Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell GUÐLAUGUR Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, Krislján Árnason, formaður íslenskrar málnefndar, og Guðmundur Magnússon, stjómarformaður Málræktarsjóðs, undirrita samkomulag um samstarf á sviði málvemdar. Mjólkursamsalan leggur málrækt lið Brugðist við alþjóðlegri samkeppni og áhrifum MJÓLKURSAMSALAN, Islensk málnefnd og Málræktarsjóður undir- rituðu í gær samkomulag um sam- starf á sviði málvemdar. Vonast er til að þetta frumkvæði Mjólkursam- sölunnar verði fleirum í atvinnulífinu hvatning til að leggja móðurmálinu lið en stuðningurinn verður einkum með þrennum hætti. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að mjólkurumbúðir verði helgaðar margskonar ábend- ingum um íslenska tungu. í öðru lagi mun Mjólkursamsalan leggja málvernd lið með beinum fjárfram- lögum, gjöfum og styrkjum og í þriðja lagi mun fyrirtækið leggja sitt af mörkum, meðal annars með auglýsingum, til hvatningar um ár- vekni og samstöðu allra Iandsmanna. Við sama tækifæri afhenti Mjólk- ursamsalan íslenskri málstöð nýjan tölvubúnað að gjöf í tilefni stóraf- mælis beggja aðila á næsta ári. Jafn- framt var frumsýnd ný auglýsing sem Mjólkursamsalan hefur látið gera fyrir kvikmyndahús og sjón- varp þar sem Alexandra Gunnlaugs- dóttir syngur frumsamið ljóð Þórar- ins Eldjárns við lag Atla Heimis Sveinssonar. Verðmætasta eign þjóðarinnar Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, lauk miklu lofí á samkomulagið í ræðu sem hann hélt við þetta tækifæri. í máli hans kom fram að Mjólkursamsalan og íslenska tungan ættu bæði í vök að veijast sakir aukinnar alþjóðlegrar samkeppni og áhrifa. Það væri því vel við hæfi að þau sneru bökum saman á þessari stundu. Hann sagði að íslensk tunga væri tvímælalaust mikilvægasta og verðmætasta eign þjóðarinnar og hana bæri að styðja. Guðlaugur sagði að Mjólkursamsal- an liti ekki á það sem hlutverk sitt að kenna landsmönnum íslensku heldur einungis að örva áhuga, efla árvekni og auðvelda þannig læri- meisturum starf sitt. Hann vonaðist ennfremur eftir löngu og gifturíku samstarfi. „Ég er sannfærður um gagnkvæman hag Mjólkursamsöl- unnar og íslenskunnar og um leið þjóðarinnar allrar." Kristján Árnason, formaður ís- lenskrar málstöðvar, kvaðst binda vonir við að samstarfið yrði öllum aðilum til heilla. íslenskri málrækt væri sómi sýndur með þessu rausn- arlega framlagi Mjólkursamsölunnar og sagðist hann ekki efast um að hún kæmi til með að njóta góðs af. í máli hans kom fram að brýnt væri að hlúa vel að tungumálinu enda væri það forsenda menningar- innar og um leið atvinnulífsins. „Ég vona að íslensk mjólk og íslenskt mál verði til um aldur og ævi.“ Ráðherra segir laga- grundvöll umsýslu- gjaldsins tvísýnan SIGHVATUR Björgvinsson viður- kennir að tvísýnt sé um lagagrund- völl ákvæða reglugerðar um brunatryggingar, meðal annars um umsýslugjald til Fasteigna- mats ríkisins. Lögfræðingar ráðu- neytisins sem hann leitaði til hafi talið þessi atriði á „gráu svæði“ en engu að síður lagt til að reglu- gerðin yrði gefin út jafnframt því sem tekin væru af öll tvímæli með því að leita staðfestingr Alþingis. Hann hafi farið að þessum ráðum. „Sjálfur er ég ekki löglærður maður og fer þess vegna eftir þeim ráðleggingum sem ég fæ frá þeim lögfræðingum sem fjalla um málið, meðal annars í ráðuneyt- inu,“ segir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra. Spurður að því hvort ekki hefði verið hægt leita fyrst eftir breyt- ingu á lögunum og gefa síðan út reglugerðina segir Sighvatur að mikið hafi legið á. Umsýslugjaldið væri fjárhagsstoðin undir þeim breytingum sem reglugerðin gerði ráð fyrir. „Annað hvort var að aðhafst ekkert eða gera þetta. En ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað vera öruggari með málið,“ segir hann. Ráðstefna um launamál hjá ríkinu FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra boðar á morgun, 20. októ- ber, til ráðstefnu, sem ber yfir- skriftina „Hvert skal stefna í launa- og starfsmannamálum rík- isins?“. Ráðstefnan er haldin á Hótel Loftleiðum og stendur frá kl. 13.30 til kl. 16.30. Launagreiðslur þriðjungur fjárlaga „Tilgangurinn með þessari ráð- stefnu er að efna til opinskárrar umræðu um launa- og starfs- mannamál hins opinbera," sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið. „Til að auðga umræðurnar verður einn ræðumanna Ulf Göransson, framkvæmdastjóri nýstofnaðs vinnuveitendasambands sænska ríkisins, sem hefur verið nokkuð framarlega í að móta launa- og starfsmannastefnu sína.“ Friðrik sagði að nú á tímum væri gerð rík krafa um árangur í starfi hins opinbera, og þess vegna hefði verið lögð mikil áherzla á nýskipan í ríkisrekstrinum. „Það er jafnframt nauðsynlegt að taka á stöðu og hlutverki starfsmanna hins opinbera, ekki sízt þegar haft er í huga að launagreiðslur eru langsamlega stærsti útgjaldaliður ríkisins, eða um það bil þriðjungur fjárlaga. Okkur ber að tryggja nýtingu þessa fjár sem bezt,“ sagði Friðrik. Ræðumenn á ráðstefnunni verða Friðrik Sophusson, Ulf Gör- ansson, Magnús Pétursson ráðu- neytisstjóri, Ögmundur Jónasson formaður BSRB, Þórarinn V. Þór- arinsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins og Sigurður Líndal prófessor. Margir þingmenn kröfðust þess að uppsagnir pistlahöfunda á Rás 2 yrðu dregnar til baka Ráðherra segir ráðningar í höndum yfirmanna RÚY Formaður Alþýðubandalag'sins sagðist verja rétt Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að gagnrýna sig MARGIR þingmenn kröfðust þess að uppsagnir pistlahöfunda á Ríkis- útvarpinu, þeirra Illuga Jökulssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar, yrðu dregnar til baka við utan- dagskrárumræðu á Alþingi í gær um málefni Ríkisútvarpsins. Mennta- málaráðherra sagði að ráðningar starfsmanna á Ríkisútvarpinu væru í höndum yfirmanna í samræmi við lög og reglur sem giltu um starfsemi stofnunarinnar og afskipti stjóm- málamanna í þeim efnum ættu ekki rétt á sér. Svavar Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalagsins, hóf umræðuna og sagði að uppsögn Illuga Jökulssonar hefði valdið reiðiöldu í þjóðfélaginu, enda væri hann vinsæll og orðhepp- inn pistlahöfundur. Sakaði hann Sjálfstæðisflokkinn um að leggja Ríkisútvarpið aftur og aftur í ein- elti. Af þeim sökum fyndist yfir- mönnum þeir vera í hers höndum og viðbrögð þeirra yrðu hikandi og fálm- kennd. Sagði hann að Ríkisútvarpið yrði að sýna alla breidd Qölmiðlaflór- unnar og vera opinn vettvangur, það væri leið nútímans og fjölbreytninn- ar. Hin leiðin væri að höggva á alla skoðanamyndun, en þá væri Ríkisút- varpið dæmt til að vera leiðinlegur fjölmiðill. Ríkisútvarpið væri á ný hneppt í fjötra skoðanaleysisins í stað þess að vera meira lifandi og opnara þjóðarútvarp. Sagði hann að reglur ættu að vera skýrar og afdráttarlausar og einfaldar þannig að allir starfs- menn og pistlahöfundar vissu um hvað þær fjölluðu og væru sáttir við þær. Hann sagðist ekki óska eftir því að menntamálaráðherra gerði eitt eða neitt, raunar þætti honum vænt um ef hann héldi sig sem lengst frá RÚV en hins vegar fór hann fram á að menntamálaráðherra útskýrði hvort hann væri sammála þeim al- mennu sjónarmiðum sem hann hefði sett fram. Ólafur G. Einarsson, menntamála- ráðherra, sagði að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði hvergi nærri þessu máli komið og ásakanir um það væru hugarórar. Það væri verkefni yfir- manna stofnunarinnar að sjá um ráðnir.gar og það væri nýtt ef dagskrárstjóri Rásar 2 ræki erindi Sjálf- stæðisflokksins. Yfír- mönnunum bæri að fara eftir útvarpslögunum og þeim regl- um sem giltu innan stofnunarinnar. Ríkisútvarpinu bæri að vera vett- vangur mismunandi skoðana en gæta óhlutdrægni. Það væri álitamál hvenær væri farið yfir strikið en það mat yrði að vera í höndum yfirmanna Ríkisútvarpsins. Það væri ekki í verkahring stjómvalda nema um væri að ræða lagabrot. Um það væri ekki að ræða og því væri þetta póli- tísk afskiptasemi hjá háttvirtum þingmanni. Ekki hægt að úthýsa stjórnmálum Pétur Bjamason, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að brott- reksturinn væri aðfór að mál- og tjáningarfrelsi, þó ekki væri hægt að leggja málin að jöfnu þar sem brottrekstur Hannesar Hólmsteins hefði verið friðþæging vegna þess að Illugi var rekinn. Hér væri greinilega ekki gerður munur á persónulegri umfjöllun einstakra pistlahöfunda undir nafni annars vegar og hlutlausum fréttum og almennri umræðu hins vegar, einkum þegar það væri haft í huga að þeir hefðu verið sérstaklega ráðnir til þeás að rækja þetta hlutverk. Hins vegar þarfnaðist endurskoðunar það réttleysi sem lausráðnir starfsmenn Ríkisútvarpsins byggju við. Sighvatur Björgvinsson, viðskipta- ráðherra, sagði það skjóta skökku við að veita pistlahöfundi áminningu í vor og segja honum síðan upp nokkrum vikum síðar vegna þess að stjórnendur telji líklegt að viðkom- andi muni bijóta af sér aftur. Sagði hann að ef dómskerfið starfaði þannig yrðu margar umræður í þing- inu. Þá væri jafn fráleitt að hafa þá starfsreglu „að af því að Sigurður Sigurð- arson sé grunaður um að hann muni ef til vill bijóta af sér, þá sé rétt að segja Jóni Jónssyni upp. Það er nú enn vitlausari regla ef hægt er orða reglur í þessu sambandi," sagði Sig- hvatur. Hann sagði að það væri gjör- samlega út í hött að halda að menn geti útrýmt stjórnmálaumræðu úr stærsta fjölmiðli þjóðarinnar, þó að kosningar til alþingis eða sveitar- stjórna væni í vændum. Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður Kvennalistans, sagði að á undanförn- um árum hefði góðu heilli verið slak- að verulegu á pólitískum afskiptum af Ríkisútvarpinu, en jafnframt því hefði það gerst að fólk hefði orðið vitni að vægast sagt sérkennilegum vinnubrögðum innan þeirrar stofnun- ar. Rifjaði hún upp að dagskrárstjóri sjónvarps hefði verið rekinn og hefði síðan verið gerður að yfirmannf sjón- varpsins. Síðan hefðu tveir pistlahöf- undar verið reknir, annar vegna skoðana sinna og hinn vegna þess að sá fyrri var rekinn. Sagði hún að þetta væri orðinn farsi sem væri Ríkisútvarpinu til skammar. Réttur til að gagnrýna • Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagði að það væri réttur Hannesar Hóimsteins Gissurarsonar að fá að gagnrýna formann Alþýðubandalagsins. Sagði hann að illa væri komið ef einstakl- ingar ættu ekki að hafa leyfi til þess að gagnrýna formenn stjórnmála- flokka. Vitnaði hann til þess sem einu sinni hefði verið sagt að þó maður væri algjör- lega ósammála skoðunum einstaklings þá byggðist lýðræðið á því að veija rétt hans til skoðana sinna. „Eg mun veija rétt Hannesar Hólmsteins ætíð og ávallt til að geta í öllum fjölmiðlum á íslandi sinnt þeirri lýðræðislegu skyldu sinni að fylgja sannfæringunni og gagnrýna mig, skoðanir mínar og störf mín eftirþví sem hann kýs,“ sagði Ólafur. RÚV hneppt í fjötra skoö* analeysisins Út í hött að út- hýsa stjórn- málaumræðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.