
þegar tilkynnt var um skilnað
þeirra að borði og sæng í des-
ember árið 1992 hafa prinsinn
og prinsessan engin áform um
lögskilnað. Á því hefur engin
breyting orðið,“ sagði í yfirlýs-
ingu frá Buckingham-höll.
Voice sagði að þau myndu
fá lögskilnað í mars og Díana
myndi fá jafnvirði 1,7 milljarða
króna. Fengi hún einnig rétt til
að umgangast syni þeirra.
Ný bók um Díönu
Fréttin er meðal annars
byggð á óútkominni bók eftir
Andrew Morton um ævi Díönu,
„Díana; nýja lífið.“ Þar er m.a.
haft eftir prinsessunni að henni
finnist konungsfjölskyldan hafa
misnotað sig, henni liði eins og
„mestu vændiskonu heims“.
Útgefendur bókarinnar segja
að ýmislegt í fréttinni sé byggt
á bókinni, en annað sé „rang-
túlkanir og tilbúningur". Þeir
sökuðu Voici um að hafa stolið
handriti að ævisögunni, en því
vísar blaðið á bug.
■ Filippus prins/27
Reuter
Assad óánægður
með samning ísra-
ela og Jórdana
Kaíró. Reuter.
HAFEZ al-Assad Sýrlandsforseti
kom í gær til Kaíró til viðræðna
við Hosni Mubarak Egyptalandsfor-
seta. Assad er sagður óánægður
með friðarsamning þann sem Isra-
elar og Jórdanir hafa gert, forsetinn
telur að arabaríkin eigi að hafa
meiri samráð um slíka samninga.
ísraelskir fjölmiðlar hylltu í gær
Yitzhak Rabin forsætisráðherra
ákaft fyrir að semja við Jórdani.
Töldu þeir að Sýrlendingar hlytu
að sjá að þeir gætu ekki til lengdar
beðið með að semja um Gólanhæð-
irnar, þá myndu þeir einangrast.
Assad sagði að ekki kæmi til
greina að leigja ísraelskum bændum
afnot af jarðnæði á Gólanhæðum
sem ísraelar tóku í sex daga stríð-
inu 1967, það væri „guðlast“.
Ákvæði eru í samningi Jórdana og
ísraela um slíka jarðnæðisleigu.
Viðræður um kosningar
Framhaldsviðræður Israela og
Palestínumanna um væntanlegar
kosningar á hernumdu svæðunum
fara nú fram í Kaíró. Fréttaskýr-
endur eru sammála um að morðið
á ísraelskum hermanni, sem skæru-
liðar Hamas-samtakanna höfðu
tekið í gíslingu, muni ekki verða til
að grafa undan samningi ísraels-
stjórnar og Frelsissamtaka Palest-
ínu, PLO, um sjálfsstjórn á her-
numdu svæðunum.
■ Samið um vatn/17
^ Reuter
Sverfur að Irökum
MJÖG alvarlegt ástand er að verða í írak vegna Saddam-borg, f jölmennu hverfi í Bagdad, af konu,
refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna. Hungur og van- sem heldur fé sínu „til haga“ í ruslahaug á götunni.
næring eru algeng og á sjúkrahúsunum deyja börn _______________________________________________
og fullorðið fólk vegna lyfjaskorts. Myndin er frá ■ íhlutun í innanríkismál/16.