Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ í Deiglunni 1930-1944 LISTASAGA Listasafn íslands MÁL OG MENNING Sýningarskrá: Frá Alþingishátíd til lýðveldisstofnunar. Aðfararorð. Is- lenzkur samfélagsannáll. Myndlistar- annáll. Landið, Maðurinn og hugar- heimur hans. Listamannadeilur. ByggingarlLst. Hönnun, stiklað á stóru. Söguleg ár. Annáll helstu bók- menntaviðburða. Leikhúsmál. Drög að tónlistarannál. Innkaup til Lista- safns íslands. Æviatriði rayndlistar- manna. Helstu heimildir í SAMBANDI við hina viða- miklu sýningu Listasafns íslands, í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis- ins, var gefin út mikið og vandað rit er nefnist „í deiglunni 1930- 1944“ Listrýnirinn hefur ekki orð- ið var við beinar umsagnir um bókina í fjölmiðlum, hvemig sem á því stendur, en hins vegar hefur hennar verið getið að einhverju um leið og hinnar viðamiklu sýn- ingar í sölum safnsins. Sjálfri sýn- ingunni fer senn að ljúka, og mun þó standa viku lengur en áætlað var eða til 23. október, en þá verð- ur stokkað upp í sölunum á efri hæðinni, en hins vegar mun hlut- inn á neðri hæðinni fá að halda sér eitthvað áfram. Það ætti að vera óþarfí að geta þess hér að framkvæmdin hefur vakið mikla athygli, einkum er- lendra ferðamanna, en hins vegar gera innlendir sér ekki fulla grein fýrir því hve merkileg sýning er hér á ferð og hef ég orðið var við að margur veit ekki að hún stend- ur yfír ennþá. Verður það að skrif- ast á reikning fjölmiðla, sem fæst- ir halda vöku sinni á menningar- sviðinu. Eitt er borðleggjandi, að sýningin verður aldrei endurtekin í þessu formi enda tilefnið afmark- að og einstætt. En hér kemur líka til sljóleiki nútímamannsins sem á undir högg að sækja vegna innan- tómrar síbyljunnar er á honum dynur úr öllum áttum. En það eykur einmitt þörfina á stöðugu upplýsingaflæði, ef hinir mikilsverðari viðburðir eiga ekki að mæta afgangi og týnast, eins og mér sýnist hafa orðið um ágæta sögusýningu Þjóðminjasafnsins og Skjalasafns íslands í Aðalstræti 6, en ég kom að lokuðum dyrum og myrkvuðu rýminu á dögunum. Það er þannig ekki nóg að birta veglegar fréttir af opnun stórsýn- inga, heldur verður að halda þeim fram á einhvem hátt allan tímann, því að slíkt er fáfengilegt arga- þrasið að fljótt fymist fyrir. Það gildir yfírleitt um slíkar sýningar erlendis að eftir því sem á sýningartímann líður eykst að- sóknin og erfiðara verður að nálg- ast þær vegna örtraðarinnar. Margur sem geymt hefur sér að skoða þær, kemur á vettvang og verður þá þröng á þingi, því að- streymið er oftar en ekki yfírþyrm- andi fyrir. Aftur á móti er reglan yfírleitt sú í höfuðborg íslands að aðsókn á listviðburði er mest fyrstu dag- ana, en dettur svo niður og er í hæsta lagi jöfn og viðunandi fram HLUTI af Kjarvalsmynd á kápu bókarinnar. að síðustu sýningarhelgi, en tekur þá fjörkipp. Undantekningarnar eru mjög fáar svo langt sem ég man aftur í tímann. Hér er um sýningu að ræða sem alla varðar og eins og menn geta séð af upptalningunni að ofan er leitast við að gera öllum listgrein- um skil, þótt skiljanlega sé megin- áherslan lögð á myndlist. Auðvitað getum við ekki borið okkur saman við stórþjóðir vegna smæðar okkar og takmarkana listasafnsins, en ætla mætti að öllum þegnum landsins komi það við sem nefna má kjölfestu líf- rænnar þjóðmenningar í sjálf- stæðu ríki. Þrátt fyrir takmarkan- ir húsnæðisins telst sýningin merkilega skilvirk sem skapaði að sjálfsögðu þörf fyrir að framkvæmd- inni væri fylgt úr hlaði með viðamikilli úttekt á tímabilinu í máli og myndum. Og hér var vel staðið að verki með sýningarskrá í bókar- formi, sem er 223 síður í stóru broti prýdd fjölda litmynda af listaverkum auk svart-hvítra mynda, sem svo alfarið fylgja annálum merkisvið- burða á öðrum lista- sviðum. Ritið er í svipuðu broti og veglegustu íslenzku lista- verkabækurnar, en vægi hennar telst al- veg sérstakt, því hún tekur fyrir og kryfur afmarkað tímabil í íslenzkri listasögu. Þó má koma fram að eins og á sér stað um aðrar opinberar framkvæmdir á lista- sviði, skynjar maður hraðann á útgáfunni og tímahrakið er opn- unardagur sýningar- innar nálgaðist og þannig saknar maður helst úttektar á hveiju ein- stöku myndverki og svo eru sumir hinna dekkri litatóna full svartir og líflausir. En yfirleitt hefur lit- greiningin tekist merkilega vel miðað við allar aðstæður. í ritinu er mjög mikið af þýðing- armiklum upplýsingum og heim- ildum sem ekki hafa legið á lausu til þessa. Bókinni er fylgt úr hlaði með ítarlegum aðfararorðum eftir Beru Nordal. Kemur hún m.a inn á þá merkilegu staðreynd, að þrátt fyrir fréttir og myndir af herná- NÍNA Tryggvadóttir: Frá Ól- afsvík (1942). minu varð það, eða einstakir þætt- ir þess, listamönnum aldrei að myndefni. En grannt skoðað telst það raunar mun fleira sem þeim varð ekki að myndefni sem þó var í næsta sjónmáli og mun það m.a. stafa af því, að þrátt fyrir að hinn frásagnarlegi og táknræni þáttur myndlistarinnar væri áberandi í verkum þeirra og þau þannig í ríkum mæli bókmenntaleg fylgdu þeir viðtekinni hefð erlendis frá. Þeir fengu einnig litla uppörvun til slíkra myndefna, því að fólk sóttist sem aldrei fyrr eftir lands- JÓN Þorleifsson: Súlur (1929). ÞORVALDUR Skúlason: Frá Reykjavíkur- höfn (1931). lagsmyndum í híbýli sín, einkum frá æskuslóðum. Ekki þarf annað en að skoða ljósmyndir sem teknar voru á tímabilinu, til að uppgötva mýgrút frábærra myndefna, sem mynd- listarmennimir litu ekki við. Og hvað hernámið snertir var það lík- ast óværu á þjóðarlíkamanum og eftir slíkum viðfangsefnum sóttust alvarlega þenkjandi myndlistar- menn tímanna síður. Það er upp- lýsandi að fá samféiagsannálinn, en hann hefði ásamt myndlistar- annálnum mátt vera ítarlegri. Hins vegar er grein Júlíönu Gottskálks- dóttur um myndlist tímabilsins hin athyglisverðasta, þótt henni hætti til að alhæfa og gera upp á milli listamanna, sem síður á við í slíku heimildarriti. Mestum tíðindum sætir þó grein Aðalsteins Ingólfs- sonar um listamannadeilurnar, sem voru miklar og óvægar allt tímabilið. Hér voru menn hörunds- árir og kemur einangrunin hvergi betur fram og hefur þetta lítið breyst, þótt upprunalegu deilurnar hafí verið hatrammari og persónu- legri að því leyti að ekki var verið að skafa af hlutunum né tala tung- um tveim. Þannig mátti Jón Þor- leifsson, sem í tvo áratugi skrifaði reglulega í Morgunblaðið, þola mikið níð um listsköpun sína, þótt nú sé almennt viðurkennt að árin sem um ræðir voru frjóasta tíma- bil listar hans og hann þá í röð fremstu málara þjóðarinnar, eins og ýmis öndvegisverk hans eru til vitnis um eins og „Súlur“ (1929) og„Gijótaprammi“ (1940). Skrif Jóns um myndlist, sem hófust 1929 urðu m.a. þess vald- andi að hann var ráðinn að blaðinu sem fastur gagnrýnandi 1932, og það varð vísir að reglulegri og al- mennri myndlistarumræðu á land- inu. Jón er þannig brautryðjandi að reglulegri umfjöllun um mynd- list, en hann varð líka að gjalda þess og geldur því miður enn, enda hefur málefnaleg rökræða á listir aldrei verið hátt skrifuð á landi hér. Fyrir þá sem nú lifa og ekki þekkja til tímabilsins, eru skrif þessi hin furðulegustu, en um leið mjög upplýsandi, því hugarfarið hefur lítið breyst í tímans rás. Hér áttust aðallega við leikmenn og skólaðir listamenn og fagleg skrif um myndlist nær óþekkt fyrir- bæri. Því miður einkenndust þau af hagsmunapoti og pólitík sem þau gera í alltof ríkum mæli enn þann dag í dag. En þetta tvennt hefur einnig verið dragbítur sam- taka myndlistarmanna alla tíð og í mun ríkara mæli og frumstæðari en annarra listafélaga. Vel væri að áhugamenn um listir læsu þennan kafla vel og rökræddu sín á milli, því að þar koma fram mörg þau einkenni í eðli íslendinga sem við sem um listir fjöllum verð- um alltof vel varir við enn þann dag í dag. Eðliskosti sem gera það að verkum að fæstir vilja taka að sér að skrifa listrýni. En svo komu líka fram skrif sem voru sem ljósblik og lyftu umræð- unni á hærra svið, og þannig rekst maður á blaðaúrklippu er markar viðhorf hins ágæta málara Þor- valdar Skúlasonar til myndsköp- unar. „Til þess að málverk innihaldi eitthvað af magni lífsins, verður því að yfírfæra lit náttúrunnar í líf lita og lína, koma þessu þannig fyrir á myndfletinum, að þar skap- ist lífræn heild. Takist þetta er myndin heilsteypt verk sem lifír eigin lífi, óháð fögrum eða ófögr- um „mótívum". Fegurð hennar er þá innfalin í því, að málaranum hefur tekist að móta einhver aðal- einkenni hins lífræna í náttúrunni í efni sit.“ Ber að þakka öllum er hér lögðu hönd að svo úr varð fögur bók, og hvetja sem flesta að nálgast ritið, jafnframt er rétt að minna á að sýningunni fer senn að ljúka. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.