Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 19
LISTIR
Signý Þóra Fríða Þorsteinn
Sæmundsdóttir Sæmundsdóttir Gylfason
Frá Wagner
tíl Jóns Múla
í manndrápsskapi
ATRIÐI úr mynd Stones, Fæddum morðingjum.
TONLIST
Gcrðubcrgi
ÍSLENSKA
EINSÖNGSLAGIÐ
Signý Sæmundsdóttir, Þóra Friða
Sæmundsóttir og Þorsteinn
Gylfason. Sunnudagur 16. október.
VIÐ LÁ að mann sundlaði tvisv-
ar áður en tónleikarnir hófust, í
fyrsta skiptið þegar maður leit lista
þann, á þriðja þúsund einsöngslaga,
sem þeir félagar Jónas Ingimundar-
son píanóleikari og Trausti Jónsson
veðurfræðingur hafa saman safnað;
öll sú vinna sem lögð hefur verið í
þessa söfnun og launin líklega eng-
in eða þá óútreiknanleg eins og
veðrið. Seinna sundlið var þegar
maður leit efnisskrána og sá að
Signýju voru ætluð verkefni allt frá
Wagner til Jóns Múla og þar í milli
kenndi margra grasa. Signý byijaði
með laginu í dag skein sól, eftir
þá Pál og Davíð. Kannski var Signý
að prófa röddina og salinn með
þessu fyrsta lagi, en ekki var ég
fyllilega sáttur við meðferð hennar
á laginu, en Páll gaf laginu ryþma
sem ég held að hann hafi ætlast
til að yrði fylgt nákvæmlega; gefur
enda laginu mótaðri svip. Hér er
einnig um þijú erindi að ræða við
sömu laglínu og einnig þar mætti
fylgja nánar forskrift Páls varðandi
styrkleikabreytingar. En Signý hef-
ur glæsilega rödd og mikla túlkun
og víst varð salurinn í Gerðubergi
í minnsta lagi fyrir óvenju hljóm-
mikla rödd Signýjar. Hér tók Þor-
steinn Gylfason við, sagði frá því
að fæðing þessa lags hefði orðið á
undan tilurð ljóðsins, sem víst er
miklu sjaldgæfara heldur en ljóðið
fyrst og síðan lagið. Þetta var ekki
það eina forvitnilega frá hendi Þor-
steins. Nú tók hann að bera saman
áhersluliði ljóðs og lags og gerði
af slíkri fimi og vísindalegri rökvísi
sem háskólaprófessor er lagið, en
með húmor í bland, sem hélt loftinu
í salnum á hreyfingu. Þetta erindi
Þorsteins, sem deilt var niður milli
söngatriða Signýar, var sem sagt
sérlega fróðlegt og höfundum lag-
anna til sóma. Eitt verður manni
þó á að hugsa; köfuðu lagahöfund-
arnir nokkurn tímann svona djúpt
niður í lögmál ljóðs og lags? Var
það ekki bara söngur fugla himins-
ins sem hvíslaði þeim sannindum
um ljóðið í eyra? Þá komu fallegu
lögin hans Fúsa Halidórs, sem enn
eru jafn ung og þau voru fyrir ára-
tugum, og virðast lítið eldast frekar
en Sigfús sjálfur. Ljúflingshöll og
Fröken Reykjavík eftir Jón Múla
við texta bróður síns, Jónasar Árna-
sonar, en Jónas mun stundum hafa
ort ljóðið eftir að Jón hafði flautað
lagið fyrir Jónas gegnum símann.
Forvitnilegt var og að heyra lag-
ið sem Halldór Laxness hafði samið
Maístjörnuna við. Ég held að ekki
sé vafi á að lagið er til orðið upp
úr rússnesku Jijóðlagi og mikið má
vera ef Jón Ásgeirsson hefur ekki
verið búinn að heyra það þegar
hann samdi sitt vinsæla lag við
Maístjörnuna. Ekki ætti að vera
auðvelt fyrir Signýju að skila þess-
um verkefnum sem eru dægurlaga-
kennd, Signý vön öðru efnisvali og
með sína miklu óperurödd. Hún
náði þó sannarlega að gæða þau
þokka, vínarískum nokkuð, en
þokka. Glæsilegast hljómaði röddin
þó í aríu Brynhildar úr Siegfried,
óperu Wagners, og þó ekki sé hægt
að skila hjómsveitarhlutanum á
píanó þá tókst Signýju að kynna
nýja Wagnerinn. Þóra Fríða studdi
systur sína vel í gegnum öll stíl-
brigðin og í lokin kom svo Vöggu-
vísa Páls og Davíðs þar sem lagið
virðist einnig hafa orðið til á undan
ljóðinu.
Ragnar Björnsson
KVIKMYNDIR
Bíóborgin/Sagabíó
FÆDDIR MORÐINGJAR
„NATURALBORN
KILLERS" ★ ★ ★
Leikstjóri: Oliver Stone. Handrit:
Stone, David Veloz og Richard
Rutowski. Kvikmyndataka: Robert
Richardson. Aðalhlutverk: Woody
Harrelson, Juliette Lewis, Robert
Downey, Tommy Lee Jones, Rodney
Dangerfield. Warner Bros. 1994.
HAFI einhver velkst í vafa um
hver sé framsæknasti og djarfasti
kvikmyndaleikstjóri Bandaríkj-
anna þessi misserin ætti sá vafi
að hverfa eftir skoðun á nýjustu
mynd Olivers Stones, háðsádeil-
unni Fæddir morðingjar. Hún deil-
ir harkalega á það sem kallað
hefur verið ofbeldisdýrkun Banda-
ríkjamanna og þátt fjölmiðla í að
búa til og viðhalda þeirri dýrkun
og skoðar í þeim tilgangi sögu
tveggja uppdiktaðra íjöldamorð-
ingja, Mickeys og Mallorys. Vestra
kemur myndin beint oní réttar-
höldin yfir O.J. Simpson og í kjöl-
far margra frægra réttarhalda
yfir morðingjum og misyndis-
mönnum sem í fjölmiðlaleiknum
hafa orðið landsfrægar persónur
og jafnvel dáðar fyrir ódæði sín
og myndin hefur þannig auðvitað
meiri vikt þar en í Evrópu. Hún
er engu að síður einkar forvitni-
leg, sérstaklega ofbeldisfull og að
lokum yfirkeyrð og öfgakennd út-
tekt á heimilisaðstæðum, löggæslu
og fjölmiðlafári sem elur af sér
fjöldamorðingja og gerir þá að
átrúnaðargoðum svo furðulegt
sem það nú er. „Ég mundi vilja
vera eins og Mickey og Mallory
ef ég væri fjöldamorðingi,“ segir
unglingur í sjónvarpsviðtali í Sto-
nemyndinni. Um það snýst ádeil-
an.
Hún er frábærlega gerð. Stone
hefur alltaf verið nýjungagjarn í
frásagnarhætti og í Fæddum
morðingjum notar hann allt sem
hann getur náð í og meira til svo
áhorfandinn verður fyrir stöðugu
áreiti í gengdarlausri keyrslu.
Hann blandar saman svart/hvítri
filmu og lit, filman sjálf skiptir
litum, myndavélin snýst í hringi
og á hvolf, hann notar mikið blá-
skjáratriði þar sem filmu er skotið
á tjald og leikararnir og umhverfi
þeirra eru í forgrunni, englar og
hestar svífa um himininn, snákar
og skröltormar skríða eftir jörð-
inni, teiknaðar hasarblaðahetjur
yggla sig þegar reiðin sýður í
söguhetjunum, myndavélin eltir
byssukúlu sem stoppar frammi
fyrir fórnarlambinu áður en hún
hittir í mark og í sjónvarpinu eru
tilvísanir í ofbeldismyndir eins og
„Midnight Express" og
„Scarface", en Stone skrifaði
handrit þeirra. Þegar hann vill
lýsa í endurliti heimilinu sem Mall-
ory kemur frá og á að skýra af
hveiju hún gerðist morðingi notar
Stone hið vinsæla bandaríska
gamanþáttaform með grínleikar-
anum Rodney Dangerfield í aðal-
hlutverki föður Mallory og öllu til-
heyrandi eins og dósahlátri þegar
grínast er með sifjaspell og heimil-
isofbeldi. Þátturinn heitir „I Love
Mallory“ eftir frægum þáttum
Lucy Ball. Ameríska fjölskyldu-
dýrð sjónvarpsins verður súrreal-
ísk martröð,
Mickey og Mallory eru leikin
af Woody Harrelson og Juliette
Lewis sem n.k. nútímaútlagar í
ætt við Bonnie og Clyde, bara á
sterum. Morðæði þeirra hefst á
heimili Mallory þegar þau drekkja
föðurnum í fiskabúrinu og kveikja
í móðurinni uppi í rúmi og áður
en þau nást hafa þau myrt 52.
Ofbeldið er skefjalaust eins og
búast mátti við af Stone en hann
verður varla sakaður um að gera
hetjur úr morðingjum sínum eða
ýta undir ofbeldisdýrkun því þær
eins og annað í myndinni eru per-
sónugervingar í ádeilu sem fer út
í öfgar og svo meiri öfgar til að
koma fram skoðun sinni og boð-
skap og fá fólk til að hugsa. Stone
beitir kröftugum meðölum og stíg-
ur aldrei á bremsurnar. Hafi hann
einhverntíman verið í manndráps-
skapi er það hér.
Tvö stærstu aukahlutverkin eru
frábærlega leikin af Robert Down-
ey og Tommy Lee Jones. Downey
er glimrandi sem ástralskur stjórn-
andi hins vinsæla þáttar Banda-
rískir bijálæðingar er svífst einsk-
is í tilraun til að gera Mickey og
Mallory heimsfræg og Tommy Lee
er unaðslegur fangelsisstjóri sem
missir tökin á tukthúslimunum;
greiðslan ein gerir hann óborgan-
legan.
NBK býður að sönnu oft upp á
magnaðan kvikmyndagaldur sem
skiljanlegt er að sé umdeildur og
umtalaður vestra en við horfum á
sirkusinn úr fjarlægð.
Arnaldur Indriðason
Brauðostur kg/stk
15%
AFSLÁTTUR!
■ 612 kr.
VERÐ NU:
kílóið.
o
<
>
X
VERÐ AÐUR:
kílóið.
ÞU SPARAR:
108 kr.
á hvert kíló.
OSIAOG
SMJÖRSALAN SE