Morgunblaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 27
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
• •
OLOGMÆT
SKATTHEIMTA?
RÁÐHERRA heilbrigðis- og tryggingamála gaf nýlega
út reglugerð um nýja skattheimtu, sem á að færa
ríkiskerfinu 35 milljónir króna, þótt lagastoð til slíks sé
mjög vafasöm, svo ekki sé meira sagt. Þessi reglugerð
var gefin út, þótt sérfróðir menn hafi bent á, að lagagrund-
völlur skattheimtunnar væri hæpinn. Nú er unnið að því
að semja frumvarp til þess að taka af öll tvímæli í þessum
efnum.
Tildrög þessa máls eru þau, að Sighvatur Björgvinsson
undirritaði reglugerð 5. september sl. um brunatryggingar
fasteigna í framhaldi af nýjum lögum, sem sett voru til
að uppfylla ákvæði samningsins um Evrópskt efnahags-
svæði um frelsi í tryggingastarfsemi. Þar segir: „Húseig-
endur greiða árlega umsýslugjald 0,025%o (prómill) af
brunabótamati húseignar til Fasteignamats ríkisins.“
Áætlað er, að þetta nýja umsýslugjald nemi 35 milljónum
á ári. Hvergi er minnst einu orði á það í lögunum frá sl.
vori, að þau heimili nýja skattlagningu á allar fasteignir
í landinu. Hér hefur ráðherra því tekið sér vald til skatt-
lagningar á almenning, sem hvergi á heima nema hjá
Alþingi.
Tveir sérfróðir menn á sviði brunatrygginga, þeir Jón
G. Tómasson, borgarritari, og Ingvar Sveinbjörnsson hjá
VÍS, lýstu áliti sínu á umsýslugjaldinu í umfjöllun Morgun-
blaðsins sl. laugardág. Þar segir Jón m.a.:
„Ég tel að þetta sé ólögmæt skattheimta og hafi enga
lagastoð." Hann bætir því við, að með þessu taki fram-
kvæmdavaldið sér vald til skattlagningar sem það hafi
ekki. Síðan eigi að fara til Alþihgis til að fá eftirásam-
þykkt þess. Reglugerð sé ætlað að fylla út í lagaramma
en ekki öfugt. „Þetta eru fráleit vinnubrögð og ná engri
átt,“ segir hann.
Ingvar Sveinbjörnsson segir m.a.: „Ég er ekki í nokkr-
um vafa um, að það skortir lagastoð fyrir þessa gjald-
töku.“ Hann telur, að jafnvel þó lagastoð væri fyrir hendi
stæðist slíkt ekki stjórnarskrána.
Frumvarp er nú í smíðum til að afla samþykkis Alþing-
is eftir á. Athyglisvert er, að í ráði er að hnykkja enn
frekar á skattheimtunni og heimila hækkun umsýslu-
gjaldsins úr 0,025%o í 0,030%o. Það á sem sagt að und-
irbúa hækkun gjaldsins áður en aflað hefur verið ótvíræðr-
ar lagaheimildar fyrir álagningu þess.
Hver er svo tilgangurinn með þessari skattheimtu?
Samkvæmt upplýsingum forstjóra Fasteignamatsins á hún
m.a. að standa undir kostnaði við eftirlit með brunatrygg-
ingum fasteigna, brunabótamatsskrá og upplýsingagjöf
til almennings. Ástæða er því til að spytja, hvort nokkur
þörf sé fyrir slíka skrá, þar sem tryggingafélögin hafa
hana nú þegar í eigin tölvukerfum og því um tvíverknað
að ræða. Auk þess hefur Fasteignamatið allar fasteignir
í landinu á fasteignamatsskrá og með ólíkindum er, að
tugi milljóna þurfi árlega til að færa nýjar upplýsingar
inn á þá skrá. Tryggingafélögin veita nú upplýsingar
ókeypis um brunabótamat. Er þá nokkur ástæða til að
skattleggja almenning svo Fasteignamat ríkisins geri það
líka?
Það sýnir einnig vel, hvernig stjórnkerfið lítur á skatt-
greiðendur, að formaður fyrrgreindrar nefndar upplýsti,
að rætt hefði verið, hvort notendur þjónustunnar ættu að
greiða fyrir hana eða hvort umsýslugjaldið skyldi lagt á
alla húseigendur, þ.e. hvort sem þeir þyrftu á henni að
halda eða ekki. Niðurstaðan varð í andstöðu við þá eðli-
legu þróun, að notendur þjónustu greiði sjálfir kostnaðinn.
Sighvatur Björgvinsson viðurkennir í samtali við Morg-
unblaðið í dag að lagagrundvöllurinn sé tvísýnn en segir,
að annaðhvort hafi þurft að gera þetta eða aðhafast ekk-
ert. Þessi rök standast ekki, enda ávísun á ringulreið, ef
þau væru gild. Það er grundvallaratriði, sem standa ber
vörð um, að skattlagningarvaldið sé í höndum Alþingis
en ekki ráðherra. Umsýsiugjaldið nemur ekki hárri fjár-
hæð en álagning þess snýst um þetta grundvallaratriði.
Þess vegna er ekki hægt að láta þessa gjaldtöku ganga
þegjandi fyrir sig. í umfjöllun Alþingis er nauðsynlegt,
að þingið undirstriki að skattlagningarvaldið er í höndum
þess en ekki ráðherra. Jafnframt er sjálfsagt að þingið
breyti þessari gjaldtöku á þann veg a.m.k., að þeir sem
notfæra sér þjónustuna greiði fyrir hana, aðrir ekki.
NIÐURSKURÐUR TIL KVIKMYNDASJOÐS
í flárlagafrumvarpi fyr-
ir árið 1995 er gert ráð
fyrir að framlag ríkisins
til Kvikmyndasjóðs ís-
lands verði 80,1 milljón
króna sem er um 21%
niðurskurður miðað við
framlagið í ár sem nem-
ur 101 milljón króna. í
úttekt Sindra Freys-
sonar kemur fram að
kvikmyndagerðarmenn
lýsa yfír megnri
óánægju með þróun
mála.
ATRIÐI úr kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Bíódögum, en myndin hlaut 26 milljóna króna styrk
úr Kvikmyndasjóði og um 100 milljónir kr. erlendis frá. Kvikmyndagerðarmenn óttast nú að stuðning-
ur erlendis frá sé í hættu með áætlaðri skerðingu á framlagi til Kvikmyndasjóðs íslands.
Kvikmyndagerð
hrakin í gröfina?
SAMKVÆMT lögum eru tekj-
ur Kvikmyndasjóðs virðis-
aukaskattur af seldum mið-
um kvikmyndahúsa og eru
markaðar tekjur áætlaðar 121 millj-
ón króna, en þrátt fyrir ákvæði laga
er lagt til að framlagið verði eins og
áður segir, 80,1 milljón eða um 66%
af mörkuðum tekjustofni. Guðný
Halldórsdóttir, kvikmyndagerðar-
maður, kveðst ekki skilja áætlaðan
niðurskurð, þar sem aðsókn að kvik-
myndahúsum hafí „aldrei verið jafn
mikil og nú og tekjur Kvikmynda-
sjóðs eiga lögum samkvæmt að ráð-
ast af prósentu af sölu bíómiða. Auk
þess er margsannað að meiri gróði
er af kvikmyndagerð en tap, þannig
að niðurskurður á þessari tekjulind
er óskiljanleg hagfræði í mínum
huga, frekar væri að auka framlag
til sjóðsins upp í um 500 milljónir
króna til að fá enn meira til baka.
Ég held raunar helst að einhveijar
aðrar hvatir liggi að baki niðurskurð-
inum heldur en spamaðaráform,“
segir Guðný.
„Ekki hvarflar að mér að hælast
um yfir því að standa að skertum
framlögum til þessa mikilvæga
sjóðs,“ segir Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra, en telur hins
vegar að ætlast verði til þess af kvik-
myndagerðarmönnum, „að þeir sýni
skilning þegar aðhaldsaðgerða er
þörf, svo sem nú er og verið hefur
undanfarin ár í þjóðlífinu".
Tæpar 20 milljónir
til úthlutunar
í rekstraráætlun Kvikmyndasjóðs
fyrir árið 1994 er gert ráð fyrir að
um 9 milljónir renni til erlendra kvik-
myndasjóða sem íslendingar eru aðil-
ar að, 4,9 milljónir til flutn-
ings- og kynningarstarf-
semi, 12 milljónir í rekstur
og laun og um 5,8 milljónir
til reksturs Kvikmynda- ^___
safns eða samtals um 31,7
milljónir króna. Auk þess liggur fyrir
styrkloforð á næsta ári upp á 28,5
milljónir króna að því tilskyldu að
framleiðandinn, kvikmyndagerðin
Pegasus, geti aflað viðbótarfjár-
magns fyrir 15. maí á næsta ári sem
skerðir úthlutunarfé enn frekar. Mið-
að við óbreytta rekstraráætlun sjóðs-
ins og að sá liður fjárlagafrumvarps-
ins sem snýr að Kvikmyndasjóði verði
samþykktur á Alþingi myndi sjóður-
Skv. lögum
Raunframlög
Lögbundin framlög í.Kvikmyndasjóð 1989-95
og raunframlög
138,9 m.kr. (áverðlagi 1994)
_ 121 m.kr.
l^kv’FwmvárpÍI
111 H3
103m.kr. jsg 103,6
95 ■
1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
„Um 19,9 mfllj.
til úthlutunar á
næsta ári.“
inn því hafa um 19,9 milljónir til
úthlutunar á næsta ári. í ár hafði
sjóðurinn um 69 milljónir króna til
úthlutunar sem kvikmyndagerðar-
menn töldu fráleitt nægjanlegt miðað
við þörf.
Á seinustu sex árum hafa umsókn-
ir verið um 80-140 talsins á hvetju
ári og fjárþörfin á milli 300 og 500
milljónir króna ef hægt væri að sinna
öllum umsóknum. „Hér liggja yfir-
leitt fyrir 20-25 umsóknir um styrki
til handa löngum leiknum kvikmynd-
um sem eru tilbúnar í framleiðslu.
Sjóðnum ber einnig að styrkja alla
þætti kvikmyndagerðar, þar með tal-
ið heimildarmyndagerð, teiknimyndir
og stuttmyndir. Á næsta ári á enn-
fremur að frumsýna 5 íslenskar kvik-
myndir, þannig að kynningarþáttur-
inn hefur sjaldan verið jafn stór hjá
-------- sjóðnum og á næsta ári,“
segir Anna María Karls-
dóttir, fulltrúi Kvikmynda-
sjóðs. Hún segir að á und-
anfömum árum hafi stöð-
ugt verið lagðar auknar
skyldur á sjóðinn sem skerði úthlut-
unarfé hans enn frekar en upphæð
f|árframlaga gefi til kynna. I raun
þjóni sjóðurinn hlutverki kvikmynda-
stofnunar, án þess að fjárframlag
hafi aukist í samræmi við aukin verk-
efni og skyldur.
Lögbundið framlag skert
Framreiknað miðað við bygging-
arvísitölu átti lögbundið framlag rík- um.
isins til Kvikmyndasjóðs árið 1989
að nema 138.870.000 krónum á nú-
virði, en ætti að vera um 121.000.000
kr. á næsta ári samkvæmt lögum.
Raunskerðing á 6 ára tímabili nemur
því 12,9%. Skerðingin miðað við
framreiknað framlag í fjárlögum á
sama tímabili og framlag á næsta
ári er svipuð eða 12,6%
Kvikmyndasjóður hefur aðeins
einu sinni frá árinu 1989 fengið fjár-
framlag í samræmi við lög um sjóð-
inn, árið 1993, en framlagið árið
1991 var meira en lög um sjóðinn
kveða á um. Samkvæmt reikningum
hefur sjóðurinn farið fram úr fjárlög-
um á hveiju ári frá 1989, að því ári
frátöldu, og árinu 1993 þegar tekju-
afgangur varð vegna styrks sem beið
úthlutunar.
1989 átti framlag að vera krónur
103.000.000, en var krónur
71.000.000 samkvæmt fjárlögum og
námu reikningar sjóðsins þeirri upp-
hæð. Skerðingin milli lögbundins
framlags og framlags samkvæmt
fjárlögum nam 31,1%. Sjóðurinn fór
ekki fram úr fjárlögum.
Árið 1990 átti framlag að vera
krónur 111.000.000 samkvæmt lög-
um, 71.000.000 kr. samkvæmt fj'ár-
lögum, en var kr. 74.800.000 sam-
kvæmt reikningum. Skerðingin milli
lögbundins framlags og framlags
samkvæmt reikningum nam 32,6%.
rinn fór 5,4% fram úr fjáHög-
Árið 1991 átti framlag að vera
krónur 95.000.000 samkvæmt lög-
um, kr. 87.000.000 í ijárlögum, en
var krónur 103.600.000 samkvæmt
reikningum sem þýðir að sjóðurinn
fékk 9,1% meira en lögbundið fram-
lag sagði til um. Sjóðurinn fór 19,1%
fram úr fjárlögum.
1992 átti framlag að vera krónur
113.000.000 samkvæmt lögum,
krónur 91.500.000 samkvæmt fjár-
lögum, en var 94.400.000 kr. sam-
kvæmt reikningum. Skerðingin milli
lögbundins framlags og framlags
samkvæmt fjárlögum nam 16,5%.
Sjóðurinn fór 3,2% fram úr fjárlög-
um.
Árið 1993 átti framlag að vera
krónur 111.000.000 bæði samkvæmt
lögum og fjárlögum, en var
108.100.000 kr. samkvæmt reikn-
ingum. Skerðing milli laga og fjár-
laga var semsagt engin, en kostnað-
ur var 2,6% lægri en fjárlög gerðu
ráð fyrir.
Árið 1994 átti framlag að vera
krónur 111.000.000 samkvæmt lög-
um, en var krónur 101.000.000 sam-
kvæmt fjárlögum sem er skerðing
upp á 9%. Jafnframt var gert ráð
fyrir því að 12 milljónir af framlagi
færu til reksturs sjóðsins og Kvik-
myndasafns sem var þar með fellt
niður sem sérstakur fjárlagaliður og
er skerðing á fjármagni því sem sjóð-
urinn hefur til úthlutunar því öllu
meiri en þessar tölur gefa til kynna.
Reikningar fyrir árið 1994 liggja
ekki fyrir.
Féþarftilaðfáfé
Menntamálaráðherra hefur hrósað
kvikmyndagerðarmönnum fyrir að
hafa unnið gott verk á undanförum
árum og „veitt með verk- ------
um sínum verulegum fjár-
hæðum erlendis frá inn i
þennan nýja vaxtarbrodd í
menningarlífí okkar. Það
ber að þakka,“ segir Ólaf-
ur. Kvikmyndagerðarmenn fullyrða
að með skerðingu framlaga til Kvik-
myndasjóðs sé nær lokað fyrir mögu-
leika á erlendu fjármagni. Kvik-
myndagerðarmenn geti ekki sótt um
í erlendum sjóðum án innlendrar fjár-
mögnunar að ákveðnu marki, þannig
að niðurskurður myndi kippa fótum
undan öllu slíku samstarfí. „Flestar
íslenskar kvikmyndir eru nú fram-
leiddar með erlendu fjármagni sem
nemur frá 10% til allt að 80% af
heildarframleiðslukostnaði. Því að-
eins geta framleiðendur haldið þessu
starfi áfram að þeir fái grunnfjár-
magnið frá Kvikmyndasjóði Islands,
sökum þess að fjölmargir Kvik-
myndasjóðir í Evrópu leggja aðeins
fé til mynda sem hafa fengið opinber-
an stuðning í sínu heimalandi,“ segir
Snorri Þórisson, kvikmyndagerðar-
maður og formaður Samtaka ís-
lenskra kvikmyndaframleiðenda.
Hann segir erlent fjármagn greiða
um 57% af heildarframleiðslukostn-
aði íslenskra kvikmynda. Þar af komi
21% fjármagns frá Norræna kvik-
myndasjóðnum og Eurimages. „Sam-
tals hafa verið greiddar 15.226.000
krónur í þessa sjóði á tímabilinu
1991-1994, en íslenskir framleiðend-
ur hafa á sama tíma fengið
220.332.000 krónur eða 1.447%
meira en lagt hefur verið í sjóðina
héðan,“ segir Snorri.
Friðrik Þór Friðriksson, kvik-
myndagerðarmaður, segir að fyrir
fimm árum hafi ekki verið unnt að
benda á þjóðhagslega hagkvæmni
kvikmyndagerðar, en í dag sé það
hægt með óyggjandi rökum, bæði
með tilliti til þess íjármagns sem
kemur erlendis frá og þeirrar land-
kynningar sem kvikmyndir eru. „Ef
ég nefni tvær mynda minna, Bíódaga
sem hlaut 26 milljónir úr Kvikmynda-
sjóði og Cold Fever sém hefur ekki
fengið styrk þaðan, þá er erlent fram-
lag til þeirra yfir 200 milljónir króna.
Djöflaeyjan sem er í undirbúningi
hefði þurft um 30 milljónir úr sjóðn-
um á næsta ári, til að fá 150 milljón-
ir inn í landið, en nú lítur út fyrir
að það verkefni fari í bið,“ segir
Friðrik.
Ládeyða og landflótti
Guðný Halldórsdóttir kveðst telja
að mjög erfitt eða ómögulegt verði
fyrir kvikmyndagerðarmenn að ráð-
ast í kvikmyndatökur á næsta ári,
verði niðurskurður að veruleika sem
hún vilji þó helst ekki trúa. „Auk
þess hafa margir ágætir kvikmynda-
gerðarmenn gefist upp og eru á leið
til útlanda til að leita sér að vinnu
þar eða mennta sig á öðru sviði. ís-
lenskir kvikmyndagerðarmenn virð-
ast vera hátt skrifaðir hvarvetna í
Evrópu nema í íslenska menntamála-
ráðunejdinu," segir Guðný.
Friðrik Þór segir skjóta skökku
við að haldið sé upp á 100 ára af-
mæli kvikmyndarinnar á næsta ári
með eflingu greinarinnar víða um
heim, en hérna sé ákveðið að „ráðast
að listgreininni og hún nánast lögð
í gröfina". Hann kveðst telja að með
skerðingu sé útilokað að viðhalda
þjálfun starfsfólks í íslenskri kvik-
myndagerð sem sé að verða mjög
fært á sínu sviði. Hættan á að það
hverfi í önnur störf aukist til muna.
Auk þess muni sá tækjabúnaður sem
keyptur hafí verið í því skyni að
færa framleiðsluna frekar inn í land-
ið standa ónotaður. „Islensk kvik-
myndagerð hefur verið byggð upp
af mjög mikilli skynsemi og ekki
verið hent í hana peningum eins og
laxeldi eða loðdýrarækt, heldur hefur
verið mátuleg stígandi í uppbygging-
unni. Ég held því að einhver fáránleg
ur misskilningur sé að baki þessu
frumvarpi sem hljóti að verða leið
réttur. Með aðeins um 20 milljónir
til úthlutunar leggst dauði yfír kvik-
myndagerðina,“ segir Friðrik.
Snorri varar ennfremur við frekari
niðurskurði til sjóðsins á listrænum
forsendum, þar sem sú hætta sé fyr-
ir hendi að íslenskir kvikmyndagerð-
armenn snúi sér að framleiðslu kvik
mynda sem alfarið séu á erlendri
----------------- tungu og þá „með listrænt
,Skert framlag forræði í höndum útlend
lokaráerlent >nga- Yrkisefni slíkra
fjármagn“ mynda er að jafnaði ekki
sótt í íslenskan veruleika
og í fæstum tilvikum munu
þessar kvikmyndir auðga menningu
okkar. Hér er því í aðsigi menning-
arsögulegt slys.“ Snorri segir að er-
lendir kvikmyndagerðarmenn skilji
þó eftir talsverðar gjaldeyristekjur á
Islandi. Á þessu ári hafi tekjur ís-
lensks starfsfólks og fyrirtækja af
erlendum kvikmyndagerðarmönnum
numið 170.000.000 kr. sem ríkið fái
sinn skerf af eða um 76.500.000
krónur í skatttekjur.
Filippus prins tilfinn
ingasnauður og
oflætisfullur faðir
í nýrri ævisögu Karis
Bretaprins er dregin
upp sú mynd af Filipp-
usi drottningarmanni
að hann hafí verið til-
fínningalaus og ráð-
ríkur faðir sem gert
hafí prinsinum lífíð
óbærilegt í æsku.
FILIPPUS prins, smásmugu-
legur maður sem hengir
sig í formsatriði og gerði
tvo af sonum sínum frá-
hverfa sér með viktoríanskri afstöðu
sinni til karlmennskunnar, hefur
staðið tilneyddur í skugga konu
sinnar, brosmildur en fámáll, í rúm-
lega 40 ár. Filippus er grískfæddur
og hefur nú dregist inn í nýjan
grískan harmleik, eins og elsti sonur
hans, Karl Bretaprins, kallar ást-
laust hjónaband þeirra Díönu prins-
essu. Fjölmiðlar hafa hlaupið upp
til handa og fóta vegna ævisögu
Karls þar sem fram kemur að Filipp-
us drottningarmaður hafí neytt son
sinn í hjónaband.
I nýrri ævisögu, sem samin er
með aðstoð og samþykki Karls, er
dregin upp sú mynd af Filippusi að
hann hafi verið tilfinningalaus og
ráðríkur faðir sem gert hafi Karli
lífið óbærilegt í æsku.
Og jafnvel á fullorðinsaldri komst
Karl ekki hjá því að láta undan
þrýstingi föður síns er hann lagði
að honum að taka skjóta ákvörðun;
að biðja hinnar feimnu og ungu
Díönu ellegar slíta sambandi þeirra
til þess að vernda orðstýr hennar.
Gegn eigin sannfæringu gekk Karl
að eiga Díönu árið 1981.
Erfið æska
Filippus prins, sem ber titilinn
hertogi af Edinborg, hafði áður
skipað Karli að binda enda á sam-
band við stúlku áður en það yrði
talið til hneykslismála. Starfsmenn
hirðarinnar báður aðra stúlku um
að „láta sjá sig sem sjaldnast.“
Uppljóstranirnar í ævisögu Karls
koma fæstum Bretum á óvart. Þeir
vissu að Filippus var fastur fyrir
og hafði sjálfur lifað tímana tvenna.
Æska hans var erfið og hann oft-
ast einmana. Foreldrar hans skildu
er hann var barn og hann lifði hálf-
gerðu flökkulífi. Hann gekk í breska
flotann og hlaut viðurkenningu
fyrirhugrekki í seinna stríðinu.
Filippus, sem er 73 ára, kvæntist
Elísabetu fimm árum áður en hún
tók við ríki af föður sínum árið
1952. Þar með var sjóliðinn fyrrver-
andi dæmdur til að vera sem þö-
gull skuggi konu sinnar það sem
eftir lifði.
Utanaðkomandi
Breskir fjölmiðlar hafa aldrei tek-
ið Filippus prins sem „einn af okk-
ur.“ Hann hefur sætt gagnrýni fyr-
ir flestar skoðanir sínar, allt frá
afstöðunni til kjarnorkuvopna, ein-
staklingsfrelsis og umhverfisvernd-
ar. Hefur hann til dæmis verið sak-
aður um hræsni fyrir að veita for-
ystu World Wide Fund for Nature,
alþjóðlegum náttúruverndarsam-
tökum, á sama tíma og hann stund-
ar sjálfur drápsíþróttir.
FILIPPUS prins við hlið Elísabetar drottningar er hún lagði blóm-
sveig að minnisvarða óþekkta hermannsins í Moskvu í gær.
Öðru hveiju hefur gríma hins
kaldhæðnislega bross fallið, grísk
skapgerðin brotist fram og illyrt
ummæli dunið yfir. Þannig stór-
móðgaði hann Kínverja með gáleys-
islegum ummælum um augnalag
viðlítenda sinna í heimsókn þar
austur frá á síðasta áratug og hlaut
ofanígjöf fjölmiðla.
Orðstír Filippusar, svo og drottn-
ingar, hefur beðið hnekki vegna
vaxandi hjónabandsörðugleika
barnanna. Filippusi hefur verið fært
til tekna að hafa fært afstöðu
drottningar gagnvart þegnunum til
nútíma horfs. Hann átti frumkvæði
að því að breyta siðum og ijúfa firrð
konungsfjölskyldunnar en sætir af-
leiðingum þess nú. Fyrst fór hjóna-
band Ónnu prinsessu í vaskinn, síð-
ar Andrews og loks Karls prins.
Blaðamenn, sem höfðu það að lífs-
starfi að fylgjast með og segja frétt-
ir af fjölskyldunni, tóku að beina
spjótum að föður þeirra, sögðu hann
oflætisfullan og tilfinningasnauð-
ann.
Gerðu uppreisn
Andrew, næstelstur þriggja
prinsa, er sagður einfaldur að eðlis-
fari eins og Filippus og hefur glögg-
ar hugmyndir um lífið og ástina.
Karl og Játvarður prins eru hins
vegar mun listhneigðari og deila
fáum áhugamálum með föður sín-
um. Filippus reyndi að knýja þá til
siðvenjubundinnar hegðunar með
því að senda þá til náms í illræmd-
asta heimavistarskóla Bretlands,
Gordonstoun í norðurhluta Skot-
lands. Þeir risu á endanum upp
gegn föður sínum með því að af-
neita opinbera öliu sem hann mælti
með. Fékk Filippus prins fékk nokk-
ur bræðisköst er Játvarður lét af-
munstra sig úr flotanum 1987 eftir
einungis fjóra mánuði.
I ævisögu Karls er því rækilega
lýst hversu harður faðir Filippus
hefur verið. Þessi harðneskja hefur
valdið því að ríkisarfinn játar nú
opinberlega meinfýsni sem hann
hefur alið í bijósti í aldarfjórðung.
Á yfirborðinu virðist Filippus
liafa tekið gagnrýni sonarins af still-
ingu, hefur einungis skammað hann
lítillega fyrir að bera einkamál fjöl-
skyldunnar á torg. Og hann óttast
ekki að umræðan storki konung-
dæminu sem á sér um þúsund ára
sögu. „Fyrst það hefur dugað svo
lengi er það áreiðanlega ekki svo
slæmt þrátt fyrir allt,“ sagði hann
í viðtali við Daily Telegraph á mánu-
dag.
Karl ekkert skárri?
Sálfræðingar segja að hugsan-
lega geti prinsarnir ungu, Wilhjálm-
ur og Harry, orðið helstu fórn-
arlömb opinberra deilna Karls og
Díönu. Þeir væru saklaus peð í átök-
unum og gætu skaðast varanlega.
Báðir hafa sætt stríðni í skóla vegna
deilna foreldranna. Vilhjálmur er
sagður mjög opinskár og mann-
blendinn og því betur til þess fallinn
að standa styrinn af sér en Harry
er viðkvæmari sál sem gæti tekið
harmleik foreldra sinna miklu nær
sér, að sögn sérfræðinga í málefn-
um hirðarinnar.
I ævisögunni kemur fram hversu
mikla andstyggð Karl hafði á vist-
inni í Gordonstoun. „Hér er maður
eins og I helvíti," skrifaði hann um
dvölina þar og segist hafa verið
lagður mjög í einelti. Þrátt fyrir að
honum byði við heimavistarskólan-
um ákvað hann að synir hans skyldu
hljóta sama hlutskipti.