Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hann er líka svona, og hann líka, og hann, og hann . . .
Lýðveldisafmælis minnst í Melbourne
Ráðstefna haldin
um norræn fræði
KENNARAR og áhugamenn um
norræn fræði í Melbourne í Astralíu
minntust þess með ýmsum hætti að
50 ár voru liðin frá stofnun lýðveld-
is á íslandi. Að sögn Johns Stanleys
Martins, prófessors við Melbourne-
háskóla, var haldin ráðstefna um
norræn fræði í maí og fjölluðu þar
kunnáttumenn, m.a. frá háskólanum
í Sydney, um ýmis efni sem tengjast
tungu, bókmenntum, sögu og menn-
ingu íslendinga á miðöldum. 17. júní
var síðan hátíðarkvöldverður sem
sænskudeild Melboume-háskóla og
menningarfélag Ástralíu og íslands
stóðu fyrir. Um 60 manns sóttu sam-
komuna.
í október var haldin dagsráð-
stefna um víkingatímann á vegum
sömu aðila undir stjóm Martins og
Peters Priors. Aðalræðismaður Nor-
egs, Baard Solnordal, setti ráðstefn-
una og rakti sögu norrænukennslu
við háskólann í Melbourne.
Það var Augustin Lodewyckx pró-
fessor sem efndi til fyrstu kennslu-
stundanna í fomíslensku árið 1944
og 1979 var sænskudeild skólans
falið að sjá um kennsluna. Ræðis-
maðurinn útskýrði hvað átt væri við
með enska heitinu „Old Norse“, það
væri hin gamla, sameiginlega tunga
Dana, Norðmanna og Svía. „En það
var á íslandi sem megnið af gömlu
bókmenntunum var varðveitt og
þess vegna telja margir að hugtakið
merki forníslenska. Sem Norðmaður
get ég einnig krafíst hlutdeildar í
þessari fornu tungu forfeðra minna,
sama geta danskir og sænskir
starfsbræður mínir,“ sagði hann.
Um 200 manns sóttu þessa ráð-
stefnu, mun fleiri en búist hafði ver-
ið við. Fluttir voru fyrirlestrar um
rúnir og Þrymskviðu og sýndar kvik-
myndir. Um 30 félagar í Væringja-
verðinum, helsta félagi ástralskra
áhugamanna um miðaldafræði, tóku
þátt í fundahöldunum en félagið
hefur reynt að kynna með lifandi
hætti ýmislegt í lífi miðaldamanna.
Nokkrir félagsmanna gengu um í
fötum og með vopn sem talin eru
nákvæmar eftirlíkingar á búnaði vik-
inganna og svöruðu spumingum
fróðleiksfúsra gesta.
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Bflþjófar
króaðir af
ÞRÍR bílþjófar voru handteknir
aðfaranótt sunnudags eftir að
lögi'eglumenn höfðu króað þá af.
Maður nokkur hringdi til lög-
reglu um nóttina og tilkynnti að
þrír kunningjar hans, sem hefðu
verið í heimsókn hjá honum,
hefðu tekið bíllykla hans og hald-
ið á brott á bíl hans.
Þeir sáust skömmu síðar á ferð
á Snorrabraut og náðu lögreglu-
menn að króa þá af þannig að
ómögulegt var fyrir þá að kom-
ast undan.
Brottvikning úr sjálfstæðisfélagi ekki enn tii miðstjórnar
Rétt staðið að brottvísun
BROTTVIKNING Jóhanns P. Hall-
dórssonar úr Sjálfstæðisfélagi
Reyðarfjarðar hefur ekki komið til
kasta miðstjórnar Sjálfstæðis-
flokksins, en Jóhann lýsti því yfir
í samtali við Morgunblaðið á sunnu-
dag að hann hygðist áfrýja brott-
vikningunni þangað. Brottvikning
úr sjálfstæðifélagi felur jafnframt
í sér brottvikningu úr Sjálfstæðis-
flokknum, þar sem aðild að flokkn-
um er í gegnum félög hans.
Kjartan Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
segir að samkvæmt lögum félagsins
hafí rétt verið staðið að brottvikn-
ingu Jóhanns, en í lögum Sjálfstæð-
isfélags Reyðarfjarðar og annarra
Mönnum áður vikið
úr einstökum
sj álfstæðisfélögum
sjálfstæðisfélaga á landinu er
ákvæði sem segir að hægt sé að
víkja hveijum þeim úr félagi sem
að áliti stjórnar „brýtur lög félags-
ins eða vinnur gegn stefnu flokks-
ins“. Slíkri ákvörðun má áfrýja til
félagsfundar og er stjórn hvers fé-
lags skylt að boða til félagsfundar
innan 14 daga frá móttöku áfrýjun-
ar.
Kjartan segir það hafa gerst áður
að mönnum hafi verið vikið úr ein-
stökum sjálfstæðisfélögum, en
hann telji að miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins hafí sjaldan eða aldrei
ljallað um slíka brottvikningu.
Markús Guðbrandsson, formaður
Sjálfstæðisfélags Reyðarfjarðar,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að ástæða brottvikningar Jóhanns
sé sú að hann hafí unnið gegn félag-
inu og haft truflandi áhrif á starf-
semi þess, meðal annars með per-
sónulegum svívirðingum á vissa
félaga. Kjartan segir að kæri Jó-
hann til miðstjórnar verði fjallað
um málið, en hann kveðst ekki eiga
von á umfjöllun um málið að öðrum
kosti.
Varnar- og öryggismál
Öryggí á hafinu
nauðsynlegt
vörnum Evrópu
Björn Bjarnason
A
fundinum voru full-
trúar 28 ríkja sam-
an komnir og til-
gangurinn var að ræða um
skipan öryggismála í Evrópu
við nýjar aðstæður,“ segir
Bjöm. „Það er alveg ljóst
af þessum fundi að mikil
geijun er í öryggismálum
Evrópu. Annars vegar skil-
greina ríkin hagsmuni sína
með nýjum hætti og hins
vegar velta menn fyrir sér
hvernig er bezt að gæta
þeirra."
Bjöm segir mörg mis-
munandi viðhorf uppi um
það hvemig ríki skilgreini
öryggishagsmuni sína.
„Mörg atvik geta ógnað ör-
yggi. Þar má nefna stöðu
minnihlutahópa, átök milli
manna af ólíku þjóðemi, trú-
arátök og ekki sízt nýja
hættu, sem menn nefndu að velta
þyrfti fyrir sér, en það er alþjóðleg
glæpastarfsemi." Menn verða líka
að hafa flóttamannavandamálið í
huga þegar rætt er um öryggis-
mál. Nefndar voru tölur um að 45
milljónir manna, eða einn af hveij-
um 130 íbúum veraldarinnar, væru
á flótta undan hörmungum vegna
miliiríkjastyijalda, borgarastríðs
eða ofbeldis af hálfu stjómvalda.
Þessar tölur eru ekki til marks um
friðarástand."
Á fundinum var meðal annars
rætt um stækkun Atlantshafs-
bandalagsins, hlutverk Evrópu-
sambandsins i öryggis- og vamar-
málum og stöðu Rússlands. „Menn
mótmæla hugmyndum Rússa um
að þeir skilgreini áhrifasvæði í
kringum sig til að gæta hagsmuna
fólks, sem er af rússnesku bergi
brotið,“ segir Bjöm. „Því er einnig
mótmælt að Rússar eigi eitthvað
að hafa að segja um það hvenær
eða hvemig NATO stækkar. Það
á ekki að taka upp eitthvert Jalta-
fyrirkomulag að nýju í Evrópu, þar
sem Rússar samþykki skiptingu
álfunnar. Innan Rússlands er enn
mikil upplausn og rússneska ríkið
virðist ekki einu sinni hafa vald til
að leysa úr sínum eigin málum.“
— Hvaða sjónarmið voru sett
fram á fundinum af
íslands hálfu?
„Ég flutti ræðu og
skýrði _ öryggishags-
muni íslendinga og
þær viðræður, sem
fram hafa farið við Bandaríkja-
menn. Ég sagði að það væri hvorki
vilji okkar né Bandaríkjamanna að
leysa upp tvíhliða vamarsamstarf-
ið. Það væri okkar mesta öryggis-
trygging og við hlytum að skil-
greina okkar hagsmuni út frá stöð-
unni á Atlantshafí. Þar væru
Bandaríkin það ríki, sem bezt
gæti tryggt öryggið. Við leggjum
okkar af mörkum við Atlantshafs-
samstarfið með þessum hætti eins
og áður.“
Það kom fram á athyglisverðan
hátt hjá franska vamarmálaráð-
herranum, Frangois Leotard, að
ekki mætti gleyma öryggi á hafínu
þegar rætt væri um öryggismál
Evrópu. Hann sagði að þegar menn
huguðu að öryggi á landi, væri um
3.000 kflómetra markalínu að
ræða, en á hafinu þyrfti að tryggja
20.000 kílómetra vamarlínu. Evr-
ópuþjóðirnar yrðu því að láta að
sér kveða við gæzlu öryggis á haf-
inu. Þetta fínnst mér vera nýr tónn
og Leotard sagði sjálfur í ræðu
sinni að þetta væri ný áherzla. Hún
staðfestir hins vegar fyrir mér að-
við eigum að vera með í þessu
samstarfí Vestur-Evrópusam-
► Björn Bjarnason er fæddur í
Reykjavík 1944. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR1964 og laga-
prófí frá Háskóla íslands 1971.
Hann hefur m.a. starfað sem
útgáfustjóri Almenna bókafé-
lagsins, skrifstofusljóri í forsæt-
isráðuneytinu, blaðamaður og
síðar aðstoðarritstjóri Morgun-
blaðsins. Björn hefur setið á
Alþingi frá 1991 og verið for-
maður utanríkismálanefndar
þingsins frá 1992. Hann sótti
síðastliðinn mánudag fund for-
manna utanríkismála- og varn-
armálanefnda allra ríkja sem
eru í Vestur-Evrópusambandinu
eða eiga að því auka- eða
áheyrnaraðild. Fundurinn var
haldinn á vegum þings VES, en
ísland er aukaaðildarríki sam-
bandsins.
bandsins að því marki, sem við
getum, og leggja okkar af mörkum
til að tryggja dýpt í vömum Evr-
ópu á Atlantshafinu."
— Rætt hefur verið um að VES
eigi að gegna hlutverki Evrópu-
stoðar NATO. Hvernig er sam-
bandið í stakk búið til þess?
„Samtökin þurfa, eins og einn
forystumaður VES-
þingsins sagði, á póli-
tískri sjálfsstyrkingu
að halda. Það þarf að
skilgreina þau betur og
tilgangur þessa fundar
var einkum sá að velta fyrir sér
hvaða leið bæri að fara til þess.
Þingmennimir hyggjast búa svo
um hnútana að þar liggi fyrir
ákveðnar tillögur fyrir ríkjaráð-
stefnu ESB 1996.“
Björn segir þátttöku íslendinga
í þingmannasamstarfí VES brýna.
„Þetta er í fyrsta sinn sem fundur
af þessu tagi er haldinn. Eitt af
stefnumiðum Evrópusamstarfsins
er að þjóðþingin verði virkari í
umræðum. Ég lít á þetta sem við-
leitni í þá átt. Ég tel að menn eigi
að huga að virkari þátttöku í al-
þjóðlegu samstarfí af hálfu þjóð-
þinganna. Tengsl þeirra á milli
geta komið að gagni, eins og ég
reyndi síðastliðinn vetur, þegar ég
átti bréfaskipti við Valéry Giscard
d’Estaing, fyrrverandi Frakklands-
forseta og núverandi formann ut-
anríkismálanefndar franska þings-
ins, um bann á innflutningi ís-
lenzkra sjávarafurða til Frakk-
Iands. Hann brást mjög vel við og
sagðist myndu beita sér fyrir því
að þar yrði liðkað til. Það mál var
fyrst og fremst pólitískt og i slíkum
málum eiga þingmenn að láta að
sér kveða.“
Eigum að vera
með í sam-
starfi VES